Morgunblaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 40
Al (ÍLÝSINÍÍASÍMINN ER:
22480
<n3gptti#Iðfrifr
AfGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JWorgunlitnöiÖ
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1976
„Borinn fer til Kröflu
því verður ekki breytt”
„OKKUR er uppálagt að mæta með borinn við Kröflu og þvf verður
ekki breytt. llitt er svo annað mál hvort hægt er að leysa vanda
Akureyringa á einhvern annan hátt,“ sagði Jakob Björnsson orkumála-
stjóri í gær, þegar Mbl. bar undir hann þau ummæli Bjarna Einars-
sonar bæjarstjóra á Akureyri, í blaðinu í gær, að það þýddi árs seinkun
á hitavcituframkvæmdum Akureyringa ef ekki fengist að bora þriðju
holuna við Laugaland.
Bjarni Helgason skipherra á SÝR:
8 bátar teknir á ólöglegum
veiðum og annað eins slapp
Einn bátur var að toga
800 metra frá landi
LANDIIELGISGÆZLUFLUGVÉLIN TF-SÝR stóð í
fyrrakvöld og gærmorgun 8 íslenzka togbáta að ólögleg-
um veiðum undan Suðurlandi. Á þessum slóðum er
togbátum heimilt að veiða upp að þriggja sjómílna
mörkunum, en umræddir bátar reyndust vera allt að 2,2
mílum innan þeirra marka eða aðeins 800 metra frá
fjöruborðinu. „Þeir voru þarna alveg í kippum,“ sagði
Bjarni Helgason skipherra á landheigisgæzluflugvél-
inni, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi,
„og þótt við höfum tekið 8 báta er ég viss um að annað
eins eða meira af bátum hefur sloppið.“
SÝR kom í fyrrakvöld á bátnum staðinn að meintum ólöglegum
Fram AK 85, þar sem hann var togveiðum vestur af Þjórsárósum.
Tilboð dregin lil baka:
Annar gleymdi
þakinu en
hinn heilu húsi
BOROARRAÐ Revkjavíkur
samþykkti á fundi sínum sl.
föstudag að hcimila að samið
vrði við Sveinbjörn Sigurðsson
um hyggingu tveggja nýrra
leikskóla, sem byggja á við
Tungusel og Suðurhóla í
Breiðholti á þessu ári.
Sveinbjörn var með þriðja
lægsta tilboðið, en tveir þeir
lægstu drógu tiiboð sín til baka
að athuguðu máli. Voru tilboð
þeirra svo lág að furðu sættí.
Eftir því sem Morgunblaðið
hefur fregnað mun annar að-
ilinn hafa gleymt að taka með í
reikninginn kostnað við þiik en
hinn mun ekki hafa gætt þess
að bjóða í bæði húsin saman
heldur bauð bara í annað. Alls
bárust 13 tilboð í bygging-
arnar.
Tæki á markað
sem breytir
svarthvítum
tækjum í lit
KOMIÐ er á markað í Revkja-
vfk lítið handhægt tæki, sem
gerir fólki klevft að sjá lit-
myndir í svarthvítum tækjum.
Mun hér vera um að ræða
endurhót á tæki, sem kom á
markað hér á landi í fvrra-
haust, en með því að tengja
það tæki litsjónvarpstækjum
var hægt að sjá litmyndir,
jafnvel þótt íslenzka sjónvarp-
ið reyndi að hindra slíkt.
Innflutningur á því tæki
varð til þess, að hætt var að
„skerma" litsendingar ís-
lenzka sjónvarpsins. Nýja
tækið fæst í allflestum radió-
verzlunum höfuðborgarinnar
og kostar frá 6.200 til 7.400
krónur, en um tvær gerðír er
að ræða. Tækið hefur verið á
markaði í tvo daga, og sam-
kvæmt upplýsingum, sem Mbl.
aflaði sér í verzlunum í gær,
hefur gífurleg eftirspurn verið
eftir tækinu, en birgðir munu
vera takmarkaðar. Ennfremur
hefur verið mikið að gera hjá
sjónvarpstæknimönnum, þvi
nokkrum vandkvæðum er
bundið að koma tækinu fyrir.
Orkumálastjóri:
Jakob Björnsson sagði að ef
áætlanir um Kröfluvirkjun ættu
að standast yrði að hefja boranir
þar eins fljótt og mögulegt væri.
Nú er verið að ná upp stöngum,
sem eru í annarri borholunni og á
því verki að ljúka um páska. Þá er
eftir að flytja borinn og setja
hann upp, en það er tímafrekt
verk. Ef borinn yrði látinn vera
áfram og bora þriðju holuna, tæki
það l'A—2 mánuði til viðbótar að
sögn Jakobs.
