Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1976 ,Vantar sérfræðinga til að ráðleggja okkur hvað gera skal” — segir Sigurður í Skogum „ÞAÐ hefur mikið sjatnað i Skógakílnum og nú bíðum við bara eftir sérfræðingum hingað til að ráðleggja okkur um það hvað gera skal,“ sagði Sigurður Björnsson f Skógum I Öxarfirði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann (gær. Sigurður sagði að ekki hefði Böðunarmálið: Sendinefnd fer suður NIÐURSTAÐA hins langa fundar um böðunarmálið á Blönduósi, sem haldinn var í fyrrakvöld, varð sú að senda nefnd manna til Reykjavíkur. Voru þrír menn valdir til fararinnar og munu þeir ræða við yfirvöld um það með hverjum hætti verði komið við böðun á fé Björns bónda Páls- sonar á Löngumýri. Atti nefndin að fara suður í dag. 15 daga gæzluvarðhald EINS og fram kom í Mbl. á sunnu- daginn, hafði 14 ára stúlka kært nauðgun til rannsóknarlögregl- unnar daginn áður. Síðdegis á laugardag var tvítugur piltur handtekinn vegna þessa máls og var hann síðan úrskurðaður í allt að 15 daga gæzluvarðhaid. Mál þetta er enn í rannsókn. Sherlock Holmes mæt- ir til leiks GLÆNÝ myndasaga um Sherloek Holmes og ævintýri hans hefst í blaðinu í dag. Fyrsta sagan um þennan frægasta leynilögreglumann bókmenntanna er heldur ekki af lakari endanum: Það er sem sagt sagan um Baskerville-hundinn. Við hleypum henni af stokkunum með ríflegum skammti á bls. 23 í dag, en síðan verður henni fram haldið á myndasögusíð- unni. verið beðið formlega um sérfræð- inga norður, en nauðsynlegt væri að fá þangað vatnafræðing eða annan slíkan. Nauðsynlegt væri að gera einhverjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að tjón hlytist af þegar vatn rynni úr Jökulsá í Skógakflinn í flóðum og helzt þyrfti að gera þetta áður en næsta flóð kæmi. Sauðburður væri framundan og því mikið í húfi. Sem fyrr segir hefur mjög sjatnað í kílnum og er orðið gengt í fjárhúsin að Skógum og fé er þar geymt. Hins vegar sagði Sig- urður að flóðið á dögunum hefði valdið miklum spjöllum í kring- um útihúsin og væri þar eins um- horfs og í eldgíg. Brezkaútgerðin við Island: Rýr afli og botn- laust tap TOGARARNIR tveir, sem Jón Olgeirsson sagði í Mbl. í gær að væru væntanlegir til lönd- unar í Hull f gær, hvor með 40 tonn, seldu fyrir 12 til 13 þús- und sterlingspund hvor. Þýðir það að tap á útgerð þessara togara er önnur eins upphæð, þar sem veiðiferð togara sem þessara kostar um 25 þúsund pund. Hver dagur kostar 1.200 pund og skipin hafa verið um 3 vikur f veiðiferð. Samkvæmt upplýsingum úr brezku blaði, er búizt við því að tap brezkrar togaraútgerðar á þessu ári verði um 5,5 milljónir sterlingspunda, en það er rúmlega 1,8 milljarðar íslenzkra króna. Hefur brezki fiskiðnaðurinn reynt að fá fjárhagsaðstoð og höfðað til ríkisvaldsins um aðstoð tneð því að benda á aukið atvinnu- leysi samfara tapútgerðinni og því að útgerðarmenn gæfust upp. Jón Olgeirsson sagði i gær, að Ross Revenge, sem er gamli Freyr, hefði i gær selt i Grimsby 140 tonn, sem togarinn fékk í Hvíta hafinu. Seldi togarinn fyrir 42 þúsund pund. Á morgun eru væntan- legir til löndunar af Islands- miðum Aldershot með aðeins 45 tonn og einnig eru væntan- legir Ross Ramillies og Northern Gift með 75 tonn hvor. Eru þeir einnig að koma Framhald á bls. 18 Saga úr banka: Sýndu yfir- litið og fengu hefti RANNSÓKNARLÖGREGLAN hafði í sfðustu viku upp á tveimur ungum piltum, sem höfðu stundað ávfsanafals. Höfðu þeir gefið út 6 falskar ávfsanir að upp- hæð tæpar 30 þúsundir þegar þeir náðust. Þetta væri ekki í frásögu færandi, ef þeir hefðu ekki kom- izt yfir heftið á nokkuð sérstæðan hátt. Piltarnir tveir voru að sniglast í blokk i Breiðholti. Sáu þeir í póstkassa bréf með bréf- haus banka i borginni. Stálu þeir bréfinu í von um að þar væri eitthvað fémætt að finna. En svo var ekki. í því var aðeins yfirlit um ávísananreikning, sem bank- inn hafði sent eiganda hans. En piltarnir gátu gert sér mat úr þessu, þótt furðulegt megi teljast. Hringdu þeir í bankann, og spurðu hvort þeir gætu fengið ávísanahefti út á yfirlitið. Það var auðsótt mál, piltarnir þurftu að- eins að koma í bankann. Fóru þeir þangað og óskuðu eftir heft-i. Þegar þeir höfðu fengið heftið út á yfirlitið