Morgunblaðið - 14.04.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1976
31
Hœttir við þátttöku
í NM vegna vals
Halldórs í landsliðið
t blaðinu I gær var skýrt frá
vali fslenzka júdólandsliðsins
sem keppa skal á Norðurlanda-
meistaramótinu I Svíþjóð. Eftir
að valið var birt hefur það svo
gerst að tveir landsliðsmann-
anna. Gunnar Guðmundsson og
Ómar Sigurðsson, hafa dregið
sig til baka og munu ekki taka
þátt í Norðurlandamótinu.
Ástæðan er sú, að Gunnar var
ekki valinn aðalmaður í sinn
þyngdarflokk á mótinu og Óm-
ar valinn varamaður. Þeir fé-
lagar sem báðir eru úr Keflavík
urðu I fyrsta og öðru sæti á
Íslandsmótinu á dögunum I
léttmillivigtarflokknum, en sá
er varð þar I þriðja sæti, Hall-
dór Guðbjörnsson, var hins veg-
ar valinn aðalmaður f þessum
þyngdarflokki og á að taka þátt
f sveitakeppninni á Norður-
landamótinu.
Þá hefur Gunnar Guðmunds-
son einnig hafnað verðlaunum
sem fylgdu Íslandsmeistaratitl-
inum.
1 léttvigtinni þar sem sendir
verða tveir keppendur til þátt-
töku verður sá er varð f öðru
sæti á islandsmótinu, Jóhannes
Gunnar Guðmundsson.
Haraldsson úr Grindavfk, aðal-
maður I íslenzku sveitinni, en
Íslandsmeistarinn, Sigurður
Pálsson verður sem annar
keppandi. Hefur hann ekki
mótnælt ákvörðun landsliðs-
þjálfarans I þessum efnum.
Það var Naoki Murata, hinn
japanski þjálfari landsliðsins,
sem valdi liðið sem fer á Norð-
urlandamótið, og er ekki
ósennilegt að val hans hafi
nokkuð mótast af þvf að bæði
Jóhannes og Halldór eru mjög
keppnisreyndir júdómenn.
Tekst unglmgimum að
komast í lokakeppnina?
— leika við Luxemburg í
UEFA-keppninni í kvöld
Þórsigraði í2. deildkvenna
Urslitakeppnin I 2. deild
kvennahandboltans fór fram á
Akureyri um helgina, og lauk
með sigri Þórs frá Akureyri. Hin
félögin, sem unnu sér rétt til að
leika I úrslitunum voru Ilaukar
úr Ilafnarfirði og Ungmenna-
félag Njarðvfkur.
Fyrsti leikurinn í úrslitakeppn-
inni var á milli Þórs og UMFN.
Þór sigraði eftir jafna baráttu
með 17 mörkum gegn 15. Þá átt-
ust sunnanliðin við og sigruðu
Haukarnir með 10 gegn 8. Það var
því hreinn úrslitaleikur á sunnu-
dag milli Þórs og Hauka. Nokkuð
á óvart kom að Þórsstúlkurnar
höfðu allan tímann töglin og
hagldirnar í leiknum og sigruðu
örugglega með 13 mörkum gegn
10.
Úrslitin i 2. deild koma nokkuð
á óvart þar sem flestir álitu að
Haukarnir hefðu sterkasta liðinu
á að skipa, en annað kom sem sé á
daginn. Þór er ekki nýgræðingur í
1. deild kvenna, því þar lék liðið
fyrir tveimur árum.
Júgóslavneska handknattleiks-
liðið Partizan Bjelovar marði sig-
ur vfir gestgjöfum sinum, Val, í
leik sem fram fór á Akranesi 1
fvrrakvöld. Urðu úrslit leiksins
22—21 sigur Júgóslavanna, eftir
að staðan hafði verið 13—10 fyrir
Val í hálfleik.
Valsmenn tóku strax forystu i
leiknum á Akranesi og voru betri
aðilinn allan fyrri hálfleikinn.
Vakti það þá athygli að Jón Breið-
fjörð Ólafsson varði vitakast frá
Horvant, en sá kappi er þekktur
fyrir annað en misheppnuð vita-
skot.
í seinni hálfleik tókst Partizan
fljótlega að jafna og siðan ná
þriggja marka forystu, en Vals-
menn gáfu ekki upp baráttuna og
tókst að minnla muninn niður í
eitt mark fyrir leikslok, og mega
þeir vissulega vel við þessi úrslit
una.
Jón Karlsson og Bjarni Guð-
mundsson voru atkvæðamestir i
liði Vals, en í heild lék Valsliðið
þennan leik með ágætum.
íslenzka unglingalandsliðið sem mætir Luxemburg 1 kvöld ásamt þjálfara sfnum, Theodór Guðmunds-
syni, Lárusi Loftssyni og Tony Knapp
ANNAÐ kvöld fer fram á Mela-
vellinum fyrsti stórleikur ársins,
en það er landsleikur Islands og
Luxemburgar og eru liðin skipuð
leikmönnum 16—18 ára.
