Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976 Aðalfundur Alþjóða- samtaka leiðsögumanna — Fólk hér orðið langþreytt Framhald af bls. 2 stæðismanna, en meirihluti þeirra var fylgjandi afstöðu okkar og ákvörðun." Aðspurður svaraði Sigurður því til að þeir hefðu óskað eftir því að vara- menn þeirra tækja sæti þeirra í bæjar- stjórn, en hann kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að fulltrúar annarra flokka hefðu getað sett það strik í reikninginn sem raun bar vitni með neitun um afsagnarbeiðni og eftir niðurstöðu bæjarstjórnar hefðu þeir að uthugðu máli ákveðið að hlita úrskurði hinna andstæðu flokka Sigurður sagði að ráðning bæjar- stjóra hefði ekki verið aðalatriðið í ágreiningnum, margt kæmi til. svo sem sundrung mnan bæjarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna og það að þeir Emar hefðu talið of mikmn tíma fara i smámál á meðan stóru málin sætu á hakanum ,,hað hefur verið reynt til þrautar að sætta sjónarmiðm," sagði Sigurður," en það tókst ekki Fulltrúa- ráðið bað okkur að sitja áfram, en við neituðum því " Sigurður sagði að á fulltrúaráðsfund- inum hefði ekki komið fram afgerandi tillaga um ráðnmgu í starf bæjarstjóra, heldur hefði meirihluti fulltrúa viljað kanna þau mál til hlítar Úrslit i at- kvæðagreiðslu þar um fóru þannig að 22 greiddu þeirri tillögu atkvæði, 8 voru á móti og 1 7 sátu hjá Um framhald mála sagði Sigurður ,,Auðvitað geta þessir hlutir lagazt ef hmir fulltrúarnir vilja taka upp skyn- samlegri og ábyrgari vinnubrögð í framtíðmni " Sigurður sagði að lokum að ekki stæði til að stofna nýjan flokk á þeirra vegum og þeir væru ekki í öðrum flokki XXX „Ég veit ekkert ems og er," sagði Einar Haukur, þegar Mbl spurði hann um framvindu mála, „og það hafa engar viðræður verið við okkur af hendi sjálfstæðismanna eða annarra og við Sigurður höfum ekki heldur talað saman Við höfum lýst því yfir að við munum standa að kjöri Páls Zóphaniassonar í starf bæjarstjóra en við höfum ekki rætt eða samið um nokkra frekari samvmnu til vinstri " Aðspurður um það hverra fulltrúi hann væri nú í bæjarstjórn svaraði Einar Haukur „Ég er fulltrúi þess fólks sem kaus mig Ég var i framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ég taldi mér skylt að hlusta á fulltrúaráðið. en eftir mðurstöðu þess taldi ég mig ekki eiga samleið með því og ákvað því að víkja úr bæjarstjórn og fulltrúaráði flokksins, en bæjarstjórn neitaði Emar Haukur var þá spurður að því hvort honum fyndist eðlilegt að aðrir flokkar gætu ráðskazt þannig með ákvarðanir kjörinna fulltrúa í bæjar- stjórn, en Emar Haukur kvaðst ekki vilja meta það „Staða okkar er dálítið sjálfstæð." sagði hann, „það er ekki neinn fastur meirihluti lengur og ég get því ekki litið svo á að neinn mál- efnasamningur sé í gildi lengur Þessi atburður á sér aðrar orsakir en ráðn- ingu bæjarstjóra því um er að ræða djúpstæðan skoðanamun um einstök mál og því gátum við ekki átt samleið lengur „Við fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins," sagði Emar Haukur, „gátum sætt okkur við ákveðinn mann sem bæjar- stjóra ef samstarfsflokkur okkar hefði fallizt á það, en hins vegar var óráðið hvort annar maður en Páll kæmi til grema, þótt ýmis nöfn væru nefnd, en ég tel nauðsynlegt að bæjarstjórn fái nú þegar fastan starfsmann í starf bæjarstjóra XXX Sigurgeir Kristjánsson fulltrúi Fram- sóknarflokksms sagðf í samtali við Mbl um þetta mál „Það kom upp ágremmgur meðal fulltrúa Sjálfstæðis- flokksms en afsagnarbeiðni tveggja fulltrúanna var felld í bæjarstjórn Það varð s.imkomulag við aðra tvo fulltrúa Sjálfsta ðisflokksms um að láta viku- legan meirihlutafund sjálfstæðismanna og fmmsóknarmanna falla niður i þess iri viku á meðan mál