Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 72. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. r Ihaldsmenn heimta stærri lögsögu Frá Mike Smart i Hull. EITT hundrað þingmenn úr thaldsflokknum skoruðu f gær á brezku stjórnina að berjast fyrir stærri fiskveiðilögsögu. t tilsögn frá þing- mönnunum er lýst miklum ugg vegna ástandsins f brezkum sjávarút- vegi. Langt er til að stjórnin semji um langtum stærri fiskveiðilög- sögu en 12 mílur, sem Efnahags- bandalagið hefur gert að tillögu sinni og sagt, að það sé „brýnt mál“. Slík útfærsla er sögð nauð- synleg svo að vernda megi fisk- stofna og tryggja framtíð brezka sjávarútvegsins, sem sagt er að búi við „alvarlegt og versnandi“ ástand. í tillögunni eru látin í ljós von- brigði vegná þess hve lítið hefur miðað í samkomulagsátt í viðræð- um um sameiginlega stefnu Efna- hagsbandalagsins í sjávarútvegs- málum. Endurskoðun stefnunnar er sögð nauðsynleg vegna stórum breyttra aðstæðna. Flutningsmaður tillögunnar er Francis Pym, talsmaður íhalds- flokksins í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hún er borin fram eins og aðrar slikar tillögur til að vekja athygli á ástandinu og lýsa skoðunum, en þær leiða venjulega ekki til umræðna. Framhald á bls. 22 Viðræður um grískar stöðvar út um þúfur Washington. 31. marz—Reuter. Gríska stjórnin hefur slitið við- ræðum við Kandaríkin um banda- rískar herstöðvar í Grikklaiuli i mótmælaskyni við nýjan herstöðv arsamning Bandaríkjamanna og Tyrkja. Grísk sendinefnd sem átti að ræða við bandarísk stjórnvöld um herstöðvarnar, hefur verið kölluð heim vegna samningsins við Tyrki. Samkvæmt samningi Tyrkja og Bandaríkjamanna fá Tyrkir l.OOÖ milljón dollara hernaðaraðstoð fyrir að opna aftur 26 bandarísk- ar herstöðvar, sem var lokað í hefndarskyni við vopnabannið, sem bandaríska þingið samþykkti að setja Tyrki í í fyrra. Gríska stjórnin segir í yfirlýs- ingu að samningur Bandaríkja- manna og Tyrkja hafi valdið al- varlegum erfiðleikum. Aður hafði verið búizt við að Grikkir og 11 danskir togarar á kolmunnaveiðar Hanstholm, 31. marz. Reuter. ELLEFU danskir togarar sigldu frá Hanstholm í dag áleiðis tii miðanna milli Færeyja og Hjalt- lands til að veiða kolmunna ( til- raunaskyni. Utgerðarmenn hafa lagt fram 43 milljónir isl. kr. til veiðanna og sérstaks tækjabúnaðar til vinnslu á kolmunnanum, sem er ætlaður í bræðslu þótt einnig væri hægt að- selja hann til manneldis. Danir hafa séð sig knúna til að kanna nýjar fiskitegundir vegna alvarlegra áhrifa, sem ákvarðanir Norðausturatlantshafsfiskveiði- nefndarinnar um ýsukvóta hefur haft á sjávarútveginn á vestur- strönd Jótlands. Bandarikjamenn munau ljúka gerð nýs samnings innan tveggja mánað^, þar sem töluvert hafði miðað i samkomulagsátt í viðræð- um þeirra. Bandaríkjamenn hafa um 4.000 hermenn í Grikklandi, tvær fjar- skiptastöðvar og afnot af flugstöð gríska flughersinS í Aþenu. I Washington er sagt að ef taka eigi viðræður upp að nýju verði Grikkir að eiga frumkvæðið. Grikkir drógu sig út úr hernað- arsamvinnu NATO eftir innr-ás Tyrkja í Kýpur í júlí 1974. Banda- rísk hergögn voru notúð í innrás- inni. Henry Kissinger utanríkisráð- herra á í erfiðleikum með að fá þingið til að samþykkja nýja samninginn við Tyrki, sem gildir til fjögurra ára. Grikkir eiga öfl uga stuðningsmenn í þingjnu, og þeir munu hafa áhyggjur af því að ekkert hefur miðað áfram í Kýpurdeilunni og að Tyrkir hafa engar tilslakanir gert í því máli þrátt fyrir samninginn.- FRJALST ER í FJALLASAL: í vetrarsólinni. Ljósm. Mbl. Kristinn Olafsson Eins og fuglinn fljúgandi niöur brekkur Bláf jalla Líbanon: 17 þús. sýrlenzkir her- menn vio landamærin ísraelar hóta íhlutun, skerist Sýrland í leikinn Beirút 31. marz Reuter. KAMAL Junblatt. leiðtogi sósíalista f Lfbanon, en herflokkar hans berjast fyrir því að koma Suleiman Franjieh frá völdum, sagði f dag, að 17 þúsund sýrlenzkir hermenn væru við landamæri Lfbanons. Hann sagðist vona að þessir hcrmenn myndu berjast við hlið vinstri manna f Lfbanon vegna þess að það væri hlutverk Sýrlands að styðja allar frelsishreyfingar í Arabahciminum. fsraelar hafa sagt að þeir neyð- ist til að grípa til fhlutunar í Líbanon, ef Sýrlendingar fari yfir landamær'in. Vitað er að Banda- rikjamenn eru andsnúnir ein- Norðmenn óttast ekki aukna ásókn -á miðum Ósió. 