Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28, APRlL 1976
Góð þátttaka í
drengjah laupin u
DRENGJAHLAUP Armanns fór
fram I 54. sinn á sunnudaginn á
svæði féiagsins við Sigtún. Þátt-
taka var góð ails 69 drengir, enda
var veður mjög gott til keppni.
Keppt var I tveimur flokkum, 13
ára og yngri og 14—19 ára. Hlupu
keppendur f yngri flokki 1100
metra en keppendur f eldri flokki
2000 metra. Yngstu keppendurnir
voru 5 ára.
Urslit f eldri flokki urðu þessi:
mfn.
6:52.9
6:56.6
6:58.2
7:02.4
7:03.2
7:19.8
mo'
■me
■
Guðni Sigurjónsson.
Sigurdur P. Sigmundsson, FII
Einar P. Guðmundsson, FII
Hafsteinn óskarsson.tR
Ágúst Gunnarsson, UBK
Gunnar Þ. Sigurðsson, FII
Gudmundur Geirdal, UBK
Þráinn Asmundsson, Á
óskar II. Gudmundsson, FH
óskar Ásmundsson, Á
Yngvi Ó Guðmundsson, FII
ólafur Gunnarsson, UBK
Jörundur Jónsson, ÍR
Stefán Karlsson, FII
Finnbogi Marfnósson, Leikni
Sveinn Þrastarson, FII
Siguróur Haraldsson, FII
Einar Guómundsson, Á
Hlynur Vigfússon, A
Þorvaldur Pétursson, Á
Sigurjón B. Sigurósson, Leikni
Siguróur Erlíngsson, tR
Ingimundur Hannesson, Leikni
Guómundur Valdimarsson, ÍR
Siguróur IHagnússon, Leikni
Urslit í yngri flokki urðu þcs i:
/>ifn.
Guóni Sigurjónsson, UBK 4:29.4
Arni Arnþórsson, ÍR 4:3u.8
Jóhann Sveinsson, ÍR 4:32.1
Guójón Ragnarsson, tR 4:35.6
Albert Imsland, Leikni 4:38.8
Yngvar Þóróarson, FII 4:47.7
Reynir Þorsteinsson, Leikni
Krist ján Jónsson, Leikni
Guóni Tómasson, Á
Stefán Stefánsson, tR
llannes B. Hjálmarsson, Leikni
Valdimar Sveinsson, FII
Sigurjón Grétarsson, FII
Gunnlaugur Melsted, ÍR
llafliói Maggason. Leikni
Brynjar Ármannsson, tR
Þorsteinn Þorsteinsson, Víói, (iarói
Klemens Sæmundsson, Víði, Garói
Kristínn Sæmundsson. Leikni
Framhald á bls. 22
Keppti í fyrsta
sinn og sigraði
„ÉG var f ágætu stuði og átti því
alveg eins von á því að ég mvndi
vinna hlaupið," sagði Guðni
Sigurjónsson, Breiðabliki, þegar
blm. Mbl. ræddi við hann nokkru
eftir að hann hafði komið f mark
sem sigurvegari i yngri flokkn-
um.
Sigur Guðna kom nokkuð á
óvart, því hann var ekki skráður
til keppni fyrr en kvöldið áður en
hún fór fram og hafði ekki áður
verið með í drengjahlaupinu.
Guðni hefur ekki æft hlaup í
nema hálft ár. Hann hefur tvisvar
keppt áður í hlaupum, í Alafoss-
hlaupinu þar sem hann sigraði í
sínum flokki og Víðavangshlaupi
íslands, þar sem hann varð í
þriðja sæti. Hann hefur ekki
verið með í drengjahlaupinu eins
og fyrr segir.
Guðni sagðist hafa mjög gaman
af því að æfa hlaup og kvaðst ætla
að gera það áfram. Guðní er 12
ára gamall og getur því keppt í
yngri flokki drengjahlaupsins
næsta ár.
Talið frá vinstri: Júlíus R. Júlfusson, Keili, sem sigraði f Uniroval-goæfkeppninni, Bert Hanson,
umboðsmaður Uniroyal á tslandi, sem verðlaunin gefur til mótsins og lengst til hægri: Henning
Bjarnason, Keili, sem sigraði með forgjöf.
JlMlS M6IÍ4HIFITIVTA
OHA WILRHÍTMI ííll hl
Sigurður P. Sigmundsson, sigurvegari í eldri flokknum.
Uniroyal-golfkeppnin fór fram
á Hvaleyrarvelli laugardaginn 24.
apríl. Leiknar voru 18 holur og
keppt bæði með og án forgjafar.
Einstök veðurblíða var þennan
dag og mikil vorstemmning ríkj-
andi á Hvaleyrinni. Enn hafa
sumarflatir ekki verið teknar f
notkun en holurnar voru þó
færðar inn á sumarflatirnar
þennan dag í tilefni mótsins.
Þetta er f þriðja sinn, sem
Uniroyal-keppnin fer fram á þess-
um tfma árs og hefur Bert
Hanson staðið að öllum undirbún-
ingi með miklum sóma og gefið
myndarleg aukaverðlaun auk
aðalverðlaunanna. Þetta var
sannarlega vorhátíð kylfinga og
mættu 88 til leiks úr öllum golf-
klúbbnum á suð-vesturhorni
landsins og einnig frá Akureyri.
