Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1976 21 f$Jí»r0jro#Iu$»ið> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Verkfallsréttur opin- berra starfsmanna Morgunblaðið hefur hvað eftir annað lýst yfir þvi, bæði á undanförnum mánuðum og áður, að verkföll séu úrelt tæki i nútima þjóð- félagi, a.m.k. eigi launþegastéttirnar ekki að gripa til þess nema i al gjörum neyðartilfellum. Við þessa stefnu stendur blaðið, enda hefur það sýnt sig að verkföll hafa ekki orðið til góðs fyrir islenzkt þjóðfélag, a.m.k. ekki á siðustu árum, þegar þau hafa yfirleitt haft í för með sér kaupgjaldshækkanir, sem leitt hafa af sér verðbólgu meiri og hættulegri en í nokkru öðru nálægu þjóðfélagi. Morgunblaðið varaði við þvi fyrir siðasta verkfall að það mundi hafa í för með sér aukna verðbólgu, ef kaupgjaldshækkanir yrðu meiri en þjóðfélagið þyldi. Mikil hætta er á þvi að þessi verði reyndin, en þó vonast menn til þess i lengstu lög að unnt verði að halda verðbólguþróun inni innan þeirra 25% marka sem gert var ráð fyrir. Hitt er annað mál að margir eru þeirrar skoðunar, að unnt hefði verið nú í vetur að ná kaupgjaldssamningum án verkfalls, sem betur hefðu tryggt raunhæfar kaupgjaldshækkanir heldur en þær, sem samið var um að lokum. Auk þess liggur sú staðreynd fyrir, að við misstum af loðnu, sem sumir meta að verðmæti allt að milljarði króna fyrir þjóðarbúið, og má ætla að okkur muni um minna. Gjaldeyristekjur íslendinga og við- skiptajöfnuður hafa ekki verið með þeim hætti undanfarið, að við höfum efni á því að fleygja milljóna verð- mætum í enn eitt verkfallið. Morgunblaðið hefur varað við því, að opinberir starfsmenn bætist í hóp þeirra, sem verkfallsvopninu geta beitt. Þeir hafa haft nokkra sérstöðu, verðtryggða Iffeyrissjóði, æviráðn- ingu og ýmis fríðindi, sem mörgum hafa þótt eftirsóknarverð og ýmsar launastéttir hafa ekki aflað sér. Hitt er svo annað mál, að rétt er, að opinberir starfsmenn hafa ekki alltaf setið við sama borð og aðrir, hvað kaupgjald snertir. Á þeim hefur einn- ig verið niðzt og er Morgunblaðinu bæði ijúft og skylt að viðurkenna það, t.d. i oliusamningunum á vinstristjórnarárunum, þegar verð- hækkanir á oliu voru notaðar til þess að koma í veg fyrir, að opinberir starfsmenn einir allra stétta á ís- landi, fengju sömu kaupgjalds- hækkanir og aðrir. Þessi aðför að opinberum starfsmönnum þá var Ijótur leikur af hálfu vinstri stjórnar- innar og hefur áreiðanlega átt mik- inn þátt i þvi, hver eftirleikurinn varð. Opinberir starfsmenn hafa lagt höfuðáherzlu á að afla sér verkfalls- réttar síðan þetta gerðist og má segja, ef sanngirni á að ráða, að það sé í raun og veru ekkert undarlegt, ekki sizt ef tekið er mið af þeirri reynslu, sem þeir fengu af oliusamn- ingunum Ástæðan til þess, að um þessi mál er rætt i forystugrein Morgunblaðs- ins nú, er að sjálfsögðu þær upplýs- ingar, sem borizt hafa fjölmiðlum, þess efnis að opinberir starfsmenn hljóti verkfallsrétt, þó að hann verði takmarkaður á ýmsan hátt. For- maður BSRB fullyrðir í samtali við Morgunblaðið i gær, að i samkomu- laginu við opinbera starfsmenn sé verkfallsrétturinn markverðastur, eins og hann kemst að orði, og þar með séu lögin frá 1915 um bann við verkföllum opinberra starfsmanna, að viðlagri refsingu, nú afnumin. Að vísu eru forystumenn bandalags háskólamanna ekki jafn hrifnir af þessu nýja samkomuiagi, ef