Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1976 vaxandi mæli, að við það verði ekki lengur unað að prinsessan miðaldra lifi hömlulausu og dýru skemmtanalífi og það í svo ríkum mæli að hún telji sig ekki geta innt af hendi það sem henni er ætlað. 1 blaðinu Sun- Day Mirror var Margréti til dæmis tjáð þessi skoðun og blaðið upplýsir að snurða sé nú 0 VARLA voru brezk blöö búin að segja vel og rækilega frá sambúð- arslitum þeirra Margrét- ar prinsessu og Snow- dons lávarðar, þegar mál- inu var fylgt ei'tir á þann máta að gagnrýna prins- essuna fyrir að svíkjast undan opinberum skyld- um sínum. Einn þekktur andkonungssinni í þing- mannahópi Willie Hamil- ton krafðist þess í þing- inu, að Margrét yrði strikuð út af launalista vegna þess að hún hefði engan áhuga á aó sinna því sem hún fengi þó býsna drjúga greiðslu l'yrir árlega. ,,Hún hvorki getur né vill sinna opinberum skyldustörf- um sínum," sagöi Hamilton og vék síðan í hneykslan að síð- ustu reisu prinsessuhnar lil eyjar í Karabiska hafinu, þar sem hún naut lífsins með hippavini sínum Roddy Llewellyn. „Vilji fólk njóta lífs- ins og gera það sem það lystir," sagði þingmaðurinn, „er það ekki mál þingsins heldur hvers og eins. En þegar um er að ræða fulltrúa úr konungsfjöl- skyldunni sem þiggur laun úr vösum skaltborgaranna ber að stöðva tafarlaust launagreiðsl- ur, ef störfin eru ekki innt af „Margrét prinsessa er húðlöt — og skyldi fara út af launaskrá” hendi á viðhlítandi hátt og kon- ungborinni manneskju sæm- andi." Ymis brezk blöð hafa fjallað um málíð, yfirleítt af hófsemd, en þess gætir þó vissulega í Anna hugsar bara um hestamennsku. meira að segja hlaupin á þráð- inn í því lukkulega hjónabandi Önnu prinsessu og Marks Philips, vegna þess að Anna hafi orðið að taka á sig þvílík ókjör af verkum sem Margréti hefði með réttu horið að vinna. Aftur á móti hefur einnig heyrzt á siðustu mánuðum í brezkum blöðum, að Anna prinsessa sé einnig að verða hálfgerður baggi á skattborgur- unum, vegna þess hún tregist við að vera viðstödd þær sýn- ingar og fyrirlestra og opnanir stofnana sem henni beri. Ekki er henni kennt um að lifa of ljúfu og íburðarmiklu lífi, en sagt að hún hugsi ekki um ann- að en hestamennsku og æfingar fyrir Ólympíuleikana og þótt það sé gott og blessað megi þó of mikið af öllu gera. Er því af ýmsu ljóst að Bretar eru ekki íullkomlega ánægðir með allt sitt kóngafólk og eru farnir að tjá sig opinskár um það viðkvæmnismál en fyrr. Margrét er húðlöt. UNNIÐ er nú að heildarúttekt á starfsaðstöðu og starfs- möguleikum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem lögð verður til grundvallar ákvarðanatöku um framkvæmdir og framtíð- arrekstur fyrirtækisins. Borgarráð hefur samkvæmt einróma samþykkt útgerðar- stjórnar heimilað könnunar- viðræðu um kaup á nýjum skuttogara af minni gerð. Ut- gerðarráð kannar nú mögu- leika á lánsfjáröflun til að koma upp kældri fiskmóttöku og betri löndunarskilyrðum i Vesturhöfninni. Þetta og margt fleira, varðandi BÚR, kom fram í ræðu Ragnars Júlíussonar borgarfulltrúa (S), sem hann flutti við 2. umræðu um fjárhagsáætlanir borgarsjóðs og borgarstofn- ana. Ræða Ragnars fer í helztu efnisatriðum hér á eftir. • KÓNNUN Á STÖÐU BÚR OG HAGKVÆM UPPBYGGINGÁ REKSTRARÞÁTTUM FYRIRTÆKISINS í tillögum borgarfulltrúa Alþýðu- bandalags. Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. sem hér eru til umræðu, fjallar IV tillagan um Bæjarútgerð Reykjavikur Ég vil taka það strax fram, svo ekki valdi misskilningi, að ég er flutningsmönnum algjörlega sammála um nauðsyn þess að hraða uppbygg- Heildarúttekt á starfsaðstöðu BÚR: Kæld fiskmóttaka o g bætt löndvmarskilyrði ingu BÚR sem mest Bæjarútgerðin var á sínum tíma stofnuð af þáverandi bæjarstjórn, sem atvinnuaukandi fyrir- tæki í bæjarfélaginu Okkur ber að reka fyrirtækið á sem hagkvæmastan hátt og gera útflutningsafurðirnar sem verð mætastar Ég er flutningsmönnum hins vegar ekki sammála um, að sam- þykkja eigi nú í kvöld að kaupa sku.li tvo skuttogara af minni gerðinni, það er undir 500 smálestum, og byggja eigi fullkomið frystihús i Bakka- skemmu Ástæðan fyrir því, að ég er ekki reiðubúinn til þessarar sarnþykktar er, að á fundí útgerðarráðs 28 janúar s I varákveðiðcð fela Helga G Þórðarsyni rckstrarverkfræðingi að gera könnun á núverandi stöðu fyrirtækisins til lands og sjávar, og gera frumáætlanir um aðgerðir til hagkvæmari samsetningar og uppbyggmgar á aðalrekstursþáttum fyrirtækisins Ákveðið var þá að hraða þessu verki svo sem unnt væri og Ijúka því i