Morgunblaðið - 15.05.1976, Page 15

Morgunblaðið - 15.05.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1976 15 upp z, sökum glundroða, andúðar og tilgangslausrar vinnu sem slík lög mundu óhjákvæmilega hafa í för með sér.“ INNLENT Eiríkur Smith við eitt verka sinna. Mynd þessi heitir Fagur fiskur úr sjó. Eiríkur Smith sýnir á Kjarvalsstöðum t DAG opnar Eirfkur Smith svn- ingu á verkum sfnum á Kjarvals- stöðum. Á sýningunni eru tæp- lega 100 myndir og eru flestar þeirra til sölu. Rúmlega helming- ur myndanna eru vatnslita- mvndir en aðrar olfumálverk. Mvndirnar eru flestar málaðar á sfðustu þremur árum. Eiríkur kvaðst mála töluvert meira með olíu heldur en með vatnslitum, en hann tæki þó fyrir- leitt einhvern tíma á hverju ári til að mála með vatnslitum. Myndjrnar á sýningu Eiríks eru af ýmsu tagi, margar málaðar við sjávarsíðuna en efni í aðrar er sótt vfðs vegar að. Þá sagði Eiríkur að sá galli væri á að sýna á Kjarvalsstöðum að birtan þar væri alls ekki nógu góð. Sýning Eiríks mun standa til 23. maí. Um helgina er opið frá kl. 14^-22 en virka daga nema mánudaga er opið kl. 16—22. Næstkomandi laugardagskvöld kl. 20.30 mun Lúðrasveit Ffla- delffusafnaðarins halda tónleika í Ffladelffu, að Hátúni 2. Lúðra- sveitin_ er skipuð 25 ungum hljóðfæraleikurum, og hefur æft undir stjórn Sæbjörns Jónssonar trompetleikara, sem hefur annazt kennslu og þjálfun sveitarinnar. Hefur lúðrasveitin leikið oft á samkomum safnaðarins, og hlotið góðar viðtökur. Þá munu þrfr ungir nemendur f pfanóleik koma fram með einleik á pfanó. Allir eru velkomnir á þessa tónleika. Safna í kirkjubygg- ingu Hvergerðinga Hveragerði. 14. maí. NÆSTKOMANDI sunnudag, 16. maf halda sóknarsystur hér í Hveragerði svokallaðan happa- markað, en það er hlutavelta, basar og happdrætti, kl. 2 eftir hádegi f félagsheimili Bergþóru, sem er við Eden. Fyrsti áfangi nýju kirkjunnar var vígður 31. maí 1971, en enn er margt ógert og hafa nokkrar kon- ur tekið höndum saman til að styrkja og fegra okkar fallegu kirkju. Margir góðir munir verða á boðstólum, þar á meðal verða seldir fáséðir antikmunir og gamlir gripir. í happdrættinu verða meðal vinninga fallegt málverk og nokk- ur handunnin ryateppi-Georg. 5 íslendingar sýna á Norðatlantex AF TILEFNI fréttar I MorgunblaSinu sunnudaginn 9. mal óskast eftirfar andi tekiS fram: NorSatlantex er ekki aðeins fyrsta frlmerkjasýningin I Færeyjum heldur og með sérstöku boSi til íslendinga um þátttöku svo sem kynnt hefur veriS f Tlmanum. L.Í.F.-fréttum og Safnaranum. Er þar veriS aS endur- gjalda boS Landssambands íslenzkra frimerkjasafnara til Færeyinga á s.l. ári. r, í sýningunni taka þátt fimm ls- lenzkir safnarar, ekki einn eins og segir I fréttinni. Upphafleg dómnefnd var skipuS þannig: SigurSur H. Þorsteinsson. Eric Wovern, Ingvar Jacobsen og Jens Chr. Christiansen. Þegar séð var aS SigurSur gæti ekki starfaS I dómnefndinni vegna starfa hér heima. tók Ib Eichner-Larsen frl- merkjaritstjóri Berlingske Tidende formannssætiS. (Frá Landssambandi Isl. frlmerkjasafnara). Vara við z-glundroða RtJMLEGA 40 kennarar við Menntaskólann við Hamrahlið hafa sent alþingi eftirfarandi áskorun: „Undirritaðir kennarar Menntaskólans við Hamrahlíð vara eindregið ■ við samþykkt frumvarps til laga um íslenska stafsetningu, þar sem m.a. er kveðið svo á að taka skuli aftur Láglaunaráðstefna á Hótel Loftleiðum um helgina MIKILL áhugi virðist vera meðal verkafólks á Ráðstefnu um kjör láglaunakvenna, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum á morgun, sunnudag, 16. maf. t fvrstu stóð til að ráðstefnan vrði haldin í Lindarbæ, en fljótlega var séð að húsnæðið þar mvndi ekki rýma alla þátttakendur, en I vikunni höfðu 160 fulltrúar til- kynnt komu sfna á ráðstefuna. Ráðstefnan verður sett kl. 9.30 á sunnudagsmorgun og verða þá flutt 12 framsöguræður. Ræðurn- ar eiga að vera mjög stuttar eða 10 mfnútur hver og á að vera lokið um hádegi. Eftir hádegi verður rætt saman í starfshópum og einn höfuðtilgangur ráðstefnunnar er að fá fólk til að ræða saman í starfshópunum. Fulltrúar frá 12 verkalýðs- félögum munu flytja framsögu- ræðurnar og eru fulltrúarnir frá: Starfsstúlknafélaginu Sókn, Verzlunarmannafélagi Reykja- vfkur, Starfsmannafélagi ríkis- stofnana, Verkakvennafélaginu Framsókn, Ljósmæðrafélagi Is- lands, Félagi afgreiðslustúlkna f brauð- og mjólkurbúðum, Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykja- vík, Verkakvennafélaginu Fram- tíðnni, Starfsstúlkum f veitinga- húsum og Rauðsokkahreyfing- unni. