Morgunblaðið - 14.04.1976, Side 18

Morgunblaðið - 14.04.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 Arvaka Selfoss hefst í kvöld ÁRVAKA Selfoss, sú fjórða, hefst f dag, miðvikudaginn 14. aprfl, og stendur hún til mánudagsins 19. aprfl, annars f páskum. Er dag- skrá árvökunnar fjölbreytt að vanda. Árvakan hefst í kvöld með kvöldvöku í Selfossbíói. Verður þar fjölbreytt tónlistardagskrá og loks stiginn dans. Á skírdag verða 5 sýningar opnaðar með viðhöfn. 1 Safnahúsinu eru sýningar á verk- um Asgríms Jónssonar og Péturs Behrens, í Gagnfræðaskóla Sel- foss verða húsfriðunarsýning og frímerkjasýning og í sjúkrahús- inu sýning á verkum eftir Sövu Gestsdóttur. Þessar sýningar Verða opnaðar alla Árvökudag- ana, en auk þess verður Byggða- safnið og Listasafn Árnessýslu opið sömu daga. Þá verður á skir- dag íþróttakappleíkur og hópreið hestamanna og um kvöldið sýnir Skagaleikflokkurinn Gísl eftir Brendan Behan, undir leikstjórn Herdísar Þorvaldsdóttur. Á föstudaginn langa verður messa i Selfosskirkju, prestur sr. Sigurður Sigurðarson. íþrótta- og skákkeppni verður haldin og klukkan 21 flytur Kór Söngskól- ans og Sinfóníuhljómsveit í Reykjavík óratoríuna Elía eftir Mendelsson. Stjórnandi er Garðar Cortes. — Guðmundur Eramhald af bls. 32 þeir Guðmundur og Geller eftir með 5!4 vinning hvor. Af öðrum úrslitum í gær er það að frétta að Pardon, Spáni, vann Czeshkoveky, Sovétrikj- unum, í 34 leikjum. Aðrar skákir fóru í bið, þar á meðal skák Larsens og Menville. Guð- mundur Sigurjónsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að Larsen væri í 3.—6. sæti ásamt Rogoff og Gheorghiu með 414 vinning. Larsen er með tvær biðskákir og að sögn Guðmundar nær hann að líkindum jafntefli í skákinni við Rogoff, en bið- skákina frá því í gær ætti hann að vinna. „Það koma oftast nær ein- hverjir Islendingar hingað og fylgjast með skákmótinu, og hitti ég yfirleitt einhverja Is- lendinga á hverjum degi, þannig að ég tapa ekki móður- málinu hér. Meðal þekktra skákáhugamanna se'm ég hitti hér og fylgjast með mótinu er Jakob Hafstein," sagði Guð- mundur. Níunda umferð skákmótsins verður tefld í dag og þá teflir Guðmundur við Portisch og hefur hvítt. Portisch er nú í 6. sæti á mótinu með fjóra vinn- inga og tvær biðskákir. — Jötunn ~ Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri sagði þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann, að um þessa ákvörðun væri allt gott að segja. „Þessi ákvörðun er ákaf- lega skynsamleg og nú vonast ég til þess að Hitaveita Akureyrar fái óskabyr.“ Bjarni sagði, að þessi þriðja hoia á Laugalandi yrði boruð skammt frá holunni, sem boruð var fyrst og gaf mjög góðan árang- ur. Hola nr. 2 er í um 700 metra fjarlægð frá holu nr. 1. Morgun- blaðið spurði Bjarna hvað gerðist ef þessi borun heppnaðist ekki. „Þó að hún verði ekki góð mun hún gefa vissar upplýsingar um svæðið hér í kring," sagði Bjarni. r — Osannindi Framhald af bls. 5 ávallt verið samkvæmt beiðni setudómara og viðkomandi lög- regluyfirvalda. Greinarhöfundur ruglar mjög saman lögreglu- og dómsrannsókn og athugunum hinsvegar, en honum kann að vera nokkur vorkunn vegna þekk- ingarleysis, nema slæmar hvatir komi til. Varðandi athuganir mínar á svonefndu Kfúóbmáli, læknamál- inu, fíkniefnamálum og ýmsum fleiri málum hef ég ávallt látið viðkomandi yfirvöldum