31. marz. NTB. ROLF llansen landvarnaráðherra sagði í Stórþinginu í dag að engin veruleg aukning hefði orðið á fjölda erlendra fiskiskipa á miðunum við Noreg að undan- förnu og að Norðmenn gætu gert sérstakar ráðstafanir til að efla landhelgisgæzlu sína ef eitthvað óvænt gerðist. Hatisen lagði á það áherzlu að heraflinn gæti komið landhelgis- gæzlunni til aðstoðar f megin- atriðum ef skjótra viðbragða væri þörf vegna ófyrirsjáanlegs ástands. „Slík aðstoð yrði hins vegar í stuttan tíma og yrði að samrýmast varnarverkefnum her- aflans,“ sagði hann. Hann sagði þetta í svari við fyrirspurn frá Jóhannesi Gille- berg úr Miðflokknum sem taldi að efla yrði landhelgisgæzluna eins Framhald á bls. 2" AdamsklœddurRómeó í raunum íRóm Róm 31. marz. Reuter. LÖGREGLUMENN f lögreglustöð einni f Rómaborg urðu að draga með valdi skclf- ingu lostinn og skjálf- andi Rómeó út úr fangelsisklefa í dag, þar sem hann hafði leitað hælis. Raunir Rómeós þessa hófust, þegar eiginmaðurinn kom að honum og Júlf- unni f Ijúfum leik. Viti sfnu fjær af ótta flýði Rómeó á braut f Adams- klæðum einum, og á eftir fór kokkállinn froðufcllandi af bræði. Rómeó stökk f bifreið sfna og ók af stað, en þegar hann hafði ekið smáspöl var hugaræs- ingur hans cnn svo magnaður að hann stökk út úr bflnum á ferð og hljóp eins og fætur toguðu inn á næstu lögreglustöð. Lögreglumaður á vakt sagði að maðurinn hefði komið sem kólfi væri skotið, læst sig inni í næsta klefa og haft uppi hávær neyðaróp um að hann kæmi ekki út fyrr cn séð hefði verið til þess að eigin- maðurinn illi væri horfinn af vettvangi. I.ögreglan sagði að af mannúðarástæðum og ákveðinni samúð með þrengingum Rómeós myndi sennilega ekki verða borin nein kæra á hendur honum. hliða aðgerð í Líbanon af hálfu utanaðkomandi afla. I Bonn sagði Anwar Sadat for- seti Egyptalands, sem þar er í opinberri heimsókn, að Egyptar væru á móti erlendum afskiptum í Libanon, hvort sem um væri að ræpa Sovétríkin, önnur stórveldi eða Baathistaflokk Sýrlands. Bardagar geisuðu áfram í iLíbanon í dag og talsmenn flokks Junblatts sögðu, að 110 manns hefðu verið drepnir í bardögum í fjalllendinu í grennd við Beirút. Þar af væru eitt hundrað úr röð- um falangista en þeir neituðu þvf harðlega. I miðborg Beirút glumdi skothríð í allan dag. Hjá Sameinuðu þjóðunum virt- ist lítil von til að einhver þau ráð yrðu ráðin sem gætu haft heilla- vænleg áhrif, þar sem forsætis- ráðherra Líbanons, Karami, hef- ur sagt fulltrúa sinum hjá Sam- einuðu þjóðunum að forðast að málið fari fyrir öryggisráðið. Sérlegur sendimaður Sam- einuðu þjóðanna, Dean Brown, þekktur og reyndur diplómat, kom til Beirut í kvöld til að kynna sér hið hörmulega ástand sem í landinu ríkir. Hann sagði við komuna að hann vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu hverja forystumenn hann hitti að máli. En eitt af þvi fyrsta sem hann myndi gera væri að ræða við Suleiman Franjieh. Hann sagðist ekki hafa fyrirmæli um að ræða við talsmenn PLO en þeir hafa barizt við hlið vinstrimanna gegn falangistum í landinu. Aðspurður um hvort koma hans stæði í tengslum við nærveru sjötta flota Bandarikjanna skammt undan ströndum Libanons sagði hann að svo gæti farið að þeir 1500 Banda- ríkjamenn, sem búa í landinu, yrðu fluttir á burtu en að svo stöddu væri óráðið um þá flutn- inga. Brown sagði að ekkert mælti gegn því að hann héldi einnig til Sýrlands eða Jórdaníu og hann réði algerlega hversu lengi hann dveldi á þessum slóðum. Hann sagðist hafa fyrirmæli um að kanna ástandið og gefa Henry Kissinger utanríkisráðherra ítar- lega skýrslu um málið við heim- komuna. Junblatt átti i dag fund með yfirmanni PLO, Yasser Arafat, en vitað er að Arafat og ýmsir aðrir Palestínuleiðtogar eru hlynntir því að vopnahléi verði komið á en hafa aftur á móti vaxandi áhyggj- ur af afskiptum Sýrlands af mál- efnum Libanons. Eftir fund þeirra sagði Junblatt við frétta- Framhald á bls. 22 2 ár til að verða Svíi Stokkhólmi. 31. inarz. NTB. SÆNSKA stjórnin hefur ákveðið að fólk frá hinum Norðurlöndunum geti öðlazt sænskan ríkisborgararétt eftir tveggja ára búsetu í Svíþjóð í stað þriggja áður. Aðrir útlendingar geta fengið ríkisborgararétt eftir fimm ára búsetu í stað sjö áður. Lagt er til að brevt- ingarnar taki gildi frá 1. júlí n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.