Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976 IB Vmarði sigur gegn Þórsurum áAkureyri VESTMANNAEYINGAR gerðu góða för til Akureyrar á laugardag þar sem þeir mættu Þór í fyrsta leik liðanna í 2. deildinni í ár. Vestmannaeyingar héldu suður með bæði stigin, sigruðu með einu marki gegn engu, f viðureign liðanna, sem flestir telja hvað líklegust til sigurs í deildinni í ár. Knattspyrnan, sem leikin var á Þórsvellinum nýja á laugardag, var kannski ekki upp á það besta, en þó brá öðru hvoru fyrir ágæt- um sóknarlotum. Leikurinn fór lengst af fram á miðju vallarins og gekk liðunum illa að skapa sér veruleg marktækifæri. Markið, sem færði Vestmannaeyingum stigin tvö, var sannkallað heppnismark. Dæmd var auka- spyrna skammt utan vítateigs og Óskar Valtýsson lyfti boltanum í átt að marki Þórs og Samúel markvörður kom á móti og hugð- ist góma boltann, en áður en af því yrði kom boltinn á koll Gunnari Austfjbrð og breytti við það um stefnu og sigldi í netið. Markið var skorað þegar um átta mín voru af leik. Skömmu síðar áttu Þórsarar sitt hættulegasta færi. Sendur var langur bolti inn fyrir vörn Vestmannaeyinga og Óskar Gunnarsson náði boltanum, en Ársæll varði skot hans vel. Þórsarar sóttu öllu meira í leiknum, en tókst illa utan þetta eina sinn að skapa sér hættuleg færi. Friðfinnur Finnbogason stóð sem klettur f vörninni og hirti nær alla háu boltana sem komu í átt að marki. Vestmanna- eyingar áttu líka all snarpar sóknarlotur, en vörn Þórs var sterk með Gunnar Austfjörð og Odd Óskarsson sem sterkustu menn. Líkast til hefði markalaust jafntefli verið sanngjörnustu úr- slitin í þessum leik. Magnús Theodorsson dæmdi leikinn og gerði sínu hlutverki þokkaleg skil. Sigb.G. Mótlætið fór í skap KA-manna og Hankar unnu anðveMlega 4:0 HAUKAR áttu ekki í erfiðleikum með lið KA frá Akurevri er þessi lið mættust á malarvellinum f Kaplakrika á laugardaginn. Urslitin urðu 4:0 Haukum í vii, og skoruðu þeir 2 mörk f hvorum hálfleik. Voru Haukarnir betri aðilinn allan leiktfmann og sigur þeirra sanngjarn. Lið KA virðist hreinlega ekki vera I æfingu og leiki liðið ekki betur gegn sterkari liðum deildarinnar þurfa KA-menn ekki að gera sér vonir um að komast upp í 1. deild. Þá virtust KA-menn brotna við mótlætið. A laugardag léku Völsungar og Selfoss á Húsavík og var það fyrsti leikur liðanna f 2. deildinni f ár. Það var blíðskaparveður á Húsavfk, lygnt og hlýtt og margt áhorfenda, sem sáu sína menn bera sigurorð af Selfyssingum; skoruðu Völsungar tvívegis en Selfyssingar einu sinni. Það voru Selfyssingar sem urðu fyrri til að skora. Það var Gísli Sváfnisson, sem markið gerði eftir hornspyrnu, og Selfyssingar leiddu þannig f leikhlé. Steingrímur Hálfdánarson og Ólafur Torfason skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum og var vel unnið að marki Steingríms. I seinni hálfleikn'um skoruðu þeir Loftur Eyjólfsson og Guðmundur Sigmarsson. Kom mark Guðmundar á síðustu sekúndum leiksins, en var sérlega fallegt. Steingrímur framkvæmdi horn- spyrnu, gaf út á vitateigshornið til Steingrims, sem gaf háa send- ingu inn að markinu. Þar var Guðmundur fyrir og skallaði knöttinn glæsilega í bláhornið uppi við slá. Lið Hauka á áreiðanlega eftir að ná langt í 2. deildinni f sumar. Baráttan í liðinu er mjög góð, samleikur sömuleiðis og andinn innan liðsins er til fyrirmyndar. Sömu sögu er ekki hægt að segja um lið KA, e.t.v. eru þar of stórar stjörnur til að liðsheildin verði sterk. Kannski á KA-liðið þó eftir að verða betra þegar kemur á gras. Hörður Hilmarsson leikur með KA-liðinu og virðist ekki TBR-liðin mœt- ast í aukaleik A-liði TBR tókst að sigra a-lið Siglfirðinga 13:0 er liðin mættust í féiagakeppninni í badminton á Akurevri um helgina. Eru a og b-lið TBR því hnffjöfn að keppninni lokinni. Bæði lið eru með 5 stig og punktatalan er sú sama hjá háðum, 50:28. Verða liðin því að mætast aftur og verður sá leikur innan skamms. Mikil spenna rikti meðan1 leikur TBR (a) og TBS (a) stóð yfir því ekkert mátti út- af bera hjá TBR, ættí liðinu að takast að sigra 