Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1976 7 Snertur af samvizkubiti? Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum ritar sumarmálaþanka ( Þjóð- viljannn ð sumardaginn fyrsta. Þar segir m.a.: „ Ljótasti bletturinn i nýliðnum vinnudeilum e þó aðförin að bændum oc eyðilegging mjólkurinnar. Það er eins og þessir blessaðir verkalýðsfor ingjar skilji ekki eða vilji ekki skilja þann regin- mun, sem á þv( er að reka vélknúin fyrirtæki, og hin sem rekin eru með lifandi peningi. Útgerðarmaður- inn leggur skipi sínu og verksmiðjueigandinn lokar verksmiðju sinni, þegar verkfall skellur á. Reksturinn stöðvast einfaldlega. Svo eru vélamar ræstar og allt fer ( gang, þegar verkfalli lýkur. En bóndinn lokar ekki fjósinu og segir: Nú opna ég ekki aftur fyrr en vinnudeilan er leyst. Nei, hann verður að reka sitt fyrirtæki, en eyðileggja framleiðsluna, sökum þess að hún fæst ekki flutt ð markað." Síðan ræðir Skúli annað dæmi, bann við áburðarflutningi til bænda. „Einna hraksmánarlegast var þetta vorið 1970. Þá r(kti neyðarástand víða um land, sökum kals og ösku- falls. En bændum var neitað um áburð og sáð- vörur. til að bera á og sá I dauðkalin túnin, sökum þess að þá var verkfall". „Svo gerast þau teikn og stórmerki, nokkru eftir verkfall, að leiðarahöf- undur Þjóðviljans ræðir um nauðsyn þess að bændur og verkamenn standi saman i stétta- baráttunni. Skyldi hann hafa fengið snert af samvizkubiti, vegna þess hvernig fór um mjólkina meðan á verkfallinu stóð?" Þessi orð Skúla á Ljót- unnarstöðum eru allrar athygli verð, ekki s(zt sök- um þess, hver talar, hvern veg er talað og hvar skoð- unum er komið á fram- færi. Hætt er þó við að ( skilgreiningu Skúla á Skúli Guðjónsson á Ljót- unnarstöðum. leiðarskrifum Þjóðviljans um bændur séu sjónarmið ranglega flokkuð undii „snert af samvizkubiti". Áður fyrr hét sllkur mál flutningur einfaldlega hræsni. Að nýta eldra húsnæði Frá árinu 1970 hafa lán til kaupa á eldra húsnæði verið bundin ákveðinni heildarf járhæð ( hús- næðismálalögum. Þessi fjárhæð nam 80 m. kr árið 1974. Á siðasta þingi var þessi upphæð tvö- földuð og nam á síðastc ári 160 m. kr. Nauðsyn þess að nýta betur til- tekna þjónustu i eldri hverfum Reykjavikur, með þvi t.d. að gera barnafjölskyldum kleift að kaupa þar ibúðarhúsnæði, leiddi til áskorunai borgarstjórnar á hendur löggjafavaldinu, þess efnis, að rýmka þessa lánaheimild enn frekar. Afleiðing þessarar áskor- unar borgarstjórnar varð stjórnarfrumvarp, sem fel- ur m.a. i sér auknar lán veitingar til kaupa á eldra húsnæði og endurbóta á eigin húsnæði öryrkja og eldra fólks. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi að hámark slíkra heildarlána verði niður fellt, en Hús- næðismálastjórn hafi á sinu valdi að gera tillögur um, hve stórum hluta heildarlána verði varið til eldra húsnæðis. Setji ráð- herra reglugerð þar um að fengnum þeim tillögum. Í stjórnarfrumvarpinu er og lögð til breyting á ákvæðum um leiguibúðir. Sú breyting gerir ráð fyrir að sveitarfélögum sé heimilt að selja svo- nefndar „leiguíbúðir", að uppfylltum tilteknum skil- yrðum. Þessi breyting er i samræmi við óskir fjöl- margra sveitarfélaga. sem eru að byggja slíkar ibúðir, þ.e. að taka upp hliðstætt fyrirkomulag og gildir um Breiðholtsibúð- irnar ( Reykjavik. varð- andi byggingu „leigu- ibúða" á landsbyggðinni. Þessar breytingar, sam- hliða hækkunum á hús- næðislánum, til sam- ræmis við verðbreytingar i landinu, eru tvimæla- laust spor i rétta átt. Málverkasýning á Borgarfirði Borgarfirði eystri. 