Morgunblaðið - 28.04.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 1976
31
20 þeirra beztn 1
frjálm íþrótínm
við æfingar yfra
ÞAO er greinilegt á öllu a8 sumar-
ið sem nýgengiS er I garð er
Ólymplusumar. Sjaldan eða aldrei
hafa Iþróttamenn þeir sem von
eiga um að komast á Ólymplu-
leika lagt eins mikið á sig og
frjálslþróttalandsliðið hefur t.d. að
miklu leyti dvalið erlendis við
æfingar undanfarið. Alls reiknast
okkur á Morgunblaðinu til að um
20 af sterkustu frjálsíþróttamönn-
um landsins hafi verið slðustu
vikur eða verði þær næstu við
æfingar á Spáni, I Þýzkalandi.
Svlþjóð eða Englandi um langan
eða skamman tlma.
Á Spáni hafa undanfarið dvalið
þau Erlendur Valdimarsson,
Stefán Hallgrlmsson. Ingunn
Einarsdóttir og Jón Sævar Þórðar-
son. Tveir þeir fyrstnefndu hafa
þegar náð Ólymplulágmörkunum.
Stefán I tugþraut og Erlendur I
kringlukasti.
Þriðji íslendingurinn sem náð
hefur þessu eftirsótta lágmarki.
kúluvarparinn Hreinn Halldórs-
son, kom á föstudaginn I sfðustu
viku heim frá Þýzkalandi þar sem
hann æfði undir leiðsögn Þjóð-
verjans Tshiene. Með honum kom
einnig heim stökkvarinn Friðrik
Þór Óskarsson, en þriðji maðurinn
I hópnum, kúluvarparinn Guðni
Halldórsson, hélt hins vegar til
Englands þar sem hann mun m.a.
æfa með hinum fræga þarlenda
kúluvarpara George Capes.
j Svlþjóð æfir Lilja Guðmunds-
dóttir af kappi og hefur með slnu
sænska fólagi ferðazt til annarra
landa — m.a. til Júgóslavlu.
Spjótkastarinn Óskar Jakobsson
mun vera á förum til Vesterás I
Svlþjóð þar sem hann hyggst æfa
og til að fá fleiri tækifæri til að
keppa með sænsku félagi. Mun
Óskar sennilega verða I Svlþjóð I
hálfan annan mánuð.
Sigurður Sigurðsson. sprett-
hlauparinn stórefnilegi, mun vera
á leiðinni til V-Þýzkalands, þar
sem hann hyggst æfa næstu
vikurnar. Ellas Sveinsson — KR-
ingur — æfir hins vegar I Noregi
um þessar mundir.
i Englandi hafa I vetur dvalið við
nám þeir Ágúst Ásgeirsson. Sigfús
Jónsson og Vilmundur Vilhjálms-
son og að sjálfsögðu hafa þeir
einnig æft hlaup þar af krafti. Á
næstunni mun svo fjölga verulega
I islendinganýlendunni I Englandi
þvl fleiri hlauparar — 5 eða 6 —
eru á förum til Englands. þeirra
á meðal eru þeir Jón Diðriksson
Borgfirðingur. Einar Guðmunds-
son og Sigurður P. Sigmundsson
úr FH. ÍR-ingurinn Gunnar Páll
Jóakimsson svo einhverjir sóu
nefndir úr þeim hópi.
Alls hafa verið nefndir 18 frjáls-
Iþróttamenn I þessum pistli og
ekki er óllklegt að fleiri fari utan
til æfinga á næstunni. Má þvl
vissulega búast við skemmtilegu
ári I f rjálsum Iþróttum hór á landi I
sumar. Annað frjálslþróttafólk
æfir einnig vel, nefna má Þórdlsí
Glsladóttur, sem I fyrrakvöld var
ekki langt frá þvl að stökkva
1.72 m I hástökki á innanfólags-
móti ÍR. Lára Sveinsdóttir er
sömuleiðis til alls llkleg, það sýnir
árangur hennar á Reykjavlkurmót-
inu innanhúss á dögunum.