i té niður- stöður athugana minna, enda aldrei nein umkvörtun borizt um ólöglegar eða óleyfilegar aðgerðir af minni hálfu í þeim efnum. Það sem mest virðist fara í taug- arnar á þeim, sem hafa haldið uppi órökstuddum árásum á mig I Tímanum, er athafnasemi mín á sviði löggæzlumála. Ekkert annað dagblað hefur deilt á mínar að- gerðir í löggæzlumálum og flest hinna hafa birt þakklætisgreinar í minn garð vegna starfsemi minnar á þeim vettvangi. Hvaða aðilar hjá Tímanum eða Framsóknarfl. eru það, sem skipuleggja þessi níðskrif í minn garð? Eru það einhverjir, sem óttast, að ég muni gera athuganir á þeirra starfsemi? Hræðsla og hvers konar ótti rekur oft menn á flótta, en undir svo þungu sálar- álagi taka flestir mjög ótímabær- ar ákvarðanir. Slæm samvizka getur valdið óbætanlegu tjóni á sálarlífi manna, þess vegna ber mér að sýna þeim Tímamönnum sérstaka þolinmæði og umburðar- lyndi. Þrátt fyrir allt er ég ykkur þakklátur fyrir þessi skrif, því nú veit þjóðin hvaða öfl þið stvðjið. Það tók að visu nokkuð langan tíma að draga ykkur í réttan dilk en heimreksturinn mun verða auðveldur. Kristján Pétursson. — Sýrlendingar Framhald af bls. 1 hernum hafi sótt inn í Líbanon frá Sýrlandi. Sýrlenzka herliðið treysti víg- stöðu sina við Ifbönsku landa- mærastöðina Masna og sendi könnunarsveitir 25 km í vesturátt eftir veginum til Beirút. Herliðið hefur lagt undir sig svæði á landa- mærunum til að hafa eftirlit með helztu vegum og koma í veg fyrir vopnaflutninga. Auk þess er sex mílna svæði meðfram veginum til Beirút á valdi Sýrlendinga og þeir hafa sett hafnbann á Líbanon. Jumblatt hefur svarað þeirri yfirlýsingu Assads forseta að Sýr- lendingar „séu reiðubúnir að sækja inn í Líbanon til að vernda fórnarlömb árásar" með ásökun um að Sýrlendingar hyggi á algera innrás og beiðni til Araba- ríkja um gagnráðstafanir. Stjórnarmálgagnið I Irak sakaði Sýrlendinga í dag um tilraun til að koma sér í mjúkinn hjá Banda- ríkjamönnum. Falangistaforinginn Gemayel sakaði Jumblatt um að magna átökin sem gáeti haft það i för með sér að Arabar drægjust inn í átök- in eða gripið yrði til alþjóðlegrar íhlutunar. Diplómatar i Beirút segja að Ifbanskir og palestínskir leiðtogar reyni að fá Sýrlendinga til að dragast ekki of mikið inn í deilumálin þar sem það geti haft i för með sér israelska íhlutun. Þjóðarleiðtogi Lýbíu Muam- mar Gaddafi, kvað sig fús- an til að styðja vinstrimenn í Líbanon f dag en kvaðst mótfall- inn hvers konar erlendri ihlutun. Hann taldi tillögu Egypta um ara- bískt friðargæzlulið hlægilega. Þótt vopnahléið hafi • verið framlengt til aprilloka féll 51 í átökum í dag. 95 særðust. — Siglinga- málastjóri Framhald af bls. 2 unni og eftir henni yrði að fara í hvívetna. Að lokum sagði siglingamála- stjóri, að þessir bátar væru búnir að vera i notkun í 19 ár og hefðu reynzt vel. En ef formstöðugleika ekki stærri skipa en þessara væri breytt með einhverjum breyting- um gæti illa farið og það gilti um alla báta af þessari stærð. Áður en menn færu út í slíkar breyt- ingar yrði að hafa samband við viðkomandi stofnun. — Styrkir Framhald af bls. 3 formaður þess er Kristján Benediktsson. Hlutverk Menntamálaráðs er stjórn Menningarsjóðs og Bóka- útgáfu Menningarsjóðs. Menn- ingarsjóði er falið það hlutverk að veita fé til lista og menn- ingarstarfsemi í landinu, veita