Morgunblaðið - 15.05.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976
13
— Skósmíði
Framhald af bls. 10
aö gefa hann upp á bátinri — svo
erfiðlega hefði gengið í fyrstu að
kenna honum. En siðan tók Örn
Gunnarsson, kennari í Heyrn-
leysingjaskólanum, við Herði og á
skömmum tíma tók hann miklum
framförum. ,,Hann bókstaflega
hlóð á sig orðum,“ sagði Brandur.
Ekki er ljóst, hvað valdið hefur
hreyfilömun Harðar, en hann er
fyrsta barnið, sem skipt var um
blóð í og getur lömunin stafað af
því að það var gert of seint. Er
það þó ekki fullkomlega vist.
Lærifaðir Harðar í skósmíða-
iðninni, Sigurbjörn Þorgerisson,
skósmiður, Háaleitisbraut 68—70,
sagðist hafa tekið Hörð í nám
vegna tilmæla frá Guðmundi
Löve hjá Öryrkjabandalaginu.
Gerði hann það eingöngu til
reynslu — ,,og einkum þar sem ég
sjálfur hef skerta heyrn og heyri
bókstaflega ekkert án heyrnar-
tækis,“ sagði Sigurbjörn í viðtali
við Hlaðvarpann. ,,Ég ákvað því
að gera tilraun og þegar Hörður
fór að vinna hjá mér kom strax i
ljós að hann hafði góða greind og
var merkilega handlaginn, þrátt
fyrir lömun sína. Hann fékk
síðan próf frá Heyrnleysingja-
skólanum, þar sem Jón Sætran
hafði mikið með hann að gera.
Þar fékk hann m.a. undirstöðu-
menntun í bókfærslu og öðru til
þess að hann gæti rekið eigin
vinnustofu. Ég hef frétt að hann
hafi haft heldur lítið að gera til
þessa, en það er engin hætta á því
að hann bjargi sér ekki, fái hann
viðskiptavini og nægileg viðfangs-
efni.“
Faðir Harðar sagði okkur, að
þótt ekki hefði það litið út vel í
upphafi, hvað yrði úr syni hans,
væri hann þeirrar skoðunar að
foreldrar, sem ættu börn, sem
þannig væri ástatt um, þyrftu
ekki að örvænta. Iðnskólinn í
Reykjavík væri að nokkru leyti
tengdur Heyrnleysingjaskólanum
í slikum tilfellum. Erfiðast hefði
kannski verið að fá einhvern
meistara i iðninni til þess að taka
að sér piltinn, en hann kvað Sig-
urbjörn hafa gert það með mikilli
snilld.
Á meðan við dvöldum í vinnu-
stofu Harðar kom ung stúlka og
náði i skóna sína, sem verið höfðu
til viðgerðar. Við spurðum Hörð,
hvað væri erfiðast við starfið.
Hann sagði: „Erfiðast er, hve fólk
talar hratt. Þá á ég bágt með að
skilja það, því að ég þarf að lesa
af vörum þess hvað það vill láta
gera við skóna sína.“ Með þessum
orðum kveðjum við svo Hörð
Steinsson og óskum honum alls
velfarnaðar í skósmiðaiðninni.
Við viljum jafnframt benda vænt-
anlegum viðskiptavinum hans á,
að eigi þeir í erfiðleikum með að
skilja hann,.er alltaf unnt að biðja
hann um að tjá sig með því að
skrifa á blað.
— Heilsu-
spillandi
Framhald af bls. 11
sér upp sérstökum stofum með
auknu rafsviði. Þar mætti
“styrkja" menn áður en þeir út-
skrifast, en sjúklingar eru einmitt
mjög viðkvæmir fyrir veðrabrigð-
um. Sem stendur rannsaka þeir í
Graz með langtímatilraunum i
sjúkrahúsi, hvaða bein áhrif auk-
ið rafsvið kann að hafa á lækning-
arferilinn.
Germanir til forna vissu aug-
sýnilega fyrir tvö þúsund árum
það, sem nú þykir liklegt eftir
langæjar rannsóknir. Tacitus seg-
ir frá þvi, að Germanir hafi borið
sjúka á fjallagnipur í von um að
þeir næðu fyrr heilsu.
Það sem Germanirnir héldu
vera læknandi nálægð goðanna,
er aukið rafsvið þar efra. Mæling-
ar sýna að styrkur rafsviðsins nær
allt að 5000 voltum/metra eftir
því hver hæðin er
WERNER WANSCHURA"
HVERS VEGIMA1
Aó sjálf sögdu vegna einstakra gæða
Reyplasteinangrunar.
1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (bmdagiidi 0,028-0,030
2. Tekur nálega engan raka eóa vatn í sig
3. Sérlega létt og meófcerileg
Yfirburðir REYPLASTeinangrunar eru augljósir
og enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi.
DCVPI ACT Uf s.-30978
r%C T r^L-I nT. Armúla 44
Samvinnuferðir
TIL SÓLARLANDA
Costa del Sol
Meðalhiti sjávar:
Meðalhiti lofts.
Algarve
Meðalhiti sjávar:
Meðalhiti lofts:
agust sept. okt,
24.2 21.2 18.3
276 24.4 20.9
águst sept. okt.
26.5 26.5 23.0
28.5 26.5 23.5
Samvinnuferðir bjóða viðskiptavinum sín-
um aðeins nýtisku og fyrsta flokks hótel,
íbúðir og smáhýsi á bestu stöðum á
Costa del Sol, sem þúsundir íslenskra
ferðamanna hafa gist á undanförnum ár-
um og á Algarve, sem fáir ísienskir ferða-
menn þekkja ennþá en er þó einn af feg-
urstu og unaðslegustu ferðamannastöð-
um álfunnar.
Komið — hringið — skrifið og við veit-
um allar nánari upplýsingar fljótt og ör-
ugglega.
COSTA DEL SOL
ALGARVE
27. júni 3 vikur
2. agúst 2 vikur
18. juli
3 vikur
16. ágúst 2 vikur
9.agust 3 vikur
30. agúst 2 vikur
13. seot. 2 vikur
30. agust 3 vikur
20. sept.
3 vikur
27. sept.
2 vikur
Samvinnuferdir
Sambandshusinu simi 27077