Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1976 Stofnlánadeild landbúnaðar: Ráðstöfun lánsfjár til landbúnaðar 1976 Fyrirspurnir og svör á Alþingi Ólafur B. Óskarsson (S) 2. vara- þingmaður Sjálfstæðisfl. á Norðurlandi vestra, sem nú situr á Alþingi í fjarveru Eyjðlfs K. Jónssonar sem situr hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, talaði í gær fyrir eftirfarandi fyrirspurnum sínum til land- búnaðarráðherra, varðandi lána- mál landbúnaðarins: % 1. Hve mikið fjármagn fær Stofnlánadeild landbúnaðarins til ráðstöfunar á árinu 1976? • 2. Hvaða flokkar framkvæmda verða látnir sitja á hakanum um lánveitingar, ef ráðstöfunarfé Stofnlánadeildar nægir ekki? • 3. Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að auðvelda ungu fólki að hefja búskap? Lagði þingmaðurinn áherzlu á, með tilliti til erfiðs efnahags- ástands, og þar af leiðandi rýrari lánsfjármöguleika, að fram- kvæmdir I landbúnaði, sem sækja eftir lánsfjármagni, yrðu flokkaðar og metnar með það fyrir augum, að hið takmarkaða fjármagn yrði nýtt til aukinnar hagkvæmni og framkvæmda- stjórnunar á tilteknum svæðum. Mjög miklar umræður urðu um fyrirspurnina og tóku til máls, auk landbúnaðarráðherra, Helgi F. Seljan (K), Páll Pétursson (F), Pálmi Jónsson (S), og Tómas Arnason (F). Málefnalegur ágreiningur var ekki í máli þingmanna en fram kom hjá Pálma Jónssyni (S), að hámarkslán Stofnlánadeildar landbúnaðar væri nú miðað við Alþingi í gær: Veiðiheimildir Norðmanna og Færeyinga Þau vóru naumast á dagskrá Alþingis hin stóru málin I gær, heldur var deilt um smærri dægurmál, sem öll gegna þó slnu hlutverki I samspili þjóð- félagsins. Hér fcr á eftir ör- stutt yfirlit um dagskrármál- in: • Samþykkt var að taka þrjú þingmál til einnar umræðu: 1) þingsályktun um heim- ildir Færeyinga til fisk- veiða innan fiskveiðiland- helgi, 2) samkomulag um takmarkaðar veiðar Norð- manna innan fiskveiðiland- helginnar og 3) um bænda- skólann að Hólum í Hjaita- dal, sem verður 100 ára 1982. • Þingsályktunartillaga Sig- urlaugar Bjarnadóttur (S) o.fl. um úttekt á fjárhagsað- stöðu hafnarsjóðs vjr vísað til fjárveitinganefndar. • Guðmundur H. Garðarsson (S) mælti fyrir þingsálykt- un um auglýsingar erlendra fyrirtækja í íslenzku sjón- varpi. sem varð tilefní mik- illa bollalegginga fjölda þingmanna. (Sjá tillöguna og greinargerð á öðrum stað hér á síðunni). • Sighvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um jöfnun á kostnaði við kyndingu húsa, en mikill munur er á þessum gjaldalið heimila eftir húshitunaraðferðum. • Loks var rætt um lánamál landbúnaðar og eru svör landbúnaðarráðherra, það varðandi birt hér á þingsíð- unni. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra. framkvæmd sem samsvaraði 500 kinda fjárhúsi (með heygeymslu) eða 35 kúa fjósi (með kjallara, fóðurgeymslu og mjólkurhúsi), þ.e. framkvæmd upp á kr. 10 milljónir, en stofnfjárkostnaður við nútíma mjólkurbú væri það FRAM var lagt í gær stjórnar- frumvarp til breytinga á lögum um tollhcimtu og tolleftirlit. Frumvarpið gerir ráð fyrir þrenns konar breytingum frá gildandi lögum: 1) — Fyrsta breyting felur það í sér að viðtaka á ólöglega inn- fluttum vörum, hvort sem hún er gegn endurgjaldi eða ekki, verði ótvírætt gerð að sjálfstæðu broti, lagalega séð, en þetta atriði þykir naumast nægilega skýrt fram tekið í gildandi lögum, þar sem einungis er talað um ,,að selja eða afhenda ólöglega innfluttar vör- ur“. Ölafur B. Oskarsson, alþíngis- maður hár orðinn, að 30 til 40 kúa bústofn þyrfti til að rísa undir honum. Svar landbúnaðarráðherra Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, svaraði fyrir- spurnunum á eftirfarandi hátt: 2) — Næsta breyting er í fram- haldi af hinni fyrri en þar er svo mælt fyrir að „sömu refsingu skuli þeir sæta, sem aðstoða þá, sem hafa ólöglega innflutt vöru eða tollsvikið