Morgunblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1976
11
BYGGINGA- OG HEILBRIGÐISMAL
UPPBOÐl
• I FRÉTTABRÉFI Húsnæðismálastofnunar ríkisins rakst Hlaðvarp-
inn á stytta og þýdda grein úr Bauen und Wohnen, sem þar ber
ofangreinda fyrirsögn. Fjallar greinin jafnframt um gildi rafsviðs
jarðar fvrir mótstöðu Ifkamans. Greinin er svohljóðandi:
„Ætla má, að nýleg uppgötvun
þriggja visindamanna frá borginni
Graz i Austurríki gæti orðið harla
afdrifarík. Kenning þeirra er, að
mótstöðukerfi líkamans, þ.e.
hæfni vefja til að sigrast af eigin
rammleik á sýklum með myndun
andsýkla, sé að miklu leyti komin
undir jafnvæginu i rafsviði jarðar
þá stundina. Jafnvægissviðið, sem
myndast af andstæðum rafhleðsl-
um jarðar (neikvæð) og jóna-
hjúpsins þ.e. ytri lofthjúpsins
(jákvæð), er í blíðuveðri og stillu
venjulega um 200 volt/metra að
styrkleika.
Doktorarnir Josef Möse og Ger-
ald Fischer við heilbrigðisstofnun
háskólans í Graz, ásamt Dr. Stefan
Schuy frá raf- og liflækningastofn-
un tækniháskóla sömu borgar,
komust fyrir ári að því, að væru
kvef eða ekki, hvort þeir vinna
auðveldlega á alls kyns sóttkveikj-
um eða leggjast veikir. Þegar að er
gáð, getur veikburða ónæmiskerfi
stofnað lifi manns í hættu. Þeim
vísindamönnum læknisfræðinnar
fjölgar stöðugt, sem benda á sam-
band milli þessa „heilbrigðisyfir-
valds“ líkamans og krabbameins-
myndunar. Nokkrar rannsóknir
benda til þess, að einungis komi til
myndunar illkynjaðra æxla ef
ónæmiskerfið starfar slælega eða
ekki.
I langtímarannsóknum sínum at-
huguðu austurrísku visindamenn-
irnir áhrif þrenns konar ytri skil-
yrða á mýs, sem hafðar voru í
mismunandi búrum.
Eitt búranna var með tveimur
þéttiplötum, sem gerðu kleift að
Það skvldi þó aldrei verða að vfsindin fvndu það út að heilsusamlegra
sé að búa ( litla timburhúsinu fremst á mvndinni en stóru steinblokk-
unum í baksýn. — Ljósm.: Friðþjófur.
mýs settar f Faraday-bur, þ.e.
klefa, sem fyrirbyggir hvers
konar afahrif, dró mjög úr starf-
semi þeirra svo sem áhuga á mat
og drykk. Og súrefnisnotkun
lifrarfrumanna minnkaði stór-
lega. Lifrin er mælikvarði á hraða
efnaskiptanna, þar sem hún er
miðstöð efnaskipta likamans.
Þó gefa nýjustu uppgötvanir til-
efni til snöggtum alvarlegri um-
þenkingar en framanskráð tilraun.
Komið er undir starfsemi ónæm-
iskerfis líkamans, hvort menn fá
stilla rafsvið innan þess frá 40 upp
í 25000 volt/metra.
Annað var Faradey-búr þ.e. án
rafgeislunar, og hið þriðja var
venjulegt búr, sem ekki hindraði
rafsvið jarðar.
Við mælingar á styrk mótefna-
myndunar í músunum voru notað-
ar venjulegar alþjóðlegar aðferðir.
í ljós kom, að i Faraday-búrinu
þ.e.a.s. þar, sem ekkert eðlilegt
jafnvægissvið var fyrir hendi, var
mótefnamyndunin langt undir
meðallagi. Þó að hún lægi ekki
beinlínis niðri, nægði hún ekki til
að vinna gegn alvarlegri sýkingu.
Aftur á móti kom mesta mótstöðu-
aflið fram hjá dýrunum í því búri,
sem útbúið var með auknu raf-
sviði, sérstaklega á styrkleikabil-
inu milli 1000 og 1500 volt/metra.
Við þau skilyrði var myndun mót-
stöðuaflsins með ólíkindum.
Þetta merkir í raun, að liklega
er líkamlegt mótstöðuafl manna að
miklu leyti undir veðrinu komið.
Vitað er, að við lægðamyndun og
sérstaklega þó í snöggum veðra-
brigðum, kemst óreiða á hið nátt-
úrulega jafnvægissvið. Margir
finna þá fyrir höfuðverk og óróa.
Við slik veðurskilyrði er tíðni
hjartaslaga, heilablóðfalla og
sjálfsmorðstilrauna áberandi
meiri en undir venjulegum kring-
umstæðum.
