Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 1976
13
Sveinn Skorri Höskuldsson:
Orðið við áskorun
1 Morgunblaðinu s.l. laugardag
birtist bréf til Vilhjálms Hjálm-
arssonar menntamálaráðherra,
undirritað af fimmtán rithöfund-
um, sem fara þess á leit að ég gefi
opinbera skýringu á veitingu við-
bðtarritiauna til Dags Sigurðar-
sonar í desember 1975. Af þessum
sökum hef ég sent menntamála-
ráðherra eftirfarandi bréf:
Reykjavík, 26. apríl 1976.
Hr. menntamálaráðherra
Vilhjálmur Hjálmarsson
Menntamálaráðuneytinu
Reykjavík.
í Morgunblaðinu laugardaginn
24. apríl s.l. birtist til yðar bréf
frá fimmtán rithöfundum, sem
mótmæla „þeirri ósvinnu“ að
Degi Sigurðarsyni skyldu veitt
viðbótarritlaun, kr. 300 þúsund, í
desember 1975. í lok bréfsins seg-
ir:
„Samkvæmt reglugerð hafið
þér, háttvirtur menntamálaráð-
herra, skipað Svein Skorra
Höskuljjsson formann nefndar-
innar, og við æskjum því þess við
yður að þér beitið yður fyrir því
að prófessorinn gefi opinbera
skýringu á fyrrgreindu athæfi
sínu.“
Mér er ljúft, herra menntamála-
ráðherra, að verða við óskum
þessara rithöfunda þó að ihlutun
yðar hafi ekki komið til.
Áður en ég geri grein fyrir því,
hvers vegna ég greiddi atkvæði
með því að Dagur Sigurðarson
Engin jarð-
stöð fyrr en
eftir 1980
EINS og kunnugt er af fréttum
hefur mikið verið rætt um að
undanförnu hvort lslendingar
ættu að reisa jarðstöð eða fá
lagðan nýjan sækapal til fjar-
skipta við útlönd. Nú hefur Hall-
dór E. Sigurðsson samgönguráð-
herra skýrt frá þvf, að jarðstöð
verði ekki reist fyrr en eftir 1980,
vegna bindandi samninga okkar
við Stóra norræna sfmafélagið.
Halldór E. Sigurðsson sagði I
samtali við Morgunblaðið í gær,
að Island væri bundið samningum
við Stóra norræna fram til 1985.
og ef ekki væri staðið við gerða
samninga ættum við á hættu
málshöfðun. Sagði samgönguráð-
herra, að þegar væri búið að
leggja sækapal nokkurn spotta i
átt að tslandi frá Færeyjum og
helzt þyrfti að drífa í því á þessu
ári að leggja hann alla leið, enda
ættu Islendingar ekki að þurfa
bera mikinn kostnað af lögn hans.
Samgönguráðherra sagði, að
svo gæti farið að allar rásir
sækaplanna yrðu fullnýttar
skömmu eftir 1980 og því bæri að
stefna að því, að semja þannig við
Stóra norræna, að íslendingar
gætu þá reist jarðstöð.
BLAÐINU hefur borizt eftir-
farandi fréttatilkynning frá
félögum sjálfstæðismanna f Nes-
og Melahverfi og Vestur- og Mið-
bæjarhverfi:
Fimmtudaginn 12. apríl siðast-
liðinn héldu félög sjálfstæðis-
manna i Nes- og Melahverfi, og
Vestur- og Miðbæjarhverfi fund
um efnahagsmálin i Atthagasal
Hótel Sögu, og hófst hann kl.
20.30.
Frummælendur á fundinum
voru Aron Guðbrandsson for-
stjóri og alþingismennirnir Jón
Sóines bankastjóri og Sverrir
Hermannsson framkvæmdastjóri.
Fundarstjóri var Valgarð Briem
hrl.
Frummælendur, sem allir eru
þekktir að því að halda fram af
hlyti viðbótarritlaun 1975, hlýt ég
þó að leiðrétta mishermi og rang-
færslur, er fram koma í bréfi rit-
höfundanna.
1 upphafi bréfsins er látið að
þvi liggja að Bergur Guðnason
hafi ekki átt hiut að veitingu við-
bótarritlauna til Dags Sigurðar-
sonar.
