Morgunblaðið - 18.05.1976, Page 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
JMfirgiwMatíiifo
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar i
Ritstjórnarfulltrúi ,
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sírr i 10100
Aðarlstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 50.00 kr. eintakið.
Isunnudagshugvekju sinni I
Morgunblaðinu ( fvrradag
gerir séra Þórir Stephensen að
umtalsefni hinn almenna bæna-
dag bjóðkirkjunnar, sem er n.k.
sunnudag, og skýrir frá því, að
hiskupinn vfir Islandi hafi sér-
staklega óskað eftir því, að I ár
verði beðið fvrir „giftu og góðum
lyktum í landhelgismálinu“.
Sfðan segir séra Þórir Stephen-
sen: „Ég hygg, að íslendingum
hafi aldrei verið fengið í hendur
bænarefni, sem sterklegar hafi
talað til tilfinninga þeirra og
þjóðerniskenndar. Og ég fæ ekki
að því gert, að mér finnst þetta
mál okkur svo brýnt, að hér geti
enginn sem alvarlega hugsar um
þetta mál, skorizt úr leik. — Ef
okkur tekst að skapa virkilega
þjóðareiningu á sunnudaginn
kemur, þá verður það sterkara út
á við og gagnvart Bretum en
nokkur mótmæli eða stjórnmála-
slit. Þá vita þeir, að þeir eiga í
höggi við sameinaða þjóð, sem
ver málstað, sem er henni jafn
helgur og sá andlegi grundvöllur,
sem trúarlff hennar byggist á. Og
þannig hugsandi þjóð fær enginn
sigrað."
Þessi orð eins hinna vngri
presta okkar mættu verða mörg-
um umhugsunarefni. 1 engu máli
skiptir jafnmiklu, að þjóðin
standi saman sem einn maður og í
landhelgismálinu. Og f engu máli
ættu að vera jafn góð skilyrði til
samstöðu landsmanna allra og f
landhelgismálinu. Friðun fiski-
miðanna fyrir erlendri ásókn er
sjálfstæðismál okkar tíma. Þess
vegna ættu allir tslendingar að
geta sameinazt um það að ná því
markmiði, sem að er stefnt með
útfærslunni f 200 sjómflur,
sameinast ekki aðeins um út-
færsluna sjálfa heldur einnig um
að fara skynsamlegar leiðir að
þessu marki.
En þvf miður hefur ötullegaj
verið unnið að þvf af margra'
hálfu að sundra þjóðinni f þessui
Iffshagsmunamáli okkar. Þessi!
sundrungariðja hefur veriðl
stunduð með ýmsum hætti, en þó
fyrst og fremst með þvf að draga
inn f það mál sem þjóðin ætti að
geta sameinazt um, mesta deilu-
mál f fslenzkum stjórnmálum í
meira en aldarf jórðung, aðild
okkar að Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamninginn við Banda-
rfkin. Um þetta tvennt hafa staðið
harðar deilur með köflum f meira 1
en f jórðung aldar. En niðurstaðan ,
hefur jafnan orðið sú, að mikill
meirihluti kjósenda hefur veitt
þeim flokkum og þeim stjórn-
málamönnum brautargengi, sem
hafa barizt fvrir aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu og varn-
arsamstarfi við Bandarfkin. And-
stæðingar þessarar stefnu f ör-1
yggismálum þjóðarinnar hafa'
alltaf beðið lægri hlut. Tvfvegis
hefur verið gerð alvarleg tilraun
til þess að rifta varnarsamstarfi
okkar við Bandarfkin. 1 fyrra
skiptið, þegar vinstri stjórnin var
við völd 1956 til 1958, og f sfðara
skiptið á valdatfma vinstri stjórn-
arinnar 1971 til 1974. I fyrra
skip'.ið gafst sú vinstri stjórn,
sem þá var við völd, hreinlega
upp við þessi áform. I sfðara
skipttð má segja, að þjóðin sjálf
hafi tekið málið f sfnar hendur,
þegar 55 þúsund Islendingar
skrifuðu undir áskorun þess efn-
is, að haldið yrði óbreyttri stefnu
f öryggismálum þjóðarinnar.
