Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1976
5
menn-
mgu
Grænlendinga”
v..«
' , / V * * *
/ ' . ' , .44 4 í r A , i
Frá Egedesminni á Vestur Grænlandi. Þessi
mjallahvfti þvottur blakir [ vestangolunni, á flóa
lónuðu bátar og hús kúrðu á landi. Það var auðséð
að Grænlenzkar konur þvo oft, þvl sjaldan voru
snúrur þeirra auðar.
Neðri myndin sýnir rólega umferð á aðalgötu
Kristjánsvonar, maður að bera olfubrúsa heim og
barn að borða fs.
Myndirnar til vinstri sýna fseyjar f sjó við
Jakobshöfn, en neðri myndin er af þremur
stöllum f Holsteinsborg— Sisimiut. Myndir: Arni
Johnsen.
GRÆNLAND er tuttugu og einu sinni stærra en
ísland, eða um það bil 2200 milljónir ferkíló-
metra. Þar af er fs yfir landi sem er 1.83:5.900
ferkm og auð landsvæði eru því um 340 þús,
ferkm (þrisvar sinnum stærra en Island) og
þessir fslausu landshlutar eru vítt og breitt um
þetta stóra land, þessa stóru eyju.
Eins og allir vita gaf tslendingurinn Eirfkur rauði Grænlandi,
nafn líklega árið 982 er hann sigldi frá Snæfellsnesi til
Grænlands. A árunum 985 og 86 hófst bvggð tslendinga á
Grænlandi. eða nnrðhúanna eins og þeir eru kallaðir í söeunni.
1 500—600 ár hafa norðbúarnir lifað f Grænlandi, en ekkert er
vitað með vissu um endalok þeirra, hvort þeir hafi dáið af
völdum sjúkdóma, blandast fólkinu í landinu þannig að norra*ni
svipurinn hefur horfið að mcstu, hvort þeir hafa verið drepnir
eða ef til vill siglt frá Grænlandi til Norður-Anieríku.
Grænland nútfmans stendur á tímamótum þar sem gamalt og
nýtt er hvort tveggja mikilvægt. Nútfma iðnvæðing á sér stað,
nútfma fiskveiðar og vinnsla og meira að segja eru Græn-
lendingar þar feti framar en við, því þeir fullvinna stóran hluta
af fiski sfnum. Nútíma husagerð rvður sér rúms með rennandi
vatni og öðrum þægindum, verzlanir með vöruúrvali, einkabílar
rútur og flugsamgöngur milli bvggða bvggjast á stórum þvrlum.
en þær hafa á margan hátt revnst bæði dýrar og óhagkvæmar og
til stendur að hefja flug milli bvggða með flugvélum sem þurfa
ekki langar flugbrautir. Stærð bæja í Grænlandi er allt frá
nokkur hundruð íbúða upp í 10 þús. í Góðvon sem er langstærsti
bærinn.
En þótt margt sé með nýtfzkulegu sniði í Grænlandi í dag, er
gamli hátturinn ekki síður mikilvægur, því gamlar veiðiaðferðir
bæði til sjávar og lands eru við lýði og hundaslcðinn og hundar
eru bráðnauðsynlegir f mörgum norðlægari byggðum Grænlands
og reyndar Iffsnauðsynlegir þar sem hafís og landfs leggst saman
í eina sæng á vetrum. Það er líka í mörgum bvggðum sem ennþá
er mest um allt of Iftil hús, illa bvggð og heilsufarsspillandi
miðað við nútfmakröfur vegna slæmrar upphitunar og loft-
ræstingar.
Maður verður að hafa í huga að Grænland er mjög stórt land
en íbúarnir aðeins 50 þús. og þar af eru 10 þús. Danir og það er
því erfitt um vik á margan hátt að bæta aðstöðuna á hinum ýmsu
stöðum við það veðurfar sem ríkir í landinu. Það verður þó að
segjast að á sfðustu 25 árum hafa framfarir f mörgum málum
orðið geysilega miklar, en vandamálin eru líka mörg. Margt er
þó f áttina og mun ráðast mikið af þeim dagsverkum sem
framundan eru hjá þeim 20 þúsund ungmennum sem eru í dag
undir 15 ára aldri f Grænlandi eða helmingur af öllum inn-
fæddum íbúum landsins.
Þótt byggingarkranar og önnur nútíma verktæki gnæfi vfir
byggðum í Grænlandi fæst fólk eftir sem áður við ýmis handverk
sem tilhevra menningarlífi þjóðarinnar. Menn skera út í bein,
tálga steina og konur stunda listilegan saumaskap, gera græn-
lenzka búninga, hnýta perludjásn og marga góða mvndlistar-
menn eiga Grænlendingar, bæði á sviði grafiskrar tækni og
málverks. Grænlenzka sýningin í Norræna húsinu þessa viku
sýnir mjög vel þá breidd sem er í grænlenzkri list, og það
frábæra handverk sem þessi grannþjóð okkar í vestri býr vfir,
grannþjóð sem býr í seilingarf jarlægð, en við höfum lagt allt of
litla rækt við að kvnnast og hafa samband við.
Reynsla Grænlendinga og íslendinga er á svo
margan hátt lfk að auðvelt er fvrir okkur að
skilja stöðuna ef við á annað borð viljum leggja
það á okkur og sú þróun sem á sér stað f Græn-
landi í dag og t.d. sambúðin við danska rfkið,
minnir á æði margan hátt á síðustu áratugi
tslandsbvggðar.
1 hópi Grænlendinga, spurði ég einri ungan
listamann, Kristian Olsen, að þvf hvenær Græn-
lendingar myndu eignast sinn eigin fána.
„Það kemur að því,“ svaraði hann, „líklega
fvrr en síðar“.
„Hvað eigum við að gera við fána?“ sagði þá
annar Grænlendingur, eldri maður, með nokkr-
um þótta. „Hvað éigum við að gera með fána?
Ég geng alltaf með vasaklút á mér.“
„Það er einmitt þetta,“ hélt þá Kristian
áfram, „eldri kvnslóðin vill enga breytingu, en
með unga fólkinu býr annars konar þjóðernis-
vilji og með honum mun fáninn koma og aðrar
brevtingar sem stuðla að menningu Græn-
lendinga."
GRÆNLANDSDAGARi
Unga fólkið mun
stuðla