væru að skýr.isi en það hefur ekkert verið gert í því að slí ta samstarfinu." Si(jiirý«ir kvaðst ekki vita hvað yrði úr ' sambándi við ráðningu bæjar- stjóia, eri það væri meirihluti fyrir þvi að . í'á Hins vegar," sagði Sigur- geir," er eðlilegast að sjá til, þvi blóð- nætur eru bráðastar og bezt er að láta þær „liða hjá " xxx Sígurbjörg Axelsdóttir bæjarfulltrúi sagði um málið ,,Ég veit ekki hver framvindan verður, þar sem við erum nú orðin tvö i minnihluta i bæjarstjórn, en ég hygg að þetta verði þó Sjálf- stæðisflokknum til góðs þegar fram liður og fái sjálfstæðisfólk til að standa betur saman Það hefur verið svo að Magnús Magnússon hefur ráðið ferð- inni I bæjarstjórn og samstarfsmenn okkar hafa ávallt talað fyrr við fulltrúa minnihlutans en okkur og við höfum þvi i rauninni verið meirihluti i minni- hluta Minnihlutaflokkarnir hafa alltaf verið að bjóða samstarf á breiðum grundvelli, en þar hefur enginn hugur fylgt máli og þar sem á hefur þurft að taka, hafa þeir krafsað i smámálin en látfð stórmálin undir mottu. Fólk hér er orðið svo langþreytt á þessum skripa- leik að það veit hvorki upp né niður og ég held að mestur vilji sé hjá þvi til að öll bæjarstjórnin segi af sér Það vilja allir ná plássinu upp, en svo er fram- vindan eins sorgleg og raun ber vitni Félagar okkar vildu ekki endurskoða afstöðu sina að beiðni okkar, en þeir létu andstæðingana skipa sér fyrir " BLAÐINU hefur borizt greinar- gerð sem Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda sendi Allsherjar- nefnd neðri deildar Alþingis vegna frumvarps um að leiða í lög notkun öryggisbelta I bifreiðum. Segir í greinargerðinni að Alls- herjarnefnd neðri deildar hafi ekki óskað umsagnar FIB um þetta mál þrátt fyrir að FIB sé viðurkennt af stjórnvöldum sem forsvarsaðili bifreiðaeigenda á Is- landi. Þar sem frumvarp þetta komi fyrst og fremst til með að snerta hinn almenna bifreiðaeig- anda í landinu vill FtB leyfa sér að koma á framfæri skoðunum sínum á þeim hluta frumvarpsins og greinargerð með því er að öryggisbeltum snýr. A meðal samþykkta sem lands- þing FlB gerði í október s.l. var samþykkt varðandi notkun öryggisbelta. Segir þar að lands- þingið telji notkun bílbelta mikil- vægt öryggistæki og beri að efla notkun þeirra svo sem verða má með aukinni fræðslu og kynn- ingu. Hins vegar telur fundurinn tæplega tímabært að lögbjóða notkun bílbelta eins og umferðar- menningu er hát-tað hér á landi. Þingið telur varhugavert að taka upp lagaákvæði nema tryggt sé að þeim sé fylgt. Ibúasamtök Grjótaþorps bjóða til kvikmyndasýningar í Tjarnar- bæ, fimmtudaginn 1. apríl 1976 kl. 21. Sýnd verður 30 mínútna löng kvikmynd um verndun og endurbætur á gamalli borg I Bret- landi, Chester. Eftir sýningu myndarinnar verða umræður um verndun I FRÉTT frá Félagi leiðsögu- manna segir að dagana 6. og 7. marz hafi verið haldinn í Turku f Finnlandi aðalfundur Alþjóða- samtaka leiðsögumanna. 1 samtökum þessum eru 18 leið- sögumannafélög á Norður- löndum, þ.á m. Félag leiðsögu- manna, sem er samtök íslenzkra leiðsögumanna. Markmið Alþjóðasamtaka leið- sögumanna er að efla innbyrðis samvinnu og kynni milli aðildar- félaganna, samræma menntun, löggildingu og kjör leiðsögu- manna í aðildarlöndunum og að koma á auknu samstarfi milli þeirra mörgu aðila sem starfa við ferðamannamóttöku og þó sér- staklega leiðsögumannafélaga og ferðamálayfirvalda. I Finnlandi eru leiðsögumanna- félög starfandi í öllum stærstu bæjum og borgum landsins og hafa þau með sér landssamband. Sjá félögin um alla menntun og Þá telur FlB greinargerð frumvarpsins verulega óná- kvæma. Segir m.a. í greinargerð með frumvarpinu að notkun bílbelta hafi oft bjargað mönnum frá alvarlegum slysum eða dauða. Þetta