Morgunblaðið - 28.03.1976, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976
14
Á æfingu hjá Kammersveit Revkjavíkur.
Mozarttónleikar
á Ásgrímssýningu
AÐ TILHLUTAN Kammersveitar
Revkjavíkur ur Revkjavíkur-
horgar verða haldnir Mozarttón-
leikar á Ásgrímssíningunni á
Kjarvalsstöðum í dag. sunnudag.
Asgrímur Jónsson hafói mikió
vndi af tónlist Mozarts og eru
tónleikarnir haldnir til heióurs
minningu hans.
A efnisskránni er: Kvartett í
D-dúr KV 285 fvrir flautu og
strengi. Sónata nr. 2 í G-dúr KV
11 fyrir fiólu og semhal og Kvint-
ett í A-dúr KV 581 fyrir klarinett
og strengi.
Kammersveit Reykjavíkur flyt-
ur tónlistina. en í henni eru: Rut
Ingólfsdóttir. fiðla. Helga Hauks-
dóttir, fióla. Graham Tagg. lág-
fiðla. Deborah Davis, cello. sem
leikur sem gestur. .Jón H. Sigur-
björnsson. flauta. Gunnar Egil-
son. klarinett og Helga Ingólfs-
dóttir. sembal.
Tónleikarnir hefjast kl. 3 e.h.
Fyrirlestur um umferðar-
slys og varnir gegn þeim
UM helgina kemur til Islands á
vegum heknadeildar Háskóla
tslands og Umferóarráós dr. med.
Jörgen B. Dalgaard. prófessor í
réttarlækningum vió Háskólann í
Árósum. Hann mun halda hér tvo
fvrirlestra, annan fvrir lækna og
hinn fvrir almenning. og veróur
hinn sfóarnefndi haldinn í
Norræna húsinu vió Hringhraut
mánudaginn 29. marz og hefst kl.
17.00. Nefnist fvrirlesturinn:
Umferðarslvs og varnir gegn
þeim.
Jörgen B. Dalgaard lauk prófi í
læknisfræói árið 1943 og næstu ár
á eftir starfaði hann víða um
Norðurlönd. var m.a. vfirlæknir
í danska hernum og prosektor við
Háskólann í Bergen. Þá var hann
um nokkurt skeið prófessor í
vefjafræði og réttarlækningum
við Háskólann i Minnesota. Á
seinustu árum hefur hann helgað
sig rannsóknum á umferðarslys-
um og þá sérstaklega í saman-
burði á tæknilegum atriðum til
skýringar á sl.vsum og notagildi á
árangri rannsókna til f.vrir-
b.vggjandi aðgerða. Hann er
kunnur f.vrirlesari og hefur sem
slíkur ferðazt víða um heim.
Málari einlægni
og hógværðar
María H. Olafsdóttir slær á
sárstæða strengi í myndum
þeim sem verið hafa uppihang-
andi í sýningarsölum Norræna
hússins sl. viku og sem mun
ljúka í dag (sunnudag). Myndir
hennar eru þó ekki sérstæðar
sakir frumleika, nýstárleika
ellegar óvenjulegrar litameð-
ferðar, heldur fyrir sérstaka.
upprunalega og einlæga sam-
norræna kennd, sem gengur
eins og rauður þráður í gegnum
myndheim hennar.
Margir munu vita að til er
óopinbert tjáningarmál er
nefnist ,,skandinaviska“ og
mönnum gengur furðuvel að
gera sig skiljanlega innbyrðis á
norðurlöndum með þessum
sambræðingi sk.vldra tungu-
mála, sem vitanlega verður
aldrei löggilt opinbert tungu-
mál, en mjög gagnlegt í norræn-
um samskiptum engu að sfður.
Myndir Maríu eru á þann
hátt skandinavískar, að hún
virðist hafa sankað að sér áhrif-
um úr mörgum áttum, maður
merkir dönsk, norsk, sænsk,
færeysk ogjafnvel finnsk áhrif
í myndum hennar, en undir-
tónninn er þó iðulega og þegar
best lætur sprottinn úr íslenzk-
um jarðvegi. Slíkar myndir
hafa yfir sér persónulegt svip-
mót og víst er að þessi samruni
er bæði sérstæður og áhuga-
verður. Skoðendur doka lengi
við myndir þéssarar alþýðu-
konu í myndlistinni því að
myndir hennar höfða til hinna
dýpri strengja þeirra. Hér er
hvergi um óyfirvegað kák að
ræða heldur nostursamlega
unnin lyrisk myndljóð á mörk-
um draums og veruleika ásamt
fíngerðri tilfinningu fyrir sam-
hljómi litanna. Mönnum getur í
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
senn verið hugsað til freskó-
málverka, myndvefnaðar og
marglits handverks í prjóni, en
þó er að baki lifandi tilfinning
hinnar málandi; leitandi
handar.
