Morgunblaðið - 18.05.1976, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
37
VELA/AKAIMIDI
Velvakandi svarar ! sima 10-100
kl 14—15, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Grindverk að
falli komin
Þórarinn Björnsson
skrifar:
„Ég hefi átt heima við Norður-
mýri um hálfs annars árs skeið.
Það hefur vakið furðu mína hve
sumt fólk, sem hús og lóðir á þar,
er kærulaust með veggi og grind-
verk utan um garðana. Sumir
veggirnir eru ramsakkir og sumir
styðjast við tré í görðunum, að
öðrum kosti væru þeir fallnir.
Þessa sjón má sjá á þó nokkrum
stöðum við Norðurmýri. Fólk
virðist ekki vera hrætt um að
gildrur þessar falli og slasi börn
og húsdýr. Betur að svo fari ekki.
En væri ekki betra að byrgja
brunninn i tíma og fjarlægja
gildrur þessar. Ekki er fegurðinni
fyriraðfara.
0 Steinveggur
og skúr
Ég minnist þess að í fyrra-
vor fór ég á fund manns hjá
borgarverkfræðingi og benti hon-
um á hættulegan, hallandi stein-
vegg við Skólastræti og einnig
hálfhruninn skúr við Laugaveg i
ólokuðu porti. Hékk þak skúrsins
að miklu leyti niður og rambaði
til. Ég sá börn vera að prila þarna
upp á og leizt heldur miður á það.
Maður þessi tók ábendingu minni
vel, og nokkru seinna var búið að
fjarlægja vegg og skúr. Þökk fyrir
það.
Þórarinn Björnsson"
0 VorveÖur
Eftir langan vetur og leiðin-
legan er loks kominn sá árstimi og
sú tíð að íbúar þessa lands geta
notið útiveru. Og það sér sannar-
lega á. Allir, sem vettlingi geta
valdið, eru úti um helgar i
görðunum sínum að starfa og í
gönguferðum i fjörum og um holt
og móa eða bara á götunum. Þvi
sannleikurinn er auðvitað sá, að
vorveður á Islandi, og jafnvel
sumarveður, er ekki hlýrra en
svo, að maður verður að hafa eitt-
hvað fyrir stafni til að geta verið
úti og notið þess. Aðeins örfáa
daga á árinu er hægt að sitja eða
liggja og láta sér vera hlýtt.
Veðurfarið, þegar best er, er
þannig að maður getur best notið
þess ef maður er á göngu eða
einhverri annarri hreyfingu. Það
sanna vel almenningsgarðarnir og
útivistarsvæðin í Reykjavík. Þar
þarf helzt að vera eitthvað við að
vera, til að þeir nýtist. Þetta er
lika í lagi, við þurfum bara að
var hámenntaður maður með góð
sambönd f Suður-Frakklandí.
Hann kenndi tungumái við Ox-
ford og talaði sjálfur sjö tungu-
mál reiprennandi. Þegar hann
var sendur til Frakklands sem
aðstoðarmaður og skipuleggj-
andi, gaf hann sér tíma til að hafa
upp á nokkrum tengiliðum sfn-
um. Einn þeirra var maður sem
hafði verið áhrifamikill f Vichy-
stjórninni. Hann naut enn tölu-
verðs álits og hafði nokkur völd.
Hann hafði gengið svo hressilega
til liðs við Þjóðverja að þeir
treystu honum fullkomlega og
þar með hafði honum tekizt að
afla sér geysivfðtækra upplýsinga
um varnarkerf i Þjóðverja og mik-
ilvægar áætlanir þeirra f Frakk-
landi. Rirhardson komst að þvf að
hann var reiðubúinn til að gefa
honum þessar upplýsingar og
snúast tíl stuðnings við Frakka og
frönsku útlagastjórnina — svo
fremi honum vrði greitf vel fvrir.
Og greitt fyrir f gulli. Það var að
vfsu töluverðum erfiðleikum
bundið að koma þessu f kring. En
hann lagði á þetta rfka áherzlu
þvf að hann taldi peningaseðla
ekki hafa það gildi sem hann sótt-
ist eftir.
gera okkur grein fyrir því og
hegða okkur i samræmi við það.
Sitja ekki inni, þó ekki sé veður
til að liggja eða sitja úti.
0 Allir úti við
Nú undanfarnar helgar
hefur þetta verið mjög áberandi.
Allt i kring um Reykjavik og uppi
I fjöllum mætir maður göngu-
fólki. Hestamenn eru hundruðum
saman að viðra gæðinga sína á
öllum vegum og utan þeirra.
Þegar Skógræktarfélag Reykja-
vikur bauð upp á fræðslu um
plönturæktun, þá streymdu til
þeirra í Fossvoginn hátt á annað
þúsund manns á tveimur timum
og líklega hefur það fólk allt verið
í görðunum sinum um helgina. A
kappreiðum Fáks var mikill fjöldi
manns sem stóð og rölti um. Og
fréttir voru um að um 1200 manns
hefðu fengið sér gönguferðina úr
Keflavik til Reykjavíkur á besta
degi vorsins.
