Morgunblaðið - 15.05.1976, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1976
ALLT MEÐ
EIMSKIP
Á næstunni
ferma skip
vor til
íslands
hér segir:
semí
ANTWERPEN:
Urriðafoss 1 9. maí
Dettifoss 27. maí
Tungufoss 31. maí
Urriðafoss 7. júní
ROTTERDAM:
Urriðafoss 1 8. maí
Úðafoss 28. maí
Tungufoss 1. júní
Urriðafoss 8. júní
FELIXSTOWE:
Mánafoss 1 8. maí
Dettifoss 25. maí
Mánafoss 1. júní
Dettifoss 8. júní
HAMBORG:
Mánafoss 20. maí
Dettifoss 27. maí
Mánafoss 3. júní
Dettifoss 1 0. júní
PORTSMOUTH:
Brúarfoss 25. maí
Bakkafoss 31. maí
Selfoss 4. júní
Goðafoss 1 8. júní.
WESTON POINT:
Kljáfoss 1 9. mai
Kljáfoss 1. júní
Kljáfoss 1 5. júní
KAUPMANNAHÖFN:
M úlafoss 1 8. maí
írafoss 25. maí
Múlafoss 1. júní
írafoss 8. júní
GAUTABORG:
Múlafoss 1 9. maí
írafoss 26. maí
Múlafoss 2. júní
írafoss 9. júní
HELSINGBORG:
Skip 24. mai
Álafoss 4. júní
Álafoss 1 8. júní
KRISTIANSAND:
Skip 28. maí
Álafoss 5. júni
Álafoss 1 9. júní
GDYNIA/GDANSK:
Lagarfoss 14. mai
Fjallfoss 3. júni
VALKOM:
Álafoss 1 7. maí
Fjallfoss 31 mai
VENTSPILS:
Lagarfoss 30. mai.
| Reglubundnar §
vikulegar
hraöferðir frá:
ANTWERPEN,
FELIXSTOWE,
GAUTABORG,
HAMBORG,
KAUPMANNAHÖFN,
ÍJlJ ROTTERDAM
sUl._______
I'
GEYMIÐ
auglýsinguna
ALLTMEÐ
EIMSKIP
SCSMMSMUMSM
i
I
B
I
i
I
8
i
S
i
i
i
I
8
1
I
i
AL'iil.ÝSINGASÍMINN KR:
22480
Jfloreimblnbiö
Samræming starfa
Framkvæmdastofn-
unar, Seðlabanka,
hagdeildar banka og
fj ármálaráðuney tis
Á ÞINGSlÐU Morgunblaðsins f
gær var skýrt frá breytingartil-
lögum við stjórnarfrumvarp um
Framkvæmdastofnun rlkisins, at-
kvæðagreiðslum um þær og grein-
argerð tveggja ráðherra og for-
seta neðri deildar, þess efnis, að
þeir greiddu atkvæði gegn breyt-
ingartillögunum við frumvarpið,
á þeirri forsendu, að frumvarpið f
í núverandi myiíd væri samkomu-
lagsatriði innan rfkisstjórnarinn-
ar. Hér fer á eftir fyrirvari eins af
þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, sem greiddi atkvæði með
breytingartillögu Ellerts B.
Schram (S) um einn fram-
kvæmdastjóra stofnunarinnar
(sjá nánar á þingsfðu f gær), Ey-
jólfs Konráðs Jónssonar (S), sem
hann gerði um undirskrift á
nefndaráliti:
Virðulegi forseti.
Ég skrifa undir nefndarálit
meirihluta og viðskiptanefndar
með fyrirvara og tel mér skylt að
gera í örfáum orðum grein fyrir
því, hvers vegna ég rita undir
með fyrirvara.
Eg verð að segja það eins og það
er, að þegar ég sá frv. fyrst fullbú-
ið í fyrradag í hv. fjh,- og viðskn.,
eftir að hafa verið erlendis um
nokkurra vikna skeið, þá varð ég
fyrir vonbrigðum. Ég hafði satt að
segja ætlað, að fyrirheit í stefnu-
yfirlýsingu ríkisstj. um endur-
skoðun á þessum lögum mundi
þýða eitthvað annað og meira en
það, sem nú hefur séð dagsins
ljós. Ég hafði gert mér vonir um
það, að við þessa endurskoðun
yrðu reynt að samræma störf
Framkvæmdastofnunar ríkisins,
Seðlabanka, hagdeilda bankanna
og raunar þau störf, sem mörg
hver eru unnin í fjmrn. mun bet-
ur en gert hefur verið og hafði
gert mér vonir um, að við þá
endurskoðun yrði unnt að fækka
Eyjólfur Konráð
Jónsson, 4 þm.
