Morgunblaðið - 15.05.1976, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976
1 HLAÐVARPANUM
SKATTHEIMTAN
Talnadæmi um áfengisverzlun
% EITT sinn stundi einn af vinbúðargestum borgarinnar, þar sem hann var staddur á Nausti, og sagði:
„Nú er brennivínið orðið svo dýrt, að ég hefi ekki lengur efni á því að fá mér skó.“ Þetta vakti kátínu
viðstaddra, en þegar þetta var sagt hafði enn ný hækkun orðið á áfengi. Rikiskassinn hafði verið tómur og
ríkisstjórn vantaði auknar tekjur til þess að standa straum af auknum rikisútgjöldum.
En hvað innheimtir ríkið mikið á einni flösku af víni? Þetta er spurning, sem Hlaðvarpinn velti fyrir sér
og hringdi því í Ragnar Jónsson, skrifstofustjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Lögð var fyrir
hann spurningin: Hvert er innkaupsverð á whisky vodka, gini og genever? Ragnar neitaði algjörlega að
gefa upp innkaupsverð það, sem Rikið greiðir fyrir áfengið. Sagði aðeins að hér væri um skattheimtu að
ræða, ÁTVR reyndi að kaupa inn sem ódýrast og skila sem mestu í aðra hönd fyrir ríkið.
Hlaðvarpinn var þó ekki ánægður með þetta svar og því hófst hann handa um að hafa samband við
innflytjendur vínanna. Kom þá í ljós að mismunur á innkaupsverði og útsöluverði var svo ævintýralegur
að Hlaðvarpann rak í rogastanz. 12 flöskur af whisky 3ja pela, kosta í innkaupi 8,40 sterlingspund, sem er
jafnvirði 2.772.— króna. Ein whisky-flaska kostar pví í innkaupi 231 krónu, en sem flaska er seld út úr
útsölum ÁTVR á 3.800 krónur, eða jafnvirði 16,5 flaskna á innkaupsverði. í Fríhöfninni á Keflavíkurflug
velli kostar flaskan 585 krónur eða jafnvirði 2,5 flaskna á innkaupsverði. Á vínveitingastað í Rejtkjavík er
hve skammtur, 3 cl, seldur á 300 krónur og er því heildarsöluverð flöskunnar 7.500 krónur, eða jafnvirði
32.5 flaskna á innkaupsverði.
Tólf flöskur af vodka, 3ja pela, kosta í innkaupi 6,50 sterlingspund, sem er jafnvirði 2.145 króna. Hver
flaska kostar samkvæmt því 179
krónur. Flaska af þessari tegund
kostar í útsölum ÁTVR 3.550
krónur eða jafnvirði 19,8 flaskna
á innkaupsverði. Vodka kostar í
Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli
frá 450 til 585 króna eða jafnvirði
2,5 til 3,3 flaskna miðað við inn-
kaupsverð. Á vinveitingastað er
hver skammtur seldur á 280
krónur og er því andviðri flösk-
unnar fyrir húsið 7.000 krónur
eða tæplega 40 flaskna á inn-
kaupsverði.
Genever er víntegund, sem
orðíð hefur mjög vinsæl hér á
landi hin siðari ár. 12 flöskur af
..,,111111111. ................................... * geneVer (1 lítri hver ) kOSta í
innkaupi 34 hollenzkar flórinur eða jafnvirði 2.281 krónu. Hver flaska kostar þá í innkaupi 190 krónur, en
úr útsölu ÁTVR er hún seld á 4.000 krónur eða jafnvirði 21 flösku. í frihöfninni á Keflavíkurflugvelli
kostar einn brúsi af genever — þessari sömu tegund — 540 krónur, sem er jafnvirði 2,8 flaskna í
innkaupi. Á vinveitingastað kostar hver skammtur af genever 235 krónur og flaskan því 7.833 krónur eða
jafnvirði 41 flösku miðað við innkaupsverð.
Tólf flöskur af gini, 3ja pela, kosta í innkaupi 7,85 sterlingspund eða jafnvirði 2.590 króna. Hver flaska
kostar þvi i innkaupi 216 krónur, en slík flaska er seld á 3.800 krónur eða jafnvirði 17,6 flaskna miðað við
innkaupsverð. Gin kostar í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli á bilinu frá 540 til 585 króna eða jafnvirði
2.5 til 2,7 flaskna. Verðmunur í Fríhöfn er tegundamunur. Á vínveitingastað kostar einn skammtur af gini
300 krónur og flaskan því 7.500 krónur eða jafnvirði 34,7 flaskna.
