Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 25
V
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1976
25
Ingólfur Guðbrándsson:
„Þú skalt ekki bera ljúg-
vitni gegn náunga þínum”
gagnrýnandans á verkefni stnu
og fagleg vinnubrögð, sýna hins
vegar, að hann er með öllu
ókunnugur verkinu og auk þess
annaðhvort ólæs á nótur og tón-
heyrn hans skeikul eða hann
skrifar gegn betri vitund.
GAGNRÝNI „Á
HEIMSMÆLI-
KVARÐA“.
Eftirfarandi grein hefur
Tfminn tregðast við að birta
þrátt fyrir gefin loforð og bið
ég þvf Morgunblaðið fyrir
hana:
Framtak Pólýfónkórsins að
æfa og frumflytja i heild H-
moll messu J.S. Bachs á Islandi
var svo vel tekið að húsfyllir
var i Háskólabíói þrjá daga í
röð i vikunni fyrir páska. Þeim
mun furðulegri eru viðbrögð
þeirra sem reynt hafa að rista
flytjendum — og þá einkum
stjórnandanum — níð með öf-
undsjúkum, háðslegum og
fölsuðum lýsingum á flutn-
ingnum og aðdraganda hans.
Ég er óvanur að elta ólar við
rógburð um sjálfan mig. Þótt
„tónlistargagnrýni" Sigurðar
Steinþórssonar i Tímanum um
nefndan flutning virðist til þess
eins skrifuð að hnekkja heiðri
mínum og mannorði, þætti mér
hún ekki svaraverð nema af
tveim ástæðum:
1) Hún er — ef tekin er al-
varlega — líkleg til að valda
góðu málefni tjóni, sem getur
orðið til að binda endi á starf
Pólýfónkórsins og e.t.v. aðra
listastarfsemi, sem unnin er af
áhugafólki.
2) Höfundur lýsir því yfir í
síðari grein sinni í Tímanum 5.
mai, að hann „hafi reynt að
taka starf sitt alvarlega". Hér
er tilefni til viðvörunar. Skrif
SSt eru líkleg til að rugla dóm-
greind almennings, því að
undir yfirvarpi fræðimennsku
og fagþekkingar beitir hann
rangfærslum í nafni siðfræði
og sannleiksástar. Listgagnrýni
getur verið mikill áhrifavaldur
um skoðanamótun almennings
og framgang listastarfsemi. Séu
forsendur hennar hæpnar, við-
miðun byggð á persónulegri öf-
und eða óvild samfara vanþekk-
ingu á efninu, er hætt við að
hún gefi lesanda alranga hug-
mynd um iistgildi og rugli mat
hans, taki hann mark á dómn-
um.
Sigurður Steinþórsson reiðir
hátt til höggs, því að nú skyldi á
fagmannlegan hátt ganga milli
bols og höfuðs á Pólýfónkórn-
um, eða a.m.k. stjórnanda hans,
því að hann kann ekki að
stjórna, „hann gefur engar inn-
komur" (fyrr en í mesta lagi
eftir á!), „slag hans er tón-
listarfólkinu óskiljanlegt",
hann segir bara „einn, tveir og
nú!“ og svo „spilar H-moll
messan sig sjálf“! „Gagnrýni"
hans er svo mikil að vöxtum og
ítarleg, að sennilega hefur
aldrei verið ritað jafnlangt mál
um nokkurn tónlistarflutning í
veraldarsögunni. Hér hefur því
skeð atburður í tengslum við
þennan tónflutning, sem ekki
er aðeins „á heimsmæli-
kvarða“, heldur heimsmet á
sínu sviði.
Einhvern tíma í vetur las ég
„tónlistargagnrýni" eftir SSt í
Tímanum um tónlistarflutning,
sem hann hafði ekki verið við-
staddur sjálfur, heldur látið
einhvern hlusta fyrir sig og
skrifað gagnrýni gegnum miðil-
inn!