styrki til utanfarar og til list- kynningar, auk bókaútgáfu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs starfar einkum að útgáfu fræði- legra rita og bókmenntaverka. Meðal útgáfuverkefna má nefna Islenzka orðabók, Alfræði Menningarsjóðs og ritraðir í samvinnu við stofnan- ir Háskóla Islands. I samstarfi við Hið íslenzka þjóðvinafélag eru gefin út ársritin Almanak og Andvari. Ritstjóri Almanaks er dr. Þorsteinn Sæmundsson, en Andvara dr. Finnbogi Guðmundsson. Á undanförnum árum hefur starfsemi Menningarsjóðs mjög dregizt saman af ýmsum ástæð- um. Þannig hafa nokkrar stofnanir verið stofnaðar út úr Menningarsjóði, og má þar nefna Listasafn íslands og Lánasjóð íslenzkra náms- manna, svo að tvö dæmi séu nefnd. Tekjur sjóðsins á fjár- lögum hafa og rýrnað að mun hin síðustu árin, og hefur verið óhjákvæmilegt að draga seglin verulega saman af þessum sök- um. Menningarsjóður hefur mikl- um og verðugum verkefnum að sinna i menningarlífi þjóðar, sem er annt um þjóðlegan arf sinn og vill standa við hann af reisn og ávaxta hann til fram- tíðar af myndarskap. Með þetta í huga er nú enn einu sinni úthlutað styrkjum sjóðsins til mennta- og listafólks, enda þótt efni séu öll minni en æskilegt væri og nauðsynlegt er. — Samanburður Framhald af bls. 3 alt verð. Svo virðist sem verzlanir nýti ekki að fullu heimilaða álagn- ingu. Verzlanir veita ekki allar sömu þjónustu, t.d. hvað snertir vöruúrval, bifreiðastæði, per- sónuleg samskipti o.fl. — Hans G. Andersen I’ramhald af bls. 15 augun fyrir hvers konar raun- hæfri lausn. Það er einlæg von okkar að samningaviðræður muni halda áfram, þannig at hægt sé að finna lausn á grund velli sanngjarnra krafna frá meirihluta landluktra og land fræðilega afskiptra ríkja þ.e.a.s. fyrir þróunarlöndin. ♦ ♦ «----- — Tillögur Framhald af bls. 1 enda skuli fyrirkomulag veiðanna ákveðið með tvíhliða samningum. Er hér um að ræða þau gömlu sjónarmið sem fulltrúar þessara þjóða hafa lengst af haldið fram. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að íslenzka sendinefndin hefði ekki ætlað sér að láta til sín heyra um þær greinar, sem nú eru ræddar, því að á lokuðu nefndar- fundunum gildir sú meginregla, að þögn við ákveðnum greinum er sama og samþykki. En þegar kenningarnar um söguleg rétt- indi, sem legið hafa niðri að unda- förnu, gengju aftur þótti sjálfsagt að bregðast hart við. I ræðu Hans G. Andersens var undirstrikað, að íslenzka sendinefndin fengi ekki skilið hvers vegna þróunarrfki teldu sér henta að skipa sér í sveit með þróuðum ríkjum sem gerðu fullkomlega óraunhæfar kröfur gagnstætt sanngjörnum kröfum þróunarríkjanna. Slíkar bardaga- aðferðír hlytu að skaða málstað þróunarríkjanna en þeirra mál- stað hafa íslendingar ætíð stutt. Um þetta sagði í ræðu formanns íslenzku sendinefndarinnar orð- rétt: „Að lokum vil ég segja að þær öfgakenndu kröfur sem nú hafa verið settar fram eru ekki til þess fallnar að auðvelda samkomulag og ef þeim er haldið fram gætu þær eyðilagt möguleikana á haf- réttarsáttmála. Þessi aðferð að 'eggja til jafns sanngjarnar A^y.'-'r þróunarríkjanna og óraun- hæilAröfur þróaðra ríkja er ein ungis til þess fallin að skaða mál- stað þeirra þróunarþjóða sem sér- staklega stendur á fyrir vegna þess að ef ekkert verður úr haf- réttarsáttmála munu þær tapa mestu. Slík niðurstaða myndi hvorki verða réttlát né sann- gjörn.