Morgunblaðið - 18.05.1976, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976
Mikið blóðbað
á N-írlandi
Belfast 17. mai.
AP-Reuter.
SL. HELGI er ein sú blóðugasta
um langt skeið á N-trlandi og
liggja eftir hana 11 manns í valn-
um og 55 særðir. Þar af voru 4
lögreglumenn myrtir, sem er
mesta mannfall 1 lögregluliði N-
trlands f sögu þess. Talið er vfst
að (rski Lýðveldisherinn IRA
hafi verið hér að verki, en IRA-
menn hafa hótað lögreglunni
löngu og heitu sumri.
Þrír lögregluþjónanna voru
myrtir á laugardag, er sprengja
sprakk fyrir utan lögreglustöð
þeirra í Belcoo, er þeir gengu út
úr henni, sá fjórði liggur lífs-
hættulega særður. Síðar um dag-
inn var enn einn lögregluþjónn-
inn myrtur úr launsátri í s-hluta
N-írlands. Á laugardag voru einn-
ig 5 óbreyttir borgarar myrtir í
skotárásum á fjölsóttar krár. 2
miðaldra menn voru siðan skotnir
til bana úr launsátri skömmu fyr-
ir miðnætti á sunnudagskvöldi og
tala fallinna þvi 11 eftir þessa
helgi. Meðal særðra eru tveggja
ára barn og nokkurra mánaða
gamall hvítvoðungur.
15 féllu í árás
skæruliða í
Thailandi
Bangkok 17. mai
AP — Reuter..
SKÆRULIÐAR kommúnista i
Thailandi myrtu 15 manns um
helgina í mestu skæruliðaárás þar
í landi það sem af er þessu ári.
Var árásin gerð á æfingabúðir
Thailandshers í s-hluta landsins.
100 manns voru í skæruliðasveit-
inni. Æfingabúðir þessar eru
notaðar til þess að þjálfa óbreytta
borgara til varnar þorpum og bæj-
um í landinu.
Dagblöð i Thailandi segja að
skæruliðarnir hafi ráðizt inn í
búðirnar undir dögun og skotið á
allt, sem kvikt var. Meðal fallinna
voru 2 konur og 4 börn. Voru lík
hinna myrtu síðan brennd á bál-
kesti og búðirnar brenndar til
grunna. 15 manns særðust í þess-
ari árás, en komust lífs af í skjóli
myrkurs áður en birti af degi
ásamt 30 öðrum. Skæruliðar
kommúnista hafa verið mjög her-
skáir í s-hluta landsins undan-
farna mánuði.
Margrét Danadrottning og Henrik prins eru nú 1 opinberri heimsókn f Bandarfkjunum og var þessi mvnd
tekin er þau hjón heimsóttu Hvfta húsið f sl. viku. Á myndinni sjást auk hjónanna og forsetans
Rockefeller, varaforseti, K.B. Ánderson, utanrfkisráðherra Danmerkur, og Nancv Kissinger, sem er að
ræða við Henrik prins.
Kosningabarátta Eanes hafin
Lisabon 13. maí Reuter.
ANTONIA Ramalho Eanes, yfir-
maður herafla Portúgals, hefur
byrjað kosningabaráttu sína, en
allt útlit er fyrir að hann njóti
yfirgnæfandi stuðnings hjá þrem-
ur stjórnmálaflokkum í landinu,
Mótmæli við brezkt
herskip í Arósum
Árósum 16. maí frá Axel Peder-
sen
íslenzkir námsmenn í Árósum
og nágrenni efndu í dag til mót-
mælaaðgerða við brezka herskip-
ið Interpid, sem er í kurteisis-
heimsókn í Danmörku. Báru um
100 Islendingar spjöld, sem m.a.
var á ritað ísland úr NATO, Guð
sósialistum, alþýðudemókrötum
og miðdemókrötum. Hershöfðing-
inn, sem er 41 árs gamall, fór til
Evora i morgun til viðræðna við
yfirmenn hersins í suðurhluta
landsins, en það er eini landshlut-
inn þar sem ekki hefur verið tek-
blessi þorskinn og veiðiþjófar.