Hefur hann e.t.v. haft sama
hátt á um H-moIl messuna?
Hann telur mig hafa „keypt
mér sess með listamönnum",
þótt ég telji mig meb nokkrum
rétti hafa skapað það hljóðfæri,
sem Pólýfónkórinn er, en ekki
keypt það. Gjarnan vildi ég að
hann talaði máli mínu við skatt-
yfirvöldin, því að ég hef aldrei
hlotið neina „ívilnum skatta"
vegna Pólýfónkórsins og ekki
hikar hann við að lofa mér frá-
drætti hinum megin líka og er
það nokkuð til marks um stöðu
Nokkrar athugasemdir við „gagnrýni”
og völd gagnrýnandans! En
ekki veit ég hvort SSt hefur
„eflzt fyrir tilstilli þess
klyfjaða asna, sem alla múra
klífur" — hver sem hann nú er.
Þessar hugleiðingar hans um
kaup, sölu og ívilnanir vekja
hins vegar þá spurn, hvort SSt
hafi látið einhvern öfundar-
mann minn kaupa sig til að
skrifa hinn mótsagnakennda
þvætting, sem birtist í dagblað-
inu Tímanum hinn 28. apríl og
5. mai sl. og kallað er gagnrýni
um tónlist.
FÖLSK FRÆÐI-
MENNSKA
Mér dettur ekki i hug að
halda fram, að flutningur H-
moll messunnar á föstudaginn
langa hafi verið óaðfinnan-
legur, en eftirfarandi athuga-
semdir leyfi ég mér að gera við
fræðimennsku SSt.:
Bach var þjónn lúthersku
kirkjunnar og starfaði í anda
hennar. Hæpið er því að telja
H-moll messuna „hákaþólskt
verk“, þótt hún sé samin við
latneskan messutexta, enda
vitnar SSt í Durant og segir
hana aldrei hafa hljómað í
kaþólskri kirkju. Gagnrýnand-
inn segir H-moll messuna
samda á árunum 1733—1738,
þótt talið sé, að Credo-kaflinn
hafi verió frumfluttur við
endurvígslu Tómasarskólans í
Leipzig 5. júní 1732 og Sanctus
á jólum 1724. Kenning SSt um
að auðveldast sé að syngja
hreint í mezzo-forte er alveg ný
af nálinni og e.t.v. merkasta
uppgötvun hans á tónlistarsvið-
inu hingað til, en hún ber hins
vegar ekki vott um mikla þekk-
ingu á söng né tónlistar-
flutningi almennt.
SSt telur Pólýfónkórnum það
til foráttu, að hann sé „nær
helmingi of stór til að syngja
pólýfóníu svo vel sé, því að
kontrapunkturinn týnist". Að
sjálfsögðu er erfiðara að koma
raddfleygum linum verksins
skýrt fram í jafnstórum kór og
Pólýfónkórnum heldur en í fá-
mennum úrvalskór, en fjöldi
flytjenda verður þá öðrum
þræði að miðast við hljómskil-
yrði, sem eru ekki hin ákjósan-
legustu i Háskólabíói. Þá segir
SSt að „kórinn virðist hvorki
geta sungið veikt né sterkt,
heldur þembist alltaf áfram
með mezzoforte-tónstyrk".
Fjöldi atvinnutónlistarmanna
bæði úr hópi flytjenda og
áheyrenda vitnar um það, að
hvorki týndist kontrapunktisk
raddfærsla verksins né skorti
þá „dynamik" eða styrkleika-
breytingar, sem verkið og still
Bachs gefur tilefni til.