“ I morgun héldu umræðurnar um fiskveiðiréttindi áfram sagði Eyjólfur Konráð og talaði þá m.a. fulltrúi Norðmanna sem tók mjög eindregið undir sjónarmið Islend- inga. Annars ganga umræðurnar hér hægt og farið er að gæta tals- verðrar svartsýni í ræðum manna, sem óttast að engin samstaða náist nú um hafréttarsáttmála en gera sér grein fyrir því að þá muni strandríki um heim allan grípa til einhliða aðgerða. — Gagnkæra Framhald af bls. 1 „Nærvera þeirra er eingöngu í varnarskyni, til að vernda óvopn- aða brezka togara á úthafinu gegn ólöglegri áreitni íslenzku Land- helgisgæzlunnar sem reynir að þröngva fram einhliða yfirlýstri fiskveiðilögsögu með valdi,“ sagði hann. Brezki fulltrúinn sagði að skip íslenzku Landhelgisgæzlunnar hefði verið herská í tilraunum til að komast að brezkum togur- um. Þau hefðu vísvitandi siglt á freigátur án þess að taka nokkurt tillit til öryggis viðkomandi skipa og 31 árekstur hefði átt sér stað til 6. apríl. Richard sagði að síðan bráða- birgðasamningur Breta og Isiend- inga rann út 13. nóvember í fyrra hefðu íslenzk varðskip áreitt brezka togara sem hefðu stundað löglegar veiðar á úthafinu við Is- land, ótal sinnum valdið alvarleg- um truflunum á veiðum og klippt togvíra 29 sinnum. Hann sagði að 25. nóvember hefði verið orðið ljóst að óvopnuð verndarskip gætu ekki hjálpar- laust haldið íslenzkum varðskip- um í burtu og Bretar hefðu þá skipað sjóhernum og flughernum að veita brezkum togurum vernd. Hann benti á að I bréfi Islend- inga væri vakin athygli á stærðar- mun og ganghraða brezku frei- gátnanna og íslenzku varðskip- anna og hélt áfram: „Það er rétt að hin síðarnefndu eru minni en freigáturnar en þau eru snarari í snúningum og hafa sýnt í sumum tilfellum að þau hafa getað valdið alvarlegu tjóni með herskáum að- ferðum.“ „Það hlutverk að vernda brezka togara að veiðum við Island krefst þvi skipa með ganghraða og sjó- hæfni freigátnanna. Það hlutverk krefst þess einnig að freigáturnar sýni, án þess að beita vopnum sínum, ýtrustu stillingu gagnvart áframhaldi hættulegri áreitni varðskipanna,“ segir I bréfi Bret- anna. Ásökunum Islendinga um að - Bretar fylgi vísvitandi ásiglingar- stefnu er vísað á bug og í bréfi Richards sendiherra segir: „Frei- gátur okkar reyna alls ekki að sigla á varðskipin: þær eru ekki smiðaðar til slikra aðgerða og það kemur fram í fyrirmælum þeirra." — PLO Framhald af bls. 1 manna hafa tryggt sér örugga aðstöðu í stjórnum allra helztu bæja nema í Betlehem, þar sem kristinn bæjarstjóri, Elias Freij, tryggði sér áfram völd vegna mik- illa framkvæmda. I Hebron fengu stuðningsmenn PLO undir forystu búfræðingsins Fahad Kawasme, sem er menntaður I Kaíró, öll sæti í bæjarstjórninni. Þar með lýkur þriggja áratuga stjórn Arabahöfð- ingjans Mohammed Ali faabari, góðs vinar Jórdaníumanna. Bæjarstjórinn í Ramallah, Kar- im Khalaf, einn eindregnasti and- stæðingur ísraelska hernámsins, vann átta sæti af nlu í bæjar- stjórn. Hann kvað úrslitin sýna ísraelsmönnum að kjósendur hefðu ekki áhuga á tillögum þeirra um aukin völd I bæjar- og sveitarstjórnarmálum. I Tulkarmen náði annar harð- línubæjarstjóri, Hilmi Hanoun, endurkosningu ásamt helztu stuðningsmönnum sínum. Þjóð- ernissinnar og vinstrimenn, sem buðu yfirleitt fram sameiginlega, sigruðu einnig í Jeríkó, E1 Bireh, Beit Sahur og fleiri bæjum. 