Einnig dreifðu þeir miðum, þar
sem gefnar voru upplýsingar um
rök og afstöðu íslendinga í
þorskastríðinu.
Skipherra skipsins bauð islend-
ingunum að koma um borð, ef
þeir skildu eftir mótmælaspjöld
sín, en þvi boði var hafnað. Mót-
mælaaðgerðirnar fóru rólega
fram, en um 5000 Danir heim-
sóttu skipið.
in jákvæð afstaða með forseta-
framboði Eanes. Bent er á að
kommúnistar séu mjög sterkir í
þeim hluta Portúgals og þvi
kunni róður Eanes þar að verða
nokkuð þungur.
Forsetakosningarnar fara fram
þann 27. júní eins og frá hefur
verið sagt. Nú er allt útlit fyrir að
eini frambjóðandinn á móti
Earies verði núverandi forsætis-
ráðherra, Pinheiro Azevedo.
Azevedo er ekki talinn hafa neina
sigurmöguleika nú, en búizt. er
við að kommúnistar muni veita
honum brautargengi og ákveðinn
armur innan Sósíalistaflokksins.
Þá gæti Azevedo einnig fengið
nokkurn styrk frá flotanum sem
jafnan hefur verið róttækastur
innan portúgalska hersins.
— Flensborg
Framhald af bls. 2
afmælisárgangar gagnfræðinga
og stúdentar frá í fyrra koma
saman. Kvöldfagnaðurinn verður
í Skiphól sunnudagskvöldið 23.
maí og hefst með borðhaldi kl.
19.00. Fagnaðinum stýrir Vil-
hjálmur Skúlason.
Stutt ávörp flytja: Guðlaugur
Þorvaldsson háskólarektor og
fulltrúi nýstúdenta. Berglind
Bjarnadóttir og Margrét Pálma-
dóttir syngja og Ömar Ragnarsson
flytur skemmtiþátt. Að lokum
verður dansað til 2. e.m.
Miða má panta á þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag í síma
50922 milli kl. 14 og 17.00.
Þeir verða afhentir í Flens-
borgarskóla, laugardaginn 22. máí
milli kl. 16.00 og 18.00.
Er þess sérstaklega vænst- að
eldri afmælisárgangar skólans
fjölmenni til þessa kvöldfagnaðar
félagsins.
— Fjögur töp
Framhald af bls. 2
tækifærið til að sýna hvers
vegna titillinn hefði hafnað í
höndum þeirra).
ísland — Þýzkaland 20—-^l
tsland — Frakkland 2—18
ísland — Bretland 11—9
ísland — Noregur 16—4
ísland — Monaco 9—11.
— Crossland
Framhald af bls. 1
lag til lengri tíma ef það
reyndist nauðsynlegt.
Blaðið Sunday Telegraph
sagði í leiðara í gær, að tími
væri kominn til að binda enda
á fiskveiðideiluna, sem það
kallar fáránlega og skaðlega.
Blaðið segir, að fræðilega séð
sé staða Breta sterk, en það
veiki málstað þeirra, að þeir
séu sjálfir að berjast fyrir 200
mílum.
Sunday Telegraph segir, að
ef helmingur þeirrar orku sem
hafi farið í að bæta sambúðina
við Rússa, hefði verið notaður
til að semja við íslendinga,
sem séu mikilvægir banda-
menn í NATO, væri málið úr
sögunni. Rétt sé að brezki
flotinn geti sprengt upp
íslenzku fallbyssubátana en
muni auðvitað ekki gera það
og betra sé að horfast í augu
við staðreyndir en að halda
áfram stefnu sem sé fum-
kennd og árangurslaus.
