Morgunblaðið - 14.04.1976, Side 1
32 SÍÐUR
83. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Eitt mesta
slys Finna
Helsinki, 13. apríl. AP. NTB. Reuter
KRÖFTUG sprenging í skotfæraverksmiðju í bænum
Lappo um 50 km austur af Vasa f Finnlandi, varð að
minnsta kosti 43 að bana í morgun og rúmlega 30
slösuðust alvarlega, en ekki lífshættulega, aðailega
konur á fertugsaldri. Skotfæraverksmiðjan gereyðilagð-
ist í sprengingunni, sem er langmesta slys sem orðið
hefur í Finnlandi á friðartfmum.
RUSTIRNAR — Rústir skotfæraverksmiðjunnar sem sprakk í loft upp í Lappo í
Finnlandi í gærmorgun.
Sýrlendingar fá
hól fyrir ihlutun
Beirút. 13. april. AP. NTB. Reuter.
Sprengingarinnar varð vart í
rúmlega 25 kílómetra fjarlægð og
rúður brotnuðu og nokkrar fleiri
skemmdir urðu á húsum i eins
kílómetra fjarlægð frá verksmiðj-
unni, sem var í íbúðarhverfi í
miðjum bænum. ibúar í nærliggj-
Vísað burt
frá Líbýu
Benghazi, 13 april. Reuter. AP.
ÞRlR flugræningjar frá Filipps-
eyjum fengu skipun um að fara
frá Lfbýu skömmu -eftir að þota
þeirra lenti ( Benghazi f dag en
þeir neituðu að fara. Þeir hafa að
baki lengstu flugránsferð sem um
getur.
Yfirvöld á flugvellinum bönn-
uðu flugræningjunum og tveimur
gíslum þeirra að fara úr þotunni
þegar hún kom með þá frá
Karachi. Þau buðust til að útvega
þeim eldsneyti og vistir ef þeir
færu burtu.
Flugræningjarnir neituðu að
skiþa átta manna áhöfn þotunnar
að halda ferðinni áfram. Engar
samningaviðræður munu fara
fram við þá.
I Karachi var sagt að ræningj-
arnir væru þreyttir og utan við
sig. Þeir hafa meðferðis 300.000
dollara sem þeir fengu í lausnar-
gjald fyrir gísla sem þeir slepptu.
andi húsum slösuðust af glerbrot-
um, og þau sem næst voru eru
óíbúðarhæf. Gera varð að sárum
40 manna auk þeirra sem voru
fluttir I sjúkrahús.
„Við höfum enga hugmynd um
hvað olli þessari hræðilegu
sprengingu," sagði talsmaður
landvarnaráðuneytisins. Hann
sagði að auk skotfæranna í verk-
smiðjunni hefðu um 200 kíló af
púðri verið geymd í henni. „En
sprengingin var svo krö'ftug að
það eina sem er eftir er steypt
gólf og sundurtættar vélar," sagði
hann.
Ingvar S. Melin landvarnaráð-
herra fór á slysstaðinn ásamt hátt-
settum embættismönnum til að
kanna skemmdirnar og stjórnin
skipaði rannsóknarnefnd á sér-
stökum skyndifundi til að komast
að raun um orsök sprengingar-
innar. Urho Kekkonen forseti og
Martti Miettunen forsætisráð-
herra sendu samúðarskeyti til
Lappo og Miettunen sagði f skeyti
sfnu að stjórnin mundi gera allt
sem í hennar valdi stæði til að
ganga úr skugga um hvað olli
slysinu og veita aðstandendum
Framhald á bls. 18
New York, 13. apríl. AP-Reuter.
Bretar vfsuðu á bug þeirri ásök-
un íslendinga f dag að brezk her-
skip stunduðu ólöglegar árásarað-
gerðir á fslandsmiðum og svör-
uðu með annarri ásökun þess efn-
is að fslenzk varðskip hefðu
„áreitt“ brezka togara sem stund-
uðu „löglegar veiðar á úthafinu
við lsland“.
Þetta kemur fram í bréfi frá
TVEIR helztu leiðtogar
kristinna manna f Lfbanon
hylltu hernaðarfhlutun Sýrlend-
inga með þökkum í dag. Sýr-
lenzka herliðið treysti stöðu sfna
sendiherra Breta hjá Sameinuðu
þjóðunum, Ivor Richard, til for-
seta Öryggisráðsins, Huang Hua.
Það er svar við orðsendingu ís-
lendinga til Öryggisráðsins 2.
apríl þegar kærðar voru aðgerðir
sex brezkra herskipa og fimm að-
stoðarskipa á íslandsmiðum.
Richard sagði að ekkert væri
hæft í þvf að brezkar freigátur
reyndu að stofna til átaka við
en gerði ekki alvarlega tilraun til
að sækja til höfuðborgarinnar
Beirút.
