Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 10

Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1976 Teppasýning BRYCE «g Donna Hamilton, sérfræðingar I stoppuðum teppum (,,quilts“) og teppasafnarar frá Tipton í Iowa, koma til tslands I þessari viku og munu sýna um tuttugu „quilts“ úr hinu athvglis- verða safni sfnu. Sýningar þessar verða haldnar I tenglum við tvo fvrirlestra, hinn fvrri verður haldinn í Ameríska Bókasafninu á morgun. Sýning þessi er opin fvrir almenning og hefst kl. 20.30. Seinni fvrirlestur- inn ásamt sýningunni verður haldinn í Mvndlista- og handíðaskðla Islands á föstudag, og verður aðeins fvrir nemendur skólans. Bandaríkin eru vel þekkt fvrir tónlistarstarfsemi (t.d. jass og blues), en fáir eru kunnugir sérstöðu stoppaðra teppa í amerískum saumaskap. Sýning Hamilton hjónanna mun varpa nýju Ijósi á þessa listgrein og á það sérstaklega við nú á 200 ára bvltingarafmæli Bandarfkj- anna. Bókaútgefendur stefna að breyttu sölukerfi Karlakór Stykkis- hólms með skemmtun Ahaidahússmálið: Stefnir borgar- stjóra vegna upp- sagnar úr starfi REYNIR Þórðarson fyrrverandi yfirverkstjóri við Ahaldahús Reykjavíkurhorgar hefur f undir- búningi málshöfðun gegn Birgi Isleifi Gunnarssyni borgarstjóra fyrir hönd borgarsjóðs fyrir það sem hann telur ólögmæta upp- sögn og tjón af völdum hennar. Að sögn Tómasar Gunnarssonar lögfræðings, sem undirbýr máls höfðunina, hefur upphæð ból þeirra sem krafizt verður ekl enn verið ákveðin, enda hefo. staðið á gögnum um Iffeyrissjóð borgarstarfsmanna. Bjóst Tómas við þvf að málið yrði þingfrest fyrir borgardómi í maí n.k. Að sögn Tömasar er niálarekst- urinn tilkominn vegna uppsagnar Reynis úr starfi fyrir nokkrum árum. Var uppgefin ástæða mis- ferli í starfi og voru uppgefin 30 kæruatriði. Sakadómsrannsökn fór fram í málinu og að henni lokinni fékk ríkissaksóknari mál- ið til meðferðar. Að sögn Tómasar varð niðurstaða hans sú, að ekki var talin ástæða til kæru né áminningar. Morgunblaðið náði ekki tali af borgarstjóra til að spyrja hann um mál þetta, þar sem hann er erlendis. Eitt afmæl- ið enn í Spandau Berlín. 26. aprfl. AP. RUDOLF Hess átti í dag 82 ára afmæli í Spandau-fangelsinu, þar sem bandarískir , brezkir, franskir og sovézkir hermenn skiptast á um að halda vörð um hann. Sonur hans, Wolf Ruebiger, 38 ára verkfræðing- ur í Miinchen, heimsótti hann á föstudag, en sagðist ekki mega segja neitt um líðan hans. Hann kvað kringum- stæður fangelsisvistar föður síns vera „hneyksli". Ef Vesturveldin vildu gætu þau bundið enda á þetta. Ástæður þeirra fyrir að hafast ekkert að eru afsökun ein. Rússar segja það a.m.k. tæpitungulaust að þeir vilji ekki sleppa föður mínum lausum. Að mínu mati fela Vesturveldin sig á bak við þetta og segjast ekkert geta gert nema Rússar séu. líka með. 1 millitíðinni er verið að kvelja gamlan mann til dauða.