Morgunblaðið - 28.03.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.03.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. þjóðin var leynd niðurstöð- um, er framtíð hennar var undir orpin. Frá því í september 1974 hafa verið sett og samþykkt 15 lög sem miða að verndun fisk- stofnanna or skynsamlega hagnýtingu þeirra. Sjávar- útvegsráðuneytið hefur gefið út 28 reglugerðir. sem allar horfa í sömu átt. Umrædd lög og reglu- gerðir eru byggðar á at- hugunum fiskifræðinga. niðurstöðum fiskveiðilaga- nefndar og tillögum sér- stakrar nefndar. sem skip- fræðinga Hafrannsókna- stofnunar til að samræma sjónarmið og auðvelda stjórnun veiða og vinnslu til samræmis við fiski- fræðileg markmið okkar. Hann hefur og beitt sér fyrir ýmsum aðgerðum til að tre.vsta rekstrarstöðu útgerðar og fiskiðnaðar. Útgerðarlán hafa þre- faldast í hans ráðherratíð. Skammtímalán útgerðar- aðila hefur verið breytt í lengri lán. Þessi bre.vting lausaskulda í föst lán. sem Mikilvægasta verkefnið að eru fjögur ár síð- an hin fvrri „svarta skýrsla" íslenzkra fiski- fræðinga barst stjórnvöld- um. Þá þegar var veiðisókn í íslenzka þorskstofninn talin helmingi meiri en stofnstærð hans sagði til um. Það á eftir að vekja furðu hve neikvæð við- brögð ráðandi aðila í þjóð- félaginu voru. en skýrsla þessi barst. Efnisatriði hennar urðu ekki lýðum ljós f.vrr en þremum árum síðar, er fiskifræðingar ítrekuðu niðurstöður sínar um hrinhættu helztu nvtja- fiska okkar, sem efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar grundvallast á. Allar botnlægar fiskteg- undir á íslandsmiðum eru í dag ýmist full- eða ofnýtt- ar. Hrunhætta vofir vfir þorskstofninum. sem vegur þvngst í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Ef ekki verður brugðizt við af ábvrgð og festu um skvnsamlega nýtingu þessarar auðlindar sjávar. sem er undirsataða efna- hagslegrar velferðar okkar, er tilverugrundvelli þjóðarinnar stefnt í bráða hættu. Viðbrögð núverandi ríkisstjórnar gagnvart fiskifræðilegum staðreynd- um eru með allt öðrum hætti en á árinu 1972, er uð var til að gera tillögur um skipan og stjórnun fisk- veiða á Islandsmiðum. Sjávarútvegsráðherra Matthías Bjarnason, hefur í framhaldi af framan- greindum lögum og reglu- gerðum beitt sér fyrir ráð- stefnu hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fiski- framkvæmd var undir stjórn Seðlabankans, Landsbankans og Útvegs- bankans, nam samtals 2.736 m.kr. og var veitt 287 útgerðaraðilum, auk 300 m. kr. sem lánaðar voru Byggðasjóði í sama til- gangi. Þá hefur verið áætl- aður greiðslufrestur á gjaldföllum afborgunum fjárfestingarlánasjóða að fjárhæð 247 m.kr. Þannig hefur umrædd skulda- breyting numið alls 3.273 m.kr. Útfærsla fiskveiðiland- helgi okkar í 200 sjómílur. friðun hrygningarsvæða og uppeldissvæða ungfisks og reglugerðarákvæði um möskvastærð og veiðarfæri miðar allt að því að skapa ofnýttum fisktegundum skilyrði til að ná á ný eðli- legri stofnstærð og mögu- leikum á að skila hámarks- afrakstri í þjóðarbúið. Það er tvímælalaust mikilvægasta verkefni nú- lifandi kynslóðar í landinu að koma á þeirri skipan í veiðum og vinnslu, sem tryggir skynsamlega nýt- ingu fiskimiða okkar og vernd þeirra auðlinda sjávar sem efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og framtíðarvelmegun er komin undir. 