Morgunblaðið - 18.05.1976, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
Glœsileg
mörk gáfu
Víkingum
góðansigur
VÍKINGAR unnu dýrmætan sigur gegn Fram í 1. deild-
inni á sunnudagskvöldið. Skoruðu Vfkingar 2 mörk,
Framarar ekkert og voru þessi úrslit sanngjörn eftir
gangi leiksins, en mörkin hefðu þó getað orðið mun
fleiri í leiknum. Leikurinn einkenndist af sterkum
varnarleik og mikilli baráttu á miðjunni, en það sem
fyrst og fremst gaf Víkingum undirtökin í leiknum var
þó mun beittari framlína liðsins, en framlína Fram var
með eindæmum máttlaus í leiknum.
Gunnlaugur Kristfinnsson bregður Ásgeiri Elfassyni og var Ásgeir eini miðvallarleikmaður Kram, sem
Víkingar áttu í virkílegum erfiðleikum með.
Bæði mörk leiksins voru lagleg
og þá sérstaklega það síðara sem
Gunnlaugur Kristfinnsson skor-
aði á 78. mínútu leiksins. Skot
Gunnlaugs af um 25 metra færi
fór i bláhornið uppí undir slá og
þandi út netmöskvana. Hafði
Gunnlaugur verið að dóla með
knöttinn í rólegheitum á vallar-
helmingi Framara, er hann allt í
einu tók mikið viðbragð, lék á
Gunnar Guðmundsson og sendi
knöttinn síðan með þrumuskoti í
netið. Fögnuðu Víkingar þessu
marki ákaflega enda full ástæða
til. Markið innsiglaði sigur gegn
—ÞETTA er það ánægjulegasta
sem ég hef gert í langan tíma,
sagði Haraldur Haraldsson, nýlið-
inn í Vfkingsliðinu, sem skoraði
fvrsta mark sitt f 1. deildinni í
sínum fvrsta leik og það eftir
aðeins 12 mfnútna leik. —Ég vissi
ekkert hvað ég var að gera á vell-
inum næstu mfnúturnar á eftir,
ég var svo ánægður.
—Blessaður vertu ég hefði átt
að skora fleiri nörk f leiknum, en
þegar ég komst í færi var ég of
æstur þannig að ekkert varð úr,
sagði þessi geðþekki unglinga-
landsliðsmaður, sem nýlega lauk
prófum úr 3ja bekk Menntaskól-
ans við Tjörnina.
Gunnlaugur Kristfinnsson sá er
skoraði seinna mark Víkinga á
glæsilegan hátt var ekki sfður
ánægður eftir leikinn. —Vörnin
gliðnaði allt í einu fyrir framan
mig, ég lék á einn Framara og lét
sfðan vaða að markinu. Að sjálf-
sögðu var ánægjulegt að sjá á
eftir knettinum f netið og það er
bara vonandi að mörkin verði
fleiri hjá manni, sagði Gunnlaug-
ur Kristfinnsson að lokum.
Fögnuður Billy Havdock þjálf-
ara Vfkinga var mikill er hann sá
skot Gunnlaugs hafna í net-
möskvunum uppi undir slá. Hljóp
hann inn á völlinn og faðmaði
leikmenn Vfkings að sér. Eftir
leikinn sagði hann að markið
hefði verið stórkostlegt og hann
væri mjög ánægður með frammi-
stöðu hvers einasta leikmanns
Vfkingsliðsins f þessum leik.
—Mér fannst Framliðið alls ekki
leika þennan leik illa og varnar-
menn þeirra eru mjög sterkir,
sagði Havdock. — En okkur tókst
að komast aftur fyrir þá með góð-
um stungusendingum og þá sátu
þeir eftir. Jú, það er rétt að þeir
náðu miðjunni um tfma f seinni
hálfleiknum, en segðu mér hve
mörg skot þeir áttu að marki f
leiknum. Ætli þau séu ekki telj-
andi á fingrum annarrar handar?
Guðmundur Jónsson þjálfari
Framara sagði að loknum leikn-
Frömurum, en fyrir þeim tapaði
Víkingur tvívegis 1:0 í fyrra.