“ Rudolf Hess má fá eina hálftímalanga heimsókn á mánuði frá konu sinni eða syni. Þau mega ekki snertast eða faðmast og ekki tala um mál hans. Bréf hans eru rit- skoðuð og dagblöð líka. Hann fær ekki að hafa útvarp eða sjónvarp. Sonur hans segist enn binda vonir við að Hess verði leyft að eyða því sem hann á eftir ólifað með sér og móður sinni. FÉLAG íslenskra bókaútgefenda hélt aðalfund sinn og efndi til bókaþings á Akureyri dagana 22. og 23. apríl. Formaður félagsins, Örlygur Hálfdanarson, flutti skýrslu um starfsemi félagsins og gerði grein fyrir helstu málum, sem komu til úrlausnar á árinu. Merkasta þeirra taldi hann rammasamning, sem gerður var við Rithöfunda- samband íslands og fjallar um höfundalaun og önnur samskipti höfunda og útgefenda, og ráðning framkvæmdastjóra til félagsins, en til þess starfs var ráðinn Gísli Ólafsson. Örlygur Hálfdanarson var endurkjörinn formaður félagsins. Ur stjórn áttu að ganga Arnbjörn Kristinsson, Böðvar Pétursson og Baldvin Tryggvason. Arnbjörn og Böðvar voru endurkjörnir, en i stað Baldvins, sem látið hefur af starfi sem framkvæmdastjóri Al- menna bókafélagsins, var kosinn Hjörtur Þórðarson. Að loknum aðalfundi var bóka- þing sett og var Geir S. Björnsson kjörinn forseti þingsins, en þingritarar GIsli Ólafsson og Lúð- vík Jónsson. Aðalmál þingsins var breyting á sölukerfi félagsins. Böðvar Pétursson hafði framsögu um málið og gerði grein fyrir til- lögu til breytinga, sem hann hafði samið og rædd hafði verið innan stjórnarinnar. Tillaga Böðvars gerir ráð fyrir allróttækum breytingum á sölu- kerfinu, sem miða að því að að- laga það breyttum tímum, gera það sveigjanlegra og meira sölu- hvetjandi en núverandi kerfi, sem haldist hefur lítt breytt allt frá upphafi. Miklar umræður urðu um þetta mál og var tillaga Böðvars að lokum samþykkt einróma með smávægilegum breytingum sem stefnumarkandi grundvöllur í þessu máli. Þá var á þinginu mikið rætt um bókamarkaði á vegum félagsins og um sölu bóka til einstaklinga beint frá forlögum. Samþykkti þingið að hvetja bókaútgefendur til samræmdra aðgerða á þessum sviðum. Fjármál félagsins voru einnig rædd og gerðar ályktanir um þau. í lok þingsins flutti Steindór Steindórsson, fyrrverandi skóla- meistari, fróðlegt erindi um bóka- útgáfu á Akureyri. Kom þar m.a. fram, að í ár eru liðin 125 ár síðan grundvöllur var lagður að stofnun fyrstu prentsmiðju á Akureyri. Að þingi loknu sátu fulltrúar boð bæjarstjórnar Akureyrar. Bæjarstjórinn, Bjarni Einarsson, ávarpaði þingfulltrúa og ræddi m.a. um mikilvægi bókaútgáfu i íslensku samfélagi. Mikið um togara- landanir í Rvík MIKIÐ hefur verið um togara- landanir í Revkjavík að undanförnu og í siðustu viku lönduðu fimm togarar. Mestan afla var Engey með, milli 270 og 280 tonn. Samkvæmt upplýsingum Inga Magnússonar hjá Togara- afgreiðslunni landaði Narfi 132 tonnum á föstudag, Ögri landaði 180 tonnum á miðviku- dag, Hjörleifur var á þriðju- dag með 60—70 tonn og Engey 270—280 tonn eins og fyrr get- ur og á mánudaginn landaði Vigri 160—170 tonnum. Ingi sagði að einhverjir togarar kæmu inn með fisk til löndunar I þessari viku og heyrst hefði að eitthvert kropp væri hjá þeim. Stykkishólmi 23. apríl KARLAKÓR Stykkishólms hélt fyrir skömmu söngskemmtun i nýja félagsheimilinu í Stykkis- hólmi við húsfylli og ágætis við- tökur. Bauð hann sérstaklega eldri borgurum bæjarins til þess- arar hátíðar. Á söngskrá voru mörg og viðamikil verkefni eftir innlenda og erlenda höfunda. Séra Hjalti Guðmundsson hefir æft kórinn undanfarin ár og verið stjórnandi