27. apríl LAUGARDAGINN 24. apríl gengust nokkrir áhugamenn fvrir því að haldin var málverkasýning f félagsheimilinu Fjarðarborg. Á sýningunni voru um 60 málverk og teikningar, sem öli voru I eign heimamanna. Björn Th. Björns- son listfræðingur flutti skrmmti- legt og fróðlegt erindi oj» sýndi litskvggnur en auk hans mætti á sýningunni Steinþór Eiríksson listmálari á Egilsstöðum. Konur sáu um kaffisölu og gáfu ágóðann af sölunni til kaupa á barna- og unglingabókum fyrir lestrarfélag héraðsins. Aðsókn að sýningunni var mjög góð og voru allir á einu máli um það að hún sýndi glögglega, að ýmislegt mætti gera til menningarauka þótt byggðarlagið væri fámennt. — Sverrir Vortónleikar i Hveragerði Hveragerði 25. apríl HLJÓMSVEIT Tónlistarskóla Kópavogs hélt hljómleika í Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 24. apríl undir stjórn Páls Gröndal. Kirkjan var þétt setin og lista- fólkinu, sem flest, er um fermingu, klappað lof í lófa. Hafi það þökk fyrir komuna. — Georg. „Skipulögð skemmd- arstarfsemi” ÞRIÐJUDAGINN eftir páska var haldinn almennur bændafundur um landbúnaðarmál að tilhlutan Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, að Breiðumýri í Reykjadal. Doktor Halldór Páls- son búnaðarmálastjóri flutti yfir- gripsmikið erindi á fundinum um kjötgæðarannsóknir og stefnuna í landbúnaðarmálum, og Haraldur Gislason mjólkurbústjóri um mjólkurmál. Ut af erindum fram- sögumanna spunnust fjörugar umræður fram á kvöld. Töldu margir bændur að mjólkurfram- leiðslan ætti nú í vök að verjast, sökum of lágrar verðlagningar, miðað við sauðfjárafurðir, og margt benti til að skortur gæti orðið á mjólkurvörum í landinu, að óbreyttu ástandi. Þá kom mjög fram í ræðum fundarmanna að áróðurinn gegn landbúnaðinum væri skipulögð skemmdarstarf- semi, sem bæði fjárhagslegu- og menningarlegu sjálfstæði þjóðar- innar stafaði hætta af. Eftir- farandi fundarályktun var sam- þykkt í fundarlok: „Almennur bændafundur, Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, um landbún- aðarmál, haldinn að Breiðumýri 20. apríl 1976, lýsir fyllstu andúð Framhald á bls. 22 Þjóðdansafélag- ið sýnir nyrðra ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykja- víkur fer nú um næstu helgi í sýningarferð norður í land og sýnir m.a. á Blönduósi föstu- dagskvöld 30. apríl kl. 22.00 og á Dalvik sunnudaginn 2. maí kl. 13.30. Sýningar þessar eru í tilefni af 25 ára afmæli Þjóðdansa- félagsins sem er nánar tiltekið þann 17. júní n.k. 1 marz s.l. hélt Þ.R. tvær afmælissýningar I Þjóðleikhúsinu við húsfylli og mjög góðar undirtektir áhorf- enda. Dansaðir eru þjóðdansar frá 15 þjóðlöndum. Stjórnandi og aðalkennari er Svavar Guðmundsson en einnig hafa þær Helga Þórarinsdóttir og Kelfinna Sigurvinsdóttir haft umsjón með hluta úr pró- gramminu. 