Hér við bætist atriði, sem gæti
haft víðtækari þjóðfélagslegar af-
leiðingar en nokkurn grunar. í
greinargerð vísindamannanna,
sem birt var fyrir skömmu segir:
„Með miklum líkum má gera ráð
fyrir, að jafnvægisspennan í al-
steyptum steinhúsum, sem nútima
byggingarhættir geta af sér sé
ónóg og í versta falli vanti hana
algjörlega."
Þetta mætti leggja út á þann
veg, að nýtísku byggingar úr járn-
bentri steinsteypu fyrirbyggi eðli-
legt jafnvægissvið jarðarinnar,
eða rjúfi m.ö.o. rafsviðið sem mót-
stöðuafl manna gegn sjúkdómum
er komið undir.
I viðtali vildu vísindamennirnir
ekki láta hafa neitt eftir sér þessu
viðvíkjandi og sannast þar hið
fornkveðna, að brennt barn forð-
ast eldinn. Er birtar voru niður-
stöður rannsóknanna frá fyrra ári
þar sem drepið er á slævingu lík-
amsstarfseminnar vegna brott-
náms rafsviðsins i alsteyptum
húsum (en þetta atriði hafa ýmsir
aðrir vísindamenn sannað frá því
þá), rauk austurríski byggingar-
iðnaðurinn til og hótaði málssókn.
Það skyldi þó aldrei eiga eftir
að koma á daginn með þessari
nýju vitneskju, að krabbameins-
kennd útbreiðsla steinsteypu í
okkar tíð eigi sér innri samsvörun
í áhrifum á mannfólkið? Um-
hverfi mannsins hefur sterk áhrif
á sálarlíf hans.
Hvað sem þvi líður, má búast
við að niðurstöður rannsóknanna
í Graz, muni fyrr hafa áhrif á
ýmsum öðrum sviðum en til þess
komi að skipt verði um byggingar-
efni. Sjúkrahús gætu t.d. komið
Framhald á bls. 13
Hið einstæða hlaupa-
hjól var skilið eftir
• „HVER býður i þcnnan ágæta
grip. Þetta hlaupahjól er vafa-
laust það eina sinnar tegundar á
landinu," hrópaði uppboðshaldar-
inn. Boð bárust dræmt i gripinn
og hann var sleginn hæstbjóð-
anda á 300 krónur. Að loknu upp-
boði, þegar vérið var að taka til,
kom í ljós að hlaupahjólið var
þarna enn. Kaupandinn hafði
guggnað á því að fara með gripinn
heim.
Þannig var því reyndar háttað
með nokkra aðra gripi, sem
boðnir voru upp á hinu árlega
uppboði óskilamuna, sem eru i
vörzlu rannsóknarlögreglunnar.
Uppboðið fór fram s.l. laugardag,
og var þar töluverður mannfjöldi
að vanda og líflega boðið þótt ekki
væru allir munirnir eigulegir. Og
bakatil sátu starfsmenn borgar-
fógeta og skráðu niður verð óg
innheimtu peninga með Jón B.
Jónsson í broddi fylkingar. Þarna
voru lika menn frá Lögreglu-
félagi Reykjavíkur, Gísli
Guðmundsson og Torfi Jónsson,
en samkvæmt gömlum lögum
rennur hagnaður af uppboðinu i
lögreglusjóð.
^ MAJ-BRITT Imnander,
forstjóri Norræna hússins.
lætur nú senn af þvi starfi
eftir tæplega 4 ár. Hún befur
af dugnaði rekið húsið og þar
hafa verið ýmsir þeir menn-
ingarviSburðir a8 undan-
fömu. sem sett hafa svip á
lifið I Reykjavlk. Henni hefur
á þessum árum tekizt að
halda þessari stofnun sem lif-
andi menningarmiSstöð og
þar sem hún brátt kveSur átti
HlaSvarpinn við hana stutt
viStal um dvölina á íslandi aS
þessu sinni.
— Þetta hefur veriS mjög
skemmtilegur timi, sagSi
Maj-Britt. en annasamur.
ÞaS hefur veriS mjög mikiS
aS gera og ég hef reynt að
framkvæma þaS, sem mér
hefur fundizt vera til bóta og
sérstaklega hefur mér fundizt
gaman aS hafa getað fram-
kvæmt þá menningarviku-
dagskrá. sem ég einsetti mér
I upphafi. Þar sem ráSningar-
tlmi minn var fjögur ár ákvað
ég aS hafa fjórar svokallaðar
menningarvikur. Voru þetta
Samavika, Færeyjavika.
Álandseyjavika og nú loks
nýlega Grænlandsvika.
