Morgunblaðið - 28.04.1976, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1976
LOFTLEIDIR
H 2 1190 2 11 88
Hjartans þakkir sendi ég öllum
ættingjum og vinum sem glöddu
mig á sjötugsafmæli minu 26.
mars s.l.
Guð blessi ykkuröll.
Jósefína
Þorsteinsdóttir
Lit/u-H/íð.
Bifreiöa-
stillingar
Minni eyðsla, meiri
ending vélarinnar.
Sérhæfðir menn og
fullkomin tæki.
BOSCH
Vlðgerða- 09
warahluta þjónusta
BRÆÐURN/R ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JRerjjunMatii?)
Skarðsvík
með 860 1.
Hellissandi 23. apríl
AFLABRÖGÐ báta er róa
héðan eru fádæma léieg og er
vertíðin orðin sú lakasta um
margra ára skeið. Sérstaklega
hefur aflinn verið lélegur hjá
smærri bátum og stafar það
m.a. af umhleypingasamri veð-
ráttu.
Aflahæsti báturinn héðan er
Skarðsvík með 860 lestir, en
næsti bátur hefur aðeins feng-
ið 470 lestir.
— Rögnvaldur.
Utvarp Reykjavík
A1IÐMIKUDKGUR
28. apríl
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi ki. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Hreiðar Stefánsson
endar lestur sögunnar
„Snjallra snáða“ eftir Jennu
og Hreiðar Stefánsson (8).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Kirkjutónlist kl.
10.25: Tékkneski orgelleikar-
inn Bohumil Plansky leikur
á orgel Hallgrímskirkju (
Reykjavfk verk eftir Josef
Klicka, Max Reger, Bedich
Wiedermann, Charles Marje
Widor og sjálfan sig.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Suisse Romande hljómsveit-
in leikur „Karnival“, svftu
op. 9 eftir Schumann; Ernest
Ansermet stj. / Fflharmonfu-
sveit Vínarborgar leikur
Sinfónfu nr. 8 f h-moll
„Ófullgerðu hljómkviðuna"
eftir Schubert; Istvan
Kertesz stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
SIÐDEGIÐ
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Þess
bera menn sár/ eftir ^
Guðrúnu Lárusdóttur Olga
Sigurðardóttir les (16).
15.00 Miðdegistónleikar
Julian Bream leikur á gftar
Svftu f d-moll eftir Robert de
Visée. Félagar f Rediviva
hljómlistarflokknum leika
Sónötu fyrir flautu, óbó,
selló og sembal eftir Godfrey
Finger.
Sherman Walt og Zimbler-
hljómsveitin leika Fagott-
konsert nr. 8 í F-dúr eftir
Antonio Vivaldi.
Kammersveitin í Prag leikur
Sinfónfu f Es-dúr op. 41 eftir
Antonfn Rejcha.
18.00 RjörninnJógi
Bandarísk teiknimynda-
svrpa. Þíðandi Jón Skapta-
son.
18.25 Robinson-fjölskvldan
Breskur myndaflokkur
byggður á sögu eftir Johann
Wvss.
12. þáttur. Ognir Suðurevjar
Mðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Breskur fræðslumynda-
flokkur.
Þf'ðandi og þulur Jón O.
Edwald.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Vaka
Dagskrá um bókmenntir og
listir á líðandi stund.
Umsjónarmaður Magdalena
Schram.
Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
16.00 Fréttir. Tilkvnningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
16.40 Litli barnatfminn
Finnborg Scheving sér um
tfmann.
17.00 Lagið mitt
Anne-Marie Markan sér um
óskalagaþátt fyrir börn yngri
en tólf ára.
18.00 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
21.20 Bflaleigan
Þýskur mvndaflokkur.
Þýðandi Bríet Héðinsdóttir.
21.45 Huliðsheimur Maya
Bresk heimildamynd um
menningu Maya-indfána,
uppruna hennar og endalok
á 11. öld.
Eric Thompson, sem helgað
hefur líf sitt rannsóknum á
þessari fornu mcnningar-
þjóð, skoðar rústir gamalla
borga í Guatemala. og í
fylgd með honum er Magnús
Magnússon.
Þýðandi Þórhallur
Guttormsson.
Þulur Ellert Sigurbjörns-
son.
22.45 I kjallaranum
Björn R. Einarsson, Gunnar
Ormslev. Guðmundur Stein-
grfmsson, Árni Scheving og
Karl Möller flytja nokkur
jasslög.
Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
23.15 Dagskrárlok.
KVÖLDIÐ
19.35 Vinnumál
Umsjónarmenn: Arnmundur
Backman og Gunnar Evdal,
lögfræðingar.
20.00 Kvöldvaka
a. Einsöngur
Sigrfður E. Magnúsdóttir
syngur lög eftir Maríu
Brynjólfsdóttur, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Markús
Kristjánsson og Þórarin Guð-
mundsson. Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pfanó.
b. íslenzkar þjóðsagnir,
skráðar f Vesturheimi
Halldór Pétursson flytur.
c. Kvæði eftir Valdimar
Lárusson
Höfundur flytur
d. Kýrábyrgðarfélag Keld-
hverfinga
Þórarinn Haraldsson f Lauf-
ási segir frá einu elzta
tryggingarfélagi landsins.
e. Að kvöldi
Hugleiðingar eftir Þorbjörn
Björnsson á Geitaskarði
Baldur Pálmason les.
f. Alþýðuvfsur um ástina
Söngflokkur syngur laga-
flokk eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, sem stjórnar
flutningi.