Hér er málum blandað. Strax
eftir fyrstu sameiginlega yfirferð
umsókna urðum við þrjú, sem
vorum i úthlutunarnefnd, sam-
mála um veitingu' viðbótarrit-
launa til 34 höfunda af 40, sem
gátu fengið þau. Dagur Sigurðar-
son var meðal þeirra. Hann var að
vísu ekki meðal þeirra höfunda,
er Bergur Guðnason stakk upp á,
en Bergur féllst á veitingu viðbót-
arritlauna til hans eftir litlar um-
ræður.
Það er rangfærsla á staðreynd-
um í bréfi rithöfundanna fimm-
tán er þeir segja að úthlutunar-
nefndin hafi samþykkt ..... við-
bótarritlaun fyrir árið 1974 út á
umsókn Dags Sigurðarsonar fyrir
pésann „Meðvituð breikkun á ras-
kati““, eins og í bréfinu stendur
og er þar með gefið í skyn að
þetta ritverk eitt hafi komið til
athugunar við úthlutun viðbótar-
ritlauna Dags.
Víkjum þó fyrst að þessu til-
tekna kveri. Þegar höfundarnir
hafa tíundað smæð þess telja þeir
það „... bera vitni fullkomnum
dómgreindarskorti bókmennta-
prófessorsins um hvað kallast get-
ur bók.“
Hér virðist gæta þess misskiin-
ings hjá rithöfundunum fimmtán
að aðeins hafi verið heimilt að
veita viðbótarritlaun fyrir útgefn-
ar ,,bækur“.
1 „reglum um viðbótarritlaun",
sem þér, herra menntamálaráð-
herra, gáfuð út 22. sept. 1975 og
úthlutunarnefndinni bar að fara
eftir, segir svo í 2. gr.:
„Uthlutun miðast við ný ritverk
útgefin eða flutt opinberlega á
árinu 1974.“
Þetta voru einu ákvæðin um
hvaða verk kæmu til álita við út-
hlutun viðbótarritlauna.
Rammi þessara ákvæða er skyn-
samlega rúmur. Þannig komu
einnig til greina óprentuð verk,
t.a.m. leikrit, sem flutt höfðu ver-
ið á sviði, í sjónvarp eða útvarp.
Einnig virðist mér skynsamlegt
að hafa ekki þröng, bindandi
ákvæði um stærð ritverka eða um
það með hverjum hætti sölu og
dreifingu prentaðra ritverka
skuli vera háttað. Mér virðist
t.a.m. fráleitt að síður komi til
álita við úthiutun viðbótarrit-
launa sá rithöfundur, sem hefur
kosið að gefa bók út á eiginn
kostnað og dreifa henni til les-
enda, en hinn, sem velur hefð-
bundnar leiðir verslunarmennsku
með bókmenntir.
Vegna þeirrar lítilsvirðingar á
smæð „pésa“ Dags, sem mér virð-
ist gæta í bréfi rithöfundanna
fimmtán, vildi ég í vinsemd
einurð ákveðnum skoðunum í
efnahags- og fjármálum, brugðust
ekki vonum fundarmanna og var
góður rómur gerður að máli
þeirra.
Eftir framsöguræður urðu
fjörugar umræður og margir tóku
til máls, en fundinum var slitið
þegar framsögumenn höfðu svar-
að fyrirspurnum kl. 0.30.
Ekki voru gerðar neinar sér-
stakar samþykktir á fundinum,
en berlega kom þó i ljós vilji
fundarmanna í ýmsum atriðum.
Allir virtust vera á einu máli
um að nú yrði að snúa við, og
ríkisvaldið yrði að draga mjög úr
fjárfestingum og spara i rekstri,
ef ekki ætti illa að fara. Einnig
voru menn sammála um að nauð-
syn bæri til þess að styrkja krón-
una til dæmis með verðtrygging-
minna þá á að gildi skáldverka
hefur hingað til ekki verið mælt í
metrum nema af sjaldséðri teg-
und andlegra fátæklinga, sem
kváðumeta bækureftir rúmfangi
þeirra i hillum. Ég hef sem betur
fer aldrei kynnst slíkum persón-
um í holdinu og undrast nokkuð
að sjá glytta í sama sjónarmið hjá
„starfandi" rithöfundum. Eg hélt
að allir vissu að lítið arkar kver
getur verið merkara framlag til
bókmennta og menningar en dig-
ur tuttugu arka doðrant, sem sóð-
að hefur verið saman i flaustri
með segulbandstækni og úrklipp-
um.