Norðurl. vestra
— Carter
Framhald af bls. 1
sigur vfir Carter og Reagan
bar sigurorð af Ford.
Þá segir í fréttum frá Banda-
ríkjunum að Ford forseti leggi
nú gifurlegt kapp á að vinna
þær næstu forkosningar sem
fara fram alveg á næstunni, í
Michigan, sem er heimaríki
hans, og í Tennessee og
Kentueky nokkru síðar. Öllum
ber saman um að færi Reagan
með sigur af hólmi í Michigan
myndi það verða meiri háttar
áfall fyrir forsetann og tefla í
tvísýnu vonum hans um út-
nefningu.
— Fjölskyldu-
dagur
Framhald af bls. 2
hverjir koma eftir þann tíma. Bað
Hulda Mbl. að koma á framfæri
þakklæti til allra, sem aðstoðað
hefðu kvennadeildina að undir-
búningi kaffisölunnar.
SVNINGAR
Baldur Jónsson formaður björg-
unarsveitarinnar Ingólfs sagði að
kvennadeildin hefði unnið
ómetanlegt starf fyrir SVFl og
væri það Ingólfsmönnum sönn
ánægja að vinna með þeim að
þessum fjölskyldudegi. Kvenna-
deildin hefur gefið björgunar-
tæki fyrir hundruð þúsunda
króna ef ekki milljónir og verða
þau einmitt sýnd í Gróubúó og
hefst sýningin klukkan 14. Þar
verður einnig sýnd og kennd
lífgun úr dauðadái og almenn-
ingur fræddur um starf slysa-
varnafélaganna í landinu, en
björgunarsveitir félagsins eru nú
79 að tölu.
Klukkan 15.30 hefjast svo
önnur dagskráratriði. Skotið
verður úr línu yfir i bátinn Gisla
J. Johnsen og menn dregnir i
land. Gúmbátar verða sýndir úti á
víkinni og verða froskmenn við
þá, Hughes-þyrlan nýja sveimar
yfir og skotið verður upp marglit-
um blysum. Féiagar úr sportbáta-
klúbbnum Snarfara sýna ýmsar
bátagerðir, félagar úr slysavarna-
sveitum í nágrannabyggðum
koma í heimsókn með tæki sín, og
börn verða dregin um i björg-
unarstól, en það atriði fer fram á
landi eins og nærri má geta.
HAPPDRÆTTI SVFl
Loks gerði Hannes Hafstein,
framkvæmdastjóri Slysavarna-
félagsins, grein fyrir landshapp-
drætti félagsins, sem nú er í gangi
því fjölmenna starfsliði, sem að
öllu þessu vinnur því að fyrir til-
tölulega fáum árum unnu miklu
færri menn að þessum störfum og
gerðu það held ég alveg eins vel
og sá fjöldi, sem við þetta er nú.
I meginatriðum tel ég þó frv.
vera til bóta frá þeirri löggjöf sem
gildandi er og mun þvi fylgja því
við lokaatkvgr., en áskil mér allan
rétt til að styðja brtt., ef svo vill
verkast. En meginatriðið er það,
að ég er ekki ánægður með málið
eins og það er nú og vona, að
framhald verði á endurskoðun á
þessum málum. Ég man það t.d.,
að þegar fé atvinnumálan. var út-
hlutað hér á árunum 1968 og 1969
þá var um að ræða álíka fjármagn
eins og nú er til ráðstöfunar i
Byggðasjóði og ég hygg, að tveir
ágætismenn hafi unnið það verk
með einni skrifstofustúlku. Það
voru þeir Jónas Haralds og Krist-
inn Zimsen. Ég held, að það sé
alveg öruggt mál, að mjög megi
fækka í þessum stofnunum, sem
ég nefndi, samræma miklu betur
störfin en gert er og einfalda
þetta allt í sniðum og jafnframt,
að sumar af þessum áætlunum,
sem enginn maður les, mættu
missast.