Fyrra markið í leiknum kom á
12. mínútu leiksi'ns eftir langt
innkast Gunnlaugs — en þau
sköpuðu ávallt mikla hættu við
mark Framara í leiknum. Náðu
varnarmenn Fram að skalla
knöttinn aðeins frá markinu, en
ekki tók betra við því knötturinn
lenti hjá Haraldi Haraldssyni,
sem skaut viðstöðulaust að marki
Framara og í hliðarnetinu fjær
söng knötturinn án þess að Þor-
bergur kæmi vörnum við. Voru
varnarmenn F’ram of seinir að
um að Vfkingsliðið væri gott um
þessar mundir, mun betra en í
fyrra og það væri ekkert til að
skammast sfn fvrir þó Fram hefði
tapað f þessum leik.
—Þetta kemur hjá okkur, sagði
Guðmundur, á þvf er ekki nokkur
vafi. —Framlfnumennirnir okkar
voru ekki nógu frekir f þessum
leik og með hugarfarshrevtingu
hjá þeim förum við að skora mörk
og þá verður þetta f lagi. Aðspurð-
ur um hvers vegna Pétur Ormslev
hefði ekki verið notaður meira í
leiknum sagði Guðmundur að
hann hefði átt við meiðsli að
stríða og þvf verið nauðsynlegt að
hlffa honum.
átta sig þarna og sagði Marteinn
Geirsson eftir leikinn að honum
hefði fundist Haraldur vera svo
langt frá markinu að hann hafi
alls ekki reiknað með skoti.
Mun fleiri tækifæri voru í þess-
um leik en nýttust, t.d. komust
þeir Kristinn Jörundsson og Har-
aldur Haraldsson einir inn fyrir i
lok fyrri hálfleiksins en bæði Dið-
rik og Þorbergur björguðu vel.
Vörn Framara virðist ekki eins
örugg nú og undanfarin ár og
þurftu varnarmenn Fram að hafa
mikið fyrir lífinu í þessum leik.
Marteinn er þó greinilega að
sækja sig, en Jón Pétursson
þurfti oft að gripa til grófra að-
ferða til að stöðva Víkinga. Ásgeir
Elíasson var sá eini miðjuleik-
manna Fram sem hafði í fullu tré
við Vikinga og um framlínu
Framara er það að segja að það
var ekki fyrr en Pétur Ormslev
kom inn á í leikhléi að lífsmark
varð sjáanlegt í framlínunni.
Vörn Vikinga á hrós skilið fyrir
leikinn og allir stóðu þeir sig vel,
en þó enginn eins og Róbert Agn-
arsson. Átti hann flesta bolta sem
komu að vítateignum og skipti þá
ekki máli hvort þeir voru uppi
eða niðri. Á miðjunni börðust
Adolf og Eiríkur ósleitilega, en
Gunnlaugur var sá sem reyndi
allan tímann að byggja upp. Ósk-
ar stóð sig mjög vel í framlínunni
og gerði margt laglegt, þótt við
ofurefli væri að etja eftir að Vík-
ingarnir drógu sig aðeins aftar á
vellinum.
í heildina verður það að segjast
að þetta var leikur tveggja líkam-
lega sterkra liða þar sem ekkert
Texti: Ágúst I. Jónsson
Mynd: Friðþjófur Helgason.
var gefið eftir. Nettur samleikur
varð því yfirleitt að víkjar en í
heild sinni var leikurinn allgóður,
en greinilegf er að leikmenn lið-
anna eru enn ekki fyllilega búnir
að venjast grasinu.
1 stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild, Laugardals-
völlur 16. maL
Víkingur — Fram 2:0 (1:0)
Mörk Vfkings:
Haraldur Haraldsson á 12. mín. og
Gunnlaugur Kristfinnsson á 78.
mínútu.
Áminning: Engin.
Ahorfendur: 1255.
Llð vlkunnar
Diðrik Olafsson, Víkingi,
Einar Gunnarsson, ÍBK, Róbert Agnarsson, Vfkingi,
Lúðvík Gunnarsson, ÍBK, Sfmon Kristjánsson, Fram,
Björn Pétursson, KR Halldór Björnsson, KR, Þorvaldur Þorvaldsson, Þrótti.