Þó að Dagur Sigurðarson hefði
ekki sótt um viðbótarritlaun fyrir
annað en kver sitt, Meðvitaða
breikkun á raskati, fullnægði það
eitt formlegum skilyrðum úthlut-
unarreglnanna.
En höfundarnir fimmtán rang-
færa beinlínis umsókn starfsbróð-
ur sins Dags Sigurðarsonar. Það,
sem máli skiptir i umsókn hans,
dags. 4. nóv. 1975, er svohljóð-
andi:
„... vér, Dagur, (Sigurðarson
Thoroddsen, til heimilis að Miklu-
braut 34, Rvík,) ... köllum til
viðbótarritlauna fyrir ... Meðvit-
uð breikkun á raskati sem útkom
1974 og þátt vorn i gerð bókarinn-
ar Drepa ... drepa ... sem unnin
var í samvinnu við Einar Ólafsson
sama ár.“
Nú sótti Einar Ólafsson einnig
um viðbótarritlaun fyrir Drepa
drepa ... og er umsókn hans dags.
25. nóv. 1975. Hann getur þess
fyrst að hann hafi þegar gefið út
fjórar bækur en kveðst gera „til-
kall til viðbótarritlauna" fyrir
ljóðabók ..... sem ber nefnið
Drepa drepa, og var samansett og
útgefin og kostuð í góðri sam-
vinnu við Dag Sigurðarson haust-
ið 1974 . ..“
í hvorugri umsókninni var vik-
ið einu orði að því hvaða þættir
bókarinnar Drepa drepa ... væru
eftir hvorn höfund. Bókin sjálf,
sem er myndskreyttur ljóðabálk-
ur, 20 bls. í allstóru broti, ber þess
ekki heldur vitni hvað af efni
hennar sé eftir hvorn höfund.
Af texta umsóknanna og bók-
inni sjálfri leit ég svo á að höf-
undarnir teldu bók sína, myndir
og lesmál, þvílíka heild að þar
ættu þeir jafnan hlut. Fyrir því
liggja og ýmis rök. Auk þeirrar
almennu reglu að form og efni
verði trauðla að skilin i skáldskap
á það sérstaklega við um mörg
nútíma verk að prentlistarleg
uppsetning þeirra getur verið
mikilvægur þáttur í áhrifagildi
þeirra.
Við úthlutun viðbótarritlauna
til Dags Sigurðarsonar var í sam-
ræmi við umsókn hans tekið tillit
til þeirra tveggja verka (hlutar
hans að öðru þeirra), er hann gat
þar um.
Skal ég þá víkja að efnislegum
forsendum þess að ég greiddi því
atkvæði að Dagur Sigurðarson
hlyti viðbótarritlaun.
um, þá jafnt á útlán sem innlán,
eða með einhverjum öðrum til-
tækum ráðum. Auk þess kom
mönnum saman um, að stórt spor
í rétta átt væri að gefa frjálsa
verðmyndun i landinu, en sam-
kvæmt reynslu annarra þjóða, þar
á meðal norðurlandaþjóðanna,
hefur allt annað en frjáls verð-
myndun reynst illa.
Yfirgnæfandi meirihluti
fundarmanna lýsti sig fylgjandi
hugmyndum Arons Guðbrands-
sonar, um að okkur beri aðstöðu-
gjald fyrir afnot NATO af land-
inu, alveg eins og afnotagjald er
tekið fyrir aðrar landsnytjar.
Margt fleira var rætt á fundin-
um t.d. nýting auðlinda landsins,
varma- og vatnsafls, fiskveiðar
o.fl., sem of langt yrði upp að
telja.
Það gerði ég fyrst og fremst
vegna þess að' ég taldi hann mak-
legan viðbótarritlauna fyrir áður-
nefnd tvö verk (hlut að öðru
þeirra) frá árinu 1974.
Fleira kom þó til í mínum huga.
