Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 106. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. MAf 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Börn falla i Líbanon Beirút, 17. maí Reuter AP TÍU börn í smábarnaskóla bióu bana og 30 særöust i stórskotaárás á palestinskar flóttamannabúðir i útjaðri Beirút í dag. Árásin fylgir i kjölfar stórskota- liðsbardaga, sem urðu 150 að bana en 400 særðust. Þar af féllu 34 og 110 særðust þegar sprengja féll á kvikmyndahús. Jafnframt kom forsætisráð- herra Líbýu, Abdel-Salam Jalloud major til Beirút I dag til að reyna að miðla málum i borgarastríðinu. Forsetarnir Ford og Giscard d'Kstaings hlýða á þjððsöngva landa sinna leikna við komu Frakklandsforseta til Hvfta hússins. „Þar sem sovézka sólin gengur aldrei til viðar” Giscard kom með Concorde Washington, 17. maí. Reuter. AP. VALERY Giscard d‘Estaing for- seti kom í dag með Concorde-þotu f opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna í tilefni af því, að 200 ár eru liðin sfðan landið lýsti yfir sjálfstæði. Hann kaliaði afmælið „frelsis- hátfð“ og sagði að enn þann dag í dag væri kjarni vandamála heimsins sjálfstæði þjóða og frelsi mannsins sem Frakkar og Bandarfkjamenn hefðu alltaf bar- izt fyrir. Efnahagsástandið í heiminum var eitt helzta umræðuefni forset- anna þegar þeir ræddust við í Hvíta húsinu i tvær klukkustund- ir að sögn blaðafulltrúa Fords forseta. Þeir ræddu önnur alþjóðamál og viðræður ríkra þjóða og snauðra með sérstöku tilliti til Afriku. Giscard forseti vonar að heim- sóknin eyði tortryggni sem hefur ríkt í garð Frakka i Washington Framhald á bls. 38 Harðyrt ræða Nelsons Rocke- fellers i garð Sovétríkianna Frankfurt. 17. maí AP — Reuter NELSON Rockefeller, varafor- seti Bandarfkjanna, sagði í ræðu í Frankfurt um helgina, að Vesturlönd stæðu nú frammi fvrir tilraun til að koma á fót nýju heimsveldi, þar sem sovézka sólin gengi aldrei til viðar. Ræða varafor- setans er harðasta ræða bandarfsks leiðtoga í garð Sovétrfkjanna um árabil. Hún var flutt f St. Pauls dómkirkj- unni í Frankfurt á hátfðarsam- komu f tilefni 200 ára afmælis bandarísku byltingarinnar. Rockefeiler sagði að Vestur- landabúar ættu við að etja nýja og flóknari heimsveldisstefnu, eins konar blöndu af stefnu gömlu Rússakeisaranna og marxisma, með tilhneigingu til nýlendustefnu. Síðan sagði Rockefeller: „Tími stórfelldrar flotauppbyggingar NATO- ríkjanna er kominn svo að þau Framhald á bls. 38 Rockefellerhjónin við Brandenborgarhliðið f V-Berlfn ásamt vfir- manni brezka hersins þar og Klaus Schiitz borgarst jóra. Ford berst upp á líf og dauða Detroit, 17. maí. Reuter. FORD forseti berst fyrir póli- tfsku Iffi sínu f forkosningum f heimarfki sfnu, Michigan, á morgun. Flestir sérfræðingar spá þvf, að hann sigri keppinaut sinn, Ronald Reagan, en með litlum Crosland mun hitta Einar Agústsson Frá fréttaritara Mbl. í Hull í gær. BREZKA utanrfkisráðuneytið sagði f dag, að hugsanlegt væri að utanrfkisráðherrarnir Anthony Crosland og Einar Ágústsson héldu fund með sér f sambandi við utanrfkisráð- herrafund NATO f Osló sfðar f vikunni. Þingmaðurinn John Prescott frá Hull sagði í dag, að hann væri sannfærður um að nýjar viðræður gætu hafizt og sam- komulag tekist ef brezku her- skipin yrðu kölluð burt frá íslandsmiðum og ef til vill togararnir líka. Hann lagði til að gert yrði bráðabirgðasamkomulag sem gilti fram yfir fund hafréttar- ráðstefnunnar I september og siðan reynt að gera samkomu- Framhald á bls. 38 mun og slfk úrslit gætu verið tal- in siðferðilegur sigur fyrir Reagan eftir fimm sigra hans f sfðustu sex forkosningum. Stuðningsmenn Fords vilja að hann vinni með miklum mun í Michigan og Maryland til að hleypa lífi i kosningabaráttu hans sem hefur orðið fyrir skakkaföll- um. Ósigur i Michigan yrði gífur- legt áfall. Jimmy Carter fyrrum rikis- stjóra í Georgia er spáð sigri í forkosningum demókrata i Michi- gan, en hefur fengið haróa keppni frá hinum unga ríkisstjóra Kali- forníu, Jerry Brown. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins Balti- more Sun fær Carter 31% en Brown 28% og þótt fáir telji lík- legt, að Brown hafi möguleika á útnefningu í forsetaframboð að þessu sinni gæti hann komið sterklega til greina 1980 ef hann stendur sig vel á morgun. Sigurvon Reagans i Michigan byggist á íhaldssömum demókröt- um sem búizt er við að taki þátt í forkosningum repúblikana og kjósi hann. Þetta eru fyrrverandi stuðningsmenn George Wallace ríkisstjóra í Alabama sem fékk 800.000 atkvæði i forsetakosning- unum 1972. Ford forseti var á kosninga- ferðalagi i Michigan um helgina og hefur háð baráttu sina undir kjörorðunum „Friður, hagsæld og traust" en þau gætu virzt innan- Framhald á bls. 38 Jarðskjálfti olli stórtjóni Moskvu, 17. mai. Reuter AP MOSKVU-útvarpið sagði í dag, að alvarlegt tjón hefði orðið i kröft- ugum jarðskjálfta f Mið- Asfuhéruðum Sovétrfkjanna. Fréttastofan Tass sagði að mann- tjón hefði orðið en upplýsingar eru af skornum skammti. Jarðskjálftastöð í Colorado I Bandaríkjunum sem skýrði fyrst frá jarðskjálftanum, sagði að hann hefði mælzt 7.2 stig á Richterskvarða þannig að hann er öflugri en jarðskjálftinn á Norður-ítalíu sem mældist 6.8 stig. Rússar nota Medvedevkvarða, sem nær upp i 12 stig, og á hann Framhald á bls. 38 Annar njósnari í Bonn afhjúpaður Bonn, 17. mai. Reuter. AP. NYTT njósnamál kom upp f vest- ur-þýzka utanrfkisráðuneytinu í dag og þeir, sem hafa rannsókn þess með höndum, segja það jafn- ast á við mál Giinter Guillaumes, sem var dæmdur f fyrra fyrir að afhenda rfkisfeyndarmál þegar hann var hægri hönd Willv Brandts fyrrum kanzlara. 36 ára gömul kona, sem starfar sem ritari í ráðuneytinu, hefur verið handtekin grunuð um njósnir i þágu Austur-Þjóðverja og fyrrverandi yfirmaður hennar, Heinrich Böx, hefur verið sviptur starfi yfirmanns utanríkismála- skrifstofu Kristilega demókrata- flokksins (CDU) meðan á rann- sókn málsins stendur. Konan heitir Helge Berger, hef- ur verið búsett I Bad Godesberg siðan 1971 og vinátta hennar og Böx hefui^verið náin að sögn vest- ur-þýzka ríkissaksóknarans Sieg- fried Buback. Hann sagði í yfir- lýsingu að sterkur grunur léki á um að konan hefi afhent Austur- Þjóðverjum upplýsingar og skjöl úr ráðuneytinu um tíu ára skeið og notað vináttu sína við Böx síð- an 1971 til að afla sér upplýsinga um starf hans. Böx var skipaður sendiherra í Noregi 1956, var einnig um tima forstöðumaður verzlunarnefnda Vestur-Þjóðverja í Finnlandi og Varsjá og hefur gegnt starfi þvi sem hann hefur nú verið sviptur til bráðabirgða síðan hann hætti í utanrikisþjónustunni fyrir um sex árum. Hann er nú aðalritari Evrópusambands kristilegra demókrataflokka. Böx var settur i gæzluvarðhald á föstudag en látinn laus daginn eftir. Hann hefur mótmælt varð- haldinu og lýst því yfir að hann ætli að höfða mál gegn „óþekkt- um aðila“ þar sem hann hafi verið Framhald á bls. 38 Átök harðna í Jerúsalem Jerúsalem, 17. mai. AP ATÖK urðu við borgarmúra Jerúsalem í dag eftir útför níunda Arabans sem hefur beðið bana í óeirðum á vesturbakka Jórdanár. Tveir Palestinumenn særðust á höfði og nokkrir lögreglumenn slösuðust þegar israelsk lögregla réðst gegn nokkur hundruð Pale- stinumönnum sem komu frá út- förinni að sögn ísraelska útvarps- ins. Þetta voru einhver alvarlegustu átök sem orðið hafa á vestur- bakkanum þar sem óeirðir hafa geisað í marga mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.