Morgunblaðið - 18.05.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.05.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976 Að sögn Bjarka Elíassonar, yfir- lögregluþjóns, var þessi ganga fjölmennasta Keflavílcurgangan til þessa og fór hún hið bezta fram. Hann kvað lögregluna hafa reynt að áætla tölu göngumanna á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og lögreglumönnum talizt til að þá hefðu verið um 2800 manns í göngunni. Hins veg- ar hefði enn fjölgað eftir því sem nær dró borginni og á útifundin- um gizkaði Bjarki á að hefðu ver- ið um 6—8 þúsund manns sam- kvæmt þeirri hefðbundnu taln- ingaraðferð, er lögreglan beitti til að reyna að meta fjölda fundar- Olynipíumólið í bridge: Fjögur töp — fjórir sigrar Monte Carlo 17. maí frá Jakobi H Möller: EFTIR 29 umferðir er fslenzka sveitin f 25. sæti eða með 280 stig. I kvöld spilar sveitin við Hollendinga, sem hafa alltaf verið erfiðir andstæðingar, en á morgun verða aðeins tveir leikir, við hollenzku Antillu- eyjar og Grikkland. Island hefur nú spilað við flestar þjóðanna, sem eru í efstu sætunum, þannig að stigum ætti að fara að fjölga. Síðustu leikir sveitarinnar hafa farið þannig: Island — Tyrkland 20—+5 Island — Taivan 6—14 Island — Bandarikin -;-3—20 (Heimsmeistararnir notuðu Framhald á bls. 38 Eldsvoðar á 2 stöðum ELDUR kom upp 1 Málmstevpu Þórs Jóhannessonar 1 Ártúns- höfða um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur 1 bvgg- ingunni, sem er timburbvgging en bárujárnsklædd. Skemmdir urðu ekki miklar, að sögn slökkvi- liðsins. Fyrr í gærdag kom einnig upp eldur í Aburðarverksmiðjunni. Kviknaði hann út frá slöngu i gaskút, en þar var verið að þétta þak á pökkunarskemmu. Engar teljandi skemmdir urðu þar. Stjórnarfrumvarp um Blönduvirkjun: Heimilað verði að reisa allt að 150MW vatnsaflstöð Á ALÞINGI í gærkvöldi var lagt fram stjórnar- frumvarp til laga um virkj- un Blöndu í Blöndudal í A-Húnavatnssýslu. Frum- varpið gerir ráð fyrir, að ríkisstjórn sé heimilt að Vorkappreiðar Fáks: Óðinn á nýjum Islands- metstíma í 250 m skeiði VORKAPPREIÐAR Fáks fóru fram á sunnudaginn á svæði félagsins á Víðivöllum. Fóru þær hið bezta fram, að sögn Bergs Magnússonar framkvæmdastjóra Fáks, og voru áhorfendur fjöl- margir. I keppninni bar hæst sigur Óðins Þorgeirs Jónssonar í Gufunesi 1 250 metra skeiði, 22,5 sek. Er þetta einu sekúndubroti betri tfmi en hjá Glettu Sigurðar Ólafssonar, sem átt hefur tslands- Hornafjörður: Ungur piltur beið bana í umferðaslysi SAUTJÁN ára piltur beið bana 1 umferðarslysi við Höfn I Horna- firði aðfararnótt föstudags sfðast- liðins. Ekki er Ijóst með hvaða hætti slysið varð en svo virðist sem pilturinn hafi misst stjórn á fólks- bifreið þeirri, er hann ók. Valt bifreiðin og lenti ofan í skurði skammt frá Mjólkurstöðinni í Höfn. Var pilturinn látinn inni i bifreiðinni þegar að var komið. Pilturinn hét Aðalsteinn Ing- ólfsson, til heimilis að Bogaslóð 15 í Höfn og var hann fæddur 6. apríl 1959. metið 1 greininni f 27 ár. Ekki er vfst að met Óðins verði staðfest, þvf meðvindur var töluverður. Knapi á Óðni var Aðalsteinn Aðalsteinsson. 1 2. sæti i skeiðinu varð Fannar Harðar G. Albertssonar á 23,3 sek., knapi Ragnar Hinriksson, og þriðji Ljúfur Harðar G. Alberts- sonar á 24,3 sek., knapi Sigur- björn Bárðarson. 1 250 metra stökki sigraði Funi Vilhjálms Hrólfssonar á 19.0 sek., en hann var einnig knapi. Annar varð Sleipnir Harðar G. Alberts- sonar á 19,1 sek., knapi Sigur- björn Bárðarson, og þriðji Hreinn Harðar G. Albertssonar á 19,3 sek., knapi Jóhann Jónasson. I 350 metra stökki sigraði Loka Þórdísar H. Albertsson á 25,4 sek., knapi Sigurbjörn Bárðarson. I öðru sæti varð Óðinn Harðar G. Albertssonar á 26,1 sek., knapi Jóhann Jónasson, og þriðji varð Sóði Sigurþórs Sæmundssonar á 26,3 sek., knapi Björn Baldursson. 