1 Nablus bættu stuðningsmenn Jól-daníumanna við sig nokkrum sætum enda stendur bærinn í nánum tengslum við Hussein kon- ung. Kosningarnar fylgja í kjölfar harðra átaka stúdenta og ísra- elskra hermanna. — Sprenging Framhald af bls. 1 hinna látnu alla hugsanlega að- stoð. Símasamband við Lappo rofnaði og fréttin um sprenging- una barst ekki til Helsinki fyrr en þremur tímum, sfðar. Utvarpið hóf útsendingu á sorgartónlist strax og I ljós kom hvað slysið var alvarlegt. 1 þinginu var hinna látnu minnzt með einnar mínútu þögn. Sfmsambandsleysið hamlaði þó ekki björgunaraðgerðum og fyrstu hjálparsveitirnar komu á vettvang á aðeins nokkrum minútum. Hins vegar tafðist björgunarstarfið við nokkrar smá- sprengingar, sem stóðu I nokkra klukkutíma eftir aðalsprenging- una. Allir fáanlegir sjúkrabílar fluttu látna og slasaða í sjúkrahús í Lappo og nágrannabænum Seinajoki og sterkbyggð þyrla flutti blóð og hjúkrunargögn frá Helsinki. Nokkrum klukkustundum eftir sprenginguna höfðu slökkviliðs- menn, lögreglumenn og hermenn slökkt eldinn og tekið var til við að ryðja burtu rústunum. Sjúkra- bifreiðar voru stöðugt i förum og sjálfboðaliðar gáfu blóð. Rauði krossinn útvegaði þeim sem misstu heimili sin húsaskjól og reyndi einkum að hjálpa mörgum smábörnum sem misstu mæður sínar i slysinu. Seinna sagði Ingvar S. Melin landvarnaráðherra þegar hann hafði kynnt sér verksummerki að hann teldi að sprengingin hefði orðið í púðurgeymslu fyrir ofan verksmiðjusalinn. Erfitt var að fá heildarmynd af því sem gerðist þar sem verkstjór- arnir í verksmiðjunni biðu bana eða slösuðust að sögn talsmanns landvarnaráðuneytisins. Hann sagði að siðasta öryggiseftirlit í verksmiðjunni hefði farið fram fyrir fjórum mánuðum og þá hefði allt reynzt í lagi. Starfsfólk verksmiðjunnar var um 500 aðallega konur, og óttazt er að tala þeirra sem fórust og slösuðust muni hækka. 60 manns voru við vinnu í verksmiðjunni þegar sprengingin varð. Margir hafa misst heimili sín og komið hefur verið upp hjálparstöðvum við skóla í grenndinni. Rauði krossinn býr sig undir að senda alla þá hjálp sem hann getur veitt. Strax eftir hádegi tóku peninga- gjafir að streyma til Lappo. Neyðarhjálp kirkjunnar gaf um 2.8 millj. ísl. kr. og Sparibanki verkamanna um !4 millj. ísl. kr. Auk þess hefur Rauði krossinn hafið landssöfnun. Félag málmverkamanna í Lappo hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að sprengingin sé alvarleg áminning um hve hættu- legt sé að vanrækja öryggi á vinnustöðum. Fyrir stuttu gagn- rýndi félagið öryggisráðstafanir f þeim hluta Lappo þar sem spreng- ingin varð. Verksmiðjan var upphaflega pappirsverksmiðja en ríkið keypti hana 1925 og starfræksla skot- færaverksmiðjunnar hófst eftir heimsstyrjöldina. Verksmiðjan var stærsti vinnustaðurinn í Lappo ásamt málmverksmiðjum sem rfkið á. Um 70% framleiðsl- unnar fór til útflutnings og skot- færin voru seld til rúmlega 30 landa. Mesta slys sem áður hafði orðið á friðartfmum f Finnlandi var einnig sprenging, en hún kostaði helmingi færri mannslff en sprengingin f Lappo. Sú spreng- ing varð í trjákvoðuverksmiðj- unni Rauma Repola 1947. 17 biðu bana og rúmlega 100 slösuðust. - Lappo er um 390 km norðvestur af Helsinki og fbúar bæjarins eru um 15.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.