Morgunblaðið - 14.04.1976, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelEíKire
Sigurður
Gunnarsson þýddi
sem flóttafólk til ísraels. Óskar, sem
haföi gefið sig fram af frjálsum vílja við
að ræsa fram mýrarnar við Djúpavatn,
tók nú einnig þátt í vinberjatínslunni. Og
auðvitað geðjaðist honum betur að því
starfi.
Venjuiegast reyndi hann að haga þvi
svo til, að hann væri í návist Maríu. Hún
bar hina stóru körfu tígulega á höfðinu,
tíndi vínberjaklasana af mikilli fimi og
fleygði þeim í hana. Óskar bar sína körfu
á kviðnum eins og gamall
gigtarsjúklingur. Hann hafði alizt upp í
landi, þar sem vínber sáust aðeins í
Þessir kúrekar höfúu veriö aö spjalla saman
og sáu þá Indfána. — En allt í einu var sem
jörðin hefði glevpt hann. Þetta er felumvnd
og nú áttu að finna Indfánann.
búðum fyrir jólin. Og hann var
óneitanlega klaufskur við að tína hina
réttu klasa, miðað við Maríu, sem sá
strax, hvaða klasar voru fullþroskaðir og
vann allt svo leikandi létt. En stundum
nam María staðar, horfði til hans og
brosti, stundum dálítið glettnislega, og
hjálpaði honum til að fylla körfuna, svo
að þau gætu tæmt þær samtímis.
Því miður var María oft alvarleg og sorg-
bitinn. Þá var hún að hugsa um bróó-
ur sinn og skartgripinn, sem var það
eina, sem hún hafði erft eftir foreldra
sína. Raunar syrgði hún ekki afa sinn,
Móses. Hann var góður maður, sem lifði
langa ævi og dó saddur lífdaga. Þess
vegna fannst henni ekki rétt að syrgja
brottför hans. En María var nú farin að
hugsa mikið um nokkuð, sem hún þorði
ekki að segja neinum í fyrstu. Að
nokkrum dögum liðnum ákvað hún þó að
trúa Óskari fyrir leyndarmálinu.
Og svo var það eitt sinn í ofurlitlu
vinnuhléi, þegar Óskar hámaði í sig
vínber, eins og venjulega, því að hann
fékk aldrei nóg af þeim, að María sagði
við hann:
„Heldurðu, að nokkur heyri til okkar?“
„Nei áreiðanlega ekki.“
„Þú manst eftir honum Alí,
Arabadrengnum litla?“
„Já, þú getur nærri.“
„Finnst þér hann ekki ljós yfirlitum, —
miklu ljósari en Arababörn eru
yfirleitt?"
„Jú, — það má vel vera.“
„Veiztu nokkuð hvernig stendur á
því?“
„Nei, — hvernig ætti ég að vita það?“
„Hann er sonur bróður míns.“
Óskar starði á hana og var orðlaus af
undrun. En smám saman læddist sú
hugsun að honum, að ef til vill hefði
María orðið fyrir slöngubiti og truflazt
eitthvað um stund, — eða hafði hún
kannski fengið sólsting?
„Var ekki bróðir þinn í Noregi?"
spurði hann.
„Jú, en hve lengi var hann þar? Við
vitum ekkert um þaó. Hermennirnir fóru
með hann, og ef til vill hefur hann verið
sendur til útlanda. Ef til vill hefur hann
flúið hingað."
„En bróðir þinn var svo ungur?“
„Já, hann var aðeins ári eldri en ég. En
ef hann hefur nú farið til Arabíu, alizt
upp og lifað sem Arabi, — þá giftast þeir
svo agalega snemma, — sumir aðeins
fimmtán ára gamlir. Og þá getur Alí...
„Nei, Óskar sagði, að þetta gæti ekki
átt sér stað. „Þú mátt ekki trúa þessu,
María,“ bætti hann við, „það er hreinasta
fjarstæða."
Og þótt Maríu þætti það leitt og væri
ofurlítið sár við Óskar, varð hún smám
— Ástin mín, ef ég hefði vitað,
hvað jarðgöngin voru löng,
hefði ég kysst þig.
— Guð minn góður, varst það
ekki þú?
X
Litla dóttirin: — Hvers vegna
svngur pabbi svona mikið í
nótt?
Móöirin: — Hann er að reyna
að syngja litla bróður þinn I
svefn.
Dóttirin: — Ja, ef ég væri
litli bróðir, mvndi ég þvkjast
vera sofnaður.
X
Lítill drengur: — Hvað verð
ég lengi að verða svo gamall, að
ég megi gera allt, sem mig
langar til?
Gamall maður: — Ég veit það
ekki, drengur minn. Enginn
hefur ennþá lifað svo lengi.
— Þú virðist svo áhyggju-
fullur. Um hvað ertu að hugsa?
— Framtíðina.
— Hvað kemur til, að þú lít-
ur á hana svona svörtum aug-
um?
— Fortíðin.
X
Ungfrúin: — Það hlýtur að
vera dásamlegt að vera fallhlíf-
arstökkvari að atvinnu, en samt
geri ég ráð fyrir að þið kömizt
oft I mikinn vanda.
Fallhlífarstökkvarinn: — Já,
stundum komumst við I hræði-
legan vanda. Til dæmis kom ég
eitt sinn niður I garð, þar sem
var stórt skilti, sem á var
skrifað: Stranglega bannað að
ganga á grasinu.
