Morgunblaðið - 18.05.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
13
Haustið 1968 var svo ráðist í að
setja upp saumastofu að sögn
Björns og var þá Colin Porter
ráðinn sem fatahönnuður.
1 október 1969 keypti svo
Karnabær saumavélar af Última
h/f og tók á leigu húsnæði það
sem Ultíma hafði verið í. Sauma-
konur þær sem störfuðu hjá Ul-
tíma réðust til Karnabæjar og hóf
Karnabær þá rekstur saumastof-
unnar. Á þessu ári eru því liðin 7
ár frá því að fyrirtækið hóf fata-
framleiðslu.
Fleiri verzlanir
— Þá var það f apríl 1970 að
málin skipuðust þannig að Jón
Baldursson seldi okkur Guðlaugi
sinn hlut í fyrirtækinu, sagði
Björn, en keypti jafnframt okkar
hlut í Klapparstig 37.
Sama ár opnaði Karnabær nýja
verzlun í Reykjavík að Laugavegi
66 og flutti starfsemi sína i það
hús.
— Árið 1971 kaupir Karnabær
húsið að Laugarvegi 20A og gerði
á því gagngerðar breytingar,
sagði Björn. Síðan fluttum við
verzlunina að Týsgötu 1 i þetta
hús.
— Þá var það árið 1973 að
Karnabær tók á leigu mestan
hluta hússins að Lækjargötu 2 og
opnaði þar verzlunina Bonaparte.
Skömmu seinna var opnuð þar
önnur verzlun sem kölluð var
Ver-búð. Það var svo haustið 1974
að Karnabær opnaði verzlun að
Austurstræti 22 og hætti jafn-
framt rekstri verzlunarinnar Ver-
búð.
Karnabær starfrækir nú í
Reykjavík fjórar verzlanir. Utan
Reykjavíkur starfa einnig verzl-
anir á Akranesi, ísafirði, Vest-
mannaeyjum og á Akureyri sem
Karnabær á með Herbert Ólasyni.
— Vorið 1973 stofnaði Karna-
bær ásamt nokkrum starfsmönn-
um sínum bílaleiguna Geysi, sagði
Björn. Bilaeignin á í dag 41 bfl, en
þeir voru flestir árið 1974, 49 bíl-
ar.
Vörusalan hefur
tífaldast
— Þótt gengi fyrirtækisins í
heild hafi verið all mikið á þess-
um 10 árum hafa einnig verið
erfið ár, sagði Björn. Vinnudagar
hafa oft verið langir og ekki
ósjaldan verið unnið heilar nætur
þegar í skyndi hefur þurft að
breyta í verzlun eða flytja i nýtt
húsnæði.
— Árið 1968 sem var 3. starfsár-
ið, var rekstrarafgangur aðeins
tæplega 4.000 kr. Fyrsta starfsár-
ið var vörusalan tæplega 5 millj-
ónir en á s.l. ári var hún rúm-
lega 500 milljónir. Af veltunni er
nú um 40% eigin framleiðsla,
fyrstá árið var allt innflutt.
— S.l. ár unnu hjá Karnabæ á
saumastofunni 33 konur og Colin
Porter sem er þekktur fatahönn-
uður og hefur saumað föt á marga
víðfræga menn, innlenda og er-
lenda, m.a. fyrrverandi heims-
meistara í skák Robert Fischer.
— Við verzlanir Karnabæjar
starfa um 50 manns. Einn starfs-
maður, Sævar Baldursson, hefur
unnið hjá fyrirtækinu í 10 ár eða
frá upphafi. Karnabær greiddi í
vinnulaun sl. ár um 74 milljónir
kr, þar af um helming við fram-
leiðslustörf.
Hvetjum alla til að
kaupa islenzka
framleiðslu
— Við höfum lagt okkur mjög
fram um að framleiða islenzkan
tískufatnað fyrir alla, fólk á öllum
aldri, konur og karla. Teljum við
okkur hafa náð góðum árangri og
er það okkar áhugamál og stolt að
vel takist til. Viljum við hvetja
alla til að kaupa islenzka fram-
leiðslu og veita þannig brautar-
gengi þeim vaxtarbroddi sem sjá-
anlegur er í íslenzkri iðntækni,
bæði framleiðslumagni og vöru-
gæðum.