— Njósnari
Framhald af bls. 1
handtekinn á röngum forsendum.
„Ég er saklaus," sagði hann.
Heimildir í Bonn herma að leit
hafi verið gerð í íbúð Böx eftir að
hann var handtekinn. Frú Berger
er sögð hafa játað að hafa starfað
í þágu Austur-Þjóðverja en neitað
því að hafa reynt að beita Böx
fjárkúgun.
Helmut Kohl, formaður CDU,
segir að dr. Böx hafi harðneitað
því að hann hafi á nokkurn hátt
verið viðriðinn njósnamálið.
Hann er kvæntur og tveggja
barna faðir.
Frú Berger starfaði með dr.
Böx í Varsjá á árunum 1966 til
1970. Þegar hún var handtekin
var hún ritari í viðskiptadeild ut-
anríkisráðuneytisins. Hún neitaði
þvf í yfirheyrslum að hafa rætt
við dr. Böx um njósnir samkvæmt
góðum heimildum.
Frú Berger var handtekin í eins
herbergis fbúð í fjölbýlishúsi,
sem hún hefur búið í. Nágrannar
hennar segja að hún sé hljóðlát og
hlédræg.
— Ríkisútgáfa
Framhald af bls. 3
um, sem komið hefðu út á síðustu
tveimur árum, væru hins vegar
allar með nýju stafsetningunni.
Sigurður kvað erfitt að geta sér
til um heildarkostnað þess að
breyta kennslubókum á nýjan
leik með tilliti til stafsetningar-
innar frá 1929, en það skipti vafa-
laust milljónum króna. Hins
vegar sagði Sigurður, að þrátt
fyrir að enn væri töluvert til af
kennslubókum með gömlu staf-
setningunni teldi hann að það
yrði engu að síður kostnaðar-
samara að fara nú að breyta
kennslubókunum f heild yfir í
gömlu stafsetninguna aftur en að
halda sér áfram við hina nýju.
Sigurður gat þess ennfremur,
að Ríkisútgáfa námsbóka hefði á
sínum tíma, þegar nýja staf-
setningin tók gildi, gefið út ís-
lenzka réttritun eftir Halldór
Halldórsson samkvæmt tilskipun
frá menntamálaráðuneytinu og
þeirri bók hefði verið ætlað að
vera handbók fyrir kennara í
hinni nýju stafsetningu. Sú bók
hefði verið gefin út í 3 þúsund
eintökum, en hún yrði öskuhauga-
matur, ef gamla stafsetningin
yrði nú aftur tekin upp.
— Rocefeller
Framhald af bls. 1
geti innt af hendi þá grund-
vallarskyldu sfna að tryggja
siglingafrelsi á úthöfunum.
Bandaríkjamenn munu leggja
fram sinn skerf til varnar hin-
um frjálsa heimi, sem V-
Þjóðverjar og aðrar vestrænar
þjóðir hafa lagt til mikilvægt
framlag. Þessir bandamenn
ættu að vinna saman að því að
skapa opnari heim, þar sem
þjóðunum er gefinn kostur á
meiri fjölbreytni í þjóðfélags-
og stjórnskipulagi."
Ræðu varforsetans var ákaft
fagnað og hann þurfti margoft
að gera hlé á henni vegna lófa-
taks. Rockefeller var spurður
að því á blaðamannafundi á
flugvellinum í Frankfurt fyrir
brottförina til Bandaríkjanna
hvort ummæli hans mörkuðu
upphafið að nýrri og harðari
stefnu Bandarfkjastjórnar í
garð Sovétríkjanna og hann
svaraði: „Nei, það var aðeins
verið að segja þeim hvernig
hlutirnir væru.“
Helmut Schmidt kanslari V-
Þýzkalands flutti einnig ræðu,
þar sem hann sagði að vinátta
Bandaríkjanna og V-
Þýzkalands væri staðreynd,
sem íbúar beggja gætu treyst á
og „hinn aðilinn yrði að horfast
í augu við“. Schmidt lýsti
NATO sem sterkasta friðarsátt-
mála þessarar aldar og sagði að
íbúar Vesturlanda mættu
aldrei gleyma ógnununum við
frelsið utan og innan sinna
landamæra.