marka má ummæli formanns þeirra hér í blaðinu i gær. En það er ekki höfuð- atriðið, heldur hitt, að íslendingar eiga nú von á enn fjölþættari verk föllum í sínu litla þjóðfélagi en nokkru sinni áður og er engu líkara en þeir hafi engan lærdóm dregið af þeim hrikalegu verkföllum og afleið- ingum þeirra, sem orðið hafa i lönd- um eins og t.a.m. Frakklandi, þar sem hermenn hafa verið kallaðir til að koma í veg fyrir, að slik stórverk- föll lömuðu þjóðfélagið gjörsamlega vikum saman. Það var ekki sizt með hliðsjón af slíkri reynslu, sem Morgunblaðið tók 9. október í fyrra, afstöðu gegn verk- fallsrétti opinberra starfsmanna. Morgunblaðið hefur enn sömu stefnu. Sumir munu vafalaust telja hana til ihaldssemi og er ekkert við það að athuga. Morgunblaðið er sjálfu sér samkvæmt, þegar það reynir að sporna við fótum i þessum efnum, þar sem það hefur oft og iðulega varað við því, að verkfallsrétti sé beitt, eins og gert hefur verið á íslandi, og marglýst yfir því, að verk- fallsréttur sé úrelt, tæki eins og háttar i velferðarþjóðfélagi eins og þvi, sem við búum nú við. Allt annað mál, er að launþegastéttir, sem búa við sult og seyru, eins og tiðkast i fjölmörgum öðrum löndum, noti verkfallsrétt sinn i baráttu upp á lif og dauða. Slik barátta er ekki háð á íslandi í dag. íslendingar hafa sem betur fer nóg að bita og brenna og fátækt er óþekkt hér á landi, eins og fyrrverandi forseti Alþýðusambands íslands minntist á i sjónvarpsviðtali nýlega í fyrrnefndri forystugrein minntist Morgunblaðið m.a. á fríðindi opin berra starfsmanna ýmiskonar og for- réttindi, en viðurkenna verður, að þau eru ekki eins mikil eftir kjara samningana siðustu og þau voru, þegar forystugreinin var skrifuð, t.a.m. hefur bilið minnkað i sam- bandi við verðtryggingu lífeyris- sjóða, eins og kunnugt er, þvi að allir lífeyrissjóðir verða kaupgjalds- tryggðir með samningum. En blaðið segir einnig i forystugreininni, að hér sé um margþætt mál að ræða og flókið. „Sjálfsagt er, að um það fari fram opinberar og almennar umræður til þess að opinberir starfs- menn geti sjálfir gert sér grein fyrir því, hvort það er þeim í raun og veru i hag að fá verkfallsréttinn, ef annað fellur niður á móti, og ennfremur til þess að skýrar liggi fyrir, hvaða þættir i samfélagsstarfsemi okkar- eru með þeim hætti að útilokað er að samþykkja verkfallsrétt þeim starfs- hópum til handa." Þetta hefur nú að þvi er virðist verið gert, því að þrátt fyrir verkfall ber að halda uppi nauð- synlegri öryggisþjónustu og heilsu- gæzlu og ákveður kjaradeilunefnd, hvaða starfsmenn skuli vinna í verk- falli. Að visu má segja þetta sé kannski ekki sanngjarnt gagnvart ýmsum opinberum starfsmönnum, en rétt er það samt. Þá hefur verið ákveðið að æviráðningin verði ekki felld niður, en hún þrengd mjög, að þvi er segir í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Ennfremur er gert ráð fyrir að samningar verði til 24 mánaða og er það til bóta. En höfuðatriðið er, að aukinn verk- fallsréttur er ekki lausn þeirra vandamála, sem við er að etja á íslandi um þessar mundir, né þeirra vandamála sem í augsýn eru. Vinstri stjórnin tók ekki i mál að veita opin- berum starfsmönnum verkfallsrétt. Núverandi ríkisstjórn hefur að þessu leyti, að því er virðist fremur komið til móts við þá. Um það sýnist að sjálfsögðu sitt hverjum. En við blasir, að þetta er einungis fyrsta