Skora á alþingi að
fella z-frumvarpið
Úr Vesturröst eftir breytingarnar.
Vesturröst í breytt
um húsakynnum
BLAÐINU hefur borizt eftir-
farandi áskorun, sem kennarar
við Kennaraháskóla tslands og
Æfinga- og tilraunaskóla
Kennaraháskólans, hafa sent
Alþingi:
Við undirritaðir kennarar skor-
um á hið háa Alþingi að fella
frumvarp til laga um íslenska
stafsetningu fram borið af Gylfa
Þ. Gíslasyni o.fl. Viljum við m.a.
rökstyðja þessa áskorun á eftir-1
farandi hátt:
Margt veldur því að íslensk
tunga á nú i vök að verjast. Ber
þvi brýna nauðsyn til að efla
kennslu og þjálfun í notkun máls-
ins, stuðla að vandaðri meðferð
þess í ræðu og riti.
Haustið 1973 var z felld úr
íslensku ritmáli. Teljum við eng-
an vafa á þvi leika að sú einföld-
un stafsetningarreglna hafi þegar
haft — og muni hafa — jákvæð
áhrif á móðurmálskennsluna.
Teljum við því að áðurnefnt
frumvarp sé sannri málvernd til
óþurftar.
Við gerum okkur ljóst að tíðar
breytingar á samræmdri skóla-
stafsetningu eru varhugaverðar
og teljum að nú sé stefnt að hrein-
um glundroða með þessari fyrir-
huguðu lagasetningu, enda unnið
í hreinni óþökk alls þorra þeirra
sem við móðurmálskennslu fást.
Síðast en ekki síst teljum við
það fráleitt af hinu háa Alþingi að
setja slík lög um íslenska stafsetn-
ingu án þess að leita áður álits
Islenskudeildar Háskóla íslands,
Félags íslenskra fræða, og félaga
starfandi kennara.
Háttvirta Alþingi.
Um leið og við leggjum fram
meðfylgjandi áskorun leyfum við
okkur að taka fram eftirfarandi:
Undir áskorunina hafa ritað all-
ir íslenskukennarar við Kennara-
háskóla Islands svo og allir aðrir
fastir kennarar skólans, utan
einn. Einnig hafa nær allir
æfingakennarar og aðrir
kennarar við Æfinga- og tilrauna-
skólann undirritað áskorun þessa
(allir sem til náðist). — Þá hafa
og allmargir stundakennarar
skrifað undir. Einn þeirra, Lýður
Björnsson, sagnfræðingur, lætur
svofelld orð fylgja undirskrift
sinni:
„Ég, Lýður Björnsson, er að
sönnu í veigamiklum atriðum
ósammála reglugerð þeirri um
stafsetningu, sem gefin var út i
menntamálaráðherratíð Magn-
úsar T. Ólafssonar, en ég tel
varhugavert að kveða á um náms-
efni með löggjöf. Af þessari
ástæðu styð ég þá áskorun
kennara við Kennaraháskóla Is-
lands að Alþingi setji ekki lög um
stafsetningu, og álit reyndar, að
slík löggjöf gæti orðið varhuga-
vert fordæmi varðandi aðrar
greinar."
Virðingarfyllst.
Baldur Jónsson
(rektor Kennaraháskóla íslands).
Jónas Pálsson
(skólastjóri Æfinga-
og tilraunaskólans).
Sigríður Valgeirsdóttir
(prófessor í uppeldis-
og sálarfræði við K.H.I.).
Guðmundur B. Kristmundsson
(æfingakennari i móðurmáli
við K.H.I.).
Svo horfir sem ætlunin sé að
drífa hið svonefnda zetu-
frumvarp i gegnum Alþingi áóur
en því lýkur að þessu sinni.
Enga einstaka stofnun mun
frumvarp þetta snerta meira, ef
að lögum verður, en Ríkisútgáfu
námsbóka. Þrátt fyrir það hefur
ekki þótt ástæða til að leita um-
sagnar hennar um frumvarpið.
