Morgunblaðið - 28.04.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAC.UR 28. AFRlL 197K
19
Minning:
Pétur Bjarnason
hafnarstjóri
F. 4.1. 1939
D. 21.4 1976
Er ég átti samtal við Pétur
Bjarnason, hafnarstjóra á
Akureyri, skömmu fyrir páska til
þess að undirbúa væntanlegan
stjórnarfund í Hafnasambandi
sveitarfélaga, þá barst í tal, að
senn færi að kveðja einn af
mildustu vetrum, sem komið
hefði lengi á Akureyri og að ár-
viss sumarblíða Eyjafjarðar
myndi innan tíðar hefja innreið
sina.
Til þessa sumars horfði Pétur
með sérstakri eftirvæntingu, því
nú myndu komast í notkun ný
hafnarmannvirki á Akureyri,
þannig að Akureyrarhöfn yrði
megnug að veita þá þjónustu, sem
nútíma flutningahættir krefjast,
en allt frá því að Pétur tók við
hafnarstjórastarfinu hafði hann
barist fyrir þvi, að Akureyri not-
færði sér hin hagkvæmu náttúru-
legu skilyrði til hafnargerðar. Síst
óraði mig fyrir þvi er þetta samtal
fór fram að hin sérstæðu íslensku
tímamót færðu mér þá helfrétt, er
mér barst er formaður hafnar-
stjórnar Akureyrar hringdi til
mín að kvöldi siðasta vetrardags
og greindi mér frá láti Péturs
Bjarnasonar, hafnarstjóra.
Pétur var sonur merkra
borgara Akureyrarbæjar, sem ég
minnist af orðspori, er ég dvaldi
þar við nám, en ættir hans eru úr
Húnaþingi og Vestfjörðum.
Hann nam til stúdentsprófs við
Menntaskólann á Akureyri, en
hélt að stúdentsprófi loknu til
Þýskalands, þar sem hann lauk
haskólaprófi í vélaverkfræði frá
tækniháskólanum í Darmstadt. í
Þýskalandi kynntist Pétur lífs-
förunaut sínum Giselu, fædd
Stephan. Hún fylgdi manni sínum
hingað til framandi þjóðar og
hefur tileinkað sér íslenska siði
og hætti á skömmum tima.
íslensku talar hún svo lýtalaust
að undrun sætir. Minnist ég þess
hve undrandi ég varð fyrir nokkr-
um árum er hún ræddi við aðra
þýskfædda konu alvarlegustu
heimsvandamál á íslensku.
Kynni okkar Péturs urðu allná-
in þau 6 ár er við höfðum setið
saman í stjórn Hafnasambands
sveitarfélaga. Pétur hafði gegnt
þar ýmist ritara eða gjaldkera-
störfum af mikilli samviskusemi.
Hann var tillögugóður og raunsær
í flutningi mála, en hélt fast við
sannfæringu sína.
Er Hafnasambandið bauð í
fyrsta skipti fulltrúum hafnasam-
banda á hinum Norðurlöndunum
að sitja ársfund sinn, þá var sá
ársfundur haldinn á Akureyri.
Kom þá I hlut Péturs á sjá um
móttöku og fyrirgreiðslu við hina
erlendu gesti. Minntust þeir oft
síðar þessa Akureyrarfundar og
ekki síst höfðinglegrar móttöku á
heimili hafnarstjórahjónanna
fyrsta kvöldið eftir komuna til
Akureyrar.
Minning:
Flórent Thorlacíus
Bjargmundsson
Fæddur 31. júlf 1909
Dáinn 14. apríl 1976
Flórent Bjargmundsson vöru-
bifreiðarstjóri andaðist í Land-
spítalanum 14. apríl s.l. eftir
erfiða sjúkdómslegu.
En þá eins og fyrr, var hann
hinn sterki sem hughreysti, þó
hann vissi að hverju færi.
Flórent var sonur Borghildar
Þorsteinsdóttur saumakonu og
Bjargmundar Sigurðssonar skip-
stjóra. Flórent var aðeins 5 ára að
aldri er faðir hans lést. Eftir það
ólst hann upp með móður sinni og
svo í skjóli seinni manns hennar,
Guðmundar Gissurarsonar.