sporið, sem stigið er til fulls verk- fallsréttar opinberra starfsmanna. Svo verður hver og einn að meta það með sjálfum sér, hversu heilladrjúgt spor það er fyrir islenzkt þjóðfélag í heild. Morgunblaðið dregur í efa, að það verði heilladrjúgt, svo að ekki sé meira sagt. A nýafstöönum aðalfundi Verzlunarráös íslands var samþykkt ályktun þar sem því var haldið fram, aö skattlagning atvinnurekstrar hérlendis væri verulega gölluö og þarfnaöist umtalsverðra umbóta. Fundurinn taldi aö marka þyrfti heildarstefnu í skattlagningu atvinnurekstrar þar sem nokkur grundvallarsjónar- ínið skattlagningar væru höfó aö leiðarljósi. Þau sjónarmiö, sem fundurinn taidi aö leggja þyrfti til grundvallar voru: 1. Aö skattlagning atvinnurekstrar sé hófleg og réttlát. 2. Aö skattar séu einfaldir og ódýrir í framkvæmd, bæói hjá hinu opinbera og fyrirtækjum, sem greiða þá og innheimta. 3. Aó atvinnuvegunum og mismunandi rekstrar- formum fyrirtækja sé ekki mismunað í skattlagningu. 4. Aö skattar séu almennir, hlutlausir, og skekki ekki nýtingu framleiðsluþátta þjóöfélagsins frá því fyrirkomulagi, sem frjálst markaðshagkerfi ákveður. 5. Aó verörýrnun peninga valdi ekki ofsköttun. 6. Aö af sama tekjustofni sé greiddur sami skattur og ekki oftar en einu sinni. 7. Aö skattgreiðendum sé ávallt ljóst, hvenær og hversu háan skatt þeir greiða hinu opinbera. 8. AÓ skattar séu þannig gerðir, að þeir hafi jafn- vægisverkandi áhrif á efnahagslífið. Astæða þess aö ég er aö tíunda þessi sjónarmið hér, er sú, aö ég tel aö þessi sjónarmið eigi fullt erindi til þeirra, sem fylgja Sjálfstæöisflokknum aö málum. En ástæöan er einnig sú, að Alþingi hefur þverbrotið þessi grundvallarsjónarmið við tíöar breytingar á skattalögum á undanförnum árum og þannig oröið sjálft orsakavaldur þeirra galla, sem á núverandi skattalögum eru og þess óréttlætis, sem verður til f framkvæmd þeirra. Það má því telja fullvíst, að núverandi skattalögum verði ekki breytt til batnaðar nema þessi sjónarmið verði höfð til grundvallar. Að undanförnu hafa þær fullyrðingar færzt í vöxt, sem halda því fram, að atvinnurekstur sleppi auðveld- lega frá skattlagningu. Því er haldið fram, að vegna rúmra afskriftareglna og ýmissa annarra atriða, greiði fyrirtæki lítinn sem engan tekjuskatt. Það er því miður satt, að fyrirtæki greiða í vaxandi mæli lítinn og minnkandi tekjuskatt. Orsökin er þó allt önnur en haldið hefur verið fram. Astæðan er einfaldlega sú, að afkoma atvinnuveganna hefur ekki verið betri en svo, að lítill sem eíiginn hagnaður er eftir þegar allur kostnaður og skattar, svo sem aðstöðugjald, launa- skattur o.s.frv. hefur verið greiddur. F]f stjórnvöld ætla atvinnuvegunum að búa við þau starfsskilyrði, sem verið hafa á s.l. árum, þá er þess ekki að vænta aö atvinnurekstur fari almennt að greióa tekjuskatt. 8KATTGREIÐSLUH VERZLUNAR Þeir sem halda að atvinnuvegirnir greiði litla skatta, þótt tekjuskattsgreiðslur séu lágar, vaða í villu. Ef árið 1973 er haft til hliðsjónar, þá innheimti og greiddi verzlun rúmlega helming af öllum skatttekjum ríkis og sveitarfélaga það ár. í þessari áætlun er ekki tekið tillit til þeirra greiðslna sem verzlun hefur innheimt af starfsfólki vegna skatta þess. Hér er um verulegar upphæðir að ræða, upphæð sem nam 15 milljörðum króna á árinu 1973 af tæplega 30 milljarða heildar- skatttekjum. En hverjir eru þessir skattar? Af