Óskar Tómasson, Víkingi,
Hermann Gunnarsson, Val,
Karl Þórðarson, t A,
EinkunnagiöHn
lBK:
Þorsteinn Ólafsson 2
Lúðvík Gunnarssonar 3
Einar Ölafsson 2
Einar Gunnarsson 4
Guðni Kjartansson 2
Sigurður Björgvinsson 2
Friðrik Ragnarsson 3
Ólafur Júlfusson 3
Rúnar Georgsson 3
Gfsli Torfason 3
Þórir Sigfússon 2
Þórður Karlsson 2 (varam.)
FH:
Ómar Karlsson 1
Viðar Halldórsson 2
Andrés Kristjánsson 2
Gunnar Bjarnason 1
Janus Guðlaugsson 2
Jón Hinriksson 1
Ólafur Danivalsson 2
Pálmi Sveinbjörnsson 2
Logi Ólafsson 1
Helgi Ragnarsson 2
Leifur Helgason 1
Friðrik Jónsson 1 (varam.)
Magnús Teitsson 1 (varam.)
DÓMARI:
Þorvarður Björnsson 4
BREIÐABLIK:
Sveinn Skúlason 2
Gunnlaugur Helgason 2
Bjarni Bjarnason 1
Haraldur Erlendsson 1
Einar Þórhallsson 2
Ólafur Friðriksson 1
Vignir Baldursson 2
Valdimar Valdimarsson 2
Hinrik Þórhallsson 2
Gísli Sigurðsson 3
Þór Hreiðarsson 1
Heiðar Breiðfjörð (varam.) 2
VALUR:
Sigurður Dagsson 2
Vilhjálmur Kjartansson 2
Grfmur Sæmundsen 1
Magnús Bergs 2
Dýri Guðmundsson 2
Bergsveinn Alfonsson 2
Atli Eðvaldsson 3
Albert Guðmundsson 3
Hermann Gunnarsson 4
Guðmundur Þorbjörnsson 2
Kristinn Björnsson 1
Kristján Asgeirsson (varam.) 1
DÓMARI:
Magnús V. Pétursson 3
AKRANES:
Davfð Kristjánsson 2
Björn Lárusson 1
Rúnar Hjálmarsson 2
Þröstur Stefánsson 2
Jón Gunnlaugsson 3
Jón Áskelsson 2
Karl Þórðarson 3
Pétur Pétursson 1
Teitur Þórðarson 2
Matthías Hallgrfmsson 2
Sveinbjörn Hákonarson 1
Árni Sveinsson (varam.) 2
ÞRÓTTUR:
Jón Þorbjörnsson 2
Ottó Hreinsson 2
Gunnar Ingvarsson 2
Leifur Ilarðarson 1
Guðmundur Gíslason 2
Erlendur Björnsson 2
Aðalsteinn Örnólfsson 1
Þorvaldur Þorvaldsson 3
Baldur Hannesson 1
Jóhann Hreiðarsson 2
Sverrir Brvnjólfsson 2
Halldór Arason (varam.) 1
Sverrir Einarsson (varam.)
DÓMARI:
Rafn Hjaltalfn 2
VÍKINGUR:
Diðrik Olafsson 2
Ragnar Gfslason 2
Magnús Þorvaldsson 2
Róbert Agnarsson 3
Helgi Helgason 3
Eirfkur Þorsteinsson 3
Gunniaugur Kristfinnsson 3
Adolf Guðmundsson 3
Haraldur Haraldsson 2
Óskar Tómasson 3
Jóhannes Bárðarson 2
Kári Kaaher 1 (varam.)
FRAM:
Þorbergur Atlason 2
Sfmon Kristjánsson 3
Ágúst Guðmundsson 1
Marteinn Geirsson 2
Jón Pétursson 2
Gunnar Guðmundsson 1
Ásgeir Elfasson 3
Trausti Haraldsson 1
Eggert Steingrímsson I
Kristinn Jörundsson 1
Rúnar Gfslason 1
Pétur Ormslev 3 (varam.)
Rafn Rafnsson 1 (varam.)
DÓMARI:
Evsteinn Guðmundsson 3
„Það ánægjulegasta sem
ég hef gert í langan tíma”