Flórent Bjargmundsson var sann-
kallað Reykjavíkurbarn, þó var
hann fæddur í Hafnarfirði og
alinn þar upp til 12 ára aldurs, en
þá fluttist hann með móður sinni
til Rvikur og þar bjó hann öll sín
manndómsár og þar kynntist
hann sinni elskuðu eftirlifandi
eiginkonu Ágústu Thomasen,
dótturdóttur Einars prentsmiðju-
stjóra Þóðrarsonar (danne-
brogsmanns I Skildinganesi Jóns-
sonar! Einar var 4. maður I bein-
an karllegg frá Torfa prófasti á
Reynivöllum, bróðir Jóns próf.
Halldórssonar i Hítardal og því
fimmmenningsfrændsemi með
Einar og Hilmari landshöfðingja,
dánum 1888) Ágústa er þvi Reyk-
víkingur í húð og hár.
Ástríki og innileiki var mikill í
samlífi þeirra.
Kærleikurinn speglaðist í
augum þeirra, likt og hjá ungum
elskendum á vordegi. 50 ára erfiði
hafði ekki bugað þau. í 50 ár
höfðu reynslustormarnir geysað
og bjarkirnar höfðu bognað en
þær brotnuðu ekki, þær reistu
krónurnar jafnóðum og lygndi.
Svona getur lifið verið dásamlegt,
þar sem mannkostir eru fyrir
hendi. Þegar Flórent var ungur
var það bifreiðaaksturinn sem tók
allan hug ungra manna.
Það var þeirra tima ævintýri og
Flórent hóf akstur vörubifreiða
og stundaði þá atvinnu alla tíð.
Hann var vel látinn af vinnufélög-
um sínum og ekki síður af vinnu-
veitendum sem var Reykjavíkur-
borg á siðari árum.
Margur fer og skoðar löndin og
álfurnar eða þýtur á bflnum
sinum út um .andsbyggðina. Þess
þurfti Flórent ekki. Reykjavik
var hans ferðamannaland.
Honum var nóg að aka um borg-
ina sina, þar var alltaf nóg að
skoða og sjá. Það er einmitt þetta,
við förum svo vítt um að við
gleymum byggðarlaginu okkar.
Kynni okkar hófust fyrir 15 ár-
um. Fljótlega lærðum við að meta
Flórent og Ágústu. Flórent
þennan trausta og rólega mann,
Framhald á bls. 22
Svava Sigurðardóttir
Kveðja til móðursystur
Fædd 24. 2.1907
Dáin 17.4.1976
.\kvorAuil mín og mæld erslund.
Mitt Iff stendur í þinni hönd.
Andlátið kcmur eitt sinn að.
Einn veiztu j»uð, nær skeður það.
(Hallgr. Pétursson)
Mikil vizka felst í orðum sálma-
skáldsins, en þrátt fyrir það kem-
ur manni andlátsfregn vinar og
skyldmennis alltaf mikið á óvart,
jafnvel þótt viðkomandi sé komin
af léttasta skeiði og gangi ekki
heil til skógar.
Já, hún Svava frænka er dáin
— en frá því ég fyrst man eftir
mér minnist ég Svövu frænku
sem einhvers sjálfsagðs og
trausts, sem maður gat reitt sig á
ef maður leitaði til. Enda brást
hún aldrei í nær 60 ár, hvorki
mér, konu minni, börnum né
barnabörnum, sem hún hugsaði
hlýtt til og gladdi, og minnumst
við hennar öll með þökk og virð-
ingu.
Við samhryggjumst Agústi
Jónssyni, eiginmanni hennar, og
skyldmennum.
Við sjáum. hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf
lyftir í eilífan aldingaró
því öllu. sem Drottin gaf.
< >Iatth. Joch.)
Bjarni Kr. Björnsson
Svava, sem okkur hjónunum
reyndist svo vel á okkar fyrstu
búskaparárum, er dáin.
Við fundum strax, er við flutt-
um á Drekavog 18, að Svava og
Ágúst voru miklir og góðir
búendur, sem gott var að leigja
hjá. Enda fór það svo, að þaðan
fluttumst við ekki fyrr en við
fórum utan til náms. Þangað
barst okkur tryggð Svövu í gegn-
um bréfaskriftir. Bréfin hennar
glöddu okkur og mátum við þau
mikils.