í fjórða sinn. Sjá deildir félagsins
um söluna og fá fjórðung í sölu-
laun. Sagði Hannes að sala hefði
gengið vel og lokaátakið væri
framundan en dregið er 1. júní.
Verða miðar m.a. seldir á fjöi-
skyldudeginum á morgun. Þá
getur fólk fengið miða senda
heim ef það óskar eftir, en miðar
eru ekki sendir með giróseðlum
eins og tíðkast hjá sumum félög-
um. Vinningar eru 12, þar af ein
bifreið og fjórar utanlandsferðir.
— Ekkert
samkomulag
Framhald af bls. 2
þar orðið um. Nefndin hefði
skilað frumvarpinu til ríkis-
stjórnarinnar, sem hefði haft það
til meðferðar og síðan lagt fram
sem stjórnarfrumvarp. Reynsla
sín sem starfsmanns stofnunar-
innar frá upphafi, fyrst sem for-
stjóra með tveimur öðrum, síðan
einn forstjóri, og loks sem for-
stjóra með einum samstarfsfor-
stjóra, væri sú, að hyggilegt og
æskilegt væri, að forstjórar væru
fleiri en tveir, enda umfang og
eðli stofnunarinnar slíkt.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
fagnaði því að Framsóknarflokk-
urinn væri til viðtals um að hafa
einn framkvæmdastjóra við stofn-
unina og þá væntanlega sem
gegndi þar fullu starfi.
Ingólfur Jónsson (S) sagði
frumvarpið í heild samkomulags-
atriði, þó ekki væri hægt að til-
greina sérstaklega einstakar
greinar þess í því efni. Hér væri
um að ræða samkomulagsfrum-
varp frá nefnd stjórnarflokkanna,
flutt sem stjórnarfrumvarp.
Frumvarpið fæli i sér þrjár veiga-
miklar breytingar til samræmis
við sjónarmið Sjálfstæðisflokks-
ins, rp.a. um, að stjórn stofnunar-
innar veldi framkvæmdastjóra en
ekki rikisstjórnin, þó hún skipaði
hann eða þá að nafninu til. Annað
mál væri hvort þingmenn skipuðu
þessar forstjórastöður. Forstjórar
ráðstöfuðu ekki lánum líkt og
bankastjórar, heldur stjórn stofn-
unarinnar, en umfang stofnunar-
innar væri slíkt, að réttlætti
ráðningu fleiri en eins forstjóra.
Núverandi forstjórar, sem jafn-
framt væru þingmenn, tækju
60% af tilskildu kaupi, eða til
samans 20% meira en einn for-
stjóri. Hér væri þvi ekki stórt
aparnaðaratriði á ferð.
Fjöldi annarra þingmanna tók
til máls, þ.á m. Benedikt Gröndal
(A), Pétur Sigurðsson (S), sem
sagði Framkvæmdastofnunina
stærstu fjármálastofnun landsins,
utan rikissjóðs, og Ellert B.
Schram (S) sem sagði það bæði
athyglis- og lærdómsrikt, að
breytingartillaga sín hefði verið
felld með jöfnum atkvæðum og
það hefði þurft atkvæði beggja
núverandi forstjóra stofnunar-
innar til að svo mætti verða.
Næturlangur málþófsfundur
á Alþingi:
Z-an fór með
sigur af hólmi í
morgunsárið
Málið fékkst ekki tekið
fyrir í efri deild í gær
NEÐRI deild Alþingis fjallaði
um frumvarp um íslenzka staf-
setningu, sem þingmenn úr öll-
um flokkum flytja, z-
frumvarpið, frá því að útvarps-
umræðum lauk i fyrrakvöld
(um ellefuleytið) og fram i
morgunsárið í gærdag er
umræðu lauk (3ju umræðu í
deildinni). Andstæðingar
frumvarpsins héldu uppi mál-
þófi, löngum ræðuhöldum,
með upplestrum úr hinum og
þessum prentritum. Fyrstur
talaði Magnús Torfi Ólafsson
(SFV) síðan Svava Jakobs-
dóttir (Alb), Vilborg Harðar-
dóttir (Alb), Ingvar Gíslason
(F), Gils Guðmundsson (Alb)
og Vilhjálmur Hjálmarsson
(F). Mæltu þau öll gegn sam-
þykkt frumvarpsins. í morgun-
sárið fluttu Magnús T. Ólafs-
son og Ingvar Gíslason breyt-
ingartillögu, skriflega, þess
efnis, að 2., 3., 4. og 5. gr.
frumvarpsins (þ.e. frumvarpið
að meginefni) féllu niður.