hana o.sv.frv." 3) — Samkvæmt gildandi lög- um um tollheimtu og tolleftirlit er hámarksfjárhæð sekta bundin við kr. 500.000 og heimild tollyfir- valda til ákvörðunar sekta fyrir ólöglegan innflutning m.a. bund- in því skilyrði, að brot varði eigi hærri sekt en kr. 20.000. Vegna verðlagsbreytinga og neikvæðra áhrifa þerra á markmið þar sem Framhald á bls. 18 I. Ráðstöfunarfé Stofnlánadeildar 1976 Ráðstöfunarfé stofnlánadeildarinnar er eftirfarandi skv. áætlun frá deildinni: Frá Framkvæmdasjóði 950 millj. kr. Eigið ráðstöfunarfé, þar innifaiin framlög o.fl. áætiað um 250 millj. kr. Allsum 1.200 millj. kr. Eigið ráðstöfúnarfé brúttó er eftirfarandi: Gjöid af búvörusölu og ríkisframlag Afborganir og vextir af lánum Skyldusparnaður Sérstakt lán frá Lífeyrissjóði bænda Afgangur frá fyrra ári Alls um Frá dregst: Afborganir og vextir af lánum Kostnaður við rekstur deildarinnar Kostnaður Byggingarstofnunar landbúnaðarins Eftirlaun til aldraðra bænda Alls Nettó mismunur II. Ráðstöfun lánfjársins. Ráðstöfun lánsfjárins verður þessi: 1. Lán tíl allra framkvæmda bænda sem eru i gangi 2. Lán til nýbygginga íbúðarhúsa að fullu 3. Lán til ræktunar, mjaltakerfa og tankvæðingar að fullu 4. Dráttarvélalán eftir sömu reglum og s.l. ár. Ekki er lánað út á 3ju vél séu 2 vélar fyrir 15 ára eða yngri 5. Lán til vinnslustöðva sem framkvæmdir eru þegar hafnar við, en ekki nýframkvæmda 6. Lán vegna lánsloforða sem voru gefin á árinu 1974 og fyrr og hafa verið endurnýjuð 7. Smáverkefni — hitaveita o.fl. Alls væntanlegt lánsfé Synjun: Allar nýjar umsóknir Annars árs umsóknir (1975) Frávísað Synjanir vegna ríkisframkvæmda svo sem heykögglaverksmiðja og annarra ríkisframkvæmda Alls frávísað (Flatey, Hrísey, Gunnarsholt, Skógrækt ríkisins, (Allt 1. árs umsóknir).) 525 millj. kr. 556 millj. kr. 35 millj. kr. 68 millj. kr. 55 millj. kr. 1.239 millj. kr. 850 millj. kr. 55 millj. kr. 26 millj. kr. 37 millj. kr. 968 millj. kr. 271 millj. kr. 380 millj. kr. 170 millj. kr. 100 millj. kr. 140 miilj. kr. 230 millj. kr. 180 millj. kr. 30 millj. kr. 1.230 millj. kr. 550 millj. kr. 270 millj. kr. 820 millj. kr. 40 millj. kr. 860 millj. kr. Hallormsstað o.fl. Tollheimta og tolleftirlit: Hækkun sekta og skýrari ákvæði Erlendar sjónvarpsauglýsingar: Tekjugefandi þjón- usta — eða hvati að óþarfa gjaldeyrissóun? HÉR fer á eftir þingsályktunar- tillaga, sem Gunnar J. Friðriks- son (S) og Guðmundur H. Garðarsson (S) hafa flutt til könnunar á áhrifum erlendra sjónvarpsauglýsinga á sam- keppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar á heimamarkaði, ásamt greinar- gerð, en tillaga þessi varð hvati að miklum umræðum á Alþingi I gær. Tillagan: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera athugun á áhrifum auglýsinga erlendra fyrirtækja í fslenska sjónvarpinu á samkeppnisaðstöðu innlendra framleiðenda. Leiði sú athugun I ljós, að innlendri framleiðslu kunni að vera hætta búin vegna ótakmark- aðs aðgangs erlendra fyrirtækja að auglýsingatlma sjónvarpsins, skulu gerðar tillögur um hvernig tryggja megi að sjónvarpið þjóni fyrst og fremst hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ounnar J. Frlðriksson Greinargerðin: Aður er sjónvarp tók til starfa á Islandi var mikið um það rætt hvort í því skyldu leyfðar auglýs- ingar. Voru um það skiptar skoð- anir. Það varð svo ofan á að auglýsingar skyldu leyfðar vegna þeirra auknu tekna sem stofnun- in fengi. Samtök iðnaðarins, Félag íslenskra iðnrekenda og Lands- samband iðnaðarmanna, litu þessa ákvörðun með nokkrum ugg. Sá ótti reyndist ekki ástæðu- laus, því að í ljós kom að erlendir framleiðendur hagnýttu sér þennan áhrifamikla auglýsinga- mátt í ríkum mæli. Gerðu samtökin, fyrir milli- göngu menntamálaráðuneytisins, ítrekaðar tilraunir til þess að fá hagstæðari kjör fyrir innlenda framleiðendur, en án teljandi árangurs. Þegar