Jakob Björnsson sagði að vandi
Akureyringa væri ekki sá eini
sem starfsmenn Orkustofnunar
þyrftu að leysa. Gífurleg eftir-
spurn væri eftir borum stofn-
unarinnar og væri reynt að sinna
öllum beiðnum eins og hægt væri.
Bjarni Helgason skipherra
í gæzluflugi TF-SÝR í gær-
morgun kom flugvélin að 7 ís-
lenzkum togveiðibátum að meint-
um ólöglegum veiðum á svæðinu
frá Kötlutanga vestur að Þjórsár-
ósum, en bátarnir voru Sævar VE
19, Suðurey VE 20, Haförn VE 23,
Illugi VE 101, Helgi Bjarnason
RE 82, Ólafur Magnússon ÁR 54
og Stakkur ÁR 32.
Réttarhöld í rnálum skipstjór-
anna á nefndum 8 fiskibátum
hófust í morgun og munu réttar-
höldin fara fram í 3 lögsagnarum-
dæmum, Vestmannaeyjum, Sel-
fossi og Reykjavík.
Bjarni sagði að ekki hefðu verið
tök að ná öllum bátunum, vegna
þess hve svæðið var stórt. Þá
sagði hann að bátarnir hefðu
greinilega gert öðrum bátum við-
vart, því þegar byrjað var að miða
út báta á móts við Vestmanna-
eyjar og síðan haldið austur úr,
voru allir bátar búnir að hífa
þegar vélin fór að nálgast Kötlu-
tanga. Þá sagði Bjarni að þeir
hefðu vitað um fleiri báta í fyrra-
kvöld, m.a. einn sem þeir náðu
ekki á nafni og númeri. Sá slökkti
15 tonna bátur
með 14 tonn
eftir einn dag
ÞAÐ varð uppi fótur og fit við
Vestmannaeyjahöfn í fyrra-
dag, þegar mótorháturinn
Skuld VE sigldi inn í höfnina.
Sáu menn að báturinn var svo
mikið hlaðinn að til tíðinda
mátti telja, jafnvel í Vest-
mannaeyjum.
Skuld VE er 15 tonna bátur,
og á honum tveir menn,
Bergþór Guðjónsson skipstjóri
og Kristinn Kristinsson. Þegar
vigtað var upp úr bátnum
reyndust vera í honum rétt
tæp 14 tonn af fallegum fiski,
þorski og ýsu. Þennan afla
hafði báturinn fengið á aðeins
einum degi í troll. Aflinn var
lagður upp hjá Vinnslustöð-
inni og voru menn að geta sér
til, að hlutur hvors manns
hafi verið 120—150 þús-
und krónur fyrir veióiferðina.
En þess ber að geta, að svona
happatúrar eru afar sjaldgæfir
og þeir eru margir dagarnir
sem falla úr hjá svona litlum
bátum vegna ógæfta og þá
daga fá sjómennirnir engan
hlut.
Þegar verið var að landa úr
Skuld varð gömlum Eyja-
manni að orði: „Þetta
minnir mann nú vara á vertíð-
irnar í gamla daga,“ og láir
honum enginn.
öll ljós þegar heyrðist í fiugvél-
inni og tókst honum að sleppa í
myrkrinu. Einn bátur var að toga
á 20 metra dýpi.
„Það er anzi hart,“ sagði Bjarni,
„að skipstjórar skuli nota svona
tækifærið til lögbrota þegar þeir
vita að við erum uppteknir við að
berjast við Bretann."
Dagvistunargjöld
hækka um 11%
FRÁ OG með deginum í dag
hækka dagvistunargjöld á dag-
hcimilum og leikskólum 1
Reykjavík um 11%. Dagvistunar-
gjald á dagheimilum hækkar úr 9
þúsund krónum 1 10 þúsund krón-
ur á mánuði og gjald á leikskól-
um hækkar úr 4500 krónum í
5000 krónur.
Bergur Felixson, framkvæmda-
stjóri Sumargjafar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að sótt
hefði verið um þessa hækkun eft-
ir áramót og á grundvelli ársupp-
gjörs. Hún kæmi seint og væri
augsýnilegt að frekari hækkanir
þyrfti aó gera til að endarnir
næðu saman í rekstrinum. Raun-
verulegur kostnaður við vistun
barnanna er miklu hærri en fram-
greindar tölur bera með sér, því
ríki og bær greiða kostnaðinn nió-
ur á móti aðstandendum barn-
anna. Greiða ríki og bær 60% af
kostnaði við dagheimilin og 40%
við leikskólana.
Miðað við þessar tölur er því
raunverulegur kostnaður við vist-
un barna á dagheimili 25 þúsund
krónur.