Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976
31
Sólveig Pétursdóttir
Eggerz - Minningarorð
Mig langar til að minnast í dag,
nokkrum orðum, konu sem um
langan tima setti svipmót sitt á
svarfdælska byggð, en það er frú
Sólveig Pétursdóttir Eggerz, fyrr-
um prófastsfrú á Völlum í Svarf-
aðardal.
Ef frú Sólveigu hefði enst lif til
dagsins í dag hefði hún orðið
hundrað ára gömul, því að hún
var fædd á Borðeyri i Hrútafirði
1. apríl árið 1876. Foreldrar
hennar voru hjónin Pétur
verslunarstjóri og síðar
kaupmaður Friðriksson Eggerz
prests í Skarðsþingum Eggerts-
sonar og Sigríður Guðmunds-
dóttir, bónda að Kollsá í Hrúta-
firði Einarssonar og var hún
síðari kona Péturs. Frú Sólveig
ólst upp á heimili foreldra sinna
til fullorðinsára, fyrst á Borðeyri,
en síðan í Akureyjum á Breiða-
firði til 16 ára aldurs. Arið 1891
fluttist hún með foreldrum sínum
til Reykjavíkur og þar átti hún
heima þangað til hún fluttist til
Akureyrar með manni sínum
cand. theoi. Stefáni Baldvini
Kristinssyni frá Ystabæ í Hrisey.
Hann lauk kandídatsprófi í guð-
fræði frá Háskóla Islands 24. iúní
árið 1899 og þann 30. sama
mánaðar og árs var gjört brúð-
kaup þeirra Sólveigar og hans.
Þau hafa án efa verið gjörfileg
brúðhjón, og einhver hefur sagt
mér að margur ungur maðurinn
hafi á þeim tíma litið hýru auga
til hinnar glæsilegu ungu konu,
en þessi ungi Hríseyingur varð
hlutskarpastur. Fyrstu tvö
hjúskaparár sin dvöldust ungu
hjónin á Akureyri, þar sem hann
var heimiliskennari, en kenndi
einnig eitthvað við skóla, en hún
hugsaði um heimilið og þar
fæddist fyrsta barn þeirra.
Þann 27. ágúst árið 1901 voru
síra Stefáni veittir Vellir í Svarf-
aðardal og fluttust þau hjónin þá
þangað út eftir, en dvöldust fyrst
að Böggvisstöðum í skjóli Bald-
vins Gunnlaugs Þorvaldssonar út-
vegsbónda móðurbróður sína
Stefáns en fljótlega tóku þau við
Völlum og hófu búskap þar.
Aðkoman að Völlum var hvergi
nærri góð. En þau voru bæði dug-
leg og bjartsýn og á Völlum
bjuggu þau til ársins 1941, en þá
fluttust þau til Hríseyjar og
bjuggu þar lengst af meðan bæði
lifðu, en síra Stefán andaðist 7.
des. árið 1951. Frú Sólveig átti
heima í Hrisey til ársins 1959. Þá
fluttist hún til Reykjavikur ásamt
Ingibjörgu dóttur sinni og manni
hennar Caspar Peter Holm, en
þau eldri hjónin bjuggu í skjóli
þeirra frá því er þau fluttust til
Hríseyjar.
Þeim hjónum síra Stefáni og
frú Sólveigu varð 7 barna auðið.
Fimm þeirra komust upp til
fullorðins ára, en þau voru Pétur
Eggerz fyrrv. stjórnarráðsfull-
trúi, Kristinn Tryggvi, læknir og
prófessor, nú látinn, Sæmundur
stórkaupmaður og dæturnar
Sigríður Thorlacius og Ingibjörg
Holm, nú látin. Auk barna sinna
ólu þau upp tvo fóstursyni þá Jón
Jónsson kennara á Dalvík og
Vilhelm Þórarinsson, skrifstofu-
mann einnig á Dalvik og Unni
Tryggvadóttur frú á Akureyri
auk margra annarra barna, sem
voru lengri eða skemmri tíma hjá
þeim.
Vallaheimilið var annálað fyrir
myndarskap og höfðinglega reisn.