Þjóðarviljinn hefur því alltaf leg-
ið skýr fyrir, hvort sem um hefur
verið að ræða aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu eða dvöl
varnarliðsins á tslandi. En þrátt
fyrir þennan skýra þjóðarvilja
hafa deilur og átök staðið um
þessa stefnu.
Það er þvf mikið óþurftarverk,
þegar stöðugt er gerð tilraun til
þess að blanda saman þessum
óskyldu málum, baráttu okkar
fyrir fullum yfirráðum yfir fs-
lenzkri fiskveiðilögsögu annars
vegar og stefnu okkar f öryggis-
málum hins vegar. Kommúnistar
hafa alltaf verið f broddi
fylkingar þeirra afla, sem barizt
hafa fyrir úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu og brottför
bandarfska varnarliðsins. En
mönnum hefur jafnan verið Ijóst,
að til liðs við þá hafa gengið
margir lslendingar, sem af til-
finningalegum og þjóðernisleg-
um ástæðum hafa ekki getað sætt
sig við aðild okkar að banda-
laginu og dvöl varnarliðsins hér.
En kannski má segja, að sterkust
sé þjóðerniskennd þeirra, sem
hafa gert sér grein fyrir þvf, að til
þess að forðast hina mestu hættu
sem sjálfstæði tslands gæti verið
búin yrðu menn að láta slfkar
tilfinningar lönd og leið.
Kommúnistar hafa jafnan í öll-1
um þorskastrfðum okkar við
Breta leitazt við að notfæra sér
landhelgismálið til framdráttar
stefnumiðum sfnum f öryggismál-
um þjóðarinnar. Þeir hafa sýnt
það aftur og aftur, að þeim er
meira f mun að ná þvf takmarki
að gera island varnarlaust og
einangra það frá samstarfi við
aðrar vestrænar þjóðir, heldur en
sú umhyggja, sem þeir f orði
kveðnu segjast bera fyrir vernd-
un fiskimiðanna. Þegar ráðherra-
stólarnir voru f veði í nóvember
1973 réttu þeir allir upp hendur
með samkomulaginu, sem þá var
gert við Breta.
Nú er enn einu sinni gerð
hatrömm tilraun til þess að nota
landhelgismálið f þvf skyni að
skaða tengsl okkar við vestrænar
þjóðir og stofna öryggi þjóðar-
innar f hættu. Og ekki verður
annað sagt, en að hinir ótrúleg-
ustu menn hafi gengið til liðs við
kommúnista f þessum efnum. Til
marks um það er m.a.
þingsályktunartillaga, sem lögð
var fram á Alþingi íslendinga f
gær um heimköllun sendiherra
tslands hjá Atlantshafsbanda-
laginu og borin er fram af þing-
mönnum úr öllum flokkum, þar á
meðal er einn þingmaður úr
Sjálfstæðisflokknum. Sú
sundrungariðja, sem þeir menn
haldaiuppi, sem draga deilur um
stefnuna f öryggismálum þjóðar-
innar inn í umræður um land-
helgismálið er forkastanleg. En
allir þeir Islendingar, sem með
einum eða öðrum hætti hafa kom-
ið fram á sjónarsviðið, þegar veg-
ið hefur verið að stefnu okkar f
öryggismálum, hljóta nú að vera
á varðbergi, þvf að nú er enn ein
tilraun gerð til þess að koma fram
þeim markmiðum sem andstæð-
ingar Atlantshafsbandalagsins og
varnarsamningsins við Bandarfk-
in hafa stefnt að f 27 ár.
Landhelgisdeilan og
öryggismál þjóðarinnar
Ellert B. Schram alþm.:
Afgreiðsla
Alþingis á
dómsmálum
í vetur hafa dómsmál og
rannsókn sakamála mjög verið
til umræðu manna á meðal, og
nú siðustu vikurnar hafa verið
settar fram háværar kröfur um
að efla þau embætti og það
kerfi sem lýtur að rannsókn og
meðferð sakamála. Þessu ber
að fagna. Um árabil hefur verið
tal það fyrir daufum eyrum, en
nú hefur þjóðin vaknað upp við
vondan draum.