skatttekjum ríkisins greiðir verzlun beir.a skatta af starfsfólki sínu. Greiða þarf iðgjöld til lífeyristrygg- inga, iðgjöld til slysatrygginga og atvinnuleysistrygg- inga. Verzlun greiðir einnig eignaskatt og tekjuskatt af eignum sfnum og tekjum. Innflutningsverzlunin innheimtir mest öll gjöld af innflutningi. Af sköttum af seldri vöru og þjónustu greiðir verzlun um 67% af innheimtum söluskatti. Verzlun greiðir 10,6% af innheimtum launaskatti. Utflutningsverzlunin skilar ýmsum sköttum til ríkissjóðs. Að lokum má nefna varðandi skatta til ríkisins, að innflutningsverzlunin greiðir stærsta hluta af tekjum af sölu erlends gjaldeyris. Til sveitarfélaga greióir verzlun þrjá skatta: að- stöðugjald, fasteignagjöld og landsútsvör. Þessar greiðslur námu á árinu 1973 um 9,7% af heildarskatt- tekjum sveitarfélaga. I heild má því segja, að verzlun hafi innheimt og greitt um 9,7% af skatttekjum sveit- arfélaga á árinu 1973, rúmlega 59% af skatttekjum ríkisins, og um 51% af heildarskatttekjum hins opin- bera. Það má því með sanni segja, að verzlun færir því rekstrartekjur þess, að hálfu, á silfurbakka, án allrar þóknunar eða umbunar fyrir sín innheimtu- og greiðslustörf. Mörgum í verzlun er farið að finnast að stjórnvöld megi gjarnan fara að taka tillit til þessarar starfsemi sem verzlun innir af hendi þegar stjórnvöld ítrekað mismuna verzlun á kostnað annarra atvinnu- vega og vanrækja að tryggja það að verzlun búi við heilbrigð starfsskilyrði í landinu. Þegar það er íhugað, hversu marga og háa skatta verzlun greiðir áður en hagnaður er fundinn og það, að þessir skattar taka til sín nær allan hagnað sem verður í verzlun, verður það auðskilið að verzlun á ekkert aflögu til greiðslu hárra tekjuskatta. Á árinu 1973 greiddi verzlun rúmar 453 milljónir í aðstöðu- og fasteignagjöld, rúmar 82 milljónir í tryggingaiðgjöld vegna starfsmanna, rúmar 115 milljónir í launaskatt og rétt tæpar 492 milljónir í tekju- og eignaskatt. Þessir skattar eru samtals 1 milljarður 143 milljónir króna, eöa 12% af álagningartekjum verzlunar fyrir það ár. Þetta virðist ekki vera hátt hlutfall af álagningartekjum, en hafa ber það í huga, að álagningartekjur verzlunar þurfa að nægja fyrir öllum verzlunarkostnaði, svo sem launum starfsfólks, leigu, vöxtum, afskriftum og öðrum kostnaöi. Ef allur kostnaður er tekinn út úr álagningartekjunum áður en hlutfallið er reiknað verður hlutfallið mun hærra, eða 61%, þannig að 1 milljarður 143 milljónir eru greiddar í skatt en 719 milljónir eru eftir sem hagn- aður. Þegar árið 1973 er notað sem dæmi verður að hafa það í huga að á því ári var afkoma í verzlun mun betri en á s.l. árum, þannig aö vægi skatta eins og aðstöðugjalds og launaskatts, sem taka ekkert tillit til hagnaðar, verður minna. Það má því fullyrða, að skattar til hins opinbera ganga mun nær verzlun á árunum 1974 og 1975 en þeir gerðu á árinu 1973. TVÍSKÖTTUN Samhliða umræðum um upptöku virðisaukaskatts hefur tvfsköttun alls konar verið nokkuð rædd. I verzlun er þessi tvisköttun aðallega tvenns konar. I fyrsta lagi á sér stað tvísköttun á vörum, sem verzlun- in dreifir, og í öðru lagi tvísköttun vegna aðfanga sem verzlun kaupir til nota við starfsemi sína. Í fyrra tilfellinu eru stærstu vankantarnir til orðnir vegna aðstöðugjaldsins. Aðstöðugjaldið er á margan hátt mjög gölluð skatt- lagning, sem flest er hægt að finna að. I