Þannig var nú skattheimta ríkisins á áfenginu. En ef við rétt aðeins lítum á skattheimtuna og hvað ríkið
fær í aðra hönd af viðskiptum, sem að ofan greinir, skulum við hugsa okkur viðskiptavin ÁTVR. sem er f
það háum tekjuflokki skattalega séð að hann greiðir 55% af tekjum sínum í skatt. Þessi maður kaupir sér
til þess að gera sér dagamun einn lítra af genever og hann kostar 4000 krónur. Innkaupsverðið, sem ríkið
greiðir fyrir pottinn er 190 krónur, þannig að skattheimtan er á að gizka 3.810 (einhver reksturskotnaður
ÁTVR dregst þar frá). En þessar 4.000 krónur, sem maðurinn gaf fyrir flöskuna eru tekjur, sem hann
verður að greið af skatt, þótt ári síðar sé. Af þessum 4.000 krónum greiðir hann 2.200 krónur og er þá
skattheimtan, sem ríkið hefur af þessum fjórum þúsundköllum mannsins komin upp í 6.010 krónur. Þetta
er jú víðskiptamáti, sem segir sex(þúsund) og rúmlega það. Þetta er upphæð, sem er jafnvirði 31,6
geneverflaskna.
SKÓSMÍÐIi
Heyrnalaus piltur opn-
ar skósmíðavinnustofu
0 UNGUR maður opnaði í
desember siðastliðnum skósmíða-
vinnustofu að Bergstaðastræti 10
í Reykjavík. Þetta er í sjálfu sér
ekki fréttnæmt, ef skósmiðurinn,
Hörður Steinsson, væri ekki
heyrnarlaus og er að auki fæddur
með spastiska lömun, sem gerir
það að verkum að hann hefur
Á efri myndinni er Hörður að afgreiða viðskiptavin, en á neðri
myndinni er hann við vinnu slna.
ekki fullkomna stjórn á hreyfing-
um sinum. Þó hefur Herði tekizt
með árunum að ná valdi á iðn
sinni — eða eins og lærímeistari
hans, Sigurbjörn Þorgeirsson,
skósmíðameistari, sagði: „Þrátt
fyrir lömun sína, er hann merki-
lega handlaginn."
Hörður lauk námi á síðastliðnu
voru i skósmíðum. Verkstæðið að
Bergstaðastræti 10 var síðan
keypt handa honum, en það var í
eigu ekkju Guðna Jónssonar,
skósmiðs. Þetta er því gamalgróin
vinnustofa, þótt hún hafi ekki
verið starfrækt í á annað ár, fyrr
en Hörður opnaði hana að nýju.
Hefur það að nokkru háð honum
og hefur hann ekki haft mjög
míkið^ð gera, en i viðtali við
Hlaðvarpann sagðist hann vonast
til þess að viðskiptin myndu glæð-
ast með sumrinu.
Fyrst framan af var lömun
Harðar mun meiri og Brandur
Jónsson, skólastjóri Heyrn-
leysingjaskólans, þar sem Hörður
nam allt sitt bóklega nám, sagði
að hann hefði jafnvel verið búinn
Framhaid á bls. 13
í leiðinni
Ríkuleg verðlaun
1 SlÐASTA tölublaði Dags á Akureyri er rætt um sigur norðan-
manna i spurningakeppni sjónvarpsins, Kjördæmin keppa“.
Virðist mikil gleði rfkja á Akurevri með þennan sigur, ef marka
má eftirfarandi klausu úr Degi:
„Þessum kærkomna sigri var vel fagnað hér nyrðra. Til merkis
um það er tillaga, sem lausafregnir herma að samþvkkt hafi verið
á Skattstofu Norðuriands með öllum atkvæðum, að þessir þrír
keppendur að norðan skyldu skattfrjálsir f ár. En stofnun sú,
kennd við skatt og jafnvel skattpiningu, á hér hæg heimatökin, að
þvf þvf er ætla má. En að slfk tillaga skuli þar fram koma, ef satt
er frá sagt speglar mikinn fögnuð og þakklæti hér fyrir norðan,
hvernis sem um skattinn fer.“
Sigurvegararnir f keppninni fyrir Norðurlandskjördæmi
eystra voru: Gfsli Jónsson, menntaskólakennari, Indriði Ketils-
son, bóndi, og Guðmundur Gunnarsson, endurskoðandi á Skatt-
stofu Norðurlands — að þvf er Dagur upplýsir.