Allur meginþungi rannsókn-
ar sakamála hefur hvílt á tveim
embættum, Sakadómi Reykja-
víkur og Saksóknara ríkisins.
Hjá báðum þessum embættum
Iiggja hundrað mála sem ekki
hefur unnist tími til að sinna.
Hér er ekki heildarskipulagi
rannsóknarmála um að kenna,
heldur einfaldlega mannfæð og
aðstöðuleysi þessara embætta.
T.d. hefur saksóknari ríkisins
haft yfir að ráða sama stárfs-
mannafjölda s.l. áratug, þrátt
fyrir stóraukin verkefni. Fyrir
þessu hefur almenningur verið
skeytingarlaus og yfirvöld ekki
nægjanlega vakandi. Má þó
margt lagfæra þótt ekki sé ráð-
ist í að stokka upp allt kerfið.
Ég vil nefna dæmi.
Á yfirstandandi þingi fluttu
tveir þingmenn, Friðjón Þórð-
arson og Jóhannes Árnason frv.
til laga um breytingu á umferð-
arlögum, sem veitti dómurum
meira svigrúm í meðferð um-
ferðarlagabrota. Er talið að
þessi litla breyting muni fækka
málum hjá Sakadómi Reykja-
víkur um allt að 400, en geri
refsingu jafnframt virkarí.
Allsherjarnefnd nd. beitti sér
fyrir framgangi þessa máls og
frumvarpið varð að lögum í
þann mund sem dómsmálaráð-
herra skammaði þingmenn fyr-
ir sinnuleysi um dómsmál. Alls
hefur þessi sama nefnd afgreitt
13 mál, sem frá dómsmálaráðu-
neytinu hafa borist í vetur, eða
öll mál dómsmálaráóherra utan
frv. til laga um rannsóknarlög-
reglu og ættleiðingu.
Vegna frestunar á afgreiðslu
rannsóknarlögreglufrumvarps-
ins, svo og tillögu Sighvats
Björgvinssonar o.fl. um að Al-
þingi gefi stjórnvöldum ótak-
markaða heimila til að ráða
menn til að sinna rannsókn
sakamála, hefur orðíð nokkuð
fjaðrafok.
Stjórnarandstæðingar, dóms-
málaráðherra, leiðarahöfundur
Morgunblaðsins og einstakir
blaðasnápar gefa í skyn að Al-
þingi leggist á mikilvæg frv.
eða tillögur um dómsmál og
hefti af þeim sökum úrbætur í
framkvæmd og rannsókn saka-
mála.
Þennan áburð verður að
kveða niður þegar i stað.
Þingsáiyktunartillaga Sig-
hvats Björgvinssonar o.fl er
flutt í neðri deild. I 28. gr. 4.
mgr. þingskapa segir hinsveg-
ar: „Þingsályktunartillögur,
sem fara fram á útgjöld úr rík-
issjóði, skal jafnan bera upp í
sameinuðu þingi og hafa tvær
umræður um þær.“
Þetta hefur Sighvatur sjálf-
sagt ekki haft tíma til að kynna
sér, enda hefur hann ekki mætt
nema á 8 af 19 fundum nefnd-
arínnar í vetur. Tillaga hans er
óþingleg og gagnlaus þótt sam-
þykkt yrði.
Hvað varðar stjórnarfrum-
varpið um rannsóknarlögreglu
ríkisins, þá er óhjákvæmilegt
að upplýsa, að fljótlega eftir að
frv. hafði verið visað til alls-
herjarnefndar, spurðist ég fyr-
ir um það, sem formaður nefnd-
arinnar hvort rikisstjórnin
legði áherslu á afgreiðslu þess á
þessu þingi. Ég fékk þau svör.
að ekki hefði verið reiknað með
því í ríkisstjórninni, þegar
frumvarpið var lagt fram, að
það yrði afgreitt i vetur. Síðar
mun svo dómsmálaráðherra
hafa óskað eftir afgreiðslu
málsins en hafði aldrei sam-
band við mig um meðferð þess.