Hafi þetta farið fram hjá SSt,
hlýtur hann að hafa óvenju-
lélegt formskyn og tónheyrn,
sem vissulega er mikill ljóður á
ráði gagnrýnanda og gerir skrif
hans að markleysu einni. Lík-
lega er SSt lítt handgenginn
verkum Bachs og stfl þess tíma-
bils tónlistarsögunnar, enda
var þá ekki búið að finna upp
klarinettið. Þótt SSt. kunni að
leika dável á klarinett hjá
Garðari Cortes f tómstundum
sfnum, efast ég um að hann hafi
tekið þátt í að flytja neina tón-
list eftir meistarann Bach, og
mér er til efs að hann hafi
nokkurn tfma hlustað á H-moll
messuna fyrr, nema þá af
hljómplötum Karls Richters. Af
þeim samanburði dregur hann
þá ályktun, að hraðaval mitt,
t.d. í Kyrie, hafi verið „a.m.k.
þriðjungi of hratt", þótt aðrír
stjórnendur, sérfróðir um verk
og stíl Bachs eins og t.d.
Nikolas Harnoncourt flytji
kaflann miklu hraðar (Richter
46 — móti 63 hjá
Harnoncourt).
Aðfinnslur gagnrýnandans
um skort á ,,dynamik“ benda til
að hann hafi ætlazt til róman-
tískrar túlkunar H-moll mess-
unnar í stíl Brahms eða
Tchaikovskys með miklum til-
finningasveiflum og til-
heyrandi styrkleikabrigðum í
tíma og ótíma. Að svo var ekki,
þykir SSt ekki bera vott um
stilkennd flytjenda heldur
náttúruleysi!
ÓNÁTTÚRA
GAGNRÝNANDANS
Eitt sinn var það haft f heiðri
á íslandi að hafa fremur það, er
sannara reynist. Þá dyggð
hefur „tónlistargagnrýnandi"
Tímans ekki tileinkað sér,
heldur virðist hann haldinn
þeirri ónáttúru að bera á borð
fyrir lesendur sina fullyrðingar
og aðfinnslur, sem engan veg-
inn fá staðizt. Tilvitnanir hans í
einstaka takta hinna ýmsu
þátta verksins, þar sem „söng-
fólkið kom ekki inn“, vegna
þess að „stjórnandinn gaf enga
innkomu" (50. taktur
resurrexit) eða „allt fór í
handaskolum" eins og í 101.
takti Gloria „þar sem flutning-
urinn riðlaðist gersamlega um
hríð“ og 126. takti Confiteor
unum baptisma („ráfuðu allir i
tímalausri eyðimörk um hrið,
áður en nýr púls fór að slá af
sjálfu sér“!) eru einber
uppspuni. Nærri 200 flytjendur
verksins og fjöldi áheyrenda
eru til vitnis um hið gagnstæða,
og því til frekari sönnunar er
hljóðritun ríkisútvarpsins frá
sömu tónleikum, sem sýnir
óvéfengjanlega að ekkert fór
þarna úr skorðum, og er hópur
þekktra tónlistarmanna reiðu-
búinn að staðfesta það, ef þurfa
þykir. í siðasta dæminu er sam-
likingin r.ráfuðu allir í tíma-
lausri eyðimörk“ anzi langsótt,
þar sem engin hreyfing á sér
stað, allar raddir syngja á ein-
um tóni og sama atkvæði allan
taktinn f gegn, nema alto og
tenór, sem færast til um einn
tón. Hvert gátu raddirnar ráfað
á meðan? Engin hraðaskipti
eru heldur í þessum takti held-
ur í 121. takti. Hvað gengur
gagnrýnandanum til með slfk-
um skrifum? Hér er með
lymskulegu móti reynt að rugla
dómgreind áheyrenda með upp-
lognum tilvitnunum um mistök,
sem ekki áttu sér stað, en gagn-
rýrandinn slær um sig undir
yfirskini fagmennsku.