Þar sem tillagan var of seint
fram borin og þar að auki
skrifleg þurfti að leita tvö-
faldra afbrigða fyrir henni,
samkvæmt þingsköpum. Að-
eins fimm þingmenn voru í
fundarsal, en 2/3 atkvæða þarf
fyrir slíkum afbrigðum (40
þingmenn i deildinni). Þau
náðu því ekki fram að ganga
þá. Lauk síðan 3ju umræðu í
deildinni um frumvarpið eftir
næturlangan fund en atkvæða-
greiðslu var frestað.
Klukkan tvö miðdegis i gær
hófst fundur að nýju. Forseti
deildarinnar, Ragnhildur
Helgadóttir, leitaði þá enn
afbrigða fyrir því, að breyt-
ingartillaga sú, sem ekki
fékkst fylgi við um morgun-
inn, mætti koma til atkvæða.
Voru afbrígðin samþykkt.
Breytingartillagan var síðan
felld að viðhöfðu nafnakalli,
með 24 atkvæðum gegn 14, 1
sat hjá og 1 greiddi ekki at-
kvæði.
Nafnakall var einnig haft
um frumvarpið sjálft. Var það
samþykkt með 23 atkvæðum
gegn 14, 2 sátu hjá, 1 var
fjarverandi. Já sögðu: Ragn-
hildur Helgadóttir, Benedikt
Gröndal, Ellert B. Schram,
Eyjólfur K. Jónsson, Friðjón
Þórðarson, Guðmundur H.
Garðarsson, Gunnar Thor-
oddsen, Gunnlaugur Finnsson,
Gylfi Þ. Gíslason, Ingólfur
Jónsson, Jóhann Hafstein,
Lárus Jónsson, Matthías
Bjarnason, Matthías Á.
Mathiesen, Ólafur G. Einars-
son, Páll Pétursson, Pálmi
Jónsson, Pétur Sigurðsson,
Sighvatur Björgvinsson, Sigur-
laug Bjarnadóttir, Sverrir
Hermannsson, Tómas Árnason
og Þórarinn Þórarinsson. Nei
sögðu: Eðvarð Sigurðsson,
Garðar Sigurðsson, Gils
Guðmundsson, Ingvar Gísla-
son, Jón Skaftason, Skúli
Alexandersson, Lúðvík Jóseps-
son, Vilborg Harðardóttir,
Magnús T. Ólafsson, Ólafur
Jóhannesson, Stefán Valgeirs-
son, Svava Jakobsdóttir, Vil-
hjálmur Hjálmarsson og
Þórarinn Sigurjónsson. — Hjá
sátu Halldór E. Sigurðsson og
Karvel Pálmason. Fjarverandi
var Guðlaugur Gíslason.
Þar með hafði frumvarpið
hlotið samþykki og afgreiðslu
frá neðri deild til efrideildar
I efri deild var leitað afbrigða
fyrir því að taka málið fyrir,
síðdegis í gær, þar eð ein nótt
þarf að liða milli umræðna um
mál, skv. þingsköpum. Nú brá
hins vegar svo við, sem afar
sjaldgæft er, að ekki fékkst
nægur stuðningur fyrir af-
brigðum til að taka málið fyrir
til umræðu. Nafnakall var við-
haft. Með afbrigðum voru 7
þingmenn: Steingrímur Her-
mannsson, Axel Jónsson, Ein-
ar Ágústsson, Jón G. Sólnes,
Oddur Ólafsson, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson og Geir
Hallgrímsson. Móti: Stefán
Jónsson, Geir Gunnarsson.
Ragnar Arnalds og Halldór Ás-
grímsson. Aðrir sátu hjá eða
voru fjarverandi. Þar sem ekki
fékkst 2/3 atkvæða fyrir af-
brigðunum kemst þetta mál
ekki á dagskrá deildarinnar
fyrr en í dag (ef þingfundir
verða) eða á mánudag.