Sennilega miklu fleiri.
—áij
FRI tekur upp
œfingagreiðslur
Frjálsfþróttasamband fs-
lands hefur nú tekið upp æf-
ingagreiðslur til bezta frjáls-
íþróttafólksins og fær það mis-
munandi mikið, eftir þvf hvar
það er á vegi statt. Virðist svo
sem FRf hafi farið eftir að-
ferðum Finna í þessum efnum,
en upphæðir þær sem fslenzka
frjálsfþróttafólkið fær eru hins
vegar ekkert samanborið við
það sem Finnar geta borgað
sfnu fólki.
FRI hefur skipt æfinga-
greiðslunum í þrjá flokka.
Hljóta þeir mest sem þegar
hafa náð Ólympfulágmörkun-
um, en það eru þeir Hreinn
Halldórsson, Erlendur Valdi-
marsson og Stefán Hallgríms-
son, en þeir fá 80 þúsund krón-
ur í æfingagjöld. i öðrum flokki
eru svo þau sem eru mjög ná-
lægt Ólympiulágmörkunum og
eiga góða möguleika á að ná
þeim. Fá þau 50 þúsund króna
greióslu. I þessum flokki eru
Agúst Asgeirsson, Lilja Guð-
mundsdóttir og Óskar Jakobs-
son.
I þriðja flokki á æfinga-
greiðslan að vera 30 þúsund
krónur, en FRÍ mun þó ekki
geta greitt beint nema 5 þús-
und krónur af þeirri upphæð.
Hins vegar fá þau sem eru i
þessum flokki Ólympíupening-
inn til að selja og geta þau
þannig aflað sér þess fjár sem á
skortir til þess að ná umræddri
upphæð. I þessum flokki eru
Friðrik Þór Óskarsson, Ingunn
Einarsdóttir, Sigfús Jónsson,
Elías Sveinsson, Vilmundur
Vilhjálmsson, Sigurður Sig-
urðsson og Bjarni Stefánsson.
Þá má og geta þess að þeir
þrir iþróttamenn sem þegar
hafa náð lágmörkum fyrir
Ólympíuleikana hafa notið sér-
stakrar velvildar þeirra fyrir-
tækja sem þeir starfa hjá Flug-
leiða og Reykjavikurborgar,
sem veitt hafa þeim veruleg
aðstoð, með þvf að gefa þeim
leyfi til æfinga.
Góð tilþrifhjá
unga fólkinu
Revkjavíkurmeistaramótinu i
Alpagreinum lauk um síðustu
helgi f Bláfjöllum.
1 barnaflokkum fór svigkeppn-
in fram sumardaginn fvrsta, 22.
apríl, en stórsvigið laugardaginn
24. apríl og var þá líka keppt I
flokkum unglinga. Sunnudaginn
25. aprfl var svo keppt í svigi í
flokkum fullorðinna og unglinga;
Var þá bjartviðri og hlýindi, en
þoka háði nokkuð keppendum
hina dagana.
í flokki stúlkna 10 ára og yngri
komu fram nokkrar bráðefnilegar
skíðastúlkur. Bryndís Viggósdótt-
ir, sem aðeins er 8 ára, vann svig-
ið og varð önnur í stórsviginu á
eftir Tinnu Traustadóttur, sem
„keyrði" stórsvigið glæsilega.
Þeir sem unnu tvöfaldan sigur í
þessu móti voru: Haukur Þor-
steinsson í flokki 10 ára og yngri,
Haukur Bjarnason i flokki 11—12
ára, Árni Þór Árnason i flokki
13—14 ára, Steinunn Sæmunds-
dóttir í flokki 13—15 ára og Jór-
unn Viggósdóttir í kvennaflokki.
í flokki pilta 15—16 ára vann
Hallgrímur Helgason stórsvigið
og annar varð Páll Valsson, hefur
þeim farið mikið fram frá því í
fyrra, en ráða þó sennilega ekki
við Jónas Ólafsson og Helga Geir-
harðsson, þegar þeir skila sér.