1 800 metra stökki sigraði Geys- ir Harðar og Helga Harðarsonar á Framhald á bls. 39 Seinni hluti Euwe-mótsins hefst í dag: Friðrik teflir með hvítu gegn Timman Sat afmælisveizlu Karpovs í gærkvöldi SEINNI hluti Euwe- skákmótsins hefst f dag. Skák- mennirnir fjórir áttu frf f gær og f gærkvöldi sátu þeir afmæi- isveizlu f sovézka sendiráðinu f Haag en hún var haldin f til- efni af 26 ára afmæli heims- meislarans Karpovs. Friðrik Ólafsson teflir við Timman í dag og hefur hvítt og Karpov Framhald á bls. 39 Friðrik og Karpov heims- meistari við taflborðið á - laugardaginn. Símamynd AP. fela væntanlegri Norður- landsvirkjun eða öðrum aðila að reisa og reka vatnsaflstöð við Blöndu í Blöndudal með ailt að 150 MW afli og gera nauðsyn- legar ráðstafanir á vatna- svæði árinnar til að tryggja rekstur virkjunar- innar. Ennfremur að leggja aðalorku- veitur frá orkuverinu til tenging- ar við aðalstofnlínu Norðurlands og meiri háttar iðjuvera, eins og segir í frumvarpinu. Þá segir í frumvarpinu, að fella skuli niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum, vélum og aðalorku- veitum til virkjunarinnar. Niður- fellingin nær ekki til vinnuvéla vegna framkvæmdanna. Frumvarpinu fylgir ítarleg greinargerð með aðstöðuupp- dráttum, drögum að samkomulagi um bætur vegna Blönduvirkjun- ar, orkuspá og áætlun yfir raf- orkunotkun á landinu öllu. Fíkniefnamálið: Mennirnir laus- ir úr gæzlu MÖNNUNUM þremur, sem setið hafa í gæzluvarðhaldi undan- farna daga vegna ffkniefnamáls, var sleppt um helgina. Höfðu þeir þá setið inni vikutfma. Að sögn Ásgeirs Friðjónssonar ffkniefna- dómara er hér ekki um mikið magn að ræða en aftur á móti munu allmargir vera viðriðnir málið. 42 M.R.-kennarar vilja Z og skora á alþingi 1 GÆR afhentu 42 kennarar við \ Menntaskólann f Reykjavfk for- seta efri deildar alþingis áskorun, þar sem kemur fram að undirrit- aðir kennarar við skólann skori á háttvirt alþingi að samþykkja frumvarp til laga um fslenzka stafsetningu, sem nú liggur fyrir alþingi. Undir áskorunina rita Guðni Guðmundsson, Jón S. Guðmunds- son, Magnús V. Finnbogason, Baldur Ingólfsson, Eiríkur Har- aldsson, Heimir Þorleifsson, Ólaf- ur Oddsson, Ólafur M. Ólafsson, Magnús Guðmundsson, Skarphéð- inn Pálmason, Jóhannes Sæmundsson, Ólöf Benediktsdótt- ir, Gylfi Guðnason, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Björn Búi Jónsson, Einar H. Guðmundsson, Fríða Eyfjörð, Ragnheiður Torfa- dóttir, Guðný Jónasdóttir, Vil- mundur Gylfason, Bjarni Sigur- björnsson, Friðfinnur Ólafsson, Hjalti Jónasson, Þórarinn Guð- mundsson, Ragna Lára Ragn- arsdóttir, Hjálmar W. Hannesson, Steinunn Einarsdóttir. Sigríður Hlíðar, Bjarni Gunnarsson, Kristín Ólafsdóttir Kaaber, Guð- mundur Ólafsson, Ólafur Péturs- son, Halldór Kristjánsson, Sigurð- ur Pétursson, Kjartan R. Gisla- son, Þóroddur Oddsson, Þorbjörg Kristinsdóttir. Vilhelinína Gunn- arsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Björn Björnsson, Yngvi Péturs- son, Hannes H. Gissurarson. Hálsbrotnaði í bílveltu BlLVELTA varð f Mosfellssveit á móts við Þverholt aðfararnótt sunnudagsins. Fjórir ungir menn voru f bfinum og hlutu þrír þeirra minni háttar meiðsli en öku- maðurinn slasaðist meira. Hlaut hann m.a. hálsbrot. Hann er ekki talinn vera I Iffshættu. Grunur leikur á þvf að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Flensborgarskóla slitið á laugardaginn kemur FLENSBORGARSKÓLA f Hafnarfirði verður slitið nk. laugardag og hefjast skólaslitin kl. 14. Verða nú f annað sinn útskrifaðir stúdentar frá skólan- um. Við skólaslit 1. júní í fyrra þegar fyrstu stúdentar Flens- borgarskóla voru útskrifaðir ákváðu nokkrir eldri nemendur að stofna Stúdentafélag Hafnar- fjarðar og var framhaldsstofn- fundur haldinn í lok desembers sl. Voru stofnendur milli 50 og 60 þar á meðal flestir nýstúdent- anna. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Matthías A. Mathiesen, form., Vilhjálmur Skúlason varaform., Bragi Guðmundsson ritari, Gunnar Linnet gjaldkeri og Ásta Lúðvíksdóttir meðstj. I varastjórn eru Helga Guðmundsdóttir og Haraldur Sigurðsson. I tilefni skólaslitanna nú verður efnt til kvöldfagnaðar þar sem nýstúdentum verður fagnað og Framhald á bls. 38 Fjölmenni í Kefla- víkurgöngunni HERSTÖÐVARANDSTÆÐING- AR efndu til Keflavíkurgöngu sl. laugardag til að leggja áherzlu á kröfu sfna um hrottför varnarliðs- ins hér á landi og úrsögn tslands úr Atlantshafsbandalaginu. Hófst gangan árla morguns frá hliði Keflavíkurflugvallar og lauk um kvöldið með útifundi á Lækjar- torgi. manna við áþekk tækifæri á torg- inu. Þess má að lokum geta til sam- anburðar að talið var að 4—6000 manns hafi verið á fundi her- stöðvarandstæðinga við Miðbæj- arbarnaskólann eftir Keflavíkur- gönguna í maí 1961 eða fyrir rétt- um hálfum öðrum áratug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.