hans. Hann söng einn- ig einsöng á þessari sönghátið. Þá söng Bjarni Lárentsinússon ein- söng með kórnum. Kórfélagar eru 26 og hafa æfingar verið í vetur eftir því sem möguleikar hafa leyft, en nokkrir kórfélaganna stunda sjóróðra og erfitt um vik fyrir þá að sækja æfingar. Það var álit allra þeirra sem sóttu hljóm- leika þessa að þeir hefðu verið kórnum og stjórnanda til mikils sóma, og sást það best á viðtökum þeim sem kórinn fékk. Efnið var blandað, bæði létt og leikandi, alvörukennt og hátiðlegt. Léttar lagasyrpur islenskar vöktu mik- inn fögnuð og meðferð kórsins og samstilling vöktu verðskuldaða athygli enda hafa kórfélagar og söngstjóri ekki kastað höndunum til þessarar sönghátíðar. Karla- kórinn hefir starfað síðan 1945, en þó ekki óslitið þvi mörg skörð og tímabil hafa komið en kórinn jafnan vakinn upp á ný. Auðvitað hafa mikil mannaskipti orðið enda bæði út og innstraumur í vaxandi byggðarlagi sem Stykkis- hólmur er. Formaður kórsins er Lárus Kr. Jónsson. Stykkishóímsbúar óska kórnum allrar blessunar, enda setur hann góðan menningarblæ á kauptúnið og er því til sóma. Við þökkum þessa ágætu tónleika og vonum að fleiri fái að njóta þeirra, enda hafa kórfélagar mikinn hug á að syngja víðar en í Stykkishólmi. Fréttaritari. Skólauppsögn í 30. sinn Sauðárkróki 20/4 ’76 HINN 30. april n.k. verður Iðn- skólanum á Sauðárkróki sagt upp í þrítugasta sinn. Aðalhvatamaður að stofnun skólans var séra Helgi heitinn Konráðsson, hann var skóla- stjóri fyrstu 4 árin. Friðrik Margeirsson stjórnaði skólan- um næstu 13 árin, en núverandi skólastjóri, Jóhann Guðjónsson, frá 1964. Vitað er að allmargir eldri nemendur ætla að koma og með því heiðra sinn gamla skóla og rifja upp endur- minningar frá skólaárunum; þeir eru allir velkomnir. — Jón Stórglæsilegt einbýlishús í Kópavogi Hef til sölu 6 herb. einbýlishús við Hrauntungu ásamt bílgeymslu. Glæsilegur garður og fallegt útsýni. Sigurður Helgason hrl. Þinghólsbraut 53, sími 42390. Einbýlishús óskast Óska eftir að taka á leigu einbýlishús, sem í eru 2 íbúðir, á góðum stað í bænum. Skilyrði að hverfið sé fullfrágengið. Upplýsingar í síma 261 13. Háaleitishverfi Til sölu rúmgóð 2ja herb. íbúð á 4. hæð í blokk við Safamýri. Gluggar og svalir í vesturátt. Sameign og íbúðin eru í góðu standi. Verð ca 6 millj. Afhending í júní. Lögfræði- og endurskoðunarstofa, Ragnar Ólafsson hrl., löggiltur endurskoðandi, Ólafur Ragnarsson hrl, Laugavegi 18, simi 22293. 4ra herb. í smíðum Höfum í einkasölu 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Fífusel í Breiðholti II, sem er nú þegar tilbúin undir tréverk og málningu. Sameign verður frágengin. íbúðin er 3 svefnherb. 1 stofa, eldhús, bað, þvottahús og búr og stórar svalir. íbúðinni fylgir húsnæðismálalán 1.700.000 kr. Kemur til greina að skipta á vandaðri 2ja herb. íbúð á hæð, Breiðholti, Hraunbæ eða Háaleitishverfi eða bein sala. 2ja herb. við Álftamýri Höfum í einkasölu 2ja herb. jarðhæð um 60 fm. 1. svefnherb. 1. stofa, eldhús, bað, fata- herb. og geymsla. íbúðin er teppalögð, laus samkomulag. Útborgun 4 millj. Samningar og Fasteignir Austurstræti 10 5. hæð Sími24850 heimasími 37272.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.