Morgunblaðið - 15.05.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1976
29
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Aðeins opið
í vinnutímanum
S. H. skrifar:
Um daginn sá ég frétt um upp-
boð hjá lögreglunni á óskilamun-
um og var þar handagangur í
öskjunni. Virðist ekki mikið
ganga út af þvi, sem finnst, jafn-
vel ekki dýrindishlutir, eins og
reiðhjól. Og bendir ekki til þess
að fólk sé auralaust og annt um að
nýta eigur sinar.
En það var annað, sem mér kom
i hug í þessu sambandi, og það
vegna eigin reynslu. Ég týndi
semsagt lyklum á kippu og ætlaði
siðar að vita hvort þeir hefðu
fundizt. Þá komst ég að raun um,
að til þess að geta vitað um það,
þurfti að fara inn i Borgartún, en
aðeins á timanum kl. 2—4 á dag-
inn. Þegar maður er í vinnu í
öðrum enda bæjarins og hefur
ekki bil, er varla afsakanlegt að
fara úr vinnunni og þá á kostnað
vinnuveitanda, til að vita hvort
lyklar hafa fundizt. Að minnsta
kosi fannst mér það ekki. Og
kannski er svo um marga aðra. Ef
opið væri i hádegi, eða þó ekki
væri nema öðru hvoru megin við
hádegið, svo maður gæti notað
það i aðra ferðina, þá væri það
strax skárra.
Yfirleitt finnst mér opinberir
aðilar ekki hugsa um hvað þeím,
sem þeir eiga að þjóna kemur vel,
eins og sést af þessu.
Þess vegna lízt mér ákaflega vel
á hugmynd, sem kom fram i Vel-
vakanda um síðutu helgi, að fólk
fái að vinna á misjöfnum tima. Þá
geta skrifstofur haft opið, þegar
aðrir geta komið þangað að reka
sin erindi. Og skrifstofufólkið
sjálft getur líka rekið sín erindi
annars staðar utan vinnutima.
% Bílaskoðunin
tímafrek
Annar viðmælandi Velvakanda
ræddi við hann um daginn um
annað timafrekt atriði, sem mönn-
um er skylt að rækja. Og það er
bilaskoðunin. Tilefnið var, að nú
er lögreglan farin að klippa núm-
er af óskoðuðum bílum. Sagði
hann að ekki væri aðalástæðan
fyrir því að hann væri ekki búinn
að láta skoða bílinn sinn aura-
leysi, eins og gefið var í skyn,
heldur tímaleysi.
Þessi maður skipti um bil um
mitt sumar. Hann er með lágt
skrásetningarnúmer og lét skoða
bil sinn áður, þ.e. fór í Tollstjóra-
skrifstofuna, tryggingarnar, lét
yfirfara bílinn á rafmagnsverk-
stæði og viðgerðarverkstæði og
beið loks eftir að komast að í
skoðun hjá Bifreiðaeftirlitinu og i
það fóru margar stundir. Nú
keypti hann bíl með háu númeri
og gekk aftur í gegnum allt þetta
til að fá hann skoðaðan. Eftir að
gamli bíllinn var kominn til rétts
eiganda úti á landi og skráður
þar, fékk hann gamia númerið
sitt og byrjaði upp á nýtt að láta
skoða og ganga frá tryggingunum,
en þar var um að ræða einhvers
konar bráðabirgðabreytingu á
meðan á númeraruglingnum stóð.
Og nú, varla ári síðar, er hann
orðinn lögbrjótur vegna þess að
hann fór ekki með þennan sama
bíl, sem skoðaður var seint á síð-
asta ári, í skoðun snemma á þessu
ári. Hann kvaðst halda sínu gamla
númeri, fyrst ekki var breytt lög-
um um það. Hann hefði haft það í
mannsaldur og þætti vænt um
það. En það er ekki aðalatriðið,
heldur það hve mörgum vinnu-
stundum hann væri búinn að tapa
í þessu stússi, og að hann væri
skyldaður til að láta skoða sama
bil með svo stuttu millibili. Ekki
ætti að fara að klippa númer af
bílum, fyrr en ár væri liðið frá því
þeir voru skoðaðir síðast. Enda
gæfi það auðvitað miklu betri
raun, ef ekki væri verið að þessu
bara fyrir siðasakir.
