Morgunblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 16
^0 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 1976
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sfir i 10100
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Landgrunnslögin frá 1948,
um vísindalega verndun
fiskimiða landgrunnsins, sem
þáverandi sjávarútvegsráð-
herra Sjálfstæðisflokksins,
Jóhann Þ. Jósepsson, hafði
alla forystu um að sett vóru,
hafa allar götur síðan verið
lagalegur grundvöllur út-
færslna fiskveiðilandhelgi okk-
ar og fiskverndunaraðgerða.
Tveimur árum áður hafði
Ólafur Thórs, þáverandi for-
sætis- og utanríkisráðherra,
ráðið Hans G. Andersen, þjóð-
réttarfræðing, til að vinna að
og undirbúa aðgerðir af okkar
hálfu til útfærslu fiskveiðiland-
helgi okkar. Hefur hann síðan
verið helztur ráðunautur
íslenzkra stjórnvalda í þessum
þýðingarmikla málaflokki.
Jóhann Þ. Jósepsson átti og
frumkvæðið að byggingu fyrsta
varðskips okkar, elzta Þórs,
sem var upphafið að land-
helgisgæzluflota okkar, og
lagði grunninn að því er síðar
va rð.
Síðari hluta árs 1 948 flytja
þrír þingmenn Sjálfstæðis-
flbkksins, Jóhann Hafstein,
Sigurður Bjarnason og Gunnar
Thoroddsen, þingsályktunartil-
lögu um landhelgisgæzluna og
stækkun landhelginnar. Og
1949 segir Bjarni Benedikts-
sön, þáverandi utanríkisráð-
herra, upp landhelgissamningi,
sem Danir gerðu við Breta
1901, og féll hann úr gildi 3.
október 1951. Fyrsta aðgerðin
á grundvelli landgrunnslag-
anna var sú, er Ólafur Thórs,
þáverandi sjávarútvégsráð-
herra, gaf út nýja reglugerð,
um verndun fiskimiða fyrir
Norðurlandi, I apríl 1950. 19.
marz 1952 eru síðan gefin út
bráðabirgðalög, sem Alþingi
staðfesti um haustið, er fólu í
sér fjögurra mílna landhelgi.
Með samstöðu allra stjórnmála-
flokka er síðan fært út í 12
mílur 1 958 og 50 mílur 1972.
í október 1973 leggja allir þá-
verandi þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins fram tillögu til þings-
ályktunar um 200 mílna fisk-
veiðilandhelgi. 15 júlí 1975
gefur síðan Matthías Bjarna-
son, sjávarútvegsráðherra, út
reglugerð um það efni, sem
kom til framkvæmda 15.
nóvember sama ár.
Þetta er hér rifjað upp vegna
rógskrifa Þjóðviljans í leiðara sl.
sunnudag, þar sem því er
dróttað að Sjálfstæðisflokkn-
um, þvert á staðreyndir mála,
að hann sé andsnúinn íslenzk-
um hagsmunum í landhelgis-
málinu, „forsætisráðherrann
vilji ekki sigra" i fiskveiðideil-
unni við Breta og jábræður
hans „fagni því þessa dagana",
ef íslendingum gangi eitthvað i
óhag í þessum þætti sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar.
Þessi flórframleiðsla Þjóðviljans
er síðan lapin upp i leiðara
Dagblaðsins sl. mánudag og
væg einkenni þessa sjúkdóms
hafa einnig sézt i Tímanum,
enda er skylt skeggið hökunni.
Þeir sem þekkja aðdraganda
og sögu landgrunnslaga og
landhelgismála vita gjörla, að
þar áttu fjölmargir úr forystuliði
Sjálfstæðisflokksins stærsta
hluti að máli Þegar saga þess-
ara mála verður síðar skrifuð,
hlutlaust og sagnfræðilega,
munu nöfn manna eins og
Jóhanns Þ. Jósepssonar,
Péturs Ottesen, Ólafs B. Thórs
Bjarna Benediktssonar, Geirs
Hallgrímssonar og Matthíasar
Bjarnasonar, svo nokkur séu
nefnd, hljóta verðuga viður-
kenningu, hvað sem liður
skarnskrifum Þjóðviljans og
Dagblaðsins. Morgunblaðinu er
Ijúft að meta og viðurkenna, að
þar koma og við sögu menn úr
öðrum íslenzkum stjórnmála-
flokkum, enda málefnalegur-
ágreiningur naumast fyrir
hendi, þótt deilt hafi verð um
framkvæmdaatriði.