Svava var ráðagóð og mikill vin-
ur vina sinna. En hennar helzta
áhugamál þann tíma, sem við
þekktum hana, var heimili þeirra
Ágústs. Það bar glöggan vott um
dugnað hennar og smekk. Enn-
fremur höfðu þau hjón feikilegan
áhuga á garðrækt. í fyrstu skild-
um við ekki hvers vegna Svava
vildi enn á ný reyna við rósarækt-
ina, eftir að sumarið áður hafði
verið svo rigningarsamt, að aldrei
sprungu rósirnar út. En við öðluð-
umst skilning á þrautseigju henn-
ar er við nutum með henni ánægj-
unnar af fegurð garðsins á kyrr-
um sumarkvöldum.
Svava hafði mikla unun af
ferðalögum. Hún ferðaðist ntikið
um landið og fór þá gjarnan á af
Framhald á bls. 22
Þar átti að sjálfsögðu ekki
minnst hlut að máli, frú Gisela,
sem með elskulegheitum og prúð-
mennsku sinni gerði okkur öllum
þessa kvöldstund svo eftirminni-
lega.
Við fráfall Péturs Bjarnasonar
hefur Akureyrarbær misst einn
sinna hæfustu framámanna. en á
hinum skamma starfsferli sínum
starfaði Pétur að uppbyggingu
dráttarbrautarinnar á Akureyri,
sem er grundvöllur að rekstri
stærstu skipasmíðastöðvar í land-
inu, Slippstöðvarinnar á Akur-
eyri, og á þessu sumri munu
verða tekin’í notkun hafnarmann-
virki þau, sem hann lagði drjúgan
skerf til að reist yrðu til hag-
kvæms hafnarreksturs á Akur-
eyri. Hvorttveggja mun halda
minningu hans á loft unt ókomin
ár.
Þjóð vorri er mikil eftirsjá í, er
ungir hæfileikamenn falla frá
langt um aldur fram.
Sár er harmur aidurhniginna
foreldra, en sárastur er harmur
ekkjunnar og barnanna ungu.
Fyrir hönd Hafnasambands
sveitarfélaga flyt ég ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Okkur hjónunum er söknuður
að kærum vini.
Gunnar B. Guðmundsson
+
Faðir minn,
GEIR
JÓSEFSSON,
sem andaðist 15 apríl s.l. verð
ur jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 29 apríl kl
10:30 Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Geirsdóttir.
Móðir min, t ABIGAEL HALLDÓRSDÓTTIR,
Litlabæ, Vatnsleysuströnd,
andaðist að heimili sinu 26 april Jarðarförin auglýst siðar
Guðrún Ingimundardóttir.
Eiginmaður minn. t BENEDIKT GUÐMUNDSSON,
Faxabraut 2, Keflavík,
lézt þann 25: apríl Valdis Sigurðardóttir.
t
Móðir okkar,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ási, Bergi, Keflavik,
fyrrum húsfreyja Reykjanesvita,
sem lézt í Sjúkrahúsi Keflavíkur 21 apríl, verður jarðsu'ngin frá
Fossvogskirkju, föstudagmn 30 apríl kl 3 síðdegis.
Börnin
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
JÓNS BÖÐVARSSONAR,
Viðivollu 1,
Selfossi.
Sigurgeir Jónsson,
Ásdís Jónsdóttir,
Svanhildur Jónsdóttir
og fjölskyldur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útfor konunnar mmnar
og móður okkar, tengdamóður og ömmu.
SIGURLÍNAR MAGNUSDÓTTUR
Lækjagötu 14
Hafnarfirði
Guðmundur V. Eliasson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
eiginmanns mins, föður, tengdaföður. afa og langafa
KRISTINS BJARNASONAR
múrarameistara
Húsavík
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Bjarney Helgadóttir
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður og ömmu
ÞORGERÐAR ÁRNADÓTTUR
Almannadal
Börn, tengdabörn, barnaborn og barnabarnaborn hinnar látnu.