Morgunblaðið - 28.04.1976, Side 32

Morgunblaðið - 28.04.1976, Side 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHergwnliIabift HARSKEl | Skúlagötu 54 HVERG! BETRI BÍLASTÆÐI HERRASNYRTIVÖRUR í ÚRVALI P MELSTED MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1976 Afli glæðist hjá bát- um sunnanlands Mánudagurinn víða bezti dagur vertíðarinnar MORGUNBLAÐIÐ hafdi í gær- kvöldi samband vid helztu ver- stöðvar sunnanlands og spurði aflafrétta. Kom f Ijðs að afli hefur alls staðar glæðzt undan- farna daga og á allmörgum stöð- um var mánudagurinn bezti dagur vertfðarinnar og fór t.d. aflinn yfir 1000 tonn f Grindavfk. Kastaði 3 hvolpum í höfnina Sjómaður bjargaði fjórða hvolpinum TOGARASJÓMAÐUR, sem var á gangi á Ægisgarði síðast- liðið föstudagskvöld um klukk- an 23, varð vitni að því að maður kom akandi á Cortinu- bifreið, stöðvaði á bryggjunni og varpaði þremur litlum hvolpum í sjóinn. Hinn fjórða Framhald á bls. 15 Lánsami hvolpurinn, sem nú er f vörzlu lögreglunnar og hún hefur skfrt Ófeig, en kallar Offa. — Ljósm. RAX Þá munu Austfjarðabátar hafa aflað vel að undanförnu, þótt þar hafi afli tregazt allra sfðustu daga. Vegna sfmabilunar fengust engar fréttir frá Snæfellsnes- höfnum. En þótt kippur hafi komið f veiðarnar undanfarna daga voru tfðindamenn Mbl. sam- mála um, að það myndi ekki breyta þvf að þetta yrði ein l£legasta vertfð f manna minnum. VESTMANNAEYJAR Þar fékk blaðið þær upplýs- ingar, að þess hefði orðið vart á föstudaginn að afli væri heldur að glæðast. Helgarfrí var hjá Eyja- bátum og var því aflinn, sem neta- bátarnir komu með inn á mánu- daginn, tveggja nátta. Heildarafl- inn á mánudaginn var um 600 tonn af 60 bátum og er þetta einn bezti dagur vertíðarinnar. Var afl- inn jafnari hjá netabátunum en verið hefur i vetur og fengu margir bátar allgóðan afla og nokkrir dágóðan, hæst 40 tonn. Uppistaðan i aflanum er góður þorskur. Framhald á bls. 15 100 þúsund fyrir daginn á handfærum MOKAFLI hefur verið á hand- færi við Vestmannaeyjar und- anfarna daga. Voru allar fleyt- ur dregnar þar á sjó um sfðustu helgi og landkrabbar flyktust á sjóinn f stórum stfl. Meðalfiskeríið var '/4—1 tonn yfir daginn hjá hverjum manni og dæmi voru um að tveir vanir menn fengu 4 tonn Framhald á bls. 18 Ljósm. Mbl. Sigurgeir. NETIN DREGIN — Það var vænn fiskur f netunum hjá Leó VE 400 þegar þessi mynd var tekin á miðum Vestmannaeyjabáta fyrir helgi. Þ j ó ðver j ar þrýsta á EBE en íslendingar bíða átekta Þjóðverjar verða krafðir um greinargerð — fulltrúar brezka fiskiðnaðarins á fundi með Crosland ÁKVEÐIÐ hefur verið, að tslendingar muni ekki gera ráðstafanir nú þegar til þess að segja upp fiskveiðisamningnum, sem gerður var við Vestur-Þjóðverja fyrir 5 mánuðum, en f orðsendingaskiptum, sem fram fóru í kjölfar þess samnings var sagt, að hefði bókun 6, sem er fylgiskjal samnings tslands og Efnahagsbandalagsins um tollamál, ekki tekið gildi innan 5 mánaða mætti fresta framkvæmd samningsins við Þjóðverja. Undanfarið hefur mikill þrýstingur verið frá Þjóð- verjum á t.d. Breta og samkvæmt fréttum frá Mike Smartt, fréttaritara Mbl. í Hull, voru allir helztu fulltrúar brezka fiskiðnaðarins á fundi með forystumönnum brezku rfkisstjórnarinnar f gær og var talið að m.a. væri fiskveiðistefna EBE þar á dagskrá. Morgunblaðið spurði í gær Geir I stjórnarinnar hefði verið í sam- Hallgrímsson, forsætisráðherra, bandi við þetta mál, en dagurinn í um það hver niðurstaða ríkis- | dag, 28. apríl, er fyrsti dagurinn, Bretinn forðast nú að skemmafreigáturnar Brezkir togaraskip- stjórar óánægðir með vernd flotans og marg- ir hafa siglt brott MIKIL spenna rfkti á miðunum í gær og f eitt skipti tókst varð- skipi, Þór, að klippa á annan tog- vfr brezka Fleetwoodtogarans Irvana FD 141, 35 sjómflur suður af Hvalbak. Þetta er sami togar- inn og Ægir reyndi að halastýfa í fyrradag, er Euroman tókst að verja togarann og sigla á varð- skipið og laska það talsvert eins og skýrt var frá f Morgunblaðinu í gær. I þetta sinn revndi Euroman enn að verja togarann, en það mistókst, því að Þór tókst að ná öðrum togvírnum í sundur. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Ólafssonar, skiþherra hjá Landhelgisgæzlunni, var mikil spenna á miðunum í gær og endasentust varðskipin út um allan sjó. Nokkrum sinnum komu þau í hópa brezkra togara, sem jafnan hífðu. Alls voru í gær 26 togarar á miðunum og voru þeir frekar dreifðir, tveir togaranna voru á leið utan. A örfáum dögum hefur togurunum fækkað mjög við landið, enda eru togaraskip- Framhald á bls. 15 sem heimiít er að fresta samningnum. Geir Hallgrímsson sagði: „Rfkisstjórnin mun ekki gera sérstakar ráðstafanir nú þegar til að fresta framkvæmd fiskveiði- samningsins við Vestur- Þýzkaland. Ríkisstjórnin telur eðlilegt að gefa þýzkum stjórn- völdum færi á að gera grein fyrir þvi hvernig þeirri viðleitni þeirra hefur miðað innan Efnahags- bandalags Evrópu að fá þar sam- þykkta fulla gildistöku við skipta- samnings Islands og banda- lagsins. Mun verða gengið eftir slíkri greinargerð og tekið mið af henni við frekari aðgerðir. Okkur er kunnugt um, að Þjóð- verjar hafa á ýmsan hátt unnið að þvi að afla málstað okkar fylgis og meðan hreyfing er á málinu okkur í hag er ekki skynsamlegt að grípa til ráðstafana, sem aðeins mundu spilla framgangi þess. Þótt við aðhöfumst ekkert strax á fyrsta degi, töpum við engum rétti og getum nú hvenær sem er frestað framkvæmd þýzka Skellti mér í gólfið og beið þess sem verða vildi — sagði Eiríkur Rafnsson við Mbl. eftir 100 metra háskaför fram af brekkubrún 99 Akureyri 27. apríl. ÖKUMAÐUR jeppans, sem fór f gærkvöld fram af brekku- brúninni við Eyrarlandsveg og hafnaði á húsþaki við Hafnar- stræti, reyndist vera ómeiddur eftir þá háskaför og það sem meira var, fullkomlega rólegur og f algeru sálarjafnvægi eftir þessa sjaldgæfu reynslu. Hann heitir Eiríkur Rafnsson, til heimilis í barnaskólanum á Syðra-Laugalandi f Eyjafirði, en er að læra bifvélavirkjun á bilaverkstæðinu Þórshamri á Akureyri. Hann varð 18 ára f gær og þessi afmælisdagur verður honum áreiðanlega minnisstæður. F’réttamaður Mbl. hitti Eirík að máli í dag og bað hann að lýsa því sem gerðist: — Ég sá ekki leigubilinn fyrr Framhald á bls. 18 Eirfkur Rafnsson Ljósm. Mbl. Sverrir Pálsson. samningsins. Þetta er Þjóðverjum ijóst.“ I orðsendingaskiptum, sem fylgdu fiskveiðisamningum fs- lands og Vestur-Þýzkalands, segir í bréfi sendiherra Sambandslýð- veldisins Þýzkalands til utanrikis- ráðherra Islands: „Með hliðsjón af hinu nána sambandi, sem er milli lausnar á fiskveiðideilunni og þess að Framhald á bls. 18 Póst- og símamálastjórnin: Fjarskipti við brezk skip með sem eðli- legustum hætti PÓST- og símamálastjórnin til- kynnti f gær öllum landssfma- stöðvum að f jarskiptaþjónusta við brezk skip skyldi vera með sem eðlilegustum hætti, nema augljóst þætti, að skeyti eða samtök innihéldu fyrirmæli um aðgerðir varðandi landhelgis- deilu Breta og tslendinga. Jón Skúiason, póst- og sfmamála- stjóri, sagði f viðtali við Mbl. f gær, að með þessu væri gefin sú fyrirskipun, að blaðamaðurinn, sem verið hefur á miðunum um borð f brezkri freigátu, Óli Tynes, yrði afgreiddur og hann fengi að senda fréttir sfnar um símakerfi landsins. Jón Skúlason, sem f gær var nýkominn til landsins, sagðist að- eins hafa kynnzt málinu í gegnum síma, en hann kvaðst ekki skilja, hvers vegna loftskeytamenn þeir, sem tekið hefðu þá afstöðu að afgreiða ekki Óla Tynes, gætu staðið á ákvörðun sinni — hin rétta túlkun væri sem loftskeyta- menn i Gufunesi og i Vestmanna- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.