^ Alþýðubandalagið á, eins
og aðrir íslenzkir stjórnmála-
flokkar, sinn hlut í framvindu
og áfangasigrum landhelgis-
málsins. Hins vegar verður ekki
komizt hjá því, vegna rógskrifa
Þjóðviljans, að tína til þann
tvískinnungshátt, ósamræmi
orða og athafna, sem einkennt
hefur þessa flokksnefnu í land-
helgismálum sem öðrum. Hér
verða þó aðeins nefnd örfá
dæmi — þó af allnokkrum sé
að taka.
0 1) Þegar á árinu 1972
lét Norður-Atlantshafsfiskveiði-
ráðið frá sér fara fiskifræðilegar
niðurstöður, sem sýndu fram
á að þorskstofnar á þessu haf
svæði voru þá þegar verulega
ofveiddir og veiðisókn í þá
helmingur umfram það, sem
hyggilegt var miðað við veiði-
þol stofnanna. Islenzkir fiski-
fræðingar áréttuðu þessa við-
vörun við þáverandi sjávarút-
vegsráðherra. Þessum viðvör-
unum var litt eða ekki sinnt,
því miður — og önnur væri
aðstaða útgerðar og fiskvinnslu
í dag, ef þá þegar hefði verið
gerðar nauðsynlegar ráðstafan-
ir í fiskverndarmálum.
4) 2) Þvert á móti var ætt út í
meiri aukningu togveiðiflota
okkar en dæmi voru til um
áður, sem hlaut að stuðla að
verulega aukinni veiðisókn og
langt umfram veiðiþol fisk-
stofnanna, sem jafnframt
þýddi síminnkandi aflamagn
og arðsemi á hverja fiskveiði-
einingu og í raun skertan hag
útgerðar og sjómanna. —
Þessi aukning skipastóls okkar
fór að mestu fram hjá íslenzk-
um skipasmíðastöðvum, þótt
hyggilegt hefði verið, að gjöra
hvorttveggja, að nýta endur-
nýjun togaraflotans til að
byggja upp íslenzkan skipa-
smíðaiðnað og dreifa henni
jafnframt á mun lengri tíma.
0 3) íslendingar hafa jafnan
gert skammtíma veiðisamninga
eftir hverja útfærslu, ef þeir
hafa talið það þjóna betur fiski-
fræðilegum markmiðum en
ófriður og ólöglegar veiðar.
Þetta var einnig gert árið
1973, eftir útfærsluna í 50
mílur. Þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra og þingflokkur
Alþýðubandalagsins allur sam-
þykktu 1 30.000 tonna árlegan
þorskafla til Breta, tvö næstu
árin, þrátt fyrir tiltæka
vitneskju um ástand þorsk-
stofnsins og þrátt fyrir upp-
byggingu íslenzka skuttogara-
flotans. Þessi söfnuður kvaðst
að vísu efnislega andvigur
þeim samningum, sem þeir
samþykktu allir sem einn og
undantekningarlaust en hins-
vegar þyrfti að tryggja tiltekn-
um flokksforingjum ráðherra-
stóla áfram.
% 4) Eftir útfærslu í 50 mílur
og með lokaáfangann, 200
mílur, í sjónmáli, hefði þurft að
hyggja að verulegri aukningu
landhelgisgæzlunnar á þeim
árum sem vinstri stjórnin sat og
Alþýðubandalagið fór með
sjávarútvegsmál. Landhelgis-
gæzlan er i dag ver í stakk búin
en vera þyrfti vegna áhugaleys-
is og aðgerðarleysis í
málefnum hennar á þessum
tima. Lúðvík taldi raunar að
útfærslan í 200 mílur gæti
beðið þar til einhvern tíma
síðar, að breyttum alþjóðlegum
hafréttarreglum, eða að lokinni
hafréttarráðstefnu, eins og
hann orðaði það. Það var nú öll
forystan og áhuginn hjá
Alþýðubandalaginu á þeim
tíma.
