Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 25

Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1976 25 félk í fréttum Tveir góðir úr Eyjum + Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Mbl. í Eyjum og lundinn hans. Þessi stóra stækkun er litprentað plak- at, sem fylgir nýútkomnu hefti tímaritsins Atlantica & Iceland Review. (Ljósm. Mats Wibe Lund). + Það bar til í Sædýrasafni í Japan fyrir skömmu að hvalkýr bar kálfi og að sögn vísindamanna hefur slíkt ekki komið fyrir áður við þær kringumstæður. Móður og barni heilsast vel og er kálfurinn sagður hafa „eðlilega matarlyst“ því að á hálftfma fresti leitar hann á spena móður sinnar og „drekkur“ einhver reiðinnar ósköp af mjólk. BO BB & BO + Sá mælikvarði sem lagður er á mikilvægi manna í vax- myndasafni Madame Tussaud í London er fjarlægðin milli vax- mvndarinnar og bræðsluofns- ins. Þegar Snowdon lávarður kom til London á dögunum, í fvrsta sinn eftir að þau Margrét prinsessa skildu. komst hann að raun um að annar mæli- kvarði er stundum notaður. Myndin af honum hafði verið flutt I gevmsluherbergi fvrir ofan aðalsvningarsalinn. Hann var þó ekki einn f útlegðinni Við hlið hans trónaði fyrr- verandi forseti Bandarfkjanna, Richard Nixon. Hussein við öllu, búinn + Þegar um er að ræða eigið öryggi teflir Hussein Jórdaníu- konungur ekki á tvær hættur. Sú er að minnsta kosti skoðun Kanadamanna en að undan- förnu hefur konungurinn verið f opinberri heimsókn þar f landi. Kvöld eitt, þegar Huss- ein var viðstaddur mikla list- sýningu á skautum ásamt for- sætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, og konu hans, Margréti, gaf hann mannfjöld- anum eitt konunglegt vink og voru ljósmvndarar ekki seinir á sér að festa það á filmu. Það var þó ekki fyrr en mvndin hafði birzt í biöðunum að menn veittu því athvgli að konungur- inn var með skammbyssu f buxnastrengnum, nokkuð sem brýtur f bága við kanadfsk lög. „Erlendum ferðamönnum og öðrum gestum ber að fara eftir þessum lögum," sagði talsmað- ur forsetans, „en hvað skal gera. Það er dálftið erfitt að stilla konungi upp við vegg og þukla hann f leit að vopnum.“ + Susan Hunt, sú sem Richard Burton huggar sig við þessa dagana, veit aldrei á hverju hún á von þegar elskhugi henn- ar er annars vegar. I sam- kvæmi, sem þau voru viðstödd í New York fvrir skömmu, lýsti Richard Burton þvf vfir að hann bvggist við að þau Liz Taylor tækju saman von bráð- ar. Susan var þá nóg boðið og vfirgaf samkvæmið með það sama. Anna getur enn- þá komist á OL London, 24. april. Reuter. LÆKNIR Bretadrottningar segir að allt benti til þess að Anna prinsessa mundi ná sér fljótt og vel eftir meiðsli sem hún hlaut er hún féll af baki hesti sinum i fyrradag, en prinsessan er mikill áhugamaður um reiðmennsku. Læknirinn kvað engar læknis- fræðilegar hindranir fyrir því að hún hæfi reiðmennsku sina að nýju og þýðir þetta það, að prinsessan, sem er25 ára að aldri, á enn möguleika á því að verða valin til þess að taka þátt í reið- keppnunum á Olympíuleikunum í Montreal fyrir Bretlands hönd, en þeir hefjast i júlí. Það hefur verið Önnu prinsessu mikið metnaðar- mál að verða fyrsti meðlimur brezku konungsfjölskyldunnar sem tekur þátt í reiðkeppnum á Olympíuleikum fyrir hönd lands sins. Erlingur Gíslason og Hákon Waage f Náttbólinu. Þeir fengu á dögun- um stvrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. 75 þús. kr. hvor. Náttbólið aftur á fjölunum SÝNING Þjóðleikhússins á rússn- eska leikritinu Náttbólinu eftir ÍSLENSKUR listamaður, Val- gerður Hafstað, sýnir um þessar mundir guaches- mvndir f ABZ studfói við 78. götu í New York. Er sýningin opin 13. aprfl til 27. apríl. Listakonan. sem gengur undir nafninu Vala, hefur Iengi búið f Frakklandi og þar sýndi hún sín fyrsíu vcrk fvrir meira en 20 árum. Hún sýndi hér heima fvrir 2—3 árum. Guaches mvndirnar á sýning- unni í New York eru unnar í New York á sl. 2 árum. En þar býr hún nú ásamt manni sfnum, franska listmálaranum Enard og sonum þeirra þremur. Maxim Gorki hefur legið niðri frá þvf fyrir páska, þar sem hluti leikaranna hefur tekið þátt f leik- ferðum til Færeyja og Venezuela. Færeyjarfararnir eru nú komnir heim og sýningar á Náttbólinu teknar upp aftur. Fvrsta sýningin verður á miðvikudagskvöld. Tveir nýir leikarar leika nú með í sýningunni, Sigrún Björns- dóttir leikur Vassilisu i stað Krist- bjargar Kjeld og Randver Þor- láksson tekur við hlutverki Aljoska af Þórhalli Sigurðssyni. Leikstjóri er Viktor Strizhov, en leikmynd er eftir David Borovski. Aðstoðarleikstjóri er Ingibjörg Haraldsdóttir og hefur hún æft nýju leikarana í hlutverk sin. Helgi hraðskák- meistari HELGI Ólafsson bar sigur úr být- um í hraðskákmóti Skákþings lslands, sem fram fór á sunnudag- inn. Hlaut Helgi 15 vinninga af 18 mögulegum. Næstur kom Guðmundur Pálmason með 13'A vinning en Guðmundur Ágústs- son, Haukur Angantýsson og Kristján Guðmundsson voru með 12V4 vinning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.