Morgunblaðið - 14.04.1976, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.04.1976, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 23 ábyrgðarstarfa í þjóðfélagi voru, en öðrum hefur farnast miður. I þessum hópi var Vagn E. Jónsson, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju af ástvinum og kunningj- um. Mér varð brátt ljóst þegar ég kynntist Vagni, að hér var um sérstæðan og merkan persónu- leika að ræða. Ég segi eftir að ég kynntist honum, því hann var dul- ur í skapi og nokkuð seintekinn, en kunningjum sínum var hann trölltryggur og vildi allt fyrir þá gera. Hann var góður námsmaður og virtist frá byrjun hafa sett sér fast markmið með náminu og tók því laganámið föstum og skyn- samlegum tökum frá upphafi til að ná settu marki sem fyrst. Á þessum tíma var H.t. enn í gamla mótinu, sem hann var upphaflega steyptur í með aðeins fjórum deildum til embættisprófs og var þvi fárra kosta völ í námsgreinum og var ráð sumra því nokkuð á reiki fyrst i stað. Hins vegar hygg ég leið Vagns hafi verið ráðin frá upphafi, enda stóð það honum vissulega nærri þar sem faðir hans hafði haldið þá braut og verið laga- kennari bæði i Danmörku og hér við H.I. og einnig hafði eldri bróðir hans slundað það nám. Víst var það, að Vagn var betur búinn að bókakosti í þessari grein en aðrir samdeildar- menn hans og kann allt þetta að hafa haft sín áhrif. En fleira mun hafa komið til að Vagn stefndi fast að settu marki. Hann var þá þegar heitbundinn konu sinni, er siðar varð, og hélt þá heimili með henni og móður sinni, en faðir hans hafði látist þetta sama haust. Vagn hafði sem sé þá þegar forsjá heimilis, en það var fátíðara i þá daga og lfklega erfiðara en nú fyrir námsmenn að halda heimili. Þegar þetta er haft i h.uga og að þeim ' fæddist barn snemma á námsárunum og hér var um að ræða mann með rika ábyrgðartil- finningu, skal engan undra, þótt Vagn heit. gæfi sér ekki mikið lausan tauminn á námsárunum, en lagði ríka áherslu á að ljúka náminu á hæfilegum tima. Að loknu embættisprófi 1939 gerðist Vagn fulltrúi hjá Garðari heit. Þorsteinssyni hrl. en eftir að Garðar féll frá 1947, stofnaði Vagn eigin lögmannsskrifstofu, lengst af i Austurstræti 9, en hafói flutt hana fyrir fáum mán- uðum í ný húsakynni í Suður- landsbraut 18 þegar hann lést. Lengst af rak Vagn skrifstofuna í tengslum við aðra lögmenn, eða þar til hann fluttist i hin nýju húsakynni og seinustu árin hefur hann notið aðstoðar og samstarfs við Atla son sinn, sem er lögfræð- ingur að mennt og góðum hæfi- leikum búinn og mun hann nú taka við rekstri lögmannsskrif- stofunnar. Vagn heitinn varð hdl. 1941 og hrl. 1963. Vag'h var fæddur í Kaupmanna- höfn 5. júlí 1914 sem áður segir, sonur Magnúsar heit. Jónssonár lagaprófessors og ráðherra og danskættaðrar konu hans, Harr- iet Bonnesen Jónsson og var Magnús þá og siðar um nokkurt skeið fulltrúi í fjármálaráðuneyt- inu danska og gegndi ýmsum vandasömum trúnaðarstörfum, en árið 1920 fluttist fjölskyldan til íslands og átti hér heima siðan. Fegurstu bernskuminningar sin- ar átti Vagn frá dvöl fjölskyld- unnar í sumarleyfum i sumarbú- stað, sem þau áttu við Þingvalla- vatn og síðar frá sumardvöl á Ulf- ljótsvatni, en sú jörð var í eigu foreldra Magnúsar og eignaðist Magnús hana eftir þau. Eins og áður er að vikið, hóf Vagn og unnusta hans, Laufey Hólm Sigurgarðsdóttir, sambúð þegar við upphaf háskólanámsins, en hún var eitt tíu barna hjón- anna Sigurgarðs Sturlusonar, kennara Bíldudal og Viktoríu Bjarnadóttur, síðar kaupkonu í Reykjavík og má kynnast því fólki nánar i prýðilega skrifaðri minningabók, sem Viktoría skrif- aði og út kom 1958 undir nafninu: Vökustundir að vestan. Þau Laufey gengu svo í hjónaband árið 1937 og hygg ég, að það hafi verið mesta heillasporið í lífi þeirra beggja. Hafa þau lifað sam- an yfir 40 ár í einstakri eindrægni og betri félaga en þau hygg ég fá hjón hafa verið öll þessi ár. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, bæði gift og eiga börn og eru barnabörnin fimm. Móðir Vagns, frú Harriet Jóns- son, var á heimili þeirra Vagns og Laufeyjar allt frá upphafi sam- búðar þeirra þar til hún lést árið 1968 eða yfir þrjátíu ár eða til hárrar elli hennar og löngum við veika heilsu, einkum siðari árin og hefur það óneitanlega verið töluverð þolraun fyrir frú Lauf- eyju, enda hafði hún verið af vel- stæðu fólki komin í Danmörku og hafði vanist að gera miklar kröfur til lífsins, en Laufey ieysti það hlutverk vel af hendi og naut þar góðrar skynsemi sinnar og glaðs lundarfars. Með Vagni E. Jónssyni er geng- inn einn af mætustu lagamönnum þessa lands og er mikil eftirsjá að slíkum mönnum, en mest hefur kona hans og aðrir ástvinir misst, sem sjá nú á bak óvenjulega um- hyggjusömum og ástrikum eigin- manni, föður og afa og traustum félaga í blíðu og stríðu, en fjarri er, að allt sé misst, þar sem er minningin um slíkan mann. Sigurður M. Helgason. Ar liða, menn koma og fara. En vegir liggja víða og lengi nýtur þeirra sem brautina ruddu. I dag er Vagn E. Jónsson kvaddur, leið- andi maður á sviði fasteignavið- skipta um áratugaskeið. Dreng- skaparmaður, sem með háttvísri framkomu, yfirveguðum mál- flutningi og óbrigðulli réttsýni vann sitt ævistarf. Þeir vita, sem reynt hafa, að fasteignasölu fylgir mikill erill og spenna. Samræma þarf sjónar- mið, leita lausnar á vanda og setja niður ágreining. Öldur tilfinninga geta risið hátt og af andstæðum hagsmunum aðila hljótast iðulega árekstrar sem krefjast þekkingar, festu og réttsýni til að leysa. I þessu ölduróti starfaði Vagn lengur og betur en aðrir. Nafn hans var um langt árabil búið að vera svo nátengt fasteignavið- skiptum að hvorugt var nefnt án þess að hitt kæmi í hugann. Vagns mun ég ætíð minnast með hlýhug og virðingu. Eftir- lifandi konu hans, börnum og -samstarfsfólki færi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ragnar Tómasson — Lávarða- nefndin Framhald af bls. 21 fjórði barón af Amtphill og að fá rétt til að sitja í lávarðadeildinni. Móðir Russels var gift barón- inum af Amtphill á sínum tíma. Baróninn sótti um skilnað frá eiginkonunni og bar fram þær skilnaðarástæður að frúin hefði aldrei sinnt hjúskaparskyldu sinni. Þrátt fyrir að hún hafði árið áður fætt soninn sem hér um ræðir. Eiginkonan samsinnti kæru eiginmannsins og hún stað- hæfði sömuleiðis að hún hefði aldrei komið nálægt öðrum karl- manni og hefði því hér verið um jómfrúrfæðingu að ræða og að rannsókn lækna lokinni lýstu þeir því yfir að tæknilega séð hafi hún verið jómfrú rétt áður en hún ól soninn. Baróninn vefengdi kenn- ingu um jómfrúrfæðingu og lýsti því yfir að Geoffrey bæri ekki rétturinn til aðalsnafnbótar. Síðar hefur gengið á með stöð- ugum málsóknum vegna þessa og ekki hvað sízt vegna þess að sonur sem Amtphill fæddist siðar gerði tilkall til nafnbótarinnar. Minning: Gunnar S. Jónsson stjórnarráðsfulltrúi Fæddur 17. nóvember 1922 Dáinn 4. apríl 1974 I dag verður gerð útför Gunnars Jónssonar, fulltrúa í fjármálaráðuneytinu, en hann lést 4. apríl s.l. á 54. aldursári. Hann hóf störf í fjármálaráðu- neytinu fyrir um það bil 27 árum og starfaði lengst af við skjala- safn ráðuneytisins. Þeir eru margir og úr ýmsum áttum, sem eiga erindi við skjalavörð fjár- málaráðuneytisins og er starfið þvi oft erilssamt. Gunnar leysti störf sín vel af hendi og gekk til vinnu sinnar með atorku og sam- vizkusemi. Dagfarslega var hann léttur i lund og brá á glens þegar svo bar undir. Hann var félags- lyndur, hafði gaman af að blanda geði við fólk og var hrókur alls fijgnaðar hvort heldur var á ferða- lögum eða í mannfagnaði. Gunnar hafði gott skopskyn og gaman af græskulausu gamni. Vafalaust munu þeir minnast þess lengi, er heyrðu hann á góðum stundum segja með sinum hætti sögur af afa sinum, þeim landsþekkta og sérstæða klerki sr. Brynjólfi i Ólafsvöllum. Gunnar Jónsson var hrein- skilinn í skiptum sínum við fólk og sagði meiningu sína þætti honum ástæða til, þótt öllum likaði ekki jafn vel. Talaði hann þá hvorki i hvíslingum né hirti um þjóðfélagsstöðu viðmælanda síns. Gunnar var ekki síður dreng- skaparmaður sem gott var að leita til, því að hann taldi ekki eftir sér að leysa vanda þess, er til hans leitaði, ætti hann þess nokkurn