Vel skiljanlegur verður sá
framsláttur eins dansks gagn-
rýnanda er hann varpar fram
þeirri spurningu, hvenær söfn i
heimalandi hans fari að upp-
götva myndir þessarar sér-
stæðu listakonu og festa sér
myndir hennar, er maður virðir
fyrir sér nokkrar myndir á
sýningunni og veltir fyrir sér
þeim möguleika að í stað nafns
hennar stæði t.d. nafn einhvers
hinna yngri dönsku myndlistar-
manna sem viðurkenningar
njóta.
María hefur stórum lengri
þróunarferil að baki en slíkir
og list hennar er einnig sprott-
in upp af akademískum grunni
fagurlistaskólans í Kaup-
mannahöfn en veðraður af
persónulegri lífsreynslu sem
stendur um flest utan allrar
framúrstefnu, en er þó ekki
gamaldags í dýpra eðli sínu,
jafnvel þótt viðfangsefnin sæki
hún einatt í lífsreynslu frum-
bernskunnar. Hér er t.d. m.vnd-
flokkur tileinkaður hinni hetju-
legu verkakonu Steinunni, sem
á árunum um 1920 fékkst við
fiskverkun og kolaburð og vann
á við hvern karlmann. til uppi-
halds fjórum börnum og lömuð-
um eiginmanni, á tfmum er
ekki voru til örorku- né fjöl-
skyldubætur og sjálfstætt fólk
varð að bjrga sér eftir bestu
getu.
Það er einmitt í þessari kviku
samúðar með almúgafólki og
öllu því sem reynir að skapa sér
lífsskilyrði í heimi vorum, með
lífið og náttúruna sem samlíf-
rænan bakgrunn, sem list
þessarar hóglátu konu hrærist
og finnur sér frjómögn.
Ég hafði ánægju af skoðun
þessarar sýningar, og mitt álit
er að hún sé fyrir margt fremri
sýningu listakonunnar á
þessum stað í nóv.-desember
1973. Tel henni hafa farið fram
í litameðferð, sem kemur vel
fram í mynd hennar „Lækjar-
gata“ (17), og þá eru myndir
hennar „Sorgaryættir" (5) og
(II) ákaflega lifandi og sterkt
málaðar með hljómmikilli
norrænni kennd.
Tilkynning um
nýja heimilistryggingu
Aöildarfélög sambands brunatryggjenda á íslandi:
Almennar tryggingar hf.
Brunabótafélag íslands
Norðlensk trygging hf.
Sjóvátryggingafélag íslands hf.
Trygging hf. og
Tryggingamiðstöðin hf.
auglýsa nýja og fullkomnari skilmála fyrir heimilis-
tryggingu.
Skilmálarnir hafa verið staöfestir af tryggingaeftirlitinu.
Aðildarfélögin veita allar nánari upplýsingar um hina
nýju heimilistryggingu.
Samband brunatryggjenda á íslandi
Viktor I. Vlasof verkfræðingur, Vladimir Andreéf leikstjóri og Ivar H.
Jónsson á blaðamannafundi MtR
w
Sovézkir gestir hjá MIR
EINS OG komið hefur fram í
blaðinu eru nú staddir á landinu
rússneskur leikstjóri og verk-
fræðingur á vegum MÍR menn-
ingartengsla lslands og ráðstjórn-
arríkjanna í tengslum við Gorkí-
sýninguna. Verkfræðingur Viktor
I. Vlasof flutti erindi á fimmtu-
dag um árangur níundu fimm ára
áætlunarinnar í Sovétríkjunum
og framtfðarhorfur í Ijósi nýsam-
þvkktrar áætlunar. Leikstjórinn
Vladimfr Andreéf flvtur í dag
erindi um menningarmál f Sovét-
rfkjunum.
Á blaðamannafundi í gær með
Vlasof og Andreéf kom m.a. fram
að þeir hafa spjallað við fólk á
ýmsum stöðum einkum í sam-
bandi við leikhússtarfsemi.
Þá gátu þeir þess að fyrir
skömmu var mynd í rússneska
sjónvarpinu um ísland. Myndin
var einkum um fiskveiðar, fisk-
vinnslu, heita hveri og nýtingu
þeirra Einnig var í m.vndinni
sögulegt ágrip og sagt frá landi og
þjóð, og var sýningartíminn um
30 mínútur.
Ennfremur sagði Andreéf að til
stæði að flytja einhver.ja sögu úr
íslendingasögunum f leikhúsi f
Sovétríkjunum.
JMtogmilrlfiMfr
Blaöburöarfólk óskast
r
Uthverfi : Langagerði
UPPL. í SÍMA 35408