kom babb i bátinn. Þeir áttu ekki þær 150 krónur, sem heftið kostaði. En þvi var snar- lega kippt i lag af starfsfólki bankans, millifærslunóta skrifuð og 150 krónurnar dregnar af reikningnum. Héldu piltarnir út glaðir í bragði og hófu útgáfu falskra ávísana. Flugmenn Vængja hafa stofnað nýtt flugfélag segir f tilkynningu frá flugmönn- unum. Kom það fram á fundin- um, að það er hugmvnd flug- mannanna að hið nýja félag kaupi flugvélar Vængja, en for- ráðamenn þess félags hafa látið að því liggja að starfseminni verði hætt hinn 1. maí n.k. og vélar þess seldar. Ef vélar Vængja verði ekki falar, verði leitað eftir hentugum vélum annars staðar. Muni hið nýja félag sfðan taka upp fiug til þeirra staða, sem Vængir hafa nú einkalevfi á og sögðu flug- mennirnir á fundinum í gær að þeir hefðu fengið vilyrði hjá sam- gönguráðherra fyrir fluglevfun- um, ef Vængir hættu starf- seminni. Eftirfarandi fréttatilkynning var lögð fram á fundinum í gær: „Þar sem Vængir hf. hafa ákveðið að leggja niður starfsemi sína hafa flugmenn Vængja Framhald á bls. 18 FLUGMENN hjá Flugfélaginu Vængjum hf. boðuðu blaðamenn á sinn fund f gær. Á þessum fundi tilkvnntu þeir stofnun nýs flug- félags „með þvf markmiði að við- halda þeirri sjálfsögðu þjónustu í samgöngumálum, sem hverju byggðarlagi er nauðsyn", eins og Nokkrir af stofnendum hins nýja flugfélags við eina af Twin Otter vélum Vængja. Haraldur Blöndal og Hilmar Foss virða fvrir sér eina af bókunum á uppboðinu. Fágætar bækur úr safni Bjarna Guð- mundssonar á uppbo® LISTMUNAUPPBOÐ Sigurðar Benediktssonar hf efnir til bókauppboðs f ráðstefnusal Hótel Loftleiða mánudaginn 3. maf klukkan 17. Á boðstólum verður alls 81 númer og eru bækurnar allar úr safni Bjarna heitins Guðmundssonar blaða- fulltrúa en hann var að sögn forráðamanna uppboðsins ötull og vandlátur bókasafnari. Er ráðgert að á næstunni verði haldin fjögur uppboð á bókum úr safni Bjarna. Verður það næsta haldið þriðjudaginn 25. maf og hið þriðja f september. Bækurnar, sem boðnar verða upp á mánudaginn, verða til sýnis á Hótel Vfk sunnudaginn 2. maí frá kl. 10—12 og 14—18. Þeir Hilmar Foss og Harald- ur Blöndal gerðu fréttamönn- um grein fyrir þeim bókum, sem verða á uppboðinu á mánu- daginn. Þeir vildu vekja sér- Framhald á bls. 18 Traustið ekki endur- heimt í einni svipan — segir Bjarni Jakobsson einn bankaráðsmanna Alþýðubankans „ÞAÐ er Ijóst að við eigum langt og erfitt starf fyrir hönd um og ég vona að okkur farnist sem bezt í þvf starfi," sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, en hann var einn þeirra, sem kjörinn var f hið nýja bankaráð Alþýðubankans. Bjarni sagði að allt bankaráðið gerði sér grein fyrir þvf, að það álit og traust, sem Alþýðubankinn naut hér áður, verður ekki endurheimt f einni svipan, en takmark bankaráðsins kvað hann vera að gera bankann að banka hins almenna launþega — þangað sem hann gæti ávallt leitað. Bjarni Jakobsson sagði að bankaráðið hefði aðeins hitzt einu sinni og þar hefði það skipt með sér verkum. Fyrsta verkefni okkar verður að sjá um innheimtu á þeim hlutafjár- loforðum, sem fyrir liggja en aðeins kvað hann 5 milljónir hafa innheimzt af 15, sem lofað hefði verið. Þessi hlutafjárlof- orð eru hluti 60 milljón króna hlutafjárútboðs. Hann kvað nokkur stéttarfélög hafa gefið vilyrði fyrir því að þau ykju hlutafé sitt. Samkvæmt þessu munu hlutabréf verða til sölu í Alþýðubankanum á næstunni. Bjarni Jakobsson. Viðtalsþáttur við Solsjenitsyn of dýr fyrir sjónvarp EINS og fram hefur komið f Mbl. var í vetur fluttur viðtalsþáttur við sovézka rithöfundinn Alex- ander Solsjenitsvn í sjónvarpi í Bretlandi. Vakti þáttur þessi mikla athygli vegna skörulegs málflutnings hins sovézka rithöf- undar. Islenzka sjónvarpið hafði áhuga á því að kaupa þáttinn til sýningar hér á landi og spurðist fyrir um það f Bretlandi. Að sögn Péturs Guðfinnssonar fram- kvæmdastjóra sjónvarpsins, reyndist þátturinn mjög dýr í innkaupi. Átti sjónvarpið að greiða 1000 sterlingspund eða 350 þúsund krónur fslenzkrar fyrir eina sýningu, en það er langt fyrir ofan það verð, sem venju- lega er greitt fyrir þætti sem þessa. Var þvf hætt við kaupin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.