Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28, APRtL 1976
3
Veruleg minnkun
mjólkurframleiðslu
... ..;_______ IIBHaMi
27 MANNA hópur krnnaranema frá Góðvon mun skemmta á kvöldvöku í Ilamrahlíðarskólanum i
kvöld. Kennaranemarnir hafa að undanförnu kvnnzt landi og þjóð, m.a. farið í Suðurlandsferð þar
sem Sundlaug Hveragerðis var heimsótt, Jólkurbii Flóamanna, Húsmæðraskólinn á Laugarvatni.
Sigurður Greipsson á Geysi, Gullfoss, Lýðháskólinn í Skálholti og einnig fór hópurinn til Vestmanna-
eyja f boði Flugleiða, en f Evjum bauð Hótel Vestmannaevjar í ökuferð og Fiskiðjan hauð fólkinu í
mat og þar var endað með þvf að skoða Náttúrugripasafnið í boði þess. Myndina tók Sigurgeir í Evjum.
Grænlands-
vikan
índdaS: Grænlenzk kvöldvaka,
sagnaglefsur og kvikmyndir
GRÆNLANDSVIKA Norræna
hússins hefur verið mjög fjöl-
sótt, enda dagskráin lífleg og
skemmtileg. í dag kl. 15 verður
sýnd kvikmvnd um Knud
Rasmussen. Kl. 17.15 mun
Ólafur Halldórsson handrita-
fræðingur flytja fvrirlestur um
Grænland í fslenzkum heimild-
um. Klukkan 20.30 mun llans
Lvnge og Bodil Kaalund vísa til
vegar á listasýningunni og
segja frá Graffska verðstæðinu
í Góðvon.
Kl. 22 verður sýnd kvikmvnd-
in Hafið við Grænland en kl.
20.30 hefst kvöldvaka í Hátfða-
sal Menntaskólans í
Hamrahlfð. Þar niunu græn-
lenzkir kennaranemar svngja
grænlenzka söngva, segja frá
Grænlandi og að auki verða
sýndar stuttar kvikmvndir frá
Grænlandi.
ísland 12. í röðinni í að
fullnægja sjálft orkuþörf
t FRÉTT frá upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins segir að á aðal-
fundi Mjólkursamsölunnar f
Reykjavfk hafi komið fram að á
árinu 1975 hafi innvegið mjólkur-
magn á samlagssvæðinu minnkað
verulega eða um 5,38%. Þá kem-
ur einnig fram f fréttinni að
mjófkurframleiðendum fækkaði
nokkuð á árinu.
Ennfremur segir að
útborgunarverð til bænda sé nú
69,43% af óniðurgreiddu útsölu-
verði mjólkur og vanti nokkuð á
að þeir fái meðálgrundvallarverð
fyrir árið 1975. Lengst af hefur
útborgun til bænda verið
70—71% af útsöluverði mjólkur.
Sala mjólkur og mjólkur-
afurða
í ræðu Stefáns Björnssonar for-
stjóra Mjólkursantsölunnar sagði
að innvegið magn mjólkur á árinu
hefði minnkað um rúmlega 3
millj. ltr. og er það 5,38% minnk-
un. Innvegið mjólkurmagn var nú
rúmlega 56 millj. ltr. en var á öllu
landinu um 108 millj. ltr.
Hlutfallslega varð minnkunin
mest á Búðardal, 11,6%, en
minnst í Borgarnesi 3,4%. I
Reykjavík var tekið á móti 31.
millj. ltr. en þar af komu 25,2
millj. ltr. frá öðrum samlögum, en
5,8 millj. beint frá bændum.
Fyrstu fjóra mánuði ársins var
innvegin mjólk á svæði samlags-
ins meiri en á samatíma árið áður
en næstu átta mánuði varð
minnkunin veruleg.
Sala á neyzlumjólk jókst hins
vegar á árinu um 5,23%. Sala á
33% feitum rjóma dróst litillega
saman en tekin var upp fram-
leiðsla á geymsluþolnum rjóma
sem er fituminni. Seldust um 90
þúsund ltr. af honum. Einnig var
hafin sala kókómjólkur og seldust
af henni tæplega 600 þúsund ltr.