verzlun veldur álagning aðstöðugjalda margs konar óhagræði. Þetta óhagræði er aðallega tvenns konar. Þar sem áhrifin í sköttum hafa verið vegna mats á vörubirgð- um. Tilkoma birgðavarasjóðs á árinu 1971 virðist í fljótu bragði vera til mikilla hagsbóta fyrir verzlun. Stað- reyndin er samt sú, að þrátt fyrir leyfilega myndun birgðavarasjóðs hafa fyrirtæki í verzlun vantalið vöru- notkun sína um 2 og hálfan milljarð króna á árunum 1971 til 1974, ef miðað er við verðlagsbreytingar vöru og þjónustu, og því verið ofsköttuð í tekjúsköttum til ríkissjóðs af tekjum áranna 1971 til 1974, sem nemur tæpum 1 milljarði króna, af þessari ástæðu einni saman, ef hagnaður hefur verið nægur fyrir hendi. i þessum tölum er þó útflutningsverzlun, áfengis- verzlun, og olíuverzlun ekki talin með en væri olíu- verzlun meðtalin, hækkar upphæðin verulega. Ástæðan fyrir þessari ofsköttun er sú, að í verð- bólgu hækkar endurnýjunarverð vörubirgða stöðugt. Vörur verzlunar eru þá ekki seldar út á endurnýjunar- verði, heldur miðað við upprunalegt innkaupsverð. Af þessari ástæðu einni hefur fjármagn verzlunar stöðugt rýrnað í óðaverðbólgu undanfarandi ára. En vegna verðbólgunnar og viðurkenndra bókhalds- reglna og núverandi skattalaga hefur hér einnig orðið til ofsköttun. Þessi ofsköttun verður til vegna þess, að verzlun vantelur kostnað þeirra vara sem hún lætur af hendi þegar litið er til endurnýjunarverðs þessara sömu vara. Vörunotkun er almennt talin fram til Ástæða þess, að Alþingi hefur mistekizt við gerð núverandi afskriftareglna, er fyrst og fremst sú, að þingmenn hafa ekki viljað ganga beint framan að því vandamáli, sem verðrýrnun peninganna skapar. Núverandi afskriftareglur verða aldrei lagfærðar nema fullt tillit verði tekið til áhrifa verðbólgunnar. 1 viðræðum við stjórnvöld hefur Verzlunarráð Íslands bent á einfalda leið til þess að lagfæra núverandi af skriftareglur. Með þessari leið mætti ná fram auknu réttlæti, án þess að nokkrum þjóðfélagsþegn sé veitt auðgunarástæða á kostnað annars. En sú aðstaða er óneitanlega fyrir hendi i núverandi skattalögum. Til- lögur Verzlunarráðsins eru þannig: 1. Bókfært verð eigna og bókfærðar afskrjftir verði látnar fylgja verðlagi með notkun verðstuðla, sem reiknaðir væru út árlega fyrir mismunandi flokka eigna. 2. Fyrningartimi eigna sé átælaður notkunartimi þeirra. 3. Söluhagnaður afskrifaðra eigna verði skatt- skyldur. Ef afskriftum væri breytt þannig, væri útilokað að verðrýrnun peninganna ein sér ylli því að afskriftir væru vanmetnar og sala eigna ofsköttuð vegna verð- bólgunnar við sölu. Einnig gætu notendur eigna í atvinnurekstri ákveðið sjálfir þann tíma, sem þeir vilja nota viðkomandi eignir og afskrifað þær í sam- Hvað e Hjörtur Hjartarson: Fyrirtækin greiðalítinn og minnkandi tekjuskatt vegna slæmrar afkomu aðstöðugjaldið leggst á kostnað skiptir miklu, hvort varan sem seld er, er í eigu verzlunarinnar eða ekki. Aðstöðugjaldið hefur þannig hvatt í auknum mæli til umboðsverzlunar. Ástæðan er sú, að vörusala úr verzlun eða af lager myndar að fullu aðstöðugjalds- stofn, en í umboðssölu verður aðstöðugjaldsstofninn einungis sá kostnaður, sem verður til vegna dreifingar vörunnar. Að þessu leýti hefur aðstöðugjaldið áhrif á verkaskiptingu og nýtingu framleiðsluþáttanna. Að- stöðugjaldið er einnig tvisköttun, þ.e. hefur upp- söfnunaráhrif og leggst á öll