Hver yrðu viðbrögð flotans?
HLAÐVARPINN frétti, að oftar en einu sinni hefðu komið menn
að máli við yfirmenn Flugþjónustunnar og óskað eftir þvf að
flogið yrði með þá yfir mið brezkra togara f fslenzkri fiskiveiði-
lögsögu. Ætluðu mennirnfr að fara með rauða málningu eða
skarna eða annan illa lyktandi óþverra og varpa yfir freigáturnar
og togarana.
Hlaðvarpinn spurði Elfeser Jónsson, framkvæmdastjóra Flug-
stöðvarinnar um sannleiksgildi þessa. Hann kvað þetta ekki rétt,
en sannleikskornið væri þó það, að oftar en einu sinni hefðu
menn rætt um það f gamni, hvað brezku skipin myndu gera, ef
einhver tæki upp á slfkum strákapörum. Höfðu menn þá jafnvel
látið sér detta f hug að freigáta gæti skotið að flugvélinni. Af
þessum sökum sagði Elfeser að hann tæki aldrei slfka áhættu,
sem þetta gæti haft f för með sér.
„Grútfúlar kveðjur”
1 BLAÐINU Umbrot, sem nokkrir ungir menn á Akranesi gefa
út, lásum við þetta f dálki, sem kallaður er „Bæjarbrot":
„Við hlustun á þættinum „Lög unga fólksins" má heyra mörg
undarleg orð og orðasambönd. Sfðastliðinn þriðjudag mátti heyra
þessi orð: Upp úr soðnar ástar- og saknaðarkveðjur — eldheitar
ástarkveðjur — kærar kveðjur — pulsuheitar ástarkveðjur með
engu ofan á — vinarkveðjur — brennheitar ástarkveðjur —
grútfúlar kveðjur.
Segið svo að unglingarnir séu f vandræðum með kveðjurnar."
Algleymi velferðarþjóðfélagsins
í einu af tölublöðum Vinnuveitandans, sem Hlaðvarpinn var að
glugga f, er eftirfarandi glefsa:
„Á að gizka 25 af hundraði þeirra kvenna og 5 af hundraði
þeirra karla, sem samningar danska vinnuveitendasambands-
ins og danska alþýðusambandsins taka til, hafa nú minni tekjur
en nemur hæstu atvinnuleysisstrykjum.
Vegna ólfkra skattareglna er samanburðurinn atvinnuleys-
ingjunum ennþá hagstæðari. (Ur danska Vinnuveitandanum)."
æ-
Omerkt flaska úr Ríkinu
EINN góðkunningja Hlaðvarpans átti leið í Rfkið nýlega og
ætlaði þar að kaupa sér vodka. Bað hann um rússneskt vodka,
Stolichnaja, og fékk flöskuna afgreidda. Var hún innpökkuð f
pappfr frá framleiðanda.
Maður fór sfðan með flöskuna heim og þegar hann ætlaði að
fara að nota hana tók hann eftir
þvf, að hvergi var skráð á flösk-
una „Áfengis- og tóbaksverzlun
rfkisins“ eins og jafnan er
skráð á allar flöskur, sem hjá
þeirri ágæt-u verzlun eru keypt-
ar. Þetta þótti manninum harla
undarlegt og því hringdi hann f
viðkomandi vínbúð og spurði,
hvernig á þessu stæði.
Afgreiðslumaðurinn spurði
hann, hvort hann væri algjör-
lega viss og hvort blár miði
gæti ekki hafa leynzt f pappfrn-
um, sem var utan um flöskuna.
Maðurinn neitaði þvf og sagðist vera búinn að leita alls staðar. Þá
brá svo við að afgreiðslumaðurinn vildi fá flöskuna aftur og
spurði, hvort viðkomandi gæti ekki komið henni aftur f vfnbúð-
ina. Maðurinn kvaðst ekki geta það, þar sem hann þyrfti að nota
flöskuna það sama kvöld og hefði ekki tök á að koma henni f
vfnbúðina. Afgreiðslumaðurinn gaf þá skýringu á vöntun miðans,
að þessi framleiðandi væri sá eini, sem krefðist af ÁTVR að hún
útvegaði sjálf miðana og kvað hann ÁTVR af þeim sökum þurfa
að senda miðana utan til framleiðandans. Þetta gæti verið
skýringin á vöntun miðans á flöskuna — en hvers vegna hefur
framleiðandinn þá vanrækt að lfma miðann á hana?
UMSJÖN: MAGNUS FINNSSON.