Suleiman Franjieh forseti
sendi Hafez Assad Sýrlandsfor-
seta skeyti þar sem hann lét f Ijós
íslenzk varðskip og kvað hlutverk
freigátnanna að vernda óvopnaða
brezka togara gegn áreitni.
„Sú aðdróttun, sem kemur fram
í bréfi íslenzka fulltrúans, að eini
tilgangur freigátnanna sé að
koma af stað átökum og egna til
átaka, ef til vill til að sökkva
einhverju (íslenzku) skipanna, er
alröng,“ segir Richard f bréfinu.
Framhald á bls. 18
þakklæti fyrir „aðgerðir Sýrlend-
inga til að tryggja fullveldi
Lfbanons“. Falangistaforinginn
Pierre Gemayel kallaði íhlutun
Sýrlendinga „hetjulega, einbeitta
ráðstöfun" til að binda enda á
borgarastrfðið sem hðfst fyrir
réttu ári.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hafa Sýrlendingar sett
ný skilyrði fyrir nýjum sáttatil-
raunum. Þau eru á þá leið að allir
aðilar virði vopnahléið, að þeir
lýsi fyrirfram yfir stuðningi við
nýjar sáttatilraunir og að þær
hefjist ekki fyrr en bandaríski
sendimaðurinn Dean Brown
hefur lokið viðræðum sínum við
líbanska ráðamenn.
Sósíalistaforinginn Kamal
Jumblatt segir að 6.000 sýrlenzkir
hermenn hafi tekið sér stöðu í
Líbanon og þar við bætist 7.000
Dalestínskir skæruliðar úr Saiqa-
samtökunum sem Sýrlendingar
styðja. Foringi Saiqa, Zohair
Mohsen, segir að 16.000 Saiqa-
skæruliðar, sýrlenzkir hermenn
og menn úr palestínska frelsis-
Framhald á bls. 18
PL0 sigraði á
vestri bakkanum
Rammallah, 13. apríl. Reuter.
PALESTlNSKIR þjóðernissinnar
og arabfskir vinstrimenn mega
heita allsráðandi f bæjar- og
sveitarstjórnum á vestri-bakka
Jórdanárinnar eftir kosningar
sem hafa orðið mörgum gömlum
fhaldssömum forvstumönnum að
falli og konur tóku f fvrsta skipti
þátt f.
Um þrír fjórðu 205 sæta í
stjórnum 24 bæja og þorpa eru
skipuð nýjum mönnurn og margir
þeirra eru róttækir stuðnings-
menn Frelsissamtaka Palestinu,
PLO. Þjóðernissinnar ogeindregn
ir andstæðingar hernáms Israels-
Framhald á bls. 18
Eyjólfur Konráð Jónsson í samtali við Morgunblaðið:
Tillögur um söguleg réttindi koma
fram á ný á Hafréttarráðstefnunni
Hörð viðbrögð íslenzku sendinefndarinnar
□
□
Sjá ræðu Hans G. Andersen
-□
(heildábls. 15.
-□
„SlÐASTLIÐINN föstudag lagði
formaður hinnar óformlegu
nefndar svonefndra landluktra
rfkja, sem telja sig nú vera 52
talsins, fram tillögu um breyt-
ingar á ákvæðum uppkastsins að
hafréttarsáttmálanum, þar sem
meðal annars eru endurvaktar til-
lögurnar um söguleg réttindi til
fiskveiða sem andstæðingar
okkar byggðu mest á áður en Iftið
hefur verið haldið á loft nú að
undaförnu" sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson, sem nú sit-
ur fundi Hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna f samtali við
Morgunblaðið f gær.
fslenzka sendinefndin brást
hart við þessum tillögum og f
gærkvöldi flutti Hans G. Ander-
sen. formaður nefndarinnar,
ræðu sem þótti nokkuð hvassyrt
en vakti verulega athygli að sögn
Eyjólfs Konráðs. I ræðunni var
undirstrikað, að tilgangslaust
væri að reyna samkomulag þar
sem 200 mflur væru viður-
kenndar f orði en ekki á borði.
Hans sagði m.a. að samkvæmt til-
lögunum fengju strandrfkin 200
mflna cfnahagslögsögu mfnus 188
mflur.
Eyjólfur Konráð Jónsson sagði
að sú tillaga landluktra rfkja og
landfræðilega afskiptra, eins og
það er nefnt, sem lögð var fram
s.l. föstudag, væri efnislega á þá
leið, að landlukt þróunarríki hafi
rétt til að hagnýta fiskstofna i
auðlindalögsögu strandrikja á við-
komandi hafsvæði með sama rétti
og strandríki, og þróuð ríki, sem
stundað hafi fiskveiðar á haf-
svæði þvf sem félli til þróaðra
strandríkja með 200 mílna auð-
lindalögsögunni, skuli hafa rétt
til að halda áfram fiskveiðum
Framhald á bls. 18
Gagnkæra frá Bretum