Þangað áttu margir að sækja og
þangað var mikið að sækja. Og
fáir hygg ég hafi farið þaðan bón-
leiðir og átti frú Sólveig sinn
mikla þátt í því.
Það er engin leið að lýsa hér
starfsdegi og starfsferli frú
Sólveigar. Bæði var það að starfs-
dagurinn varð æði langur og af-
köst hennar mikil. Hún var stór í
sniðum og sópaði af henni. Hún
var örgeðja og fljót til og sást
stundum ekki fyrir. Og þess voru
dæmi að hún klæddi sig úr
flikum, er hún sá þörf þeirra er
til hennar leituðu.
1 líkræðu yfir henni komst ég
svo að orði: „Mér hefur alltaf
fundist það hafi verið sem vor-
boði eða sumarkoma, er hún kom
hingað í dalinn og á þennan stað.
Og i minum huga hefur alltaf
fylgt henni sól og sumar og eitt-
hvað gott og mannbætandi. Nú
veit ég raunar ógnar vel að hún
var enginn hvitþveginn engill.
Hún var mannleg, ofur mannleg,
og átti sina galla og sinar tak-
markanir, en hún átti þá eðlis-
kosti sem gerðu það að verkum að
það, sem miður kann að hafa farið
gleymdist, en hitt er munað og
þakkað.“
Ég hygg að þetta sé nokkuð
nærri því sanna og munu flestir
sem til þekktu vera mér sammála.
Og ég hygg að orð gamals sóknar-
barns þeirra hjöna lýsi vel af-
stöðu manna til þeirra. En í mín
eyru féllu þessi orð: „Við bárum
takmarkalausa virðingu fyrir
prestinum, en frúna elskuðum
við.“
Það var ekki ætlun mín að hafa
þetta langt mál, þó hins vegar sé
af nógu að taka. Mig langaði rétt
að minnast frú Sólveigar á þess-
um timamótum. Hún dó 22. júní
árið 1966. Ég minnist hennar með
þakklæti miklu og hlýhug, en um
leið og ég minnist hennar vil ég
einnig minnast manns hennar
síra Stefáns Baldvins með miklu
þakklæti og mikilli virðingu.
Hann var fyrirrennari minn I
starfi hér, en hann varð mér
einnig hjartfólginn og góður
vinur, sem lét mig í engu kenna
þeirra yfirburða, er hann hafði
yfir mig á öllum sviðum.
Og ég vil einnig minnast um
leið Ingibjargar dóttur þeirra
hjóna, sem nú er látin eins og
áður er fram komið. feg naut vin-
áttu hennar langa stund og það
var gott að eiga Ingibjörgu, eða
Bollu eins og hún var alltaf kölluð
að vini.
Ég hugsa með söknuði en um
leið með þakklæti til þessara vina
minna. Mér og mínu fólki verður
minning þeirra kær alla stund.
Megi þau öll hvíla í friði. Ég og
mitt fólk sendum ástvinum þeirra
öllum innilegar kveðjur.
Stefán Snævarr.
Minning:
Auðunn Sœmundssson frá
Minni- Vatnsleysu
Auðunn Sæmundsson var fædd-
ur að Minni-Vatnsleysu 12. april
1889, yngstur 7 systkina, sonur
hjónanna Guðrúnar Olafsdóttur
og Sæmundar Jónssonar útvegs-
bónda þar.
Hann ólst upp í föðurgarði að
Minni-Vatnsleysu og hefur hann
snemma tileinkað sér anda þess
umhverfis, þar sem útvegur og
sjómennska sátu í fyrirrúmi.
Voru þar mikil umsvif á þeirra
tíma mælikvarða
Það var þvi kannski ekki tilvilj-
un sem réð þvi að hann gerðist
ungur sjómaður og var hann á
fermingaraldri, jafnframt því
sem hann gekk til prestsins, for-
maður á einu skipa föður síns.
Er mér ekki örgrannt um að sá
skóli reynslunnar, sem slík
ábyrgð hlýtur að hafa verið
óhörðnuðum unglingi í bland með
guðsorðinu, hafi einmitt orðið
þessum einlæga manni sá skóli er
þyngst vó á metunum í mótun
persónu hans.