1 því efni hafa verið stigin mikilvæg spor af hálfu sjávarútvegs- ráðuneytisins, sem nú vinnur að heildarlöggjöf um nýtingu fiskimiðanna. |j Reykjavíkurbréf ...Laugardagur 27. marz Þorsteinn M. Jónsson Mikil er saga þeirrar merku kynslóöar íslendinga, sem við sjá- um nú óðum á bak og hefur lifað meiri breytingu á högum þjóðar- innar en nokkurönnur. Hér er átt við þá, sem nú eru hátt á níræðis- aldri og jafnvel t íræðisaldri. Ævi þeirra spannar ótrúlegt byltingar- skeið í lífi þjóðar okkar. Fyrir aðeins 102 árum fengu íslending- ar nýja stjórnarskrá, en með henni hlaut Alþingi löggjafarvald og fjárforræði. Aðeins áratug síðar fæddust þeir landsmenn okkar, sem nú standa á níræðu. Aldamótin síðustu voru þeirra unglingsár. Þegar Island fékk heimastjórn árið 1904 var þetta orðið fulltíða fólk, að hefja sitt ævistarf og hálffertugt, þegar Island hlaut fullveldi 1. desember 1918. Þegar islenzkt lýðveldi var stofnað á fæðingardegi Jóns Sig- urðssonar 1944 stóðu þessir frum- herjar okkar tima á sextugu og höfðu þá skiiað ærnu ævistarfi. Enginn, sem kynnzt hefur fólki á þessu aldursskeiði getur verið ósnortinn af þeim kynnum. Merkur fulltrúi þessarar kynslóð- ar er til grafar borinn í dag, laugardag. Þorsteinn M. Jónsson, var virkur þátttakandi í sköpun þessarar sögu. 1 Reykjavikurbréfi hinn 31. ágúst 1975 var fjallað um Þor- stein M. Jónsson, sem þá var ný- lega orðinn níræður. Þar sagði: „Annar merkur boðberi íslenzks fullveldis og sjálfstæðis, Þor- steinn M. Jónsson, getur nú einnig séð af sjónarhóli nítíu ára. Það hlýtur að vera ýhisum íhug- unarefni, að enn er meðal okkar maður sem átti sæti í fullveldis- nefndinni, sem færði okkur sjálf- stæði Islands 1918. Svo skammt er liðið frá þessum merku tímamót- um. Samt njótum við þeirra mannréttinda til fulls, sem þykja sjálfsögð í frjálsum rótgrónum ríkjum. Islenzkri æsku þykir ekkert sjálfsagðara en landið sé sjálfstætt, en við skulum hyggja að því, að á árunum frá 1918 hafa mörg fjölmennari ríki en ísland glatað fullveldi sínu í hendur ein- ræðismanna og því ber okkur skylda til að vera árvök og sofna ekki á verðinum. Fordæmi þeirra, sem hér hefur verið minnzt á og annarra samtíðarmanna þeirra ætti að verða ungu íslenzku fólki hvöt til að standa vel á verðinum. hafna öfga- og einræðisstefnum, en slá skjaldborg um lýðræðið íslenzka, sem á rætur í ellefu hundruð ára sögu þjóðarinnar. . . Þorsteinn hefur eins og aðrir Islendingar, sem staðið hafa í bar- áttu, skilað margra manna starfi. Hann var skólastjóri, alþingis- maður og einn merkasti útgefandi með þjóðinni um langt árabil, svo að nokkuð sé nefnt. Sjálfur segir hann um samningana 1918, að hann hafi fyrirfram verið mjög svartsýnn á að þeir tækjust, enda hafi fæstir þingmenn búizt við því. Af þessum orðum hans má marka, hvílíkt afreksverk það var, að Island skyldi vera full- valda ríki, þegar upp var staðið frá þessari sögulegu samninga- gerð við Dani frá 1918. Það, sem forfeður okkar náðu með blóði og tárum verður ekki af hendi látið — nema með blóði og tárum.“ Um leið og hinn síðasti úr hópi þeirra manna, sem færðu okkur fullveidið heim 1918 er kvaddur, minnumst við með virðingu og þakklæti þess fólks, sem braut af sér bönd erlends valds og sárrar fátæktar og lagði með ævistarfi sínu hornstein íslenzks sjálf- stæðis og þeirrar velmegunar, sem við nú njótum. Ahyggjur Norðmanna „Eru Islendingar að verða vit- lausir. Hvað er eiginlega að gerast heima“? Þetta eru spurningar, sem nánast hver einasti samlandi, sem ferðalangur hitti á erlendri grund í síðustu viku bar fram. Löndum okkar erlendis þótti ástæða til að spyrja á þennan veg, vegna þess, að þeim hefur ber- sýnilega mörgum staðið ógn af atburðum vetrarins hér heima fyrir. Þar veldur þrennt mestu. Ýmsir þættir landhelgisdeilunnar hafa valdið áhyggjum hjá Islend- ingum, sem erlendis búa og þá ekki sízt umtal um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og lokun varnarstöðvar í Keflavík. Þá hafa menn staðið agndofa frammi fyrir því afreksverki okkar, sem heima sitjum, að stöðva loðnuflotann i hálfan mánuð á aðal loðnutíman- um. Var þetta atriði helzta tilefni spurningar um það. hvort Islend- ingar væru orðnir vitlausir. Og loks er bersýnilegt, að íslend- ingar