Þessi tvískinningur Alþýðu-
bandalagsins allur minnir
óneitanlega á allan fyrir-
ganginn og svardagasvelginn
gegn aðild að Nato og varnar-
stöðinni á Miðnesheiði þegar
Alþýðubandalagið er utan rikis-
stjórnar. Samt sem áður hefur
það setið í sátt og sjálfumgleði í
tveimur vinstristjórnum, innan
Nato og hið næsta „her-
stöðinni". Þá skipti mestu máli,
eins og þegar samningarnir
voru gerðir við Breta 1973, að
tryggja ráðherrastóla, hvað
sem málefnum og markmiðum
leið. Hún er löngu gegnsæ
hugsjónaflíkin, sem felur póli-
tiska nekt Alþýðubandalagsins.
Rógskrifin og
landhelgismálið
Verður herforingjastjórn
THE OBSERVER áSfcfc. THE OBSERVER langlíf í Argentínu ?
buf.nos aires — Innan hersins í
Argentínu er þeirri skoðun
gjarnan flíkað, að hann sé
síðasta varalið landsins, og hon-
um sé skylt að grípa í taumana,
þegar þjóðin stefni hraðbyri til
stjórnleysis og glötunar. 24.
marz sl. gerði hann enn á ný
það sem honum bar að eigin
áliti, hrakti ógnarstjórn Isabel
Perón frá völdum og kom þess í
stað á fót þriggja manna herfor-
ingjastjórn undir forsæti Jorge
Rafael Videla hershöfðingja.
Fyrir réttum áratug greip
herinn til svipaðra ráðstafana
og hratt frá völdum getulausri
og óvinsælli ríkisstjórn Arturo
Illia. Þá settist Juan Carlos
Ongania hershöfðingi í forseta-
stól I Casa Rosada, afar siða-
vandur maður og heittrúaður
kaþólikki.
Fordæmi hans er lítt upp-
örvandi fyrir Videla, en svipað
vakir fyrir honum og Ongania á
sínum tíma. Báðir hafa þeir
notið mikils álits f hernum,
báðir rammkaþólskir og stað-
ráðnir í að uppræta hvers kyns
rotnun og spillingu. En
Onganía var umfram allt her-
maður og lét sér í léttu rúmi
liggja, hvernig ríki hans vegn-
aði í stjórnmálalegu og efna-
hagslegu tilliti. Það er fram-
tíðarinnar að skera úr um,
hvernig Videla reiðir af.
Enda þótt almenningur hafi
ekki haft í frammi nein fagn-
aðarlæti við valdatöku hersins
að þessu sinni, virði'st hin nýja
herforingjastjórn fremur vin-
sæl og engrar verulegrar and-
stöðu gegn henni hefur gætt.
Flestir landsmenn telja mark-
mið hennar góð og gild og eru
sannfærðir um, að stjórn Isabel
hafi ekki átt nokkra framtíð
fyrir sér.
En þegar Onganía kom til
valda árið 1966 voru flestir
hugsandi Argentinumenn sama
sinnis og nú. Og árið 1955,
þegar Juan Perón var hrakinn
frá völdum, dansaði fólk á
götum úti af ánægju. Fjöl-
miðlar, stúdentar og mennta-
menn voru á einu máli um, að
stjórn Peróns hefði verið hrein
hörmung, og ekki kæmi til álita
að hann ætti nokkru sinni
afturkvæmt til landsins.
