Morgunblaðið - 18.05.1976, Side 5

Morgunblaðið - 18.05.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1976 5 Winston -skákmót haldið hér í júní Skáksamband ísland lýsir van- þóknun sinni á mótinu FRAMLEIÐENDUR Winston- vindlinga hafa ákveðiö að gangast fyrir skákmóti dagana 8. og 13. júnf á Hótel Loftleiðum. Veitt eru verðlaun samtals að upphæð 250 þúsund krónur. Keppt verður eftir svissneska kerfinu f 10 styrkleikaflokkum. Alls verða tefldar 9 umferðir. Rekstrarráð- gjöf s.f. sér um framkvæmd móts- ins og eiga menn að láta skrá sig hjá fyrirtækinu. Vegna þessa fyrirhugaðs skák- móts, sendi Skáksamband íslands frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær: I tilefni af fréttum í fjölmiðlum um fyrirhugað skákmót á vegum bandariskrar tóbaksverksmiðju og umboðsmanns hennar hér á landi, vill stjórn Skáksambands lslands taka skýrt fram að móts- hald þetta er á engan hátt tengt Skáksambandi íslands né einstök- um félögum innan vébanda þess og það nýtur ekki stuðnings skák- hreyfingarinnar í landinu. Með hliðsjón af skaðsemi reyk- inga og lagaákvæðum, sem banna auglýsingar á tóbaksvörum og jafnframt með hliðsjón af því, að mikill fjöldi ungmenna tekur þátt i starfsemi Skáksambands tslands og taflfélaganna, vill stjórn Skák- sambands íslands lýsa van- þóknun sinni á þessu mótshaldi og lýsa þeirri von sinni, að félagar í aðildarfélögum Skáksambands Islands taki ekki þátt i umræddu móti. Mosfellsprestakall auglýst að nýju Sr. Sveinbjörn Bjarnason, sem fékk veitingu fyrir Mosfells- prestakalli I Kjalarnessprófasts- dæmi frá 1. marz s.l. að afstaðinni kosningu, hefur af sérstökum einkaástæðum beðizt lausnar frá þessu embætti og fengið hana eins og komið hefur fram í Mbl. Hefur biskup Islands þvi auglýst Mosfellsprestakall laust til um- sóknar og er umsóknarfrestur til 15. júní n.k. Þá hefur biskup einnig auglýst Hjarðarholts- prestakall i Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi með um- sóknarfresti til 5. júní n.k. þar eð settur prestur í því prestakalli sr. Svavar Stefánsson, hefur óskað eftur að verða settur í Norð- fjarðarprestakalli, en um það kall hefur enginn sótt, þótt það hafi verið tvívegis auglýst í vetur. FJÖLSKYLDUDAGUR SVFf-Kvennadeild SVFl og björgunarsveitin Ingölfur gengust fyrir fjöiskyldudegi á Grandagarði á sunnudaginn. Var þar margt um manninn f göða veðrinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Margvfsleg sýningaratriði fðru fram á Eiðsvfk og fullt var út úr dyrum alian daginn f Gróubúð og húsi SVFt, þar sem kaffisala fór fram. Friðþjófur Nina Gautsdóttir hlaut tvenn verðlaun Nlna Gantsdóttlr NlNA Gautsdóttir á um þessar mundir teppi á tveimur listsýn- ingum I Parfs og hefur hún hlotið verðlaun fyrir þau bæði segir 1 fréttatilkynningu, sem Mbl. hef- ur borizt. Á sýningu, sem haldin er í Or-| ley-flugstöðinni á verkum eftir listamenn frá ýmsum löndum, sem eru í Frakklandi og hafa hlot- ið franskan rfkisnámsstyrk, fékk hún fyrstu verðlaun. Þá viður- kenningu veita eigendur sýning- arsalanna. Þá hlaut hún bronsverðlaun á stórri sýningu sem haldin var i Grand Palace. Nina er nú við nám i Ecole Nationale Superieure des Beaux- arts, sem er alhliða myndlista- skóli. Um þessar mundir vinnur hún að prófverkefni sínu, sem er stórt teppi, en öðrum hlutum námsins hefur hún lokið. elefctnonísfcanfAneifcniuélan tegundir fjrrirliggjandi SKRIFSTOFUVILAR H.F. Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.