er satt og_ rétt segir í bréfi FlB. Þó telur FlB að réttara hefði verið að birta jafnframt tölur eða álit sérfróðra manna um hugsan- leg slys af völdum bílbelta ef notuó hefðu verið. Það verður að taka tillit til þess að vegir og veðrátta hér á landi eru ekki sam- bærileg við aðstæður á öðrum Norðurlöndum en við þær er alltaf verið að miða. Þá er rætt um þær undanþágur sem gert er ráð fyrir að dóms- málaráðherra geti sett nánari reglur um samkvæmt frumvarp- ipu. Telur FlB að þegar búið væri að veita slíkar undanþágur yrðu ekki aðrir eftir en einkabílstjór- ar, sem verið væri að vernda, eða réttara sagt hafa vit fyrir eins og segir í bréfinu. FlB vill eindregið hvetja til áframhaldandi áróðurs fyrir notk- un bílbelta og telur að ekki sé fullreynt hvort viðhlítandi árang- ur næst án lagaboðs en bezt væri að svo gæti orðið. gamalla húsa almennt. Arki- tektarnir Gestur Olafsson og Magnús Skúlason munu hefja um- ræður með örstuttu spjalli. Samtökin hvetja allt áhugafólk um húsavernd til að mæta í Tjarnarbæ. Ibúasamtök Grjótaþorps. þjálfun leiðsögumanna I sam- vinnu við opinbera aðila. Núverandi formaður Alþjóða- samtaka leiðsögumanna er Bo Grönholm frá Abo Guideklubb, en hvert Norðurlandanna á fimm fulltrúa í stjórn samtakanna. Fulltrúi íslenzkra leiðsögumanna er Birna G. Bjarnleifsdóttir, for- maður Félags leiðsögumanna. Næsti fundur Alþjóðasamtaka leiðsögumanna verður haldinn í Bergen að ári. — Upptaka Framhald af bls. 18 dæma skipstjóra til refsingar, en á hinn bóginn þykir ekki rétt að láta hann hagnast á því að landa slíkum afla jafnvel þótt I smáu væri. Um það hve mikill hluti afla væri þannig ólöglegur ætti sjaldnast að vera ágreiningur og ætti því að vera óþarfi að láta slik mál fá ítar- lega dómstólameðferð eins og fyrr segir. — Bráðabirgða- lausn Framhald af bls. 5 5. Verkið er langt á veg komið og mestum hluta fjármagnsins, sem til þess var ætlað, þegar ráðstafað. Niðurstaða mln er sú, að rétt sé að halda verki þessu áfram og leitast við að fá hjúkrunardeildina til rekst- urs sem fyrst, og að allir, sem mátið varðar, taki höndum saman til að tryggja þvi farsælan framgang. Kynni min af yfirlæknum Borgarspit- alans eru þau, að ég veit. að ekki mun á þeim standa til góðra verka, þegar ákvörðun er tekin. Reykjavik, 31. marz 1976. Birgir Isl. Gunnarsson. — Líbanon Framhald af bls. 1 menn, að Sýrlendingar virtust tví- stígandi í afstöðu sinni og hann kvaðst harma ef það stafaði af þrýstingi frá einhverju öðru landi. Engu að síður byttu vinstri- menn þó vinir við að Sýrlending- ar stæðu við hlið þeirra í blíðu og stríðu. Frá bækistöðvum Franjiehs forseta bárust þær fregnir í dag að þeir væru mjög ánægðir með að Kurt Waldheim hefði reifað Líbanonmálið I öryggisráðinu en þeir hafa hvað eftir annað látið þann vilja í ljós að Sameinuðu þjóðirnar hafi milligöngu um friðarumleitanir I hverri mynd sem slfkt gæti orðið. — Norðmenn Framhald af bls. 1 fljótt og auðað væri til að koma í veg fyrir aukinn ágang á norskum miðum vegna útfærslu fiskveiði- lögsögu annarra ríkja. Hansen landvarnaráðherra sagði að ríkisstjórnin mundi efla landhelgisgæzluna svo að hún gæti sinnt verkefnum sínum þegar norska fiskveiðilögsagan yrði færð út. Hann sagði að stjórnin mundi gera þinginu grein fyrir endur- skipulagningu landhelgisgæzl- unnar á vorþinginu. Hins vegar mundu líþa fjögur til fimm ár þar til smíði skipa í samræmi við þessa endurskoðun landhelgis- gæzlunnar gæti hafizt. A þessum aðlögunartíma yrðu skip tekin á leigu til að efla gæzluna. —...