umræður hófust um aðild íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, og athuganir fóru fram á samkeppnisaðstöðu íslensks iðnaðar, voru auglýsing- ar í sjónvarpi eitt þeirra atriða sem talið var að gefa þyrfti gaum. Þegar svo fór að nálgast, að ákvörðunin skyldi tekin um aðildarmálið, ritaði þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, Félagi íslenskra iðn- rekenda bréf sem dagsett er 25. nóv. 1969. Þar segirm.a.: „Ráðuneytið telur mjög æski- legt, að samkomulag takist milli Ríkisútvarpsins og iðnrekenda um sérstaka meðferð á auglýsing- um frá íslenskum iðnrekendum, ef af aðild að Fríverslunar- markaðnum verður, meðan um aðlögun íslensks iðnaðar að Fríverslunarmarkaðnum er að ræða. Akveði Alþingi aðild að Fríverslunarsamtökunum, mun menntamálaráðuneytið beita sér fyrir því, að samkomulag takist milli Ríkisútvarpsins og samtaka iðnrekenda um þetta mál.“ Nú er aðlögunartíminn meir en hálfnaður og enn hefur ekkert samkomuiag verið gert. Framhald á bls. 29 F Sex þingmenn úr öllum flokkum flytja tillögu til þings- álvktunar, svohljóðandi: Alþingi ályktar, að brýn þörf sé markvissra aðgerða í þágu áfengisvarna í landinu. Sérstak- lega beri að leggja rækt við hvers konar fyrirbyggjandi fræðslu- og upplýsingastarf. I því skyni skorar Alþingi á ríkisstjórnina að beita sér fyrir: 1. Að hraðað verði sem kostur er skipulagningu og undirbúningi Skólarannsókna ríkisins á áfengisfræðslu í öllum skólum landsins og endurskoðun á gild- andi reglugerð um slíka fræðslu. 2. Að fjölmiðlar, og þá einkum sjónvarpið, verði nýtt með skipu- legum hætti í þessu skyni. Þannig verði reglulega teknir upp í dag- skrá sjónvarpsins fræðslu- og skemmtiþættir í samráði við áfengisvarnaráð og aðra þá aðila, sem vinna að bindindisstarfi og áfengisvörnum. Greinargerð Þingsályktunartillaga þessi er borin fram í framhaldi af störfum nefndar þeirrar er kjörin var á síðasta þingi af öllum þingflokk- um til að kanna ástand í áfengis- málum okkar og leggja að starfi loknu fram ábendingar og tillög- ur er að gagni mættu koma til að ráða nokkra bót á þessu mikla þjóðfélagsvandamáli. Nefnd þessi vann mikið og gott starf milli þinga og fram eftir vetri, safnaði miklum upplýsing- um og leitaði álits og umsagnar fjölmargra aðila. Gaf hún jafn- framt fulltrúum þingflokka kost á að fylgjast með starfinu og lagði að lokum fram drög að frumvarpi til laga um ýmsar breytingar á gildandi áfengislögum og að þingsályktunartillögu er varðar sérstaklega fræðslu- og upplýs- ingahlið áfengismála. Frumvarpið hefur þegar verið lagt fram á þingskjali 504. í gildandi áfengislögum, 31. gr., eru skýr ákvæði um áfengis- fræðslu í öllum íslenskum skólum er opinbers styrks njóta. Væri þeim ákvæðum framfylgt í raun þyrftum við ekki að hafa áhyggj- ur af þessari hlið málsins. En því miður hefur framkvæmdin á þessari lagagrein, eins og við á um mörg önnur ágæt lagaákvæði, orðið margfalt ófullkomnari en skyldi þrátt fyrir góðan vilja og skilning margra skólamanna á mikilvægi þessa máls. Áfengis- fræðsla er viðkvæm og vandmeð- farin og getur gert meiri skaða en gagn, sé ekki rétt á aldið. Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa skólarannsókna nú ný- verið er nú undirbúningur hafin af ráðuneytisins hálfu að skipu- legri fræðslu um áfengismál og er ætlunin að fella þá fræðslu inn í námsefni í samfélagsfræði annars vegar og líffræði hins vegar. En þessi undirbúningur er ekki langt á veg kominn og því full ástæða til að knýja á um að honum verði hraðað eftir föngum. Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða nú- gildandi reglugerð um bindindis- fræðslu með tilliti til nýrra upp- lýsinga um þessi mál, nýrra kennsluhátta og nýrrar kennslu- tækni. Frá þeim tíma er þessi reglugerð var samin — árið 1956 Framhald á hls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.