kost. Slíkir menn verða samferða- fólkinu jafnan minnisstæðir. Fyrir nokkrum árum kenndi Gunnar Jónsson þess sjúkdóms, er nú hefur lagt hann að velli. Var hann nokkrum sinnum svo þungt haldinn, að óvíst sýndist hvernig fara mundi, en jafnan komst hann það vel til heilsu, að hann hóf störf að nýju. Ungur að árum missti hann hægri höndina í slysi, en allan þennan mótgang lífsins bar hann möglunarlaust og af slíkri karlmennsku, að aðdáun hlaut að vekja. Eftirlifandi kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Fagurhólsmýri, var manni sínum góður lífsförunaut- ur og beztur þegar mest á reyndi. Þau voru hagsýn og samhent og hið myndarlega heimili þeirra að Skaftahlíð 16 bar smekkvísi þeirra órækast vitni. Gestum, sem að garði bar, var tekið með höfðingsskap og rausn. Eg flyt Guðrúnu. Alfred syni þeirra og öðrum aðstandendum Gunnars Jónssonar innilegustu samúðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar. Ég veit, að sam- starfsfólk hans tekur undir þær kveðjur um leið og honum er þökkuð samfylgdin og samstarfið. Þar er góður drengur genginn langt fyrir aldur fram. Einar Sverrisson. 1 dag er til moldar hor;nn frá Háteigskirkju i Reykjavík ounn- ar S. Jónsson, fulltrúi i fjármálaráðuneyti. Foreldrar hans voru merkishjónin Jón Brynjólfsson, bóndi að Ólafs- völlum á Skeiðum, og Guðríður Jóhannsdóttir, bæði komin af skaftfellskum kjarnaættum. Bjuggu þau þar rausnarbúi um langt árabii og þar ólst Gunnar upp og starfaði að itoi föður sins, unz hann brá búi og fjölskýldan fluttist til Reykja- víkur vorið 1948. I Reykjavik stundaði Gunnar ýms störf, en skömmu eftir komuna þangað varð hann fyrir mjög alvarlegu áfalli er hann, við vélavinnu, slasaðist og missti hægri hönd upp fyrir úlnlið, og síðar á ævinni varð hann fyrir öðru alvarlegu slysi. Vorið 1949 hóf Gunnar störf í fjármálaráðuneyti, framan af dyravörður, en sakir trúmennsku og samvizkusemi vann hann sig fljótlega upp og gerðist innan tiðar fulltrúi og skjalavörður ráðuneytisins og starfaði þar unz yfir lauk. Varð ég þess viða var, að menn höfðu orð á því, hversu góð regla væri á skjalasafni ráðu- neytisins. Nokkru eftir 1950 hóf Gunnar, í samvinnu við starfsfélaga sína i stjórnarráði, smíði sambýlishúss við Skaftahlíð. Vakti þá óskipta athygli og aðdáun dugnaður hans og verklagni, er hann, handar- vana, innti af hendi margs konar störf við smíði hússins. Var það og honum sjálfum mikil sálarheill, er hann fann sig þess umkominn að taka einnig þátt í líkamlegum störfum; honum fannst hann hafa sigrað lífið — og dauðann. Gunnar kom sér alls staðar frá- bærlega vel, á vettvangi starfs og í öllum skiptum við aðra menn. Hann var léttur í lund og þýður í viðmóti, og ég er þess fullviss, að hann átti engan óvildarmann. Fór því þó víðs fjarri, að honum væri skapfátt, þvi að mannlund hans átti hvassa brún, en hann beitti henni þannig að enginn firrtist við. Eitt dæmi af mörgum, um innri mann Gunnars, er framkoma hans og viðmót gagnvart háaldraðri og heilsutæpri tengda- móður, en henni reyndist hann jafnkosta bezta syni. Hún hefur dvalizt á heimili Gunnars og konu hans s.l. 9—10 ár. En þannig var Gunnar í allri framkomu. Til slíkra manna liggja gagnvegir, þeim er gott að kynnast og það er mannbætandi að blanda geði við þá. Gunnar átti þvi láni að fagna og eignast farsæla og góða konu, Guðrúnu Jónsdóttur frá Fagur- hólsmýri í Öræfum. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en kjörson- ur þeirra er Alfred W. Gunnars- son, mesti myndarpiltur, sem stundar gullsmíði og leiklist. Gunnar var heiisuhraustur lengst af ævi sinnar, en um rúm- lega tveggja ára skeið hafði hann kennt sér hjartameins, sem að lokum varð honum að aldurtila. Eftirlifandi konu Gunnars og öðrum ástvinum votta ég dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning hans. Kjartan Ragnars DILKAKJOT á gamla verðinu NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR NÝIR ÁVEXTIR PÁSKAEGG í úrvali Opið til kl. 10 í kvöld Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S 86-111, Vefnaðarv.d. S-86 113

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.