Morgunblaðið - 14.04.1976, Side 32

Morgunblaðið - 14.04.1976, Side 32
\k;lVsiní;asíminn er: 22480 AUGLVSINGASIMINN ER: 22480 jnarsxmlilatiij) Jötunn verð- áfram á ur Laugalandi ÁKVEÐIÐ hefur verið að stóri horinn Jötunn verði kyrr um sinn á Laugalandi f Evjafirði eða þar til lokið verður við að bora þriðju hitavatnsholuna þar. Allt kapp verður lagt á að hraða borun hol- unnar, en talið er að það taki einar fimm vikur. Gunnar Thoroddsen orkumála- ráðherra sagði f samtali við Morg- unblaðið f gærkvöldi, að ákvörð- un um þetta hefði verið tekin f ga-r. Talið væri að borun þriðju holunnar á Laugalandi tæki einar 5—6 vikur, en áherzla vrði lögð á að nýta borinn sem bezt á þessum tfma. Reynt vrði að bora á vöktum allan sólarhringinn og nú væri unnið að því að það mætti takast. Orkumálaráðherra sagði, að þegar borun yrði lokið á Lauga- landi yrði Jötunn fiuttur inn að Kröflu. Framhald á bls. 18 Viðbótartekjuskallurinn: Spariskír- teinin koma eftir páska FLJÓTLEGA eftir páska mun ríkissjóður gefa út sérstök spariskírteini til handa þeim skattgreiðendum, sem þurftu að greiða 4% viðbótartekju- skatt á s.l. ári. En það þurftu allir að gera sem höfðu vissar viðmiðunartekjur. Eftir þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun viðbótartekjuskatturinn hafa gefið ríkissjóði 230—250 milljónir króna. Þetta fé á síðar að endurgreiðast og er tryggt með 4% vöxtum og framfærsluvísitölu. 16 skipbrots- menn á ísn- um vestur af Jan Mayen Norski selfangarinn Nortuna frá Tromsö sökk f gær f ísnum milli Jan Mayen og Grænlands. ís á þessum slóðum er mjög mikill og þrýsti hann svo að skipinu að gat kom á það og sökk það nokkru sfðar. Skipið hafði samband við björgunarmiðstöðina f Tromsö, sem sfðan hafði samband við Slysavarnafélag íslands. Sam- kvæmt frétt NTB-fréttastofunnar er sextán manna áhöfn á Nortuna og dvaldi hún á fsnum f nótt. Ætlaði skipshöfnin að freista þess að ganga f átt að selfangaranum Harmöv sem er 15 mílum sunnar. Björgunarvél frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og dönsk flugvél frá Grænlandi flugu yfir skipbrotsmennina í gærkvöldi og köstuðu niður til þeirra birgðum. í morgun átti Herkules-vél frá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli að fljúga yfir svæðið aftur og reyna að leiðbeina skipbrots- mönnum í átt að Harmöy. Skipbrotsmenn eru vel búnir og eru með senditæki með sér. Voru þeir í sambandi við Harmöy í gær- kvöldi og Slv<:avarnafélag íslands var síðan í sambandi við Harmöy gegnum Siglufjarðarradíó fram í myrkur. MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 Niðurstaða fundar fiskifræðinga í Kaupmannahöfn: ... Það er oft mikil þröng í innsiglingunni í Grindavík er bátarnir koma til hafnar. Friðþjófur tók þessa mynd af Áskeli ÞH og Þorsteini RE er þeir komu að landi í hríðarmuggunni í fyrradag. „Sóknin í íslenzka þorskstofninn 5 sinnum meiri en æskilegt er” MÖRGUM þótti svarta skýrslan um ástand þorsk- stofnsins ljót, en þrátt fyrir það hefur takmörkun á þorskveiðum netabáta ekki verið beitt yfir pásk- ana og kemur þar margt til. Á undirbúningsfundi fiskifræðinga í Kaup- mannahöfn á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðs- - ins fyrir