♦---------- r — Ihaldsmenn Framhald af bls. 1 KAPPHLAUP Jafnframt hefur brezka togara- sambandið látið I ljós áhyggjur vegna samþykktar frumvarpsins um útfærslu bandarísku fisk- veiðilögsögunnar í báðum deild- um bandaríska þingsins. Tals- maður sambandsins sagði í gær að samþykktin kæmi ekki á óvart og mundi ekki hafa bein áhrif á fisk- veiðar Breta, en sýndi hvað Bret- ar hefðu dregizt langt aftur úr i kapphlaupinu um stærri fisk- veiðilögsögu. Hann sagði enn fremur að sú hætta væri fyrir hendi, að erlend skip, sem neyddust til að hætta veiðum við Bandaríkin vegna út- færslunnar þar, leituðu á önnur mið þar sem brezkir togarar væru fyrir þannig að ásóknin mundi aukast. — íþróttir Framhald af bls. 38 fyrir leikslok. í seinni hálfleiknum stóðst vörn Bayerns öll áhlaup og Beckenbauer og félagar hans standa því óneitanlega vel að vígi þó þeir hafi „aðeins" náð jafntefli í Evrópukeppni bikarhafa lék West Ham gegn Eintracht Frankfurt á útivelli og sigraði þýzka liðið 2:1. Það eru þó ekki slæm úrslit fyrir West Ham, sem á heimaleikinn eftir Mörkin í leiknum skoruðu þeir Neuberger og Kraus fyrir Frankfurt, en Paddon fyrir enska liðið Þá mættust einnig Anderlecht og Sachsenring Zwickau í bikarkeppn- inni og þó svo að leikið væri I A-Þýzkalandi þá sigruðu Belgarnir með þremur mörkum gegn engu — þeir eru því öruggir áfram í úrslit keppninnar Mörk þeirra gerðu Van der Elst (2) og Rensenbrink í UEFA-keppninni lék SV Hamborg og Brugge og urðu úrslitin jafntefli, 1:1. Mörkin gerðu Reiman fyrir þýzka liðið, en Lambert fyrir Belgana — Ólafur Ólafs- son látinn Framhald af bls. 3 mjög til sín taka svo og málefni biblíufélaga. Hann ritaði mikið um kirkjuleg málefni og kristniboð og þýddi auk þess nokkrar bækur og bæklinga. Kona Olafs, Herborg Ölafsson, norsk að ætterni, lifir mann sinn. pix — Leigjandi réðst á. . . Framhald af bls.3 takið á mér svo að ég gat losað höndina og opnað lásinn. Ég ætlaði síðan að hlaupa eins og rautt strik til að hringja á lögregl- una en hinn kemur þá á eftir mér. Gamli maðurinn, Jónmundur, grípur þá í handlegginn á honum og meðan ég er að hringja á lög- regluna þjarmar hinn að gamla manninum, fer með hann fram á gang og hendir honum þar niður þrjár tröppur og ofan á pall. Hleypur síðan á eftir honum og leggst þar ofan á gamla manninn. Við kölluðum á konu sem býr niðri, og þegar hún kom, hljóp maðurinn i burtu. Litlu síðar kom lögreglan og hún kannaðist þá við manninn, og mun hafa handtekið hann litlu síðar." Kristín sagði, að lögreglan hefði siðan flutt þau bæði í slysadeild- ina, þar sem gert hefði verið að meiðslum þeirra. Kvað hún meira sjá á gamla manninum en sér, því að hann hefði eymsl I baki og væri mjög bólginn eftir átökin. Hann hefði heldur ekki verið vel heilsuhraustur, með kransæða- stlflu og reykeitrun eftir bruna á Öðinsgötunni ekki alls fyrir löngu, og því ekki búinn undir átök sem þessi. Morgunblaðið ræddi einnig við Guðlaugu Björgvinsdóttur, dóttur Kristinar, og kvaðst hún f gær hafa haft tal af Bjarka Elíassyni, yfirlögregluþjóni, og beðið um að lyklar að íbúð móður hennar yrðu teknir af manninum, þar eð hann yrði látinn laus I dag. Hefði hún fengið þau svör, að slíkt væri ekki hægt og einnig að ekki væri hægt að meina manninum sem leigj- anda aðgang aftur að íbúð móður hennar nema til kæmi fógetaúr- skurður þar að lútandi. „Við vilj- um þessum ógæfumanni ekkert illt,“ sagði Guðlaug, „en við hljót- um þó að ætlast til þess að lögregl- an og réttarfarið I landinu tryggi öryggi móður minnar og meini manninum aðgang að íbúðinni aftur.“ En eftir þessi svör yfirlög- regluþjónsins kvað Guðlaug sér ekki ljóst hvernig og hvert henni bæri að snúa sér til að móðir sín væri hult. Blaöburðarfólk óskast r Uthverfi : Langagerði UPPL. I SIMA 35408 FÍB telur ótíma- bært að lögleiða notkun bílbelta Ibúar Grjótaþorps bjóða til kvikmyndasýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.