erlendis hafa sem vonlegt er, átt erfitt með að átta sig á þeirri samtengingu rannsókna sakamála og pólitískrar deilu, sem orðið hefur á þessum vetri. Vissulega er fróðlegt að kynnast því, hvernig þróun mála hér blasir við mörgum Islendingum, sem erlendis búa, en bersýnilegt er, eftir viðræður við ráðamenn í Osló og Briissel um landhelgismál og öryggismál, að á miklu veltur að kynna málstað okkar íslend- inga i landhelgisdeilunni ræki- lega og kannski er þess ekki sízt þörf nú, þegar ýmislegt bendir til. að samúðin í okkar garð kunni að vera að dofna. Þess vegna eru fáránlegar þær árásir, sem kommúnistablaðið hefur haldið uppi á nokkra þing- menn vegna þess, að þeir tókust ferð á hendur, ásamt nokkrum öðrum, til Osló og Brussel til að kynna sjónarmið okkar í land- helgisdeilunni og kynnast Við- horfum annarra þjóða í okkar garð um þessar mundir. Meiri ástæða væri til gagnrýni á þing- menn, ef þeir notuðu ekki hvert einasta tækifæri sem byðist í þessu skyni. Og illa ferst þeim mönnum, sem sendu Jónas Arna- son, alþm., ítrekað til Bretlands i því skyni að kynna málstað íslendinga meðal almennings þar í landi, að gagnrýna samþings- menn hans fyrir að halda utan sömu erinda. Nóg um það. I Osló áttu þingmennirnir, Eggert G. Þorsteinsson, Guð- mundur H. Garðarsson, Gunnlaugur Finnsson og Stefán Valgeirsson, og nokkrir ferða- félagar þeirra, viðræður við ráða- menn í utanríkisráðuneytinu og varnarmálaráðuneytinu og svo ýmsa aðra. Sérstaka athygli vöktu þær gífurlegu áhyggjur, sem Norðmenn bersýnilega hafa af þróun mála á Islandi. Þær beinast fyrst og fremst að framvindu landhelgismálsins og leikur enginn vafi á þvi, að Norðmenn eru einlægir stuðningsmenn okkar í landhelgisdeilunni og skilja þau rök, sem Iiggja fyrir því, að við höfum farið aðra leið í landhelgismálum okkar en þeir. En jafnframt er bersýnilegt, að Norðmenn telja, að úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og lokun varnarstöðvarinnar í Keflavík sé raunhæfur möguleiki í dag. Þótt mönnum hér á íslandi sé Ijóst, að svo er ekki, er skýringin á áhyggjum Norðmanna að þessu leyti sú, að islenzkir ráðamenn hafa talað í þessa veru, ekki sízt í viðtölum við norska fjölmiðla. Þessi fréttaflutningur hefur greinilega gefið villandi mynd af raunverulegum viðhorfum hér heima fyrir og hefur því orðið málstað okkartil tjóns. Nú kunna einhverjir að spyrja, hvers vegna Norðmenn telja sig eiga svo mikið í húfi i sambandi við aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu og starfsemi varnar- stöðvarinnar í Keflavík. Enda þótt ekki verði farið út i nákvæma útlistun á því hér (en vísað til fjölmargra greina um þetta efni I Morgunblaðinu í ársbyrjun 1974,) er ljóst, að öryggi og varnir Nor- egs og þá sérstaklega Norður- Noregs eru mjög háð því, að Is- land haldi óbreyttri stefnu í ör- yggismálum sínum, ella yrði Norður-Noregur nánast óverjan- legt landsvæði. En þar fyrir utan er greinilegt, að hugur Norð- manna er mjög bundinn Norður- svæðunum svokölluðu. Þeir eiga nú I viðræðum og deilum við Sov- étríkin út af skiptingu land- grunnsins í Barentshafi milli Nor- egs og Sovétríkjanna. Norðmenn vilja láta miðlínu skipta á milli en Sovétmenn hafa gert kröfu um, að skiptingin verði mun vestar, þ.e., að þeir fái meirihluta þessa landgrunns í sinn hlut. Þá beinist athygli Norðmanna einnig mjög að Svalbarða og framtíð þess landsvæðis. Ástæðan fyrir því, að augu þeirra beinast svo mjög í norðurátt eru að sjálfsögðu marg- víslegar. Öðrum þræði stafa þær_ af öryggishagsmunum Norð- manna en hins vegar af efnahags- legum ástæðum. Frá þvi var skýrt í Osló, að þar væri mat sovézkra vísindamanna, að á norðursvæð- unum væri að finna um 50% allra þeirra ónýttu olíulinda, sem nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.