Ég tel það ekkert launungarmál
að við þrjú, sem úthlutuðum við-
bótarritlaunum i fyrra, höfðum í
huga þá gagnrýni, sem fram hafði
komið á tvær fyrri úthlutanir
þess efnis að einstakir höfundar
hefðu þá orðið afskiptir. Ef við
urðum að velja milli tveggja rit-
höfunda, sem okkur virtust hafa
jafna verðleika til viðbótarrit-
launa en annar hafði hlotið þau
við fyrri úthlutanir, þá veittum
við launin þeim höfundinum, sem
áður hafði farið á mis við þau.
Dæmi um slikan mannjöfnuð
Dagur Sigurðarson
voru að vísu ekki nema tvö eða
þrjú og þau voru ekki til umræðu
við ákvörðun viðbótarritlauna til
Dags.
Ég vil hér benda á tvö atriði
sem að mínu mati gáfu honum
ákveðinn siðferðilegan rétt til við-
bótarritlauna 1975, auk þess sem
verk hans 1974 fullnægðu að
mínu áliti bæði formlegum og
efnislegum kröfum.
Við fyrstu úthlutun viðbótarrit-
launa í desember 1973 var að
vissu marki tekið tillit til út-
kominna verka allt aftur til ársins
1970. Dagur Sigurðarson gaf út
ljóðabók sína, Rógmálm og grá-
silfur, 139*bls. að stærð, árið 1971,
þ.e. síðar en bækur, sem veitt
voru viðbótarritlaun fyrir við
fyrstu úthlutunina.
Þá hefur Dagur siðan 1958
stöðugt unnið að listsköpun,
skáldskap og listmálun, án þess að
hafa hlotið nokkur opinber laun
fyrir. Er úthlutunin fór fram
hafði hann þegar gefið út átta
verk f bókarformi, og kom síðasta
bókin út á fyrra helmingi ársins
1975 Þar að auki hefur hann birt
skáldskap í tímaritum og flutt
verk sin opinberlega.
Þegar Dagur kom fyrst á sjónar-
sviðið sem skáld átti hann strax
nokkuð sérstæðan tón. Á þeim
árum einkenndist islensk ljóða-
gerð af fremur innhverfum skáld-
skap, einatt dulúðugum og
bornum uppi af torræðu mynd-
máli. Ljóð Dags voru aftur á móti
úthverf, opin og nokkuð bersögul.
Þegar þess er gætt að slíkur ljóð-
still hefur nú siðustu árin eignast
marga fulltrúa í hópi yngstu ljóð-
skálda okkar virðist mér með
nokkrum rétti mega telja Dag
meðal forgöngumanna nýrrar
stefnu i ljóðagerð, hvort sem hún
verður kennd við „hið skorinorða
ljóð“ eða annað.
Af öllu því sem nú hefur verið
rakið, taldi ég að Dagur Sigurðar-
son væri maklegur viður-
kenningar og að þau tvö verk
(annað ásamt öðrum), sem hann
sendi frá sér 1974 veittu honum
rétt til viðbótarritlauna 1975.
Ég fæ ekki skilist svo við bréf
rithöfundanna fimmtán að lýsa
ekki undrun minni og fyrirlitn-
ingu á eftirfarandi kafla þess:
„Við mótmælum því að Sveinn
Skorri Höskuldsson prófessor í
bókmenntum við Háskóla íslands
og formaður úthlutunarnefndar,
skuli óátalið geta framið þennan
verknað (þ.e. úthlutun viðbótar-
ritlauna til Dags Sigurðarsonar),
sem telst vart annað en svívirðing
við alla bókmenntaiðju í landinu
Ég hefði getað skilið höfundana
fimmtán ef þeir hefðu gagnrýnt
okkur í úthlutunarnefnd fyrir að
vefta ekki tilteknum höfundum
viðbótarritlaun. Það er ætíð vandi
þegar úthluta skal ákveðinni fjár-
hæð til helmingi færri manna en
um hana sækja og vonlítið að
fundið verði fullt réttlæti i þeim
efnum. Ég held því ekki heldur
fram að okkur hafi tekist það.
Hitt fullyrði ég að við þrjú í út-
hlutunarnefnd unnum verk okkar
eftir bestu vitund og samvisku.