— Ford
Framhald af bls. 1
tóm í úthverfum bílaborgarinnar
Detroit þar sem samdráttur hefur
haft atvinnuleysi í för með sér.
Um 450.000 eru skráðir atvinnu-
lausir í Michigan.
Forsetinn hefur 13 sinnum ver-
ið kosinn á þing í kjördæmi sínu,
Grand Rapids. Hins vegar hefur
hann aldrei boðið sig fram í rfkis-
kosningum í Michigan.
Michigan sendir 84 fulltrúa á
landsfund repúblikana í Kansas
City í ágúst og Maryland, þar sem
Reagan hefur unnið á, 43 fulltrúa.
Demókratar í Michigan senda 133
fulltrúa á flokksþing sitt og demó-
kratar í Maryland 43.
— Jarðskjálfti
Framhald af bls. 1
mældist jarðskjálftinn nfu stig.
Jarðskjálfti sem mælist átta stig á
þessum kvarða veldur alvarlegu
tjóni á byggingum.
Upptök jarðskjálftans voru í
Kyzyklum-eyðimörkinni. Næsta
byggð við hana eru tveir litlir
eyðimerkurbæir: Gazli, 70 km frá
upptökunum og þar mældist jarð-
skjálftinn átta stig og Tamdy-
bulak 120 km f norðaustur þar
sem hann mældist rúm sjö stig.
Tass hermir að jarðskjálftinn
hafi sums staðar valdið tjóni en
nefnir ekki hvar og segir að
skjótar björgunarráðstafanir hafi
verið gerðar. Frétt í síðdegis-
blaðinu Izvestia bendirtil þess að
mesta tjónið hafi orðið í Gazli þar
sem íbúar voru 7.800 fyrir sex
árum, þar af margir starfsmenn
nálægra jarðgasstöðva.
Embættismenn í hinum fornu
borgum Tashkent, Samarkand og
Bukhara sögðu að jarðskjálftinn
hefiði valdið litlu sem engu tjóni
þar. í Bukhara var sagt að
sprungur hefðu komið í
byggingar og jarðskjálftinn mælzt
6—7 stig.
Nokkru vægari jarðskjálfti varð
á nákvæmlega sama svæði 8.
apríl. Að sögn Tass olli sá jarð-
skjálfti nokkru tjóni í Gazli og
einnig nokkru tjóni á byggingum
í Bukhara en þó ekki manntjóni.
Fyrir tiu árum eyðilagðist mið-
borg Tashkent í jarðskjálfta sem
mældist átta stig, 28.000 heimili
jöfnuðust við jörðu og rúmlega
100.000 manns misstu heimili sín.
Síðan hefur Tashkent verið
endurreist og hús byggð með
tilliti til þess að þau þoli jarð-
skjálfta.
Alvarlegt tjón varð í jarð-
skjálfta í Dagestab á vesturströnd
Kaspiahafs 1970. Þar urðu einnig
miklar jarðhræringar 1974.
— Giscard
Framhald af bls. 1
síðan de Gaulle var forseti og auki
álit Bandaríkjamanna á Frökk-
um. Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun líta aðeins 35% Banda-
ríkjamanna á Frakka sem banda-
menn.
Hann vill líka draga úr and-
spyrnu Bandaríkjamanna gegn
Concorde-þotunni sem hefur
reglulegar áætlunarferðir til
Bandaríkjanna á mánudaginn.
Giscard var 3 klst. og 20 mínútur
á leiðinni og Concorde hefur ekki
lent í Bandarfkjunum í 18 mán-
uði.