þessum mánuði En skila svo áfangaskýrslu jöfnum höndum Þessu verki er ekki lokið, og endanlegar skýrslur um valkosti liggja ekki fyrir ennþá Þegar endanlegar skýrslur liggja fyrir og gefi þær til kynna, að það sé rétt stefna að byggja margum rætt fullkomið frystihús í Bakka- skemmu, þá skal ekki á mér standa að greiða slikri tillögu atkvæði i útgerðar- ráði og síðan í borgarstjórn • BAKKASKEMMA OG AÐSTAÐA TIL FISKMÓTTÖKU Varðandi það hver verkefni þessa árs eigi að vera, er þetta að seqja 25 febrúar s I kom Helgi á fund útgerðar- ráðs með fyrstu áfangaskýrslu sína, en hún fjallaði um núverandi fiskmóttöku hjá Bæjarútgerðinni Þar kom í Ijós Ragnar Júlíusson borgarfulltrúi sem raunar var vitað, að fiskmóttaka BÚR er að minnsta kosti þrisvar sinnum of lítil miðað við núverandi afköst frystihússins, — tíðni landana og reglui um meðferð fisks Ennfremur kom fram á þessum sama fundi skýrsla frá sérfræðingum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna,sem hafa eftirlit með hraðfyrstihúsum um land allt, en þar kom hið sama fram Með hliðsjón af þessu samþykkti útgerð- arráð á þessum fundi einróma, að óska þess, að BÚR fengi Bakka- skemmu strax til afnota Þá var ennfremur samþykkt að láta gera kostnaðaráætlun um kælda fisk- móttöku í skemmunni Helgi Þórð- arson og Jón B Stefánsson verk- fræðingur unnu síðan það verk og skiluðu skriflegri kostnaðaráætlun, sem dags var 9 marz s I., um breyt- ingar á 12/21 af neðri hæð skemmunnar En sú áætlun var upp á 48 millj kr Hefur mér ásamt fram- kvæmdastjórum verið falið að vinna að undirbúningi framkvæmda og öflun fjár til þeirra Ég hefi átt viðræður við sjávarútvegsráðherra og forráðamenn fiskveiðasjóðs um þetta brýna nauð- synjamál og fengið þar mjög jákvæðar undirtektir. Er nú verið að ganga frá formlegum umsóknum með greinar- gerðum til fiskveiðasjóðs og fram- kvæmdasjóðs Það skal tekið skýrt fram, að fyrirhugaðar breytingar á skemmunni rýra ekki á nokkurn hátt möguleika til þess að koma þar upp fullkomnu frystihúsi síðar • MARGHÁTTAÐUR ÁVINNINGUR Auk þess að leysa þann vanda sem BÚR er á höndum vegna þrengsla í núverandi snóttöku er víst að árangur næst í eftirfarandi atriðum í fyrsta lagi: Lækkaður löndunarkostnaður m a vegna einfaldari vinnubragða við aukna notkun fiskikassa, en þá hefur tiltölulega lítið verið hægt að nota vegna aðstöðuleysis í öðru lagi: Fellur aksturskostnaður vörubíla niður hvað við kemur fiskflutningum til frystihúss. í þriðja lagi Bætt meðferð á fiski um borð t skipum og i móttöku og flutningi eykur hráefnisgæði, sem skapar tekjuaukningu gegnum betri nýtingu og möguleika á að fá hærra hlutfall á verðmætari pakkningum Sem dæmi má nefna tölur, ef aukning á nýtingarhl utfall i karfaflaka fer úr 28% í 29% er verðmætaauknmgin á ársgrundvelli um 10 millj kr og hlið- stætt í öðrum fisktegundum Karfa- flakaframleiðsla Bæjarútgerðar hefur Keyptur skut- togari af minni gerð undanfarin ár verið frá 65 til 70% af útflutningsverðmæti Kunnáttumenn segja mér, að með þeim breytingum á meðferð fisksins, sem hér um ræðir sé ekki mikil bjartsýni að nýtingarhlut- fallið hækki um 2% og myndi þá útflutningsverðmætin aukast á heildar- útflutningi um 25 til 30 millj kr á ársgrundvelli • kaupánýjum _________SKUTTOGARA_________ Um kaupin á einum skuttogara af minni gerð, þarf ekki að ræða Borgar- ráð hefur þegar heimilað að leita eftir samningum um kaup á slíku skipi Þær umleitanir standa nú yfir og skýrast þau mál nú á næstu dögum Þar sem öll þessi mál eru nú þessa daga ýmist á umræðu- eða framkvæmdastigi hjá út- gerðarráði, legg ég fram eftirfarandi tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins: „Borgarstjórn vekur athygli á eftirfarandi: 1) Á vegum útgerðarráðs er nú unnið að heildar úttekt á starfsemi Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem verða á grundvöll- ur tillögugerðar um framkvæmdir til úrbóta á rekstri fyrirtækisins. 2) Borgarráð hefur samkvæmt tillögu útgerðarráðs samþykkt að hefja könnunarviðræður um kaup á skut- togara af minni gerðinni. 3) Út- gerðarráð hefur samþykkt að kanna möguleika á að fá lánsfé til að standa undir framkvæmdum við að koma upp kældri fiskmóttöku og betri löndunarskilyrðum í Vestur- höfninni. Með tilvfsun til þess, sem að ofan greinir telur borgarstjórn ekki ástæðu til sérstakrar ályktunar um mál þetta nú og visar framkom- inni tillögu til útgerðarráðs til af- greiðslu f sambandi við endanlegar ákvarðanir um framkvæmdir Bæjar- útgerðar Reykjavikur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.