Guðjón Ingi Sverrisson vann svo
svigið i karlaflokki eftir harða
keppni við þá Hannes Tómasson
og Ólaf Gröndal, sem hafði beztan
brautartíma eftir fyrri ferð, en
hlekktist á í þeirri siðari.
Skíðadeild Ármanns sá um
framkvæmd mótsins. Mótsstjóri
var Halldór Sigfússon en brautir
lagði Sigmundur Rikharðsson.
Rafmagnsklukku stjórnuðu til
skiptis þrír rafmagnsverkfræð-
ingar, Trausti Ríkharðsson og
prófessorarnir Sæmundur Ósk-
arsson og Björn Kristinsson,
þannig að ætla má, að rafmagns-
Sigursælar og bráðefnilegar skíðastúlkur: Rósa Jóhannsdóttir,
Brvndís Viggósdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Tinna Traustadóttir.
Albwtsmót fyrir norðan
Boltinn er tekinn að rúlla fyrir
norðan lika. Um helgina hófst á
Norðurlandi mót, sem kennt er
við Albert Guðmundsson, fvrrum
formanns KSÍ, en Albert gaf á
sínum tima veglegan bikar til
knattspvrnustarfsins á Norður-
landi. Þátttökurétt f þessu svo-
nefnda Albertsmóti hafa 2. deild-
ar liðin fjögur fvrir norðan, KA
og Þór frá Akurevri, Völsungar,
Húsavík og Revnir Árskógs-
strönd.
Fyrsti ieikurinn fór fram á
Húsavík á laugardag og voru það
Þórsarar sem sóttu Völsung heim.
Leikur liðanna var allharður, og
kappið sat oft i fyrirrúmi. Völs-
ungar skoruðu um miðjan fyrri
hálfleik, og var Hermann .lónas
son þar að verki. Seint í siðari
hálfleiknum jafnaði Jón Lárusso.i
fyrir Þór og fleiri urðu mörkin
ekki. Þegar á heildina er litið. þá
áttu Völsungarnir fleiri og betri
tækifæri til að skora, en Þórsarar
voru hins vegar meira með bolt-
ann úti á vellinum, en tókst sjald-
an að skapa sér góð marktæki-
færi.
Á sunnudag léku síðan á Akur-
eyri KA og Reynir og höfðu KA-
menn töglin og hagldirnar í þeim
leik, miklu léttari og leiknari en
andstæðingarnir. Það gekk lika
eftir að KA sigraði með þremur
mörkum gegn engu og þurfti
óvenju lítið að hafa fyrir þeim
sigri. Jóhann Jakobsson (Donni)
skoraði tvö marka KA og Gunnar
Blöndal eitt.
Þvi er eins farið i Albertsmót-
inu og Reykjavíkurmótinu að
sköri lið þrjú mörk hlýtur það
aukastig að launum. Staðan í mót-
inu að lokinni einni umferð er því
þessi:
KA 1 1 00 3:0 3
Þór 1110 1:11
Völsungur 1 0 10 1:1 1
Reynir 1 0 0 1 0:3 0
Næstu leikir fara fram um helg-
ina. Þá mætir KA Völsungum á
Akureyri kl. 16 á laugardag, og
Þór á sunnudag kl. 14.
Sigb. G.
Undanúrslita-
leikur
Undanúrslitaleikur bikarkeppni
Blaksambands íslands verður í
kvöld, miðvikudag, í Hagaskólanum
og leika þá Þróttur og UMFL. Sigur-
vegarinn I þessum leik mætir ssðan
ÍS i úrslitaleik, en ÍS er núverandi
bikarmeistari og á þvi tækifæri á að
verja titil sinn. Leikurinn i kvöld
hefst kl. 20.1 5.