nokkrum dögum um ástand allra fiskstofna í N-Atlantshafi kemur fram „að sóknin í íslenzka þorsk- stofninn sé 5 sinnum meiri en æskilegt sé“. Jakob Jakobss. fiskifræð- ingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að á þessum undirbúningsfundi hefði verið samin skýrsla til aó leggja fram á fundi Norðaustur-Atlantshafsfisk nefndarinnar sem hæfist í Kaupmannahöfn skömmu eftir páska. Mest af því sem í skýrslunni stæði væri trúnaðarmál fram að fundinum. Hins vegar hefði komið fram á undir- búningsfundinum í Kaup- mannahöfn, að á nokkrum stöðum eins og t.d. í Norðursjó hefðu verið settar aflatakmarkanir, með því að hvert land fékk ákveðinn kvóta við veiðar á þorski. Kvótinn sem ákveð- Vængir hætta starf- semi 1. maí n.k. STJÓRN Flugfélagsins Vængja ákvað á fundi f gær að hætta starfsemi frá og með 1. maí næst- komandi og hættir flugfélagið vörumótttöku frá og með degin- um f dag. Hreinn Hauksson, stjórnarfor- maður Vængja, sagði i samtali við Stálu fermingarpen- ingum sgstur sinnar Tveir bræður rúmlega tví- tugir að aldri stálu mikilli pen- ingaupphæð, sem systur þeirra hafði verið gefið í fermingar- gjöf í gær. Systir piltanna var fermd á sunnudaginn og geymdi hún peningana í skatt- hoii sem hún á. Hún brá sér að heiman í gær og þá notuðu bræður hennar tækifærið og brutu upp skattholið. Fóru þeir síðan niður í bæ og er þeir fundust í gærkvöldi sátu þeir að sumbli á einum veitingastað borgarinnar. Faðir þeirra kærði verknaðinn og er lögregl- an náði þeim voru þeir að mestu búnir að eyða fénu. Morgunblaðið í gærkvöldi, að ali- ar likur væru á, að Vængir hættu algjörlega starfsemi. Bæði væri það vegna þess, að samningar við flugmenn félagsins hefðu ekki tekizt, en einnig kæmu fleiri mál inn í myndina. Því hefði stjórn félagsins ákveðið að hætta starf- semi frá og með 1. maí að telja að öllu óbreyttu, og frá og með deg- inum í dag yrði hætt að taka á móti vörum. Sagði Hreinn að hluthafa- fundur yrði kallaður saman strax eftir páska og réði hann úrslitum um hvað gert yrði, en eðlilega væru mörg sjónarmið á lofti. Vængir fljúga nú til 12 staða á landinu og á síðastliðnu ári flutti félagið um 36 þúsund farþega. Það á nú tvær Twin Otter- skrúfuþotur og eina Islander-vél. inn hefði verið hefði verið það hár, að ekki hefði tek- izt að fiska upp í hann og sýndi þetta bezt hve mikil hjálp væri í alþjóðlegum ráðstöfunum á þessu sviði. Fiskifræðingar vildu tak- marka aflann miklu meira en samkomulag þjóðanna gerði ráð fyrir. Þá sagði Jakob, að sér- staklega hefði verið fjallað um íslenzka þorkstofninn. Útreikningar fiskifræðing- anna væru fullkomlega í samræmi við það sem nefnt væri í svörtu skýrslunni, a.m.k. væru nýjustu út- reikningar ekki betri en nefnt er þar. Á einum stað segöi t.d. „að sóknar- þunginn í íslenzka þorsk- stofninn væri fimm sinn- um meiri en æskilegt væri“. Guðmundur heldur forystu í Las Palmas GUÐMUNDUR Sigurjónsson, stórmeistari, gerói jafntefli við Rúmenann Florin Ghe- orghiu f 22 ieikjum á skákmót- inu f Las Palmas í gærkvöldi. Geller frá Sovétrfkjunum gerði einnig jafntefli, við Rogoff frá Bandarfkjunum. Að átta umferðum loknum eru Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.