Það hneykslar mig að til skuli
vera á íslandi rithöfundar, sem
telja það að starfsbróðir þeirra
hljóti viðbótarritlaun . vart
annað en svívirðing við alla bók-
menntaiðju í landinu ...“
Undir þessi orð skrifa fimmtán
„starfandi" rithöfundar með for-
mann Rithöfundaráðs íslands
sem oddvita. Tilgangur Rithöf-
undaráðs er svo skilgreindur í 5.
gr. laga Rithöfundasambands ís-
lands:
„Rithöfundaráð gætir menning-
arlegra hagsmuna rithöfunda
eins og þeir eru skilgreinir i
þriðju grein laga þessara . ..“ en
þar segir að það skuli“ ... verja
frelsi og heiður bókmenntanna og
standa gegn hvers kyns ofsóknum
á hendur rithöfundum og hindr-
unum í starfi þeirra.“
Fróðlegt væri að heyra hvort
rithöfundar almennt telja það
samrýmast tilgangi Rithöfunda-
ráðs að formaður þess beiti sér
fyrir undirskriftasöfnun, sem síð-
an er birt opinberlega, um það að
veiting viðbótarritlauna til ákveð-
ins rithöfundar sé „.. . vart annað
en svívirðing við alla bókmennta-
iðju í landinu ...“
Eða hverjir eru hinir fimmtán
að þeir séu þess umkomnir að
dæma svo bókmenntalegt gildi
skáldskapar Dags Sigurðssonar?
Það mun tíminn leiða í ljós.
Ég hef nú, herra menntamála-
ráðherra, svarað bréfi rithöfund-
anna fimmtán i svo stuttu máli,
sem mér hefur verið unnt. Ég vil
að lokum leyfa mér að ráðleggja
yður að lesa skáldverk Dags Sig-
urðarsonar, bæði frá árinu 1974
sem og eldri og yngri verk hans.
Vænti ég þess að þér sannfærist
þá um að válegri slys hafi hent í
íslensku menningarlifi en það er
Degi Sigurðarsyni var úthlutað
viðbótarritlaunum 1975. Enn
fremur væri forvitnilegt fyrir yð-
ur að heyra hvort nokkur úr hópi
yngstu ljóðskálda á íslandi telja
ekki að skáldskapur Dags hafi
haft gildi fyrir 1 jóðstíl þeirra og
afstöðu.
Af gefnu tilefni, þ.e. því hversu
nokkrir rithöfundar skrifuðu í
dagblöð í fyrra er forveri minn í
úthlutunarnefnd, Þorleifur
Hauksson, baðst undan sæti i
henni, vil ég að síðustu taka fram
að næsta háskólaár hef ég fengið
leyfi frá kennslu til að stunda
rannsóknarstörf. Hyggst ég verða
í Dar.mðrku og kanna þar höf-
undarferil og skáldverk Gunnars
Gunnarssonar. Ég get þvi ekki á
hausti komanda tekið tilnefningu
í úthlutunarnefnd neins konar
launa til rithöfunda,
Virðingarfyllst.
Sveinn Skorri Höskuldsson
Samsöngur
karlakóra
KARLAKOR Keflavikur og
Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði
munu halda sameiginlega sam-
söngva í heimabæjum sínum á
næstuni fyrir styrktarfélaga sína
og aðra. Munu kórarnir svngja
sinn í hvoru lagi og saman. Enn-
fremur mun koma fram tvöfaldur
kvartett úr Karlakór Keflavikur.
Söngstjórar verða Eiríkur Sig-
tryggsson og Gróa Hreinsdóttir,
sem einnig annast undirleik
ásamt Agnesi Löve. Fyrsti sam-
söngurinn er í dag, 28. april i
Félagsbíói í Keflavík, en síðan
verður aftur á sama stað sam-
söngur á fimmtudag. Báða dagana
hefst söngurinn klukkan 21.
Miðvikudaginn 5. marz og föstu-
daginn 7. marz munu svo kórarnir
syngja í Bæjarbíói i Hafnarfirði
og hefjast tónleikarnir klukkan
21 bæði kvöldin. Á laugardag
verða síðan síðustu tónleikarnir i
Bæjarbiói klukkan 15.
Vilja frjálsa verðmyndun