Þessi tilgreindu dæmi, sem
eiga að sýna yfirburðaþekkingu
Hvorki ég né Pólýfónkórinn
hefur nokkurn tíma vænzt þess
að vera talinn „á heimsmæli-
kvarða“ hvað þá heldur „bezti
kór í heimi", og „gert kröfu til
heiðurs", eins og SSt gefur í
skyn. En söngur Pólýfónkórs-
ins hefur hlotið verðskuldaða
viðurkenningu hjá gagnrýn-
endum, sem vissulega eru
þekktari tónlistarmenn og bet-
ur starfi sínu vaxnir en SSt og
nægir þar að vitna til dóma
þekktra gagnrýnenda í Svíþjóð,
Danmörku, Belgíu, Austurríki
og Bretlandi. Að einu leyti er
gagnrýni SSt þó á heimsmæli-
kvarða. Falskar tilvitnanir
hans í tilgreinda 4 takta eins
viðamesta verks tónbókmennt-
anna (H-moll messan er 2344
taktar) til sönnunar þvf, hvort
flutningurinn hafi tekizt eða
raunar mistekizt — eru algjör
nýlunda, sem ekki þekkjast
dæmi um fyrr, hvorki hér á
landi né erlendis. Heildarmót-
un verksins og andi og stíll
flutningsins virðist hins vegar
algjört aukaatriði í eyrum SSt.
SSt gagnrýnir „undir haus
stjórnunar" „afkáralegan fram-
burð á latinunni". Forsendur
þess að íslendingar noti þýzkan
framburð latínunnar, eins og
SSt leggur til, eru mér ráðgáta
og sjálfsagt fleirum! (Hljóm-
plötur Karls Richters?) Getur
verið að gagnrýnandinn sé svo
fáfróður að hann viti ekki, að
ítalskur framburður latínunnar
er almennt notaður í söng?
Þann „afkáralega framburð“
telur hann hins vegar hafa ver-
ið „upp á ensku“! Alyktun SSt,
að bassasöngvari sé góður, ef
hann kemst „niður á Fís þar
sem Fischer-Dieskau verður frá
að hverfa“, eða tenór efnilegur
ef hann kemst vel upp á G, lýsa
einnig vel þekkingu hans á þvi,
hvaða menntun og tónlistar-
hæfileikum söngvari þarf að
vera gæddur til að flytja tónlist
Bachs svo vel sé. Sú yfirlýsing,
að Ruth Magnússon hafi ekki
ráðið við aríuna Laudamus te
og að Bach sé „ekki hennar
maður“ er gróf móðgun við jafn
frábæra söngkonu, sem farið
hefur með altohlutverkið í öll-
um stórverkum Bachs með
góðri stílkennd og miklum
ágætum.
Einkunn gagnrýnandans um
flutning ungs bassasöngvara á
hinni vandasömu arfu Quoniam
tu solus sanctus est, sem
„minnti mest á undirstöðudýr
íslenzks landbúnaðar", er
frámunalega léleg fyndni og
höfundinum einum til vanza,
en ekki flytjandanum.
Ekki er unnt að elta ólar við
allar hinar hótfyndnu aðfinnsl-
ur SSt sbr. alltof áberandi
„búmm-búmm" í bassanum,
sem vel hefði mátt spila
bundnara f dúettnum Domine
Deus! Þarna hefur Bach sjálfur
skrifað pizzicato við bassalín-
una og hvar hefur gagnrýnand-
inn heyrt „bundið pizzicato"?
„Auglýsingastandið í kring-
um þennan flutning" tók ekki á
sig neinar „annarlegar
myndir“, og undirritaður hefur
engar tilhneigingar til þess' að
gerast pislarvottur, sízt af öllu
vegna listahátiðar. Auglýsingar
eru nauðsynleg leið til að ná til
neytenda, einnig þeirra. sem
vilja hlusta á góða tónlist. I
útlögðum peningum kostaði
uppfærsla H-moll messunnar
rúmar 3 milljónir króna. Ef SSt
getur kennt Pólýfónkórnum
aðrar árangursríkari og heil-
brigðari aðferðir til að ná þeirri
aðsókn, sem hljómleikar
kórsins hljóta, er ég viss um að
Framhald á bls. 29