dreifingarstig. Ef að- stöðugjaldið er ekki til staðar gæti verið hagkvæmast fyrir iðnaðarfyrirtækip að dreifa í gegnum heild- verzlun, sem seldi til smásöluverzlunar, en vegna uppsöfnunaráhrifa aðstöðugjaldsins getur verið æski- legt að fella niður heildsölustigið. Hér hefur skatt- lagningin áhrif á verkaskiptingu. Tvísköttun i verzlun á sér einnig stað vegna skattlagningar á aðkeyptri vöru og þjónustu, sem verzlun notar við starfsemi sína. Sá skattur, sem mestu máli skiptir í þessu sambandi, er söluskatturinn. I verzlun eru upp- söfnunaráhrif söluskattsins sennilega mjög svipuð og í öðrum atvinnugreinum, líklega nálægt 2%. Verzlun hefur því jafnmikinn hag af upptöku virðisaukaskatts að þessu leyti og annar atvinnurekstur í landinu. Þessi áhrif söluskattsins eru þó ekki eins illa liðin og það, hvernig Alþingi hefur undanþegið ýmsar vörur og vöruflokka söluskatti á undanförnum árum. Þessi undanþága hefur valdið mestri röskun í matvöru- verzlun og gert framtal söluskattsins mun tímafrekara og erfiðara en áóur var. MAT VÖRUBIRGÐA Verðbólga hefur sennilega valdið meiri skaða i verzlun en í öðrum atvinnugreinum. Fjármunir verzlunar eru i meira mæli bundnir í lausafé i verzlun en í öðrum atvinnuvegum. Fjármunir verzlunar verða því meira fyrir barðinu á verðbólgunni en fjármunir annarra atvinnuvega. Verðbólgan hefur einnig valdið verzlun skaða vegna skattalaganna, en þau eru, eins og við vitum, gerð fyrir stöðugt verðlag. Stærstu gjalda á elzta innkaupsverði en vörubirgðir á seinasta innkaupsverði. Sú skattahækkun, sem þessi aðferð veldur, er veruleg. Ef stjórnvöld ætla verzlun að búa við 30% verðbólgu eða hærri til frambúðar, er hér komið mikið réttlætismál, sem verður að leiðrétta. Það virðist augljóst mál, að ekki er hægt að ætlast til þess að islenzk fyrirtæki séu ofsköttuð, jafnframt því, sem þeim er gert að fjármagna meiri verðbólgu en þekkist í nokkru öðru landi í Vestur-Evrópu. Ein leið til úrbóta væri að Hagstofan reiknaði út verðstuðla samkvæmt verðlagsbreytingum vörubirgða fyrir hinar ýmsu tegundir verzlunar og iðnaðar. Vörubirgðir væru síðan áfram metnar á kostnaðarverði í árslok, sem gæfi rétta mynd af verðmæti þeirra á efnahags- reikningi, en við útreikning rekstrarafkomu til skatts mætti færa niður verðmæti vörubirgða í árslok um þá hækkun verðstuðuls, sem orðið hefur á árinu. Slík aðferð gæfi þannig sannari mynd af rekstrarafkom- unni. Sá hagnaður sem talinn er myndast, verður þannig sá sami og ef verðlag hefði verió stöðugt. AFSKRIFTIR Að undanförnu hefur verið fjallað um afskriftir atvinnuveganna á mjög óréttlátan hátt, bæði á Alþingi og i fjölmiðlum. Í þessum umræðum hefúr það komið skýrt fram, aó mönnum er ekki að fullu ljóst, hvað afskriftir eru í reynd, eða hve mikil áhrif 60% verð- bólga á 12 mánuðum getur haft á þær upphæðir, sem gjaldfærðar eru sem afskriftir. Hér er á margan hátt um flókið mál að ræóa, sem blandazt hefur óskyldum atriðum, svo sem fjármögnun fjárfestinga. Því verður ekki neitað, að Alþingi hefur reynt að setja réttlátar afskriftareglur, en árangurinn hefur óneitanlega orðið flóknar og óréttlátar reglur, bæði gagnvart atvinnuvegunum og almenningi. Þegar svo er komið er orðin viss hætta á því, að afskrifareglum verði breytt, til mikils skaða fyrir atvinnuvegina í landinu og þjóðarheildina, ef atvinnuvegirnir hafa ekki forgöngu um það að lagfæra þessar