Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 39

Morgunblaðið - 18.05.1976, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1976 39 Reykjarsúla úr flaki spænska olfuskipsins Urquiola. 39% ítala vilja kommúnista í stjórn Róm 17. maí Reuter. ALTIERO Spinelli, yfirmaður iðnaðar- og tæknimáladeitdar Efnahagsbandalags Evrópu, hef- ur tilkynnt, að hann muni verða í framboði f þingkosningunum á ttalfu f næsta mánuði fyrir kommúnista, en sem óháður stuðningsmaður flokksins. Sagði Spinelli að hann væri sannfærður um að þátttaka kommúnista f næstu stjórn landsins væri nauð- synleg fyrir raunhæft lýðræði á ftalfu. Þá tilkynnti Nino Pasti, fyrrum yfirhershöfðingi ftalska ERLENT Sjóferðinni frestað Brandon Creek, Irska lýðveldinu, 16. maí. LEIÐANGURSMENNIRNIR 5, sem ætluðu að leggja af stað frá írlandi á sunnudag á 11 metra iöngum skinnbáti áleiðis til Bandaríkjanna, urðu að frestaför sinni til þriðjudags vegna óveðurs. Tilgangur leiðangursins er að sanna að menn hafi getað siglt yfir hafið 1000 árum áður en Kólumbus kom til Bandarikj- anna. flughersins, að hann myndi einn- ig verða f framboði sem óháður stuðningsmaður kommúnista. Til- kynningar þessar hafa komið mjög á óvart og þykja mikill sig- ur fyrir kommúnista. I skoðanakönnun, sem kunn- gerð var í Róm í dag, segir, að 39% ítalskra kjósenda séu fylgj- andi því, að kommúnistar fái að- ild að ríkisstjórninni, annaðhvort með kristilegum demókrötum eða í alþýðufylkingu með Sósíalista- flokknum. Þá voru 32% fylgjandi miðflokkastjórn eða vinstri stjórn án þátttöku kommúnista. Komm- únistar áttu síðast sæti í stjórn 1947. Enrico Berlinguer, leiðtogi La Coruna, 17. maf. Reuter. AP. Mengunarsérfræðingur sagði f dag, að hann teldi að olfa úr flaki spænska olfuflutningaskipsins Urquiola hefði borizt langt á haf út og ræki til strandar Marokkó. Mikil leynd hvflir yfir málinu og hún hefur verið gagnrýnd. Sérfræðingurinn dr. Olav Carlsen frá Noregi, segist hafa upplýsingarnar eftir áreiðanleg- um heimildum, Norska stjórnin sendi hann til La Coruna til að ítalska kommúnistaflokksins, endurtók í ræðu á fjölmennum kosningafundi kröfu sfna um að- ild kommunista að næstu stjórn og sagði að óhugsandi væri að mynda stjórn í framtíðinni án þátttöku kommúnista. Sagði hann að tillaga sin um myndun stjórnar allra flokka til að leiða Italíu út úr efnahags- og þjóðfélagskrepp- unni væri ekki blekking heldur alvarlegt tilboð. Sagði hann i ræðu sinni, að kristilegir demó- kratar væru hræddir við breyt- ingar, hræddir við einingu, því að þá teldu þeir sig missa ráðandi stöðu sína i ítölskum stjórnmál- um. Sagði hann, að þessari breyt- ingu yrðu Italir að koma til leiðar í kosningunum. fylgjast með olfulekanum, en upplýsingar hans hafa ekki fengizt staðfestar enda hefur spænski flotinn takmarkað allar upplýsingar um málið. Olian frá Urquiola heldur áfram að breiðast út um strönd Norðvestur-Spánar og fjörur eru orðnar svartar i E1 Ferrol Caudillo í um 50 km fjarlægð. Fimm fjörur á þessu svæði og hafnarbærinn E1 Ferrol hafa orð- ið fyrir barðinu á oliulekanum. Yfirvöld undirbúa enn flutning hráoliunnar sem enn er i flakinu og hollenzkt björgunarlið er til taks en talsmaður í La Coruna sagði i dag að enn gætu liðið tveir til þrír dagar áður en tilraunin gæti hafizt. Talið er að enn séu um 75.000 lestir um borð í flakinu en fréttir um að olían hafi breiðzt út um 90 km svæði meðfram ströndinni benda til þess að olía haldi áfram að streyma úr því. Spænsk yfir- völd sögðu fyrir helgi, að talið væri að 30.000 lestir hefðu lekið úr skipinu, sem sökk í hafnar- mynninu þegar kviknað hafði í því. Yfirvöld í La Coruna hafa farið þess á leit að lýst verði yfir neyðarástandi á svæðinu vegna eyðileggingar, sem orðið hefur á skelfiski og stjórnin i Madrid hefur beiðnina til athugunar. Tal- ið er að 5.000 fiskimenn hafi misst atvinnuna. Leopoldo Calvo Sotelo við- skiptaráðherra sagði í dag að fiskimennirnir fengju tveggja mánaða atvinnuleysisbætur. Olían komin út um allan sjó? Forstjóri markaðs- mála SAS í heimsókn Næstkomandi mánudag, 24. maí, hefjast ferðir SAS hingað til lands á þessu sumri og verða þær þrjár í viku frá Kaupmannahöfn, Ford neitar Höfðaborg, 17. maí. Reuter. DR. Hilgaard Muller, utanríkis- ráðherra Suður-Afríku, sagði á þingi í dag, að fundur milli Gerald Fords Bandaríkjaforseta, John Vorsters, forsætisráðherra Suður-Afríku, og Ian Smiths, forsætisráðherra Rhódesiu, væri I athugun. í Washington sagði talsmaður Hvíta hússins, að Ford forseti hefði ekki tekið slíkan fund til alvarlegrar athugunar. — Brezki