Ég vona samt að mér leyfisf —
sem starfsmanni útgáfunnar —
að beina eftirfarandi spurningu
til fylgismanna áðurnefnds frum-
varps á Alþingi:
Ætla þeir að beita sér fyrir þvi
að Ríkisútgáfan fái sérstaka fjár-
veitingu vegna þess mikla kostn-
aðar, sem leiða mun af þvi, ef
zetu-frumvarpið verður að lögum
— eða hafa þeir e.t.v. nú þegar
útvegað fé til þessa, t.d. 10—20
milljónir króna?
Rikisútgáfa námsbóka er þjón-
NÝLEGA var lokið við breytingar
á sportvöruverzluninni Vestur-
röst á Laugavegi 178, en fyrir
nokkrum mánuðum tóku nýir eig-
endur við rekstri fyrirtækisins.
Vesturröst hefur nú starfað í 20
ár og er því með eldri sportvöru-
verzlunum landsins.
ustustofnun fyrir kennara og
skólanemendur. Ef hún fær ekki
sérstaka fjárveitingu vegna hugs-‘
anlegra nýrra stafsetningarlaga
mundi sú þjónusta, sem hún
veitir, minnka í hlutfalli við þann
kostnað sem ný lög um stafsetn-
ingu hefðu i för með sér fyrir
útgáfuna. Ég tel því líklegt að
háttvirtir stuðningsmenn zetu-
frumvarpsins á Alþingi beiti sér
fyrir því að útgáfan fái sérstakan
fjárstyrk vegna þessa, ella væru
þeir með samþykkt frumvarpsins
að rýra þann hlut sem útgáfan
getur lagt til heimilanna og skóla-
starfsins f landinu. Slíkt vil ég
auðvitað ekki ætla þeim. Samt tel
ég rétt að spyrjast fyrir um þetta
til þess að um það þurfi ekki að
vera neinn vafi eftir á.
" 15. mai 1976
Jón Emil Guðjónsson.
Verzlunin hefur alla tíð lagt
áherzlu á vörur til lax- og silungs-
veiða, svo og vörur fyrir skot-
menn. Nú hin síðari ár hefur
einnig verið lögð áherzla á vörur
fyrir skiðafólk.
Verzlunin er nú mjög smekk-
lega innréttuð, en innréttingu
teiknaði Haraldur V. Haraldsson,
arkitekt, en smíðar annaðist Tré-
smiðjan K-14.
Núverandi eigendur eru Guðný
Guðmundsdóttir, Hinrik Her-
mannsson og Friðfinnur Krist-
jánsson.
Vestur-Húnvetningar
óánægðir með ástand
vega í sýslunni
Staðarbakka, 14. maí—
SÝSLUFUNDUR Vestur-
Húnavatnssýslu haldinn á
Hvammstanga 10. til 14. maí 1976
telur ástand vega i sýslunni al-
gjörlega óviðunandi, enda er það
álit fulltrúa Vegagerðar ríkisins á
Norðurlandi, að sýslan hafi orðið
mjög afskipt með framlög til vió-
halds og nýbygginga veganna á
siðustu árum. Því skorar fundur-
inn á Alþingi og stjórn samgöngu-
mála að ráða bót á þessu ástandi.
Hann álítur að mest þörf til úr-
bóta sé á Miðfjarðarvegi og kring-
um Vatnsnessfjall."
Ályktunin var samþykkt með
öllum atkvæðum.
Benedikt.
Fyrirspurn til
alþingismanna
BARNAPLATA ARSINS
SIMMSiítóBMM
hæ krakkar:
HAFIÐ ÞIÐ HEVRT
ÖLU SKEMMTILEQU
LÖGIN ‘A NÝJUSTU
PLÖTUNNI MEÐ RUTH
REGINALDS CSEM (
SÖNG UM HANN 2
RÓBERT BANGSA) ? T
NVJA PLATAN henkiar!
ER PLATA í IAGI. í
Hljómplötuútgáfan JUDAS HF. Box 59. Keflavík Sími 91-53762