I nóvember 1913 kvæntist hann
Vilhelmínu Þorsteinsdóttur frá
Meiðastöðum í Garði. Attu þau
saman 13 börn og komust 12
þeirra til manns. 5 dætur og 7
synir. Af sonunum dóu 2 i blóma
lífsins, þá rúmlega tvitugir. Þeir
hétu Halldór og Pétur, miklir
efnismenn og voru þeir mikill
harmdauði samrýndum systkina-
hópi og föður, en Vilhelmína kona
Auðuns og móðir þessa mikla
barnahóps hafði fallið frá árið
1939, fjórum árum eftir að hún ól
sitt siðasta barn.
Auðunn Sæmundsson var
maður einlægur og hispurslaus og
skuldaði engum manni neitt,
hvorki í orði né á borði. Hjá hon-
um töldust atorka og dugnaður til
æðstu dyggða, ónytjunga nefndi
hanneinu nafni .Jólasveina".
Hann var mikill þrekmaður og
Minning:
Torfi Þórðarson
stjómarráðsfulltrúi
var honum gefin góð heilsa alla
tíð. Til dæmis um kraft hans þá er
þess að minnast, að undirritaður
reri nokkuð með honum á
grásleppu, en þær veiðar stundaði
hann fram á siðustu ár. En þrátt
fyrir háan aldur duldist engum
sem þar fór með, að ennþá leynd-
ust eldar í æðum og kraftar i
kögglum og að þar fór öruggur
sjómaður sem stjórnaði einn og
óskorað sinu fari.
Ég vona að mér leyfist þrátt
fyrir skyldleika okkar að segja, að
með Auðunni Sæmundssyni sé
genginn einn rismikill og farsæll
persónuleiki islenzkrar
sjómannasögu.
Vikur nú sögunni stuttlega
heim að Minni-Vatnsleysu aftur i
dagsins önn og sjósókn. Ný kyn-
slóð er farin að vaxa úr garði, þar
sem fæddust 13 börn eins og fyrr
var getið. Endurtekur sagan sig
þar að nýju, þar sem hugur af-
komendanna stendur einnig til
sjávarins, einkum sonanna. Af sjö
Framhald á bls. 25
Það er oft er maður fréttir lát
gamals kunningja og félaga, að
fyrir manni rifjast upp löngu liðn-
ir dagar og ár, þegar dagleg sam-
skipti áttu sér stað jafnvel um
árabil.
Svo var um mig þegar ég frétti
lát Torfa Þórðarsonar nú fyrir
nokkru síðan, en minningarat-
höfn um hann fer fram í dag í
Fríkirkjunni í Reykjavík.
Torfi Guðmundur, en svo hét
hann fullu nafni, var fæddur hér
í borg 6. nóv. 1901, sonur þeirra
hjóna Þórðar trésmiðs Narfason-
ar og Guðrúnar Jóhannsdóttur,
sem bjuggu lengst af hér í borg og
margir eldri Reykvíkirnar kann-
ast vel við.
Torfi ólst upp hjá foreldrum
sínum í vesturbænum, lauk námi
frá Verzlunarskólanum og stunú-
aði siðan framhaldsnám í London
um skeið. Þegar heim kom vann
hann við almenn verzlunarstörf,
þar til hann réðst til Stjórnarráðs-
ins 1931 og starfaði þar sem skrif-
ari og siðar sem fulltrúi í atvinnu-
og samgönguráðuneytinu þar til
aldurstakmarki opinberra starfs-
manna var náð.
Umbrotatímar aldamótaáranna
settu sterkan svip á athafnasemi
þeirra sem fæddust á þeim árum.
Þjóð var að vakna, athfanasemi
að hefjast, og æskufólk fyrstu ára-
tuga aldarinnar tók þátt í henni,
bæði í starfi og leik. íþróttahreyf-
ingin varð til á þessum árum.
Æskumenn fóru að sparka bolta,
stökkva yfir rá, iðka leikfimi og
aðrar íþróttir, þar sem aðstæður
leyfðu, eða þá að þeir bjuggu
þessar aðstæður til. Húsasund,
baklóðir og port, tún og melar
urðu allt í einu fagrir iþróttavell-
ir í augum þessa æskufólks, þar
sem það lék sér og keppti, af
engum minni áhuga en nú er gert
i glæstum íþróttasölum og á full-
komnum íþróttasvæðum.