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mun setja ráðstefnuna, en fundarstjórar verða Guðrún Ög- mundsdóttir, Guðrún Hallgríms- dóttir og Elísabet Sveinsdóttir. Ljosm. Mbl.: Georg Michel.st'o Kirkjan f Hveragerði. Alþýðusambandið mótmælir óbreyttri verzlimarálagningu Verðlagsstjóri gerir athugasemd við ályktun miðstjórnar ASI MIÐSTJÓRN ASl kom saman till fundar á fimmtudaginn og varj þar rætt um verðlagsmál f kjölfarl samþvkktar verðlagsnefndar um óbreytta verzlunarálagningu til bráðabirgða. Á fundi sínum samþykkti mið- stjórn ASÍ samhljóða eftirfarandi ályktun: „Á fundi verðlagsnefndar í gær ákváðu fulltrúar atvinnurekenda og fulltrúi ríkisstjórnar að gefa verzluninni rétt til að taka fulla álagningu á aukið vörugjald, sem þýðir í reynd að hundruð milljóna eru flutt frá almenningi til verzl- unarinnar. Miðstjórn ASI fordæmir harð- lega þessa ákvörðun stjórnvalda á sama tfma og lagðar eru stórfelld- ar álögur á almenning." I gær barst Morgunblaðinu svo eftirfarandi athugasemd frá Georg Ölafssyni verðlagsstjóra vegna yfirlýsingar miðstjórnar ASÍ: Fyrir Verðlagsnefnd hefur all lengi legið erindi frá Verslunar- ráði íslands með ósk um hækkun á verslunarálagningu í heildsölu og smásölu, en á annað ár er liðið frá þvf álagningunni var síðast breytt. Erindi þetta hefur að undanförnu verið f athugun hjá Verðlagsskrifstofunni, og felst sú athugun meðal annars í því, annars vegar að meta þær kostn- aðarhækkanir sem orðið hafa í verslunarrekstri og hins vegar hvaða tekjuauka verslunin hefur fengið á móti vegna erlendra og innlendra verðhækkana, gengis- sigs, vörugjalds og fleira. Meiri hluti Verðlagsnefndar taldi ekki rétt að líta á vöru- gjaldið sem einangrað fyrirbæri heldur bæri, að meta áhrif þess í samhengi við þá heildarathugun sem nú fer fram á verslunijr- álagningunni og ákvað því að álagning f hundraðstölu skyldi vera óbreytt, þar til niðurstöður athugunarinnar liggja fyrir. Skýrt skal tekið fram að af- greiðsla Verðlagsnefndar um að halda álagningu óbreyttri, enda þótt vörugjald hækkaði var gerð til bráðabirgða í mjög skamman tíma. Það er því mjög viilandi sem kemur fram í yfirlýsingu mið- stjórnar A.S.Í., „að aukið vöru- gjald þýði f reynd, að hundruð milljóna séu fluttar frá almenn- ingi til verslunarinnar." MAGNtJS Jóhannesson opnar f dag kl. 16 sýningu að Laugavegi 178. Sýnir hann 30 vatnslitamyndir sem hann hefur málað sl. 2—3 ár. Sýning Magnúsar stendur til 24. maí og er hún opin daglega frá kl. 14—22. 60-70 hestar í vor- kappreiðum Fáks .VORKAPPREIÐAR FÁKS á sunnudaginn verða að vanda fyrstu kappreiðar ársins. Munu margir frægir hestar taka þátt f þeim, en alls taka 60 — 70 hestar þátt f hlaupunum. Vegna mikils og vaxandi áhuga unglinga á hestamennsku efnir FÁKUR nú f fyrsta skipti til sérstakrai keppni f unglingadeild. Ungling- arnir munu sýna ýmsar þrautir, sem þeir hafa æft sérstaklega undir stjórn KOLBRUNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Keppt verður f 800 metra, 350 og 250 metra stökki. I síðasttalda hópnum taka aðeins þátt ung hross, þ.e. 3 vetra eða yngri. Þá verður keppt f 250 metra skeiði og 1500 metra brokki, þar sem 8 hestar verða ræstir í hverjum riðli. Keppnishrossin koma víðs veg- ar að. Af frægum skeiðhestum má nefna FANNAR Harðar G. Al- bertssonar, sem reyndist snjall- asti vekringur landsins i fyrra- sumar, ÓÐIN Þorgeirs í Gufunesi og HRlMNI Eyjólfs Isólfssonar frá Stóra-Hofi. Af stökkhestum má fræga telja LOKU Harðar G. Albertssonar, ÁSTVALD Gunn ars Sveinbjörnssonar frá Sand- gerði og ÞJÁLFA Sveins Kr. Sveinssonar. Veðbanki verður starfræktur að vanda og happdrættishestur FÁKS verður sýndur i sambandi við mótið. Kappreiðarnar hefjast kl. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.