Og aðallega þetta: Allt þett yrði
að gera á vinnutíma. Að minnsta
kosti ætti að vera hægt að borga
skattinn sinn á sama stað, sem
skoðun fer fram. Og að sjálfsögðu
þyrfti að vera þjónusta á staðn-
um, þar sem smávægilegar við-
gerðir, í samræmi við athuga-
semdír skoðunarmanna, færu
fram. Auðvitað þannig að borgað
væri fullt fyrir það.
% Lítil virðing
fyrir seldum
vinnustundum
Já, það er lítil virðing fyrir seld-
um vinnustundum í okkar þjóðfé-
lagi, og því gott að heyra í fólki,
sem ekki telur sjáifsagt að selja
vinnu sína og afhenda hana ekki,
eins og þessir tveir viðmælendur
Velvakanda. Líklega er það ekki
alltaf fólkið sjálft, sem svikjast
vill um að afhenda vinnustund-
irnar er það selur, heldur engu að
síður þeir sem þjónustu veita og
þeir opinberu aðilar, sem hafa ráð
þeirra í hendi sér.
Ef stjórnvöld settu lög eða
reglugerðir, sem fyrirskipuðu öll-
um opinberum aðilum, er veita
almenningi þjónustu, að gera það
utan vinnutíma einu sinni í viku,
væri strax hjólinu snúið við.
Peddinghaus
BLIKKKUPPUR
FYRIRLIGGJANDI
Dalshrauni 5.
Hafiiarfirði
s. 53333.
SÉRSTAKT
VERÐTILBOÐ
BOSCH
HJÓLSÖG
7 1/2" HD
1150 wött
Ætti aö kosta
kr. 42.100.-
En kostar
kr. 32.700.-
^funnrn - 'íb'j.rihj-'>on li.l.
Reykjavik — Akureyri
Og í verzlunum
víða um landið.
STORHATIÐ
STORHATIÐ
Loka-
dansleikur
í Selfossbfó
Haukar — Haukar
sjá um stuðið ásamt
CLIROTES og Jóhanni og Birgi.
Munið sætaferðirnar frá B S.í. kl 9. ^
hann og síðan lokuðu þeir vand-
lega hliðinu inn f portið.
Helen braut ákaft heilann um
hvað þetta ætti að þýða en hafði
ekki komizt að neinni niðurstöðu
þegar David kom aftur.
— Ég er hræddur um að við
höfum gengið beint f gildru, sagði
hann rófega. — Þegar ég kom
niður beið mfn þar hinn virðu-
legri eigandi með skammbyssu og
f hendi og tveir voru honum til
stuðnings. Carrier beitir fvrir sig
gömlum félögum frá f strfðinu til
að halda okkur hér.
Helen hnykkti að vfsu vfð, en í
aðra röndina hafði hún ef til vill
búizt við einhverju f þessum dúr.
— Veiztu nokkuð um hvað hann
ætlast fyrir, sagði hún.
— Þeir sögðu bara að Carrier
birtist hér seinna f kvöld til að
tala við mig um slysaskotið og
þangað til fara þeir þess kurteis-
lega á leit að við verðum hér og
höfum hægt um okkur. Ég veit
ekki hvernig Carrier hefur hugs-
að sér að leiða málið til Ivkta.
Kannski hann ætli að skipta á
morðum við mig og hóta mér til
dæmis með því að afla sönnunar-
gagna um að ég hafi kevrt M.
Boniface niður eða eitthvað svo-
HOGNI HREKKVÍSI
JtWJ _ C 1975
McNmí^KI
Syndicate. loc.
„Hver er skottulæknir?“
HLEGARÐUR
BREZKA HLJÓMSVEITIN
Red sky
at night
og hinrtilieimsfrægi töframaður
'/ PAUL VERNON /
í FYRSTA SINN Á
ístandi.
Nafnskírteini —'Sætaferðir frá B.S.Í.
HLÉGARÐUR