Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1976
15
Skiptanefnd handritanna á fundinum f Revkjavík. Frá vinstri: Jónas
Kristjánsson, Ólafur Halldórsson, Magnús Már Lárusson, Chr. Wester-
gaard-Nielsen og Ole Widde.
16. fundur handritaskiptanefndar:
Einróma tillögur
um 780 handrit
Tæplega 2000 handrit óafgreidd
SKIPTANEFND handritanna I
Árnasafni og Konungsbókhlöðu f
Kaupmannahöfn hélt 16. fund
sinn dagana 5.—14. maf 1976 f
Reykjavík. Fundarstjóri var að
þessu sinni dr. Magnús Már
Lárusson prófessor, en auk hans
sátu fundinn af Islands hálfu dr.
Jónas Kristjánsson prófessor og
Ólafur Halldórsson cand. mag.,
sem var fundarritari fvrir hönd
tslendinga. Af hálfu Dana sátu
fundinn að vanda þeir dr. Chr.
Westergárd-Nielsen prófessor og
dr. Ole Widde orðabókarritari.
Á þessum fundi var einkum
fjallað um handrit með biblíuefni
og öðru trúarlegu efni og þar með
lokið að fara yfir þau handrit í
skrá Kr. Kálunds um Árnasafn
ásamt viðbótarsöfnum þess og
Azzessoria, sem fullt samkomulag
náðist um samkvæmt greinimarki
hinna dönsku laga frá 19. maí
1965, ennfremur var gengið frá
uppkasti að fjórðu afhendingar-
skrá.
Ákveðið var að halda næsta
fund í Kaupmannahöfn dagana
5.—24. júlí 1976, fundarstjóri
verður Chr. Westergárd-Nielsen
og mun einkum verða fjallað um
handrit sem ekki hefur náðst
samkomulag um í fyrstu lotu eða
þau handrit sem krefjast sér-
stakrar rannsóknar. Einnig mun
verða gengið frá fjórðu af-
hendingarskrá.
Fjórða afhendingarskrá telur
122 handrit. Alls eru handrita-
númerin 2870, en við forsætisráð-
herra Dana hefur nefndin mælt
einróma með afhendingu 789
handritanúmera til Islendinga
auk bréfa, en eftir er að afgreiða
talsvert á annað þúsund númera.
Meðal nr. sem búið er að afgreiða
má nefna frumbréf og afskriftir
bréfa sem Árni Magnússon safn-
aði, koma með tölu heim, en þau
eru á sjöunda þúsund talsins,
sagði Magnús Már Lárusson i
spjalli við Morgunblaðið.
Amnesty International:
Víðtæk kynning sam-
takanna í undirbúningi
I samtökunum Amnesty Inter-
national sem berjast fyrir lausn
fanga sem hnepptir hafa verið í
fangelsi vegna skoðana sinna, eru
nú yfir 70.000 manns. Samtökin
eru starfandi í meira en 60 þjóð-
löndum og 34 löndum eru skipu-
lagðar deildir. Á blaðamanna-
fundi 1 gær kom fram að á fslandi
er nú staddur Guv Binsfeld, en
hann vinnur að víðtækri kvnn-
ingu á starfseminni. Ferðast
hann um þessar mundir á milli
ýmissa deilda Amnestv Inter-
national og samræmir starf-
semina auk þess sem hann kvnnir
samtökin út á við.
Á næsta ári verður lögð rík
áherzla á kynningu samtakanna
um víða veröld. Verða m.a. haldn-
ir tónleikar i MUnchen sem
Leonard Bernstein stjórnar og
verður þeim tónleikum sjón-
varpað víða. Þá verða gerð ýmis
listaverk s.s veggmyndir sem eru
á einn eða anna hátt táknræn
fyrir starfsemina.
Innan skamms, 28. maí verður
Amnesty International 15 ára.
Eins og kunnugt er, taka samtök-
in ekki afstöðu á grundvelli
stjórnmálaskoðanna, kynferðis,
kynþáttar, uppruna eða öðru
álíka, en beita sér fyrir að mönn-
um sé ekki misþyrmt eða settir í
fangelsi vegna skoðana sinna.
Hafa samtökunum borist mörg
þakkarbréf frá föngum sem
Amnesty hefur haft afskipti af og
hlotið hafa frelsi.
Amnesty International vinnur
nú að undirskriftasöfnun þar sem
skorað er á ríkisstjórn Uruguay
að heimila óháðum alþjóðlegum
aðilum að rannsaka sannleiks-
Hilmar Foss, formaður Islands-
deildar Amnesty International,
og Guv Binsfeld á blaðamanna-
fundinum f gær.
Ljósm. Mbl. Ól. K.M.
gildi grunsemda um pyntingar
þar í landi.
Guy Binsfeld heldur héðan til
Kanada, Bandaríkjanna, Mexikó
og Bahama, en þar er verið að
undirbúa stofnun nýrra deildar
innan Amnesty International.
Ekki getur hann farið til allra
ríkja þar sem skipulagðar deildir
eru þar sem fjárhagur samtak-
anna takmarkar svo mikil ferða-
lög.
Sýningum
fækkar á
„Umhverfis
99
SYNINGUM Leikfélags Akur-
eyrar á „Umhverfis jörðina á 80
dögum" fer að fækka, því síð-
arihluta maí mun LA hefja
leikför með „Kristnihald undir
Jökli" um norðaustanvert
landið og til Suðurlands. Leik-
förinni lýkur í Reykjavík þar
sem LA mun sýna „Glerdýrin"
á Listahátið.
Þórir Steingrfmsson í hlutverki
„Fix“.
Orlofsdvöl að Bifröst
sumarið 1976
Aðstaða:
Orlofsdvölin er seld á tveggja manna herbergjum með handlaug og þriggja manna
herbergjum með snyrtingu og sturtu.
Orlofsgestir hafa m.a. aðgang að gufubaði, bókasafni og vel búinni setustofu.
Börn:
Börn undir 8 ára aldri fá ókeypis mat og uppihald í fylgd foreldra sinna 8—12 ára
börn greiða 1 / 2 fæðisgjald og 1 000 kr. fyrir aðstöðu á herbergi.
Orlofstímar 1976
5. — 8. júní opið hús 1 — 3 dagar orlofskjör
8. til 15. júni uppselt
1 5. til 19. júni opið hús 1 —4 dagar orlofskjör
19. til 26. júni orlofsdvöl vika 6.300 á mann
26. til 3. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann
3. til 10. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann
10. til 17. júli orlofsdvöl vika 6.300 á mann
17. til 24. júli orlofsdvöl vika 6.300 á mann
24. til 31. júli orlofsdvöl vika 6.300 á mann
31. til 8. ágúst uppselt
8. til 1 2. ágúst opið hús 1 —4 dagar orlofskjör
12. til 21. ágúst uppselt
21. til 28. ágúst orlofsdvöl vika 6.300 á mann
Opið hús:
Fólk getur pantað pláss og framlengt að vild og kynnst þannig starfseminni. Gisting og
fæði á orlofskjörum. Tveggja m herb kr 1 800 og þrtggja m herb kr 2700
Fæði orlofskjör:
Sérstök matarkort ávlsun á 7 heitar máltíðar og morgunmat eða síðdegiskaffi og brauð
í 10 skipti Matarkortið er ekki bundið við einn, handhafi getur ráðstafað því að
geðþótta
Pantanir og upplýsingar í Bifröst simatimi 9— 1 3 og 1 5— 1 9 virka daga og i síma
81255 kl 14—17 til 21. mai
Innlend orlofsdvöl Sumarheimiliö Bifröst Borgarfirði