Morgunblaðið - 14.04.1976, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.04.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 11 Björg Vik í Norræna húsinu Húsfyllir var í Norræna hús- inu s.l., fimmtudag, er Björg Vik, höfundur leikritsins „Fimm konur“, hélt fyrirlestur á vegum hússins og háskólans og las úr verkum sínum. Björg kom víða við i erindi sinu og vakti það óskipta at- hygli áheyrenda. Hún ræddi meðal annars aðstöðumun kvenna og karla í rithöfunda- stétt t.a.m. varðandi styrkveit- ingar. Heyrzt hefðu raddir í þá veru, að konur ættu ekki að þiggja styrki vegna ritstarfa og þannig taka fé frá körlum og rýra möguleika þeirra, sem enga fyrirvinnu hafa. Af eigin reynslu taldi hún, að konur fengju aðra og oft á tiðum ósanngjarna útreið hjá gagnrýnendum. Þeir létu í það skina, að konur skrifuðu ein- göngu um málefni kvenna eða svo kallaðar „kerlingabækur" og aðeins karlar riti hinar raun- verulegu bókmenntir og um hin raunverulegu vandamál. — En — sagði Björg — þetta eru mælikvarðar, sem karlar hafa sjálfir sett og það er hægara sagt en gert fyrir konur að hrinda þeim —. Að loknum fyrirlestrinum gaf Björg kost á fyrirspurnum og urðu umræður mjög líflegar. Hún var spurð um leikritið, sem var frumsýnt að kvöldi sama dags og sagði Björg, að það hefði verið sýnt víða, en hér væri sér vitanlega karl- maður í fyrsta skipti leikstjóri. Hún sagðist vera eftirvænt- ingarfuil að sjá hvaða skilning hann legði í verkið og á hvaða atriði hann legði áherzlu. Þvi, eins og höfundurinn sagði, þá er efni leiksins krufning á sálarlifi kvennanna fimm og að- stæður þeirra speglaðar upp — reynt að finna eða tengja saman orsakir og afleiðingar i lífshlaupi þeirra og hún taldi efnið viðkvæmt í meðhöndlun. Björg Vik las að iokum úr nýjustu bók sinni „Fortæll- inger om friheten", en eins og kunnugt er kom sú bók til álita við úthlutun bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs á þessu ári, en fram að þessu hefur engin kona hlotið þau verðlaun. Til sölu Einbýlishús (parhús) við Hávallagötu, Einnig stórt einbýlishús á Arnarnesi. Upplýsingar gefnar á skrifstofu okkar, Ágúst Fjeldsted Benedikt Blöndal Hákon Árnason Hæstaréttarlögmenn Nýja Bíóhúsinu, Lækjargötu. Húseigendur athugið: Við viljum hérmeð vekja athygli á, aS allar breytingar á húsum, bæði á notkun þeirra og útliti, eru háðar sérstöku samþykki byggingarnefndar. Einkum skal benda á, að við að breyta gluggum húsa, t.d. fella niður pósta, breyta þau oft mjög um svip, og ber því skýlaust að sækja um leyfi til þeyrra breytinga. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu byggingar- fulltrúa, Skúlatúni 2, 2. hæð. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Vantar yður afdrep? Við höfum til sölu m.a.: 2ja herb. Miðvangur tvær ibúðir i háhýsi i Hafnarfirði, norðurbæ. Frábærar ibúðir með fallegu útsýni af suðursvölum. Verð 5.2—5.4 millj. Útborgun 4.0 millj. 3ja herb. Blikahólar mjög góð 93 fm ibúð, stórar sval- ir. Fallegt útsýni. Verð 7.0 millj. Útborgun 4.5 — 5.0 millj. 4ra herb. Vesturberg 4ra—5 herb. 108 fm ibúð. Stór sérgeymsla. Sameign fullfrá- gengin. Bílastæði malbikuð. Verð 7.8 millj. Útborgun 5.8 millj. 5 herb. Laugarnesvegur 5—6 herb. frábær litil ibúð 1 18 fm. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. 6 herb. Álfhólsvegur 3 herbergi á hæð 76 fm i fjórbýl- ishúsi, 3 herbergi i fokheldum kjallara. Verð 8.5 millj. Útborg- un samkomulag. Einbýli fokhelt einbýlishús í Mosfells- sveit 144 fm með tvöföldum 50 fm bilskúr. Verð 8.0—8.5 millj. Seljendur Höfum kaupanda að 6 herb. ibúð eða einbýlishúsi i Vestur- bæ. Skipti möguleg á 4ra—5 herb. ibúð i Vesturbæ. Höfum einnig kaupanda að einbýlishúsi i Kópavogi. Einnig langan lista af kaupendum að öllum stærð- um ibúða. Miklir skiptamögu- leikar. Opið í dag og á laugardag frá kl. 9—5. AFMbP *r I FaMeiqnajala Lauqaveqiöö Jimi 2Ö6AA OPIÐ TIL 10 í KVÖLD I FORRÉTTINN: Rækjur - fiskur - súpur, bæði í dósum og pökkum - síld, margs konar STEIKUR OG GRÆNMETI: Svínakjöt - nautakjöt - kjúklingar - dilkakjöt - á gamla verðinu - grænmeti, bæði nýtt og niðursoðið í EFTIRRÉTTINN: ís - ístertur - fromage - búðingar ÁVEXTIR OG OSTAR: Nýir ávextir - niðursoðnir ávextir, mikið úrval - desertostar - brauðostar MJÓLK — BRAUÐ OG: PÁSKAEGGIN á hagstæðu verði ÖLL MATVARA FÆST í HAGKAUP Brautryðjendur lækkaðs vöruverðs IMap I ISKEIFUNNI 15MSÍMI 86566 t í ti v Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.