Torfi heitinn tók þátt i þessum
glaða og heilbrigða leik frá byrj-
un, og varð harla liðtækur á mörg-
um sviðum íþrótta. Hann gekk að
sjálfsögðu i KR sem vesturbæing-
ur til að geta sparkað með hinum
strákunum, en i IR til að stunda
leikfimi og sund og aðrar íþróttir.
Iþróttafélög þessara ára voru
meir bundin einstökum íþróttum
en nú er, knattspyrnufélögin fjög-
ur iðkuðu knattspyrnu, ÍR og
UMFR leikfimi og frjálsiþróttir,
Glímufélagið Armann glímur alls
konar, og Skautafélagið og Skiða-
félagið sinar séríþróttir.
Eins og áður sagði gerðist Torfi
virkur þátttakandi í þessum
íþróttafélögum, strax og aldur og
þrek leyfðu. En þegar árin færð-
ust yfir, fór hann meir og meir í
félagsmálastörfin innan íþrótta-
hreyfingarinnar, starfaði hann
þar um áratugaskeið, í stjórnum,
nefndum og ráðum og var mjög
virkur starfsmaður við keppnis-
og íþróttamót. Leiðir okkar Torfa
lágu saman í starfi fyrir IR á
striðsárunum. Hann sat I stjórn
félagsins um margra ára skeið,
þar af sem formaður árin
1938—42. Félagslif í IR var þá
mest á sviði skíðaíþróttarinnar,
Kolviðarhólsnefndin eða Skiða-
deildin, með Jón Kaldal i forystu
gerði ótrúlega hluti. Skapaði góða
og vinsæla aðstöóu þar efra, og lét
hvorki snjóleysi né ófærð á sig fá.
Torfi tók þátt í þessum fram-
kvæmdum sem formaður félags-
ins og sýndi þá mikinn dugnað og
ósérhiífni við félagsstörfin.
Torfi kvæntist Önnu Ursulu
Björnsdóttur árið 1924, en hún
lést um aldur fram árið 1957.
Þeim varð þriggja barna auðið
sem lifa föður sinn, en þau eru:
Asta sem er gift Asgeiri Þorvalds-
syni málarameistara, Elin gift
Guðmundi J. Guðmundssyni for-
manni Verkamannasamb. Islands
og Gunnar verkfræðingur kvænt-
ur Svönu Jörgensdóttur.
Nú að leiðarlokum viljum við
eldri iR-ingar og félagar Torfa i
formannafélagi IR, þakka gömul
og góð kynni. Hann var hæglátur
maður og vildi öllum vel, starf-
samur og nokkuð ýtinn sínum
áhugamálum, en prúðmenni mik-
ið í aliri umgengni. Við sendum
börnum hans og ættingjum, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Sigurpáll Jónsson
Fyrir nokkru siðan gekk vinur
okkar og félagi á vit feðra sinna,
það gerðist með þeim hætti sem
óráðið er.
Hress, kátur, tilbúinn að halda
áfram, lifsgleði, þrótti, og til að
veita samferðamönnum sínum, af
sinni aikunnu góðvild og af
gnægtum anda sins, kvaddi hann.
Við sem kynntumst honum
þökkum, þegar hann hefið kvatt
okkur, það er það eina sem við
getum gert.
Torfi var alla sina tíð traustur
félagi í IR, vinur og sannur félagi
allra sem þá sveit skipuðu, var
stoð og stytta, íþróttamaður góð-
ur, ávallt reiðubúinn þá til hans
var leitað, hann var formaður.ÍR
og í stjórn og í frammámennsku
IR alla æfi.
Torfi hafði ekki hátt, en ráð
hans reyndust holl og traust,
lagni hans og gáfur, unnu það
sem koma skyldi i framkvæmd,
það tókst og margir nutu þess
þegar góður drengur lagði á ráð-
Félagar hans votta trúum og
traustum ÍR-ingi virðingu sína.
Megi Guð halda verndarhendi
sinni yfir honum.
Vinur er á burtu kvaddur.
tR kveðja.
FIGARO ER AÐ OPNA