21.30 Utvarpssagan: „Sfðasta
freistingin" eftir Nikos
Kazantzakis
Sigurður A. Magnússon les
þýðingu Kristins Björnsson-
ar (21).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Sá svarti senu-
þjófur", ævisaga Haralds
Björnssonar
Höfundurinn, Njörður P.
Njarðvík, les (14).
22.40 Nútfmatónlist
Þorkell Sigurbjörnsson
kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJANUM
MIÐVIKUDAGUK
28. aprfl 1976
Jass í
kjallaranum
Annar þátturinn í KJALLARAN-
UM verður á dagskrá sjónvarps
KL. 22.45 í kvöld. í hinum fyrsta
sem fluttur var á annan páskadag
kom fram hljómsveitin Diabolus in
musica en I þættinum I kvöld
verða flutt nokkur jasslög. Upp-
tökunni stjórnaði Andrés Indriða-
son.
Þeir sem fram koma í þættinum
eru allir þekktir hljóðfæraleikarar,
en þeir eru Bjöm R. Einarsson,
Gunnar Ormslev, Guðmundur
Steingrímsson, Ámi Scheving og
Karl Möller. Allt eru þetta gamlar
kempur í jassinu sagði Andrés
Indriðason, og þeir mun flytja
nokkur gömul og góð jasslög.
Þá sagði Andrés að sami háttur
væri hafður á við upptöku þessa
þáttar og hins fyrri að aldrei er
stoppað til að leiðrétta mistök.
Þátturinn var tekinn upp viðstöðu-
laust og var hljóð og mynd tekið
upp samtímis. Þátturinn tekur
hálfa klukkustund I flutningi og
var jafnlengi verið að taka hann
upp að sögn Andrésar. Áhorfendur
eru viðstaddir í kjallaranum til að
hlusta á tónlistina.
Vaka
Vaka verður í sjónvarpi kl.
20.40 í kvöld. Umsjónamaður
Vöku er Magdalena Schram en
upptöku stjórnaði Andrés Ind-
riðason.
Magdalena sagði að f þessum
þætti yrði farið í vinnustofu
Bjargar Þorsteinsdóttur en
Björg er með um þessar mundir
sýningu á ætingu og aquatint i
sýningarsal byggingarþjónustu
arkitektafélagsins. Skýrir
Björg hvað þetta í raun og veru
er og einnig er farið á sýningu
hennar og litið á verkin.
Þá er farið í Norræna húsið
en þar stendur yfir Grænlands-
vika. Er sýningin skoðuð og
rætt við einn grænlenskan
listamann og eina listakonu. Þá
er einnig rætt við Maj Britt
Imnander forstjóra Norræna
hússins.
Magdalena Schram, stjórnandi
Vöku
Nútímatónlist
Kvöld-
vakan
KVÖLDVAKAN hefst i hljóð-
varpin kl. 20.00 í kvöld. Kennir
þar margra grasa. Sigríður E.
Magnúsdóttir syngur nokkur
lög úr ýmsum áttum við undir-
leik Ölafs Vignis Albertssonar.
Þá mun Halldór Pétursson
flytja þjóðsögur sem allar eiga
það sammerkt að vera skráðar í
Vesturheimi.
Þá flytur Valdimar Lárusson
eigin kvæði og Þórarinn
Haraldsson í Laufási segir fyá
einu elzta tryggingafélagi
landsins sem er Kýrábyrgðar-
félag Keldhverfinga. Baldur
Pálmason mun síðan lesa hug-
leiðingar eftir Þorbjörn Björns-
son á Geitaskarði.
Að lokum verða sungnar
alþýðuvísur um ástina en það
er lagaflokkur eftir Gunnar
Reyni Sveinsson. Gunnar Reyn-
ir stjórnar jafnframt flutningi
vísnanna.
Kvöldvakan verður ein og
hálf klukkustund.
k4 3
HEVRR!
Þátturinn Nútfmatónlist er í
hljóðvarpi kl. 22.40 í kvöld. Þor-
kell Sigurbjörnsson kynnir og
velur lögin sem leikin eru í
þættinum. Undanfarið hafa
verið leikin verk sem komu frá
á International Rostrum of
Composers en það er tónlistar-
hátíð sem haldin er á vegum
Unesco. Hátíð þessi er haldin
árlega i París og rétt til þátt-
töku eiga öll aðildarlönd
Unesco. Hvert land leggur fram
eitt eða tvö verk sem talið er
það bezta sem komið hefur
fram I landinu undanfarin
fimm ár eða svo. Þegar verkin
eru kynnt sitja öll löndin við
sama borð hvað varðar tíma-
lengd og annað.
t fyrra tók Island þátt í Inter-
national Rostrum of Composers
i fyrsta sinn. Voru þá kynnt
tónverk eftir Atla Heimi
Sveinsson og Jón Nordal. Var
þeim báðum mætavel tekið að
sögn Þorkels Sigurbjörnssonar.
1 hvert sinn er eitt verk valið
til sérstakrar viðurkenningar á
þessari árlegu kynningarhátíð.
A siðasta ári varð ungverskt
verk fyrir valinu og var það
spilað í þættinum Nútímatón-
list fyrir nokkru. Höfundur
þess er Ungverjinn Durko.
í þættinum I kvöld verður
enn leikin tónlist frá Inter-
national Rostrum of Composers
en ekki var endanlega ákveðið
hvaða verk yrði leikið.