Meðan á mótinu stóð og einnig
að keppni lokinni voru sýndar
tvær kvikmyndir á vegum banda-
ríska sendiráðsins af US Open
(Opna bandaríska meistaramót-
inu) árin 1967 og 1974. Var
gerður góður rómur að þvi að geta
séð hina frægu kappa, en hvort
menn hafa svo leikið betur sjálfir
á eftir er kannski annað mál. Ugg-
Skíðatrimm
SKÍÐA-trimm ganga var haldin við
Skiðaskála íþróttafélags kvenna I
Skálafelli, við skiðaskála Fram í Eld
borgargili i Bláfjöllum og við Skiða-
skálann i Hveradölum um páskana.
Vegalengdin sem var gengin var um
3 kílómetrar og tóku um 600 manns
þátt i göngunni og var göngufólk á
öllum aldri, eða frá 5 ára til 75 ára.
Gengið var alla páskadagana. þrátt
fyrir að ekki viðraði alltaf vel.
Stjórnendur göngunnar voru Andrés
Úlfarsson, Magnús Guðjónsson.
Sveinn Guðmundsson og
Guðmundur Sveinsson.
laust eru menn ekki komnir í
æfingu; til dæmis hefur Björgvin
íslandsmeistari sama og ekkert
getað leikið. Hann var eitthvað
stirður á fyrri níu holunum, en
komst þá í gang og lék seinni níu
á pari.
En það dugði ekki til vinnings.
Júlíus Júlíusson úr Keili náði
eins höggs forustu, lék á 77 högg-
um og þeir Einar Guðnason og
Björgvin urðu jafnir í öðru og
þriðja sæti með 78 högg. Þeir léku
bráðabana um röðina og vann
Einar á fyrstu holu.
Aðrir léku ekki undir 80 og
hefði þó mátt búast við því í svo
góðu veðri. Næstir í röðinni urðu
Þorbjörn Kjærbo GS, Óskar
Sæmundsson GR og Þórhallur
Hólmgeirsson GS, allir á 82.
Mörgum meistaraflokksmönnum
gekk illa og höfnuðu upp undir
90. I keppninni um forgjafarverð-
launin sigraði Henning Bjarnason
úr Keili. Hann var alveg á hælum
meistaraflokksmannanna í efstu
sætunum; lék á 85 og fékk 75 í
nettóútkomu. Reyndar höfðu
Júlíus og Einar lægri nettóút-
komu, en í reglum um verðlaun er
gert ráð fyrir að menn geti aðeins
unnið ein verðlaun og sá sem
hafnar í verðlaunasæti án for-
gjafar, geti ekki líka fengið for-
gjafarverðlaun.
Engum tókst að fara holu i
höggi og því gengu ekki út auka-
verðlaunin: Golfpoki af vönduð-
ustu gerð.
T&m
&
Ur leik Svía og Sovétmanna. Svlinn Hans Jax hefur skorað, en Sviar
sigruðu i þessum leik, flestur á óvart.
Tékkar heimsmeist-
arar í ísknattleik
Sigurvegari annað árið í röð
„ÞETTA er í þriðja sinn sem ég
keppi í drengjahlaupinu. 1 fvrra
vann ég Ifka en þar áður varð ég
þriðji,“ sagði sigurvegarinn i
eldri flokknum, Sigurður P. Sig-
mundsson, eftir hlaupið.
Sigurður keppir fyrir FH og það
gerir einnig hálfbróðir hans,
Einar Guðmundsson, sem varð
annar í hlaupinu.
Sigurður kvaðst hafa æft vel að
undanförnu og átti því frekar von
á því að hann ynni hlaupið.
„Annars er þessi vetur búinn að
vera mjög erfiður til æfinga,"
sagði Sigurður, „sífelld snjókoma
og rok.“
En hann bætti þvi við, að nú
ætti hann að geta byrjað
æfingarnar af fullu og þá á
hlaupabrautum íþróttavallarins í
Hafnarfirði. Um mánaðamótin
liggur svo leiðin til Englands en
þar ætlar Sigurður að æfa á
tartanbrautum ásamt nokkrum
félögum sínum. Sigurður fór slíka
ferð í fyrra og segist hafa haft
mikið gagn af henni. Sigurður
ætlar svo að æfa af krafti í sumar,
enda orðinn einn af okkar beztu
hlaupurum þó ekki sé hann nema
19 ára gamall.
TÉKKAR bundu enda á 14 ára
sigurgöngu Sovétmanna í heims-
meistarakeppninni I isknattieik
sem lauk f Katowice í Póllandi
um helgina. Var sigur Tékkanna í
keppninni öruggur að þessu
sinni, og töpuðu þeir aðeins einu
stigi í leikjum sínum, er þeir
gerðu jafntefli 3—3 f síðasta leik
sinum við Sovétmenn. Komu
þessir yfirburðir tékkneska
liðsins á óvart, eftir að Sovét-
menn höfðu unnið Olympíu-
leikana í Innsbruck í vetur með
nokkrum vfirburðum. Mun það
hafa gert gæfumuninn fyrir
Sovétmenn að í lið þeirra vantaði
tvo beztu ísknattlciksmenn
þeirra, einhverra hluta vegna.
Svíar hrepptu bronsverðlaunin
i keppninni, en Iið þeirra átti
mjög misjafna leiki. Byrjaði það
keppnina fremur illa, en sótti sig
síðan stöðugt er á leið, og lauk
keppninni með því að sigra
Bandarfkjamenn með sjö
mörkum gegn þremur. Loka-
staðan í keppninni varð þessi:
Tékkósióvakia 10 9 1 0 67:14 19
Sovétrfkin 10 6 1 3 50:23 13
Svfþjóð 10 604 36:23 12
Bandaríkin 10 3 1 6 24:42 7
Neiðri liðin f úrslitakeppninni
léku svo sín á milli og urðu úrslit
þar þau, að Austur-Þjóðverjar
urðu neðstir og falla þvf niður f
B-deildina.