reglur, þannig að afskriftir geti fyllilega gegnt hlutverki sínu án þess að mismuna atvinnuvegunum eða rýrna i hækkandi verðlagi. ræmi við það. Ef þeir hins vegar afskrifa eignirnar hraðar en nemur raunverulegri verðmætarýrnun þeirra, þurfa þeir hins vegar að standa skil á of- metnum afskriftum til skatts, ef eignirnar eru seldar, þannig yrði raunveruleg verðmætaaukning eignanna skattlögð við sölu. Slíkt ætti þó ekki að koma til nema í undantekningartilfellum, þar sem aðalreglan er sú, að eignir rýrna að verðmæti í atvinnurekstri vegna aldurs, þar sem þær úreldast vegna tækninýjunga, þó að þær séu ekkert notaðar. ARÐJÖFNUNAR- SJÓÐUR Inn í skattalögin sem lögfest voru 1971 í tíð við- reisnarstjórnarinnar komu nýmæli þar sem fyrir- tækjum var heimilað að halda áfram að nota ákvæði fyrri laga um 25% skattfrjáist af nettótekjum í vara- sjóð og greiðslu 10% arðs án tvísköttunar, eða stofna arðjöfnunarsjóðs með nettótekjum að frádregnum 15% skatti. Væri fé úr arðjöfnunarsjóði varið til annarra nota, skyldi þaó teljast með öðrum skattskyld- um tekjum félagsins á ráðstöfunarárinu. Hefði fram lag í arðjöfnunarsjóð eigi verið notað á næstu fimm árum eftir að féð var lagt í sjóðinn, skyldi það teljast að fjórum fimmtu hlutum með öðrum skattskyldum tekjum félagsins á sjötta ári en einn fimmti hluti leggjast við höfuðstól, sama regla gilti, ef fé úr arð- jöfnunarsjóði yrði notað til að mæta tapi af rekstri félagsins. Einnig var gert ráð fyrir nokkrum skattfríð- indum i arð. Eins og kunnugt er var þeim skattalögum er sett voru í lok stjórnartima viðreisnarstjórnarinnar breytt af vinstri stjórninni og komu ekki til framkvæmda að öllu leyti en ofangreind nýmæli um arðjöfnunarsjóð gáfu möguleika til að styrkja fjárhagsstöðu þeirra fyrirtækja, er ágóða höfðu, verulega og nokkur skatt- fríðindi arðs gátu orðið hvetjandi til þess að almenningur sýndi áhuga á að fjárfesta í atvinnu- rekstri. Ýmis fleiri atriði voru í þessum lögum, sem vænta mátti góðs af fyrir atvinnurekstur, en voru felld niður. Eins og er er almenningur ekki hvattur til þess að leggja fé i fyrirtæki, þar sem arðgreiðslur eru r fram- úndan í verzlun lands- manna? tvískattaðar ef þær nema meira en 10% og skattlagðar hærra en arður af spariskirteinum ríkissjóðs eða inneignum hjá innlánasstofnunum. Þessu verður að breyta og færa til samræmis ef almenningur á að vera þess fús að leggja fé í atvinnurekstur. Einnig þarf að sjálfsögðu að bæta starfsskilyrði atvinnuveganna þannig að atvinnuvegirnir almennt skili hagnaði sem hægt er að greiða hluthöfum. Það er til lítils aó hafa rúm ákvæði um greiðslu arðs ef enginn arður er fyrir hendi hjá atvinnuvegunum til greiðslu. Það er orðið verulegt áhyggjuefni, hversu óarðbær fjárfesting i atvinnuvegunum er orðin, miðað við verðtryggð spari- skírteini ríkissjóðs og fasteignir. Ef ekki verður breyt- ing á þessum fljótlega er afkomumöguleikum þjóðar- innar stefnt í hættu. SKATTLEG MISMUNUN. í núverandi skattalögum á sér stað töluverð mis- munun i skattalagningu eftir rekstrarformum fyrir- tækja. Fyrirtæki rekin i nafni einstaklinga eru skatt- lögð sem væru tekjur einstaklings. Samvinnufélög búa við sérstök ákvæði, félög við enn önnur, og skattlagningu sameignarfélaga hefur nú verið breytt frá þvi sem áður var. Frá réttlætissjónarmiði er það ekki verjandi að mismunandi rekstrarformum fyrir- tækja sé mismunað