13:0 eins og nauðsynlegt var fyrir liðið. Siglfirðingarnir komust að vísu Fimleika- dómarafélag ANNAÐ kvöld gengst Fim- leikasambandið fyrir stofnun dómarafélags. Verður stofn- fundurinn haldinn í Hlíðaskóla og hefst fundurinn klukkan 20.30. Með dómaranámskeiðum FSÍ hefur hópur fimleikadóm- ara stóðugt farið stækkandi og er þvf orðið nauðsynlegt að stofna félag fyrir fimleikadóm- ara. í undirbúningsnefnd að stofnun dómarafélags eru þau Ólafur Sigurjónsson, Ingveldur Bragadóttir og Kristján Ást- ráðsson. nokkrum sinnum í oddaleik, en heldur ekki meira og TBR (a) náði þvi aukaleik. KR (a) lék einnig við Sigl- firðinga á Akureyri um helg- ina, en þar var ekki um eins ójafna keppni að ræða. Siglfirð- ingarnir töpuðu að vísu aftur, en nú aðeins 4:9. Urðu KR- ingar í 2. sæti f keppninni með 2 stig og punktatöluna 44:34, TBS rak sfðan lestina með ekk- ert stig og punktatöluna 12:66. Færeyingar bjóða lil landsleiks FÆREYINGAR hafa boðið fs- lenzkum badmintonmönnum til landsleiks f Þórshöfn f lok þessa mánaðar. Vilja Færey- ingarnir keppa í 3 einliðaleikj- um og 2 tvíliðaleikjum. Fer landsleikurinn fram 28. maf, en ekki er enn vitað hverjir keppa fvrir tslands hönd. vera í þeirri æfingu, sem gerði hann að landsliðsmanni í fyrra. Vinnslan var lítil á miðjunni og sjaldan að framherjarnir hefðu úr einhverju að moða. Fjórum leikmönnum var sýnt gula spjaldið i leiknum, i Haukunum Axel og Sveini og KA- leikmönnunum Herði Hilmars- syni og Guðjóni Harðarsyni, en báðir léku þeir áður með Val. Völsungar hófu síðari hálfleik- inn af miklum móði og sóknarlot- urnar báru árangur eftir um tíu minútur. Helgi Helgason átti þá skot á markið, sem einn Selfyss- inga varði með höndum á mark- iínu og vítaspyrna því dæmd. Úr henni skoraði Páll Ríkharðsson af öryggi. Nokkrum min. síðar léku Helgi og Hermann Jónasson sig skemmtilega f gegn um vörnina og batt Helgi endahnútinn á sókn- ina með góðu skoti sem hafnði í neti Selfyssinga. Eftir síðara markið sóttu Selfyssingar heldur í sig veðrið, án þess þó að skapa sér verulega hættuleg færi. Ur- slitin urðu því tvö mörk gegn einu Völsungum f vil og verður að telja það sanngjörn úrslit. Leikur liðanna var fremur slakur, einkum í fyrri hálfleik, en þegar á leið batnaði knattspyrnan til muna. Völsungar hafa æði ungu liði á að skipa og bráðefni- legu. Enn sem komið er hafa kapparnir kunnu, Magnús Torfa- son og Hreinn Elliðason, ekki leikið með liði Völsunga, en þess mun skammt að bíða, og er ekki að efa að þeir munu verða hinum ungu leikmönnum liðsins mikill styrkur, og verða stigin vart auð- sótt til Húsavíkur. Arnar Einars- son dæmdi leikinn af stakri prýði. Sigb. G. v.#' ögmundur Kristinsson markvörður Ármenninga skorar hjá kollega sfnum f marki tBt f leik liðanna á laugardaginn. Sfðar f leiknum brást ögmundi þó bogalistin f vftaspyrnu og Armenningar náðu aðeins jafntefli. (Ljósm. RAX). Ármann og ÍBÍskildu jöfn ARMANN og tBt skildu jöfn á Melavellinum á laugardagskvöldið. Bæði liðin gerðu 1 mark, Armenning- ar í fvrri hálfleik, en tsfirðingar f þeim sfðari. Auk þess misnotuðu Ármenningar vftaspvrnu í leiknum, en þeir voru betri aðilinn í leiknum ef eitthvað var. Það var ögmundur Kristinsson markvörður Ár- menninga, sem skoraði fyrir lið sitt. Var dæmd vítaspyrna á varnarmann ÍBl, sem átti að hafa brotið á Arnlaugi útherja Ármanns. Var þetta mjög vafasamur dómur, en dóminum varð ekki breytt og skoraði Ögmundur af öryggi. Síðar í leiknum var síðan dæmd önnur vítaspyrna á isfirðinga, en nú brást ögmundi heldur betur bogalistin og skot hans fór lang framhjá. Fyrir isfirðinga skoraði Þórður Pálsson eftir að Ögmundur hafði hálfvarið skot, en misst knöttinn frá sér. isfirðingarnir sóttu síðan mun meira loka- kafla leiksins, en tókst ekki að skora. Hefði það líka verið ósanngjarnt að þeir hefðu farið með sigur af hólmi í þessum leik. Guðjón Sveinsson f harðri baráttu við mark KA-manna. en að þessu sinni höfðu varnarmenn KA betur. Selfyssingar höfðu ekki er indi sem erfiði á Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.