1 hópnum sem fer í þessa ferð eru 65 manns og þar af eru dansarar um 55. Þessi ferð Þjóðdansafélagsins norður í land er með viðamestu sýningarferðum út á land með eigin hóp en félagið hefur farið nokkrar ferðir út um landið síðastliðin ár með erlenda hópa. Frá tónleikum I Hveragerðiskirkju A þessum síðustu ogverstu Tímum Kæru Morgunblaðsmenn. Mér þykir ykkur verða á i mess- unni í Reykjavikurbréfi sunnu- daginn 25. apríl. Þið vitnið í rétt- mæt ummæli Jóhanns Kúld og Hjörleifs Guttormssonar, út af leiðinlegu narti sem hafði birst í Þjóðviljanum um fréttamann sjónvarpsins. Og ályktun ykkar er, að svona sé Þjóðviljinn allur. Þetta er lítið betra en sú túlkun Alfreðs í Tímanum, að Árni Berg- mann hafi samið þetta nafnlausa nið um Jón Hákon Magnússon. Það heyrði ég, að Jóni sárnaði, að svo lúalega skyldi vegið að kunn- ingja hans. Réttustu skýringuna á heilagri reiði Jóhanns og Hjör- leifs tel ég þá, að þeim þyki bæði óvænt og illt að sjá ritverk í þess- um stil birt í því blaði, sem þeim er annt um. Þeir hefðu varla skrifað ykkur af sama tilefni eða svipuðu, enda stendur oftast sá, sem níddur er, með pálmann i höndunum og þarf ekki sérstakan stuðning. Persónulega mislikaði mér þetta líka meira en ýmis skætingur, sem ég hef stundum orðið fyrir í ykkar eigin blaði. I staðinn fyrir rangtúlkanir ykkar á heiðarlegum vinnubrögð- um Jóhanns og Hjörleifs (minnt- ust þið annars ekki á högg undir belti?) ættuð þið að bindast sam- tökum við Þjóðviljann um alfrið- un á báðum þessum blöðum fyrir skrifum eins og þeim sem hér um ræðir. Ef vinir mínir á Tímanum lesa þetta, mega þeir líka taka þátt í þessari alfriðun i stað þeirr- ar sorglegu Alfreðunar, sem þeir hafa lagst í á þessum síðustu og verstu Tímum. Páll Bergþórsson. Aðalfundur Félags frí merk j asafnar a FÉLAG FRlMERKJASAFN- ARA hélt fyrir nokkru aðalfund sinn I föndursal Elliheimilisins Grundar, og er þetta 19. starfsár félagsins. Félagar eru nú um 230 talsins, og fer þeim stöðugt fjölg- andi Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn: Sigurður Pétursson for- maður, Hálfdan Helgason vara- formaður, Hermann Pálsson rit- ari, Óskar Jónatansson gjaldkeri og meðstjórnendur Ellen Sig- Framhald á bls. 22 GARÐVRKJUÁHÖLD SKÓFLUR, ALLSKONAR, RISTUSPAÐAR, KANTSKERAR, GAROHRÍFUR, GREINAKLIPPUR, GRASKLIPPUR, HEYHRÍFUR, GIRÐINGAVÍR, SLÉTTUR GALV. 2, 3, 4 MM. GARÐSLÖNGUR, SLÖNGUHENGI SLÖNGUKRANAR, VATNSDREIFARAR, GARÐKÖNNUR. SLÖNGUKLÉMMUR nota hinir vandlátu. Stærðir frá 1 /4" — 1 2". Einnig ryðfríar. Gúmmíslöngur Glærar slöngur Brunaslöngur Vængjadælur Múrboltar Vélatvistur Koparsaumur Þaksaumur Skipasaumur Skrúfuzink Lóðtin Plötublý Tjöruhampur Hessíanstrigi Vélareimar Viðarkol Fernisolía HANDFÆRAVINDUR HANDFÆRAONGLAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRASÖKKUR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR ★ RAUÐMAGANET KOLANET SILUNGANET ÁRAR, DREKAR BJÖRGUNARVESTI VALE KRAFT- ÐLAKKIR 3A tonn 1 '/2 tonn 2'/z tonn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.