Mörg jafntefli
í fyrrakvöld fóru fram tveir leikir I
skozku úrvalsdeildinni I knattspyrnu
og gerðu þá Celtic og Rangers jafn-
tefli 0—0. og sómuleiðis St. John-
stone og Hearts. í ensku 3. deildinni
gerðu Halifax og Colchester jafntefli
1 — 1. og í 4. deild fóru fram þrlr
leikir sem öllum lyktaði með jafn-
tefli: Borunemouth— Lincoln 1 — 1,
Swansea — Brentford 2—2 og
Tranmere og Bradford 3—3.
Arni Þór Arnason
málum hafi verið sæmilega borg-
ið!
Helztu úrslit i keppninni urðu
þessi: STÓRSVIG: STÍU.Kl'R 10 ARA OC VNCRI: Tinna Traustartóttir, A 52.82
Br>ndís Vij>KÓsdól(ir. KR 55.27
Dýrloif (tiudmundsdóUir. A 55.44
STCLKUR 11 OG 12 ÁRA: Bryndfs Pétursdóltir. A 59.94
Sinríóur SÍRiiróardóltir. A «0.44
(■uórún BjörnsdóKir. Vfk «0.48
DRF.NGIR 1« ARA ()(i Y.NGRI: llaukur Þorsleinsson. A 54.17
Hormann Valsson. ÍR 54.25
(iunnar llolnason, ÍR 55.25
I)RFN(;iR 11 ()(; 12 ARA: Haukur Bjarnason. KR 55.77
Ornólfur Valdimarsson. ÍR 5«. 72
Jónas Valdimarsson. ÍR 57.01
12—14 ARA DRFNÍiIR: Arni Þór Amason. A 68.15
Finar Úlfsson. A 68.62
Ríkharó Sij»urósson. A «9.2«
STl'I.Kl'R 12. 14 ()(; 15 ARA: Sfoinunn Sa*mundsdóKir. A «5.84
!V1arfa ViggósdóKir. KR «7.79
Asdís AlfroósdóKir. A 70.24
15—1« ARA DRFNÍiIR. Ilallgrfmur Holgason. ÍR 58.8«
Páll Valsson. ÍR 59.28
Jónas Olafsson, A 59.4«
SVIG: STCl.Kl R 10 ARA ()(; V\(.RI Bryndfs ViggósdóKir. KR 105.21
Rósa JóhannsdóKir. KR 106.54
Dýrloif Anna Guómundsdótlir. A 107.22
STt'I.Kl R 11 og 12 ARA: Sigrfóur SiguróardóKir. A 104.42
Þórunn FgilsdóKir. A 108.62
Kuórún BjornsdóKir. \'fk 111.29
I)RFN(;iR 11 (H; 12 ARA: Ilaukur Bjarnason. KR 99.99
Kristján Jóhannsson. KR 102.90
Sigurjón (íoirsson. ÍR 106.81
DRFN(;iR 10 AR.\ (H; VN(iRI Ilaukur Þorsloinsson. A 101.62
Asmundur Holgason. ÍR 102.02
Krislján \ aldimarsson. IR 102.69
DRFNGIR 12 — 14 ARA: Arni Þór Arnason. A 112.57
Jónas Roynisson. A 118.90
Finar ('lfsson. A 122.26
STCl.Kl’R 12. 14 og 15 ARA: Sloinunn Sa*mundsdóKir. A 122.6«
María ViggósdóKir. KR 126.85
Asa llronn SæmundsdóKir. A 121.80
DRFNGIR 15—1« A RA : Holgi (íoirharósson, A 111.91
Páll Valsson. í R 118.08
llallgrfmur llolgason. tR 122.05
KVFN.NA FI.OKKl’R: Jórunn ViggósdóKir. KR 120.24
Aslaug Siguróardótlir. A 147.57
(;uóhjörg Arnadóttir. A 149.22
KARI.AR: Guójón Ingi Svorrisson. A 121.15
Hannos Tómasson. KR 122.04
Ólafur Gröndal. KR 122.1«