Þessi leikur er siðari leikur lið-
anna i Evrópukeppni unglinga,
en þeim fyrri, sem fram fór í
Luxemburg á s.l. hausti, lauk með
Islenskum sigri 1—0. Takist
íslendingum, að sigra eða gera
jafntefli vinna þeir sér rétt til að
taka þátt í úrslitakeppninni, sem
fram fer i Ungverjalandi í maí
n.k. — Það er því ekki lítið i húfi
fyrir íslensku piltana, enda hafa
þeir æft vel að undanförnu.
Það eru þeir Lárus Loftsson og
Theodór Guðmundsson, sem hafa
Sigurvegarar Þórs I 2. deild kvenna: Aftari röð frá vinstri: Aðalsteinn Sigurgeirsson, þjálfari, Aðalbjörg
Ólafsdóttir, Anna Gréta Halldórsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Sofffa Hermannsdóttir. Fremri röð frá
vinstri: Sólveig Sigurgeirsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Ásta Pálmadóttir, Magnea Friðriksdóttir og
Harpa Sigurðardóttir.
haft veg og vanda af þjálfun og
vali íslenska liðsins, allt þar til nú
fyrir nokkrum dögum, að hinn
nýráðni landsliðsþjálfari Tony
Knapp kom til samstarfs við þá.
— Hópurinn, sem við höfum
valið til að taka þátt í þessum leik,
er að mestu hinn sami og í fyrra,
sagði Lárus Loftsson, en liðið er
skipað leikmönnum sem eru
fæddir eftir 1. ágúst 1957.
— Við hófum æfingar 19. jan.
og æfðum fyrst einu sinni í viku,
en bættum síðan æfingaleik við.
— Það hefur verið mjög vel
mætt á æfingar og mikill hugur í
strákunum og samstarfið við þá
og félög þeirra, hefur verið eins
og best verður á kosið. Ég er því
bjartsýnn á að við náum hagstæð-
um úrslitum að þessu sinni, enda
mikið í húfi fyrir okkur.
— Úrslitakeppnin fer fram i
Ungverjalandi og hefst 26. maí og
þangað stefnum við, þar sem 16 af
bestu unglingaliðum Evrópu
mæta, en til þess að það takist,
verðum við að sigra eða gera
a.m.k. jafntefli. Það er því mikill
stuðningur við okkur, ef fólk f jöl-
mennir á völlinn og hvetur lið
okkar til sigurs.
— I íslenska unglingaliðinu eru
margir leikmenn, sem þegar hafa
tryggt sér fast sæti í meistara-
flokki sins félags, þrátt fyrir ung-
an aldur. Einn þeirra er hinn
kunni markvörður Þróttar, Jón
Þorbjörnsson. Hann er án efa
efnilegasti markvörður okkar i
dag, enda átti hann sinn þátt i að
félag hans endurheimti sæti í 1.
deild á s.l. ári.
Jón hefur flesta unglingalands-
Jón Þorbjörnsson — reyndasti
leikmaður fslenzka liðsins
leiki að baki af félögum sínum í
liðinu 1 dag. Aðeins 15 ára var
hann varamaður i unglingalands-
liðinu árið 1973, sem komst i úr-
slitakeppnina, sem fór fram í
Sviþjóð það ár. Arið 1974 er hann
valinn aðalmarkvörður og síðan
hefur enginn ógnað sæti hans.
— Ég álít lið okkar í dag mjög
gott, sagði Jón, enda er liðsandinn
góður. Ég tel að liðið sé svipað að
styrkleika og liðið árið 1973 og
mun sterkara en liðið frá 1974.
— Við unnum verðskuldaðan
sigur i Luxemburg í fyrra og við
erum ákveðnir i að endurtaka það
nú, en til þess þurfum við á aðstoð
áhorfenda að halda og ég vona að
menn fjölmenni á völlinn. Lið
Luxemborgar er skipað góðum
leikmönnum, svo ég er viss um að
um jafnan og skemmtilegan leik
verður að ræða.
Eins og áður segir hefst leikur-
inn kl. 20.00 annað kvöld og
verður leikið í ljósum á Mela-
vellinum. Dómari er frá Skot-
landi, en linuverðir eru Islenskir.
Víðavangshlaup ÍR
Vfðavangshlaup ÍR fer fram í
61. sinn á sumardaginn fvrsta,
22. aprfl n.k.
Hlaupin verður svipuð leið
og 1 hátfðarhlaupinu f fvrra.
Hlaupið mun hefjast við Skot-
húsveginn, vestan mið-
tjarnarinnar og sfðan verður
hlaupið suður f Vatnsmýri og
til haka og mun hlaupinu Ijúka
f Austurstræti, við Landshank-
ann á horni Pósthússtrætis og
Austurstrætis. Verður hlaupið
örlftið styttra f Austurstrætinu
en gert var f fvrra, og er það
gert til þess að koma f veg fvrir
að hlaupararnir detti um brún
þá er göngugatan er mörkuð
með.
Þátttökutilkvnningar f hlaup-
ið þurfa að berast til Guðmund-
ar Þórarinssonar, þjálfara lR,
Baldursgötu 6, sími 12473, eigi
sfðar en 19. aprfl n.k.
Keppnin er einstaklings-
keppni karla og kvenna, auk
sveitakeppni þeirra og verður
keppt milli 3ja, 5 og 10 manna
sveita karla, þriggja manna
sveita kvenna, auk elztu fimm
manna sveitar karla.
Partizan marði
Val með eim marki