Hinsvegar hringdi ég að fyrra
bragði til hans s.l. miðvikudags-
morgun og tjáði honum, að
nefndin hefði verið á einu máli
um, að rétt væri að fresta af-
greiðslu frumvarpsins til
haustsins, ef ætlunin væri að
ljúka þinginu í þessari viku.
Síðar þennan sama dag sá ráð-
herrann ástæðu til að snupra
þingnefndir fyrir seinagang.
En jafnvel þótt ríkisstjórnin
hefði gefið fyrirmæli um af-
greiðslu þessa frumvarps og
nefndin hefði gengið fastar
fram, þá er mér til efs, hvort
slikt hefði tekist, bæði af efnis-
legum ástæðum og tímans
vegna.
Og alveg er víst að það hefði
engu breytt um framgang
þeirra sakamála, sem nú er
mest rætt og ritað um. Menn
mega ekki rugla saman rann-
sókn einstakra umfangsmikilla
mála eins og þeirra, sem nú eru
f sviðsljósinu, og lagasetningu
sem kveður á um frambúðar-
skipan. Stofnun nýs embættis
hraðar í engu rannsókn saka-
mála, ef starfsliði er ekki fjölg-
að — ef hæfni starfsmanna,
tækni og allur aðbúnaður situr
við það sama. Og varla gera
menn ráð fyrir, að það muni
hraða meðferð þeirra mála, sem
nú eru í rannsókn, að nýir
menn og ný embætti fengju
þau í hendur, á þessu stigi
málsins.
Nú hefur ríkisstjórnin látið
þau boð út ganga, að ekkert
skuli til sparað til að upplýsa
þau óhugnanlegu sakamál, sem
nú eru í gangi og þurfa menn
þá ekki að hafa áhyggjur af
löggjöfinni, vegna þeirra mála
sérstaklega. Ef slikar ákvarðan-
ir hefðu verið teknar oftar og
fyrr, þá væru menn ekki slegn-
ir þeirri blindu að halda að
stofnun nýrra embætta leysti
allan vanda. Þá væru menn
sjálfsagt sammála um, að breyt-
ingar á lögreglu- og dómstóla-
kerfinu þyrftu meir en nokk-
urra vikna athugun á Alþingi.
Ég vil aðeins minna á, hvað
hér er verið að fjalla um.
Stofna skal nýtt embætti,
breyta hlutverki sakadómara
og allra lögreglustjóra, bæta við
verkefni og umsvif saksóknara,
færa út valdsvið og áhrif rann-
sóknarlögreglu o.s.frv.
Á rannsóknarlögreglustjóri
að heyra undir pólitiskan ráð-
herra eða beint undir saksókn-
ara, eins og fjölmargir máls-
metandi lögfræðingar leggja
til? Hver er reynsla annarra
þjóða af valdamikilli rannsókn-
arlögreglu? Hver eru viðhorf
þeirra manna, sem best þekkja
til lögreglustarfa?
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur sent frá sér umsögn, og
bendir á annað fyrirkomulag,
sem að hans mati og allra yfir-
manna lögreglunnar i Reykja-
vík, yrði kostnaðarminna, hag-
kvæmara og leiddi til fljótari
afgreiðlsu mála. Það yrði og í
samræmi við reynslu nágranna-
þjóða okkar.
Landssamband lögreglu-
manna tekur í sama streng.
Þingnefndir geta ekki virt
slíkar umsagnir að vettugi. Ég
er ekki að segja að fara eigi að
þeim ráðum, en það er áríðandi,
að sú skipan mála, sem ákveðin
verður, hafi stuðning og skiln-
ing þeirra aðila, sem eiga að
bera starfið uppi.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
átti ekki að koma til fram-
kvæmda fyrr en 1977. Lítill
tími glatast þótt málið fái vand-
legri athugun fram á haustið og
verði þá afgreitt. Persónulega
er ég reiðubúinn til að leggja
vinnu af mörkum svo það megi
verða.
í þessu máli, sem öðru, skipt-
ir öllu, að löggjöf mótist ekki af
tímabundinni geðshræringu,
heldur af yfirvegun og raun-
sæi.
Ellert B. Schram.