— Ég hefði átt að vera hér
þar til i október, en fer aðeins
fyrr. Heldurðu aS ég hefSi
Dvöl mín
hér hefur
verið mjög
gott tíma-
bil ævi
minnar....
orðiS svona lengi, ef mér
hefSi ekki líkað dvölin? —
spurði Maj-Britt, er Hlaðvarp-
inn spurði um dvölina. — Ég
vissi nú áSur en ég kom, að
mér myndi lika vel, þvi að ég
hafði verið hér nokkrum sinn-
um áður og likað þá vel við
land og þjóS. Langaði mjög
mikið að fá hér vinnu og vera
hér einhvem tima.
— Hvað ferðu svo að gera,
þegar til Sviþjóðar kemur?
— ÞaS er trúlegt aS ég fari
aftur til sama fyrirtækis og
ég vann hjá áSur — bókaút-
gáfufyrirtækis. a.m.k. fyrst
um sinn. ÞaS er ekki mjög
auðvelt fyrir háskólamenntaS
fólk aS fá vinnu i Sviþjóð,
þegar það hefur veriB ein-
hvem tima aS heiman. Eins
og er er jafnvel erfitt fyrir þá.
sem heima eru, aS fá vinnu.
ÞaS auSveldar svo að sjálf-
sögðu ekki málið, hafi menn
veriS i burtu i 4 ár og ekki
fylgzt meS því sem helma
hefur gerzt. Er þetta reynsla
margra. Ég er samt ekki neitt
svartsýn. Ég er heppin aS fá
mitt gamla starf og þaSan get
ég kannski sótt um önnur
störf.
— Þetta starf mitt hér hef-
ur jafnvel verið skemmtilegra
en ég bjóst viS, þegar ég hóf
það. Mér finnst fólk hafa svo
mikinn áhuga á þvi. sem ver-
iS hefur að gerast i húsinu.
ÞaS hefur veriS lifandi stofn-
un og ekki eins og svo oft er
sagt um menningarmiðstöðv-
ar, að þær séu einangraðar
og ekki í sambandi viðfólkið.
Reynsla min er samt allt önn-
ur og ég held að það sé vegna
þess, hve fjölbreytt starfsemi
fer hér fram og frá upphafi
hefur verið gert ráð fyrir að
fari hér fram.
— Þú giftir þig á meðan þú
varst I húsinu?
— Já, ég gifti mig og eign-
aðist bam, sem fætt er hér á
fslandi. Það sýnir kannski og
sannar bezt, að þetta er og
verður mjög gott timabil í
ævi minni. Maðurinn minn,
Kjell Gustavsson, er I Sviþjóð
eins og er og hefur verið hér
annað slagið. Hefur honum
einnig líkað dvölin hér vel.
— Er búið að ganga frá
ráðningu nýs forstjóra?
— Það er ekki fullf rágeng-
ið. en næstum ákveðið að
það verði Erik Sönderholm,
sem stjóm hússins hefur
mælt með. Hefur hann tekið
sér umhugsunarfrest, en ég
talaði við hann um daginn og
bendir allt til þess að hann
taki starfinu. Mun hann þá
hefja störf 1. ágúst. Hann
talar Islenzku, enda hefur
hann verið hér sem sendi-
kennari I 6 til 7 ár. Kvæntist
hann á Íslandi konu, sem ég
held að hafi verið hér ein 12
ár, svo að þau þekkja vel land
og þjóð.
— Er það mikill kostur að
kunna islenzku i þessu starfi?
— Það held ég. Þegar
maður fer að tala við fólk á
þess eigin máli kemst maður
fyrst i eðlilegt samband við
það. Þetta er held ég reynsla
allra. sem eitthvað hafa starf-
að utan sins föðurlands. í
stofnun sem þessari skiptir
það miklu máli. Samt held ég
að það sé hægt að vera án
þess. þar sem allir islending-
arnir. sem starfa í húsinu,
tala eitthvert Norðurlanda
málanna — en efiðleikarnir
byrja þar sem sambandið er
við gesti hússins.
— En hvað hefur verið erf-
iðast?
— Það sem er kannski erf-
iðast og mest þreytandi er
einmitt þetta að þurfa að lifa
með tvö tungumál. Þó að
maður þykist kunna sæmi-
lega vel Islenzku og tala hana
nokkuð vel, þá er erfitt að
skrifa á íslenzku t.d. fréttatil-
kynningar og i raun allt. sem
þarf að skrifa. Þar verður
maður a.m.k. að fá annað
starfsfólk til þess að ganga
frá Skrifi maður eitthvað
sjálfur, getur maður aldrei
verið fyllilega viss um að
sjást ekki yfir villu. Þá er gott
og nauðsynlegt að hafa gott
starfsfólk.
MAJ-BRITT IMNANDER
MAJ-BRITT IMNANDER FORSTJÓRI NORRÆNA HÚSSINS
ÁSAMT SVNI SÍNUM SVEN