Perón var ekki fyrr horfinn
úr landi en fjölmörg hneykslis-
mál voru dregin fram í dags-
ljósið. Það reyndist engum efa
undirorpið, að hann og skó-
sveinar hans hefðu rænt og
rúið landslýð árum saman, að
þeir hefðu tekið við mútum án
þess að depla auga og að þeir
hefðu lagt stórar fjárhæðir inn
á númeraða bankareikninga er-
lendis. Gerðu sumir þvi skóna,
að ekki væri hér um að ræða
lægri fjárhæð en 550 milljónir
Bandaríkjadollara.
Og margs konar hneykslissög-
ur um Isabel og stuðningsmenn
hennar eru þegar komnar á
kreik. Aðalástæðan fyrir þvi að
herinn vildi ekki að hún
kæmist til Madrid í útlegð, eins
og hún hafði ætlað sér var sú,
að menn vildu spyrja hana
nokkurra spurninga um fjár-
reiður hennar.
En ýmislegt fleira hefur
verið dregið fram í dagsljósið,
og það sem hvað mesta skelf-
ingu hefur vakið var mikill
vopnafundur í félagsmálaráðu-
neytinu, sem er steinsnar frá
forsetahöllinni. Fullvíst þykir
að vopn þessi hafi verið ætluð
Andkommúnistabandalagi
Argentfnu, sveit morðingja,
sem talin er hafa framið
hundruð fólskulegra morðárása
á fólk, sem talið var róttækt í
skoðunum.
Annað vopnabúr tannst
skammt frá, I aðalbækistöðvum
málmiðnaðarmanna, og það var
m.a. mikið af pyntingartækjum,
Formaður sambands málm-
iðnaðarmanna var Lorenzo
eftir James
Neilson
Miguel einn af dyggustu
stuðningsmönnum Isabel i
verkalýðshreyfingunni sem
yfirleitt var vilhöll Perónistum.
Þessir vopnafundir hafa leitt
til þess að ýmsir efasemdar-
menn hafa sannfærzt um, að
valdataka hersins hafi ekki ein-
ungis verið óumflýjanleg
heldur blátt áfram nauðsynleg.
Fáir menntamenn í Argentfnu
mæla því í mót, að lýðræðinu
hafi verið meiri hætta búin
undir ógnarstjórn Isabel
heldur en undir stjórn hersins
og Videla.
Hitt er svo annað mál, hversu
lengi menn verða sannfærðir
um nauðsyn herforingjastjórn-
arinnar. Eins og flestir aðrir
muna Argentínumenn skammt,
þegar stjórnmál eru annars
vegar. Aðeins tæpt ár var liðið
frá brottför Juan Feruns, þeg-
ar herforingjastjórnin og
stuðningsmenn hans tóku að
elda grátt silfur saman, enda
þótt sjálfur foringinn virtist
lítinn hug hafa á því að komast
til valda á nýjan leik á því stigi
málsins.
Það voru efnahagsmálin, sem
voru Akkilesarhæll hers-
höfðingjanna. Perónistar höfðu
jafnan kostað kapps um að láta
fé af hendi rakna við iðnverka-
menn, sem veittu hreyfingunni
dyggan stuðning. En þeir
eyddu í stað þess að afla og
stóðu í þeirri trú, að þar sem
náttúruauðlindir Argentfnu
væru svo miklar sem raun bar
vitni, hlytu peningarnir að
koma einhvers staðar frá.
Eftir 1955 tók herinn í sínar
hendur efnahagsmálin, sem þá
voru í megnasta ólestri. Ekki
vildi hann þó koma sér illa við
þá, sem höfðu hagnazt á stjórn
Peróns og greip því ekki til
þeirra róttæku ráðstafana, sem
efnahagssérfræðingar ráðlögðu
þeim.
Astandið í efnahagsmálum
Argentínu er jafnvel ennþá al-
varlegra nú en árið 1955. Verð-
bólga vex nú um 600% á ári og
mun jafnvel aukast enn meira.
Kaupgeta miðstéttarfólks og
verkamanna minnkar með degi
hverjum. Iðnaðinn skortir inn-
flutt hráefni til framleiðslu
sinnar, en ekkert fé er til að
Framhald á bls. 22