X
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
44
Hún snerist snöggt á hæli og
þau út úr salnum.
Mareel leit um öxl og fvigdist
með henni. Síðan stóð hann upp
og gekk I áttína til Davids.
— David. sagði hann. — Ef þú
ert reiðubúinn skal ég koma út á
veröndina eftir fimm mlnútur.
David gekk eftir göngunum,
breiðum og fa*lur hans sukku í
mjúk teppi. Hann vissi ekki hvert
hann var að stefna með þessu tali.
Eitthvað var f gerjun, á því lék
ekki nokkur minnsti vafi lengur.
Það eina sem olli honum veru-
legu hugarangri var hversu ráð-
villtur hann var og vissi ekki
hvaðan hann átti að búast við
áhlaupinu.
Dyrnar inn í listaverkaher-
bergið voru opnar. Hann gekk út
á veröndina til að bíða. Garðarnir
lágu fyrir fótum hans, jafn vel
ennfegurri í na-turbirtunni. Ljós-
ker í blómaheðunum settu ævin:
týralegan svip á garðinn. Hann
gekk fram og aftur um veröndina,
hinkraði síðan við og hlustaði á
hljóð næturinnar. Þetta var
andartakíð áður en rannsóknin
hefst fyrir alvöru hugsaði hann
með sér og hann var staðráðinn í
að reyna að draga réttar ályktanir
og þó kannski umfram allt að
reyna að bera fram réttar spurn-
ingar.
— David!
Marcel hlaut að hafa komið
aðra leið þvt að hann stóð fyrir
neðan veröndina og benti honum
að ganga niður þrepin.
— Komdu hérna með mér,
kallaði hann.
Hann var brosandi. Seinna átti
David eftir að sjá þetta bros fyrir
sér lengi.
Hann var kominn til hálfs
niður þrepin þegar kúlan hitti
hann. Hún kom úr áttinni að baki
Marcel — úr skuggunum sem
teygðu sig í garðinum. Hún fór I
handlegg hans, gegnum jakkann
hans og hann hugsaði hálfsljór að
nú væri hann búinn að eyðileggja
fötin sfn. Krafturinn var svo of-
boðslegur að hann skall framyfir
sig. Ahorfandi hefði mátt ætla að
hann væri dáinn. Og sem hann
skall niður hugsari hann með sér:
— Jæja, þá er þessu lokið og sér
til undrunar fann hann til óum-
ræðilegs léttis.
Eins og f draumi þóttist hann
skynja raddir í kringum sig og
áhvggjufull andlit sem horfðu á
hann. Hann hafði reynt að rfsa á
fa'tur og hann fann sterka arma
grfpa um sig og hann var hálfveg-
is borinn inn og einhver var að
hella upp í hann koníaki. Við hlið
hans sat maður sem var að skera
burt jakkaermina og sú sjón sem
blasti við þegar fötin voru fjar-
lægð gerði að verkum að David
rétti glasið fram aftur og bað um
mcira.
— Hvernig Iíður yður? Það var
vinur hans vfnyrkjubóndinn sem
bætti f glasið. David gramdist að
hann skyldi ekki muna nafn
mannsins.
— Skínandi vel! sagði hann og
rödd hans brast og hann reyndi að
ræskja sig.
— Að minnsta kosti eins vel og
hægt er að búast við, sagði hann.
Maðurinn sem sagt hjá honum
brosti vinalega til hans.
— Ja, það er engin voðalegur
skaði skeður, sem betur fer. Við
búum um þetta. Og þarna kemur
Nicole með töskuna mfna. Þökk
fyrir, góða mfn.
Náföl birtist Nicole í dvragætt-
inni og rétti læknistöskuna til
mannsins. Hún leit skelfingu lost-
in á Davíd og hraðaðí sér aftur á
braut.
Læknirinn opnaði töskuna,
þvoði sér sfðan vel og vandlega
um hendurnar og fór að taka
fram ta'ki sín, rólegur og ábyrgur
f fasi.
— Þér eruð einn gestanna, var
það ekki? spurði David.
— Öldungis rétt.
— Það er svei mér heppilegt
fvrir mig. Mig minnti þér væruð
bankastjóri, sagði David.
— Ekki veit ég hvort mér á að
finnast þetta lof eða last, sagði
maðurinn. — Finnst yður ég
svona auðmannsiegur og yfir-
boðslegur.
— Nei, ég átti ekki við það. Ég
held ég kunni ágætlega við yður
sem lækni.
David átti erfitt um mál og
kvaiirnar í hendinni vöktu með
honum ólýsanlega vanlfðan.
— Hvar er Marcel.
— Hann fór að leita að þeim
sem skaut.
— Aldrei hef ég vitað meiri
vitleysu á allri minni Iffsfæddu
ævi, sagði vínyrkjubóndinn full-
ur vandlætingar. — Að vera úti
að skjóta á þessum tfma sólar-
hrings og svona rétt upp við
húsið. Fólk sem getur ekki þolað
vfn á ekki að smakka það og ætti
alls ekki að hafa byssuleyfi. Það
var svei mér heppni að ekki fór
verr.
Svo að það var sagan. Slvsaskot
í myrkri. Einhver sem hafði
fengið einum of mikiö að drekka
og fundið hjá sér hvöt til að fara
út að skjóta og svo munar
minnstu að hann drepi blessaðan
Englendinginn af slvsnl. Við
hverju hafði hann svo sem búist?
Hvað áttu þau að segja? En þetta
þýddi þar með að ekki yrði reynt