Og ferðafélögin fengu mikla
þátttöku í sínum helgargöngum. I
bænum var alla helgina margt um
manninn og fjölmargir á kvöldin
á göngu með sjónum, þvi einstak-
lega fallegt sólarlag var i Reykja-
vík. Þetta var sem sagt ein af
þessum góðu og dýrmætu vor-
helgum, sem koma eftir erfiðan
vetur og skammdegið sem sest i
skapið á okkur og allir nota tæki-
færið til að viðra sig og losna við
vetrardrungann.
0 Hvað liggur á?
G.K. hringdi i Velvakanda.
Kvaðst hann hafa heyrt i útvarp-
inu, annað hvort i þingfréttum
eða leiðrum einhverra landsmála-
blaðanna, að þingmenn hefðu
ákveðið að hætta að taka laun ef
þeir gætu ekki af einhverjum
ástæðum sinnt þingstörfum, og
vildi hann þakka þeim sem eiga
að vera okkur hinum fyrirmynd í
sliku, fyrir að hafa átt að þessu
frumkvæði sjálfir, og líta á störf
sín sem selda vinnu og seldar
vinnustundir. Hann kvaðst þeim
mun ánægðari með þetta, að hon-
um hefur sýnst í fréttum af at-
kvæðagreiðslum að undanförnu
að mikið vantaði á að þingmenn
væru á sinum stað, þegar þing-
fundir eru og mál afgreidd. Oft
hefur vantað æði marga í töluna.
Og hann kvaðst hafa verið að
velta því fyrir sér, af hverju lægi
svona á að ljúka þingi, meðan
fjölmargt bíður afgreiðslu og ekki
er tími til að ræða málin, eins og
þarf. Þingmenn eru á launum allt
árið, og ættu því auðvitað að
halda áfram störfum meðan ein-
hver störf biðu, að hans dómi.
Kannski liggi einhver önnur rök
til þess, fyrir utan það að lamba-
burður er hafinn i sveitum, að
þingstörfum verður að ljúka á
ákveðnum tíma, sagði hann. En
þá væri gott að vita hver þau eru.
Það er nefnilega allt anna viðhorf
síðan farið var að greiða laun allt
árið. Sama sagði hann að sér fynd-
ist að aðrar stéttir, svo sem
kennarar ættu að gera það er að
leggja fram vinnu eftir að skólum
lýkur, ef með þarf.
HOGNI HREKKVISI
0
ð
„Kú — Kú —!“
sýningarsalur
Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu
Fiat 128 Rally árg. '74
780 þús.
Fiat 128 Rally árg '75
950 þús.
Fiat 128 Rally árg. '76
1 millj. 1 50 þús.
Fiat 132 Special árg. '73
950 þús.
Fiat 132 GLSárg. '74
1 millj. 200 þús.
Toyota Crown árg. '70
700 þús.
Toyota Carina árg. '74
1 millj. 250 þús.
Lada Station árg. '74
750 þús.
Lada Topaz 2103 árg. '74
800 þús.
Austin Mini árg. '74 570 þús.
Dodge Dart árg. '74
1 millj 800 þús.
Citroen GS árg. '74
1 millj. 350 þús.
Plymouth Valiant árg. '67
450 þús.
Fiat 850
Fiat 850
300 þús.
Fiat 126
Fiat 126
Fiat 125
Fiat 125
540 þús.
Fiat 125
Fiat 125
Fiat 125
Fiat 124
Fiat 127
Fiat 127
Fiat 127
620 þús.
Fiat 128
380 þús.
Fiat 128
Fiat 128
Fiat 128
Fiat 128
Fiat 128
650 þús.
árg. '71 240 þús.
Coupé árg. '71
árg. '74 550 þús.
árg. '75 600 þús.
árg. '71 450 þús.
Special árg. '72
P árg. '72 450 þús.
Párg. '73 520 þús.
P. árg. '75 800 þús.
árg. '67 240 þús.
árg '72 410 þús.
árg. '73 500 þús.
3ja dyra árg. '74
4ra dyra árg. '71
árg. '72 460 þús.
árg. '73 570 þús.
árg. '74 750 þús.
árg. '75 850 þús.
Rally árg. '73
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíö Sigurösson h.f.#
SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888
Húsbyggjendur
Einangrunar-
plast
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-
Reykjavíkursvæðið með stuttum fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
HAGKVÆMT VERÐ.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi sími: 93-7370
Kvöldsimi 93-7355.
Plastgluggar
Passa fyrir öll hús
ekkert viðhald
fullkomin þétting
ódýrir
Plastgluggar h/F
Nýbýlavegi 12, sími 42510
Höfum til afgreiðslu strax fánastengur úr áli og
glerfiber í lengdum 6 —18 Im. Einnig íslenzka
fánann og fánastangar húna.
Ólafur Kr. Sigurðsson og Co.
Suðurlandsbraut 6,
Tranavog 1, símar 83499 — 83215.