í skattlagningu. Til þess að leiðrétta þá mismunun, sem á sér stað nú í skattlagningu atvinnurekstrar eftir rekstrarformum, eru tvær leiðir færar. Annars vegar mætti eyða núverandi mismunun og skattleggja allan atvinnu- rekstur á sama hátt. Ef sú leið verður valin, þarf að aðskilja fjárhag atvinnurekstrar einstaklinga frá einkafjárhag eigenda þeirra á sama hátt og nú er með annan atvinnurekstur. Hin leiðin og sú einfaldari, væri að skattleggja ekki atvinnurekstur. I því tilfelli yrði atvinnurekstur framtalsskyldur en allur hagnaður væri annaðhvort talinn allur fram á eigendur i hlutfalli við eignaraðild á þvi ári sem hann varð til, eða einungis þegar honum væri úthlutað til eigenda. Seinni aðferðin mundi hafa þau áhrif að auka fjársteymi til atvinnurekstrar, en mikil frestun skattlagningar gæti þó haft áhrif síðar, þar sem sala hlutabréfa og slit félaga ylli þá mikilli sköttun. NIÐURLAGSORÐ. Skattlagping atvinnurekstrar er á margan hátt orðin gölluð og þarf lagfæringa við. Nauðsynlegt er orðið að skapa heildarstefnu í skattlagningu atvinnurekstrar til frambúðar, þar sem þau sjónarmið skattlagningar, sem ég nefndi hér í upphafi eru lögð til grundvallar. Eitt er víst, að núverandi skattalög geta ekki að öllu leyti verið til frambúðar, ef við viljum að atvinnu- reksturinn í landinu geti skapað landsmönnum æski- leg lifskjör í framtíðinni. Skattakerfi hafa ekki þann tilgang einan að afla tekna til að standa undir útgjaldaþörf ríkis og sveitar- félaga, heldur hefur sjálf skattálagningin og fram- kvæmd hennar margvisleg áhrif á sköpun og skipt- ingu þjóðartekna. Veigamikill þáttur skattkerfisins er að jafna efnahagssveiflur i þjóðfélaginu. Vald það, sem Alþingi er gefið til að ákveða tekjur rikisins er mikið og vandmeðfarið. Reynslan hér á landi og ef til vill viðar, er sú, að stjórnvöld láta tekjur ráðast af útgjöldum með litlum möguleikum til að draga úr útgjöldum þegar þess er þörf, er þjóðar- tekjur dragast saman. Ríkisútgjöld hafa aukizt gífur- lega undanfarin ár. Stóraukin samncyzla og rikisfor- sjá kallar á sivaxandi hluta þjóðartekna. Ríkið er í æ ríkara mæli að taka að sér að fullnægja þörfum, sem einstaklingar sáu um áður. Atvinnurekstur er, beint og óbeint, að færast í hendur ríkisvaldsins. Það er freistandi að halda að aukin fjármálaleg stjórnun og miðstýring ríkisvaldsins eigi verulega rót sína að rekja til valdabaráttu stjórnmálamanna, þ.e. bar- áttunnar um atkvæðin. Það er kaldhæðni örlaganna, að meö nánast taum- lausum lagásetningum sem ætlað hefur verið að skapa hér hið fullkomna velferðarríki. hafa þingménn bundið hendur sinar svo, að nú munu 80% útgjalda ríkisins vera bundin með lögum, pólitísk lýðhylli er álitin i hættu, ef við þessu kerfi er hreyft til samræmis við þá efnahagsörðugleika sem nú er við að etja. Þegar höfð er í huga sú reynsla sem við höfum haft af þvi, hversu sveiflukennt íslenzkt efnahagslif er, og hversu viðkvæmt það er fyrir aðsteðjandi erfiðleikum, hlýtur að verða að gera kröfur til þess, að á skatta okkar til samfélagsins sé litið af stjórnvöldum sem iðgjöld til „aflatryggingasjóðs" landsmanna allra, sem gæti hófs i eyðslu í góðæri, en hlaupi undir bagga þegar syrtir í álinn, og umfram allt láti vinnandi hönd og huga landsmanna sjálfra sjá um að skapa þjóðar- verðmætin, án ofstýringar ofan frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.