Þá var veruleg söluaukning á
júgurð eða 9,5% og sama er að
segja um sýrðan rjóma og krydd-
Sinfóníutónleikar:
Rhondda Gilfespie verður ein-
leikari á fimmtándu áskriftartón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands, sem haldnir verða í
Háskólabfói annað kvöld kl. 20.30.
Hún hefur haldið tónleika í öllum
álfum veraldar, og árið 1957 hfaut
hún ABC-tónlistarverðlaunin
fyrir leik sinn f Pfanókonsert
McDowells, en hann verður ein-
mitt fluttur á þessum tónleikum,
og er það f fyrsta sinn sem kon-
sertinn er fluttur hér á landi.
Hljómsveitarstjóri verður Páll
P. Pálsson, en hann stjórnar nú í
veikindaforföllum aðalhljóm-
sveitarstjórans, Karstens Ander-
sens. Þessir tónleikar verða i
heldur léttari dúr en aðrir
áskriftartónleikar, en á efnis-
skránni eru eftirtalin verk:
Hljómsveitarforleikurinn Vil-
hjálmur Tell eftir Rossini,
Rhapsody in Blue eftir George
Gershwin, píanókonsert eftir
Edward McDowell, þar sem ein-
leikari er Rhondda Gillespie — og
sósur. Af undanrennu seldust 1,2
millj. ltr. og er það 12,5% aukn-
ing.
Heildarsalan nam á siðasta ári
um 3.200 millj. kr., þar af voru
seldar mjólkurvörur fyrir um
2.900 millj. kr. Kostnaður vegna
starfsfólks jókst á árinu um 39%
þrátt fyrir að starfsfólki var
fækkað um 13. Var starfsfólk
samsölunnar um síðustu áramót
420.
Mjólkursala og verð
Eins og áður sagði er útborg-
unarverð til bænda minna nú en
oft áður samkvæmt frétt frá upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins.
Segir jafnframt að ef mjólkur-
framleiðsla dregst saman, þá
verður að taka tillit til þess í
verðlaginu þar sem dreifing og
vinnslukostnaður hækki á hvern
mjólkurlitra. Hafa bændur orðið
fyrir kjaraskerðingu sem nemi
um 70 þúsund kr. á hvern
mjólkurframleiðanda á svæði
Mjólkursamsölunnar.
Þá kom einnig fram i ræðu
stjórnarformanns, Ágústs Þor-
valdssonar á Brúnastöðum, að
mismikil framleiðsla eftir árs-
tíðum hefði ýmis vandamál í för
með sér. Þannig var innvegið
magn í júli 6,5 millj. ltr. en í
nóvember 3,3 millj. ltr. Mætti
draga úr mjólkurflutningum frá
öðrum landshlutum með fram-
leiðslu geymsluþolinnar mjólkur.
Um siðustu áramót var mjólk
seld i 165 verzlunum á svæðinu og
voru 70 þeirra reknar af MS, en
37 af öðrum samvinnufélögum.
Var fyrirhugað að MS legði niður
sinar verzlanir 1. júní vegna fyrir-
hugaðra breytinga á sölu mjólkur
en nú eru verulegar líkur á að það
muni dagast, þannig að jafnvel er
gert ráð fyrir óbreyttu ástandi
fram á næsta ár.
Á sl. ári var fjárfest fyrir um 11
millj. kr. Munaði þar mest um
kostnað við breytingar á brauð-
gerð, vélum til framleiðslu á G-
vöru og kaup á tölvu og tilheyr-
andi tækjum.
Á aðalfundinum var samþykkt
ályktun um að lýsa stuðningi við
framkomið frumvarp á Alþingi
um að koma í veg fyrir eyðilegg-
ingu mjólkur í verkföllum og eins
tillaga um að kanna leiðir til að
lækka flutningskostnað mjólkur-
framleiðenda á svæði samlagsins í
Búðardal.
í stjórn eru nú Ágúst Þorvalds-
son, Brúnastöðum, formaður,
Einar Ölafsson frá Lækjar-
hvammi, Oddur Andrésson á
Neðra-Hálsi, Eggert Ölafsson,
Þorvaldseyri, og Gunnar Guð-
bjartsson, Hjarðarfelli.
Young Persons ’Guide to the
Orchestra eftir Benjamin Britten.
Framsögn í þvi verki annast Þor-
stéinn Hannesson tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins.
ÍSLAND framleiðir sjálft 24% af
þeirri orkuþörf, sem tslendingar
þurfa á að halda. Eru þeir 12. í
röðinni, hvað orkuframlciðslu
varðar — og er miðað við hlutfall
framleiddrar orku í viðkomandi
landi af heildarorkunotkun
þjóðarinnar. Þessar upplýsingar
eru samkvæmt töflu frá OECD —
Efnahags og framfarastofnun-
inni.
Samkvæmt þessari töflu standa
Kanadamenn bezt að vigi og fram-
leiða þeir meiri orku en þeir nýta
sjálfir og er hlutfall þeirra 120%.
Ástralía kemur næst með 108%
og í þriðja sæti eru Bandaríkin
með 86%, þá er Noregur með
72%, Holland með 70%, Stóra-
Bretland með 51%, Vestur-
Þýzkaland með50% Nýja-Sjáland
með 42%, Tyrkland með 31%,
Austurriki með 30%, Island eins
og áður sagði með 24%, Frakk-
land með 23%, Grikkland með
21%, Spánn einnig með 21% og
sömuleiðis Sviss með 21%. Þá er
Svíþjóð með 17%, Belgía með
16%, Portúgal með 16%, Italía
með 15%, Japan með 10%, Finn-
land með 7%, Irland með 2%,
I.uxemburg með 2%,. I neðsta
sæti er Danmörk, en við nafn þess
lands er engin tala.
Allar ofanskráðar tölur eru
samkvæmt upplýsingum yfir
orkuframleiðslu fyrir árið 1972.
14 þús. tonn á land í Eyjum
84 bátar hafa landað afla í Vestmannaeyjum f vetur, alls 14 þúsund
tonnum miðað við 15. apríl s.l„ en á sania tíma í fyrra var aflinn 16700
tonn og 1974 var hann 12400 tonn. Aflahæstu netabátar frá áramótum f
Evjum eru:
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 670.1 tonn 22 landanir.Kap II VE 4.
462,9 tonn 46 landanir. Heimaey VE 1. 458.2 tonn 33 landanir. Surtsey
VE 1. 455,2 tonn 32 landanir Danski Pétur VE 423. 448.5 tonn 36
landanir. Dala-Rafn VE 508, 436,1 tonn 56 landanir. Arni i Görðum V'E
73, 421,5 tonn 44 landanir. Valdimar Sveinsson VE 22. 392.0 tonn 44
landanir. Leó VE 400, 391,1 tonn 42 landanir. Kópur VF. 11. 385.3 tonn
47 landanir.
Aflahæstu trollbátar:
Frár VE 78, 298,0 tonn 18 landanir. Sigurbára V'E 249. 279.9 tontt 24
landanir. Björg VE 5, 212,6 tonn 34 landanir. Ingólfur VE 216. 202.7
tonn 36 landanir. Baldur VE 24, 202,3 tonn 32 landanir. Sæfaxi VE 25
147,7 tonn 42 landanir. Jökull VE 15, 143,9 tonn 28 landanir.Þristur VE
6, 131,8 tonn 29 landanir. Haförn VPI 23, 128.5 tonn 36 landanir Fylkir
NK 102, 102, 9 tonn 7 landanir.
Kona í barnsnauð
sótt til Grænlands
SNEMMA f gærmorgun lagði
vél frá Flugstöðinni af stað til
Meistaravfkur á Grænlandi.
Hafði komið beiðni um að
þangað vrði sótt kona i barns-
nauð. Gekk flugið vel og var
komið aftur til Reykjavfkur
klukkan rúmlega 16 í gær.
Einnig kom með hingað önnur
kona, sem var komin langt á
leið og vissara þótti að flytja til
Reykjavíkur. Flugstjóri var
Elfeser Jónsson en með í fiir-
inni var Revnir Geirsson la'kn-
ir. Myndin var tekin þegar flug-
vélin kotn til Reykjavíkur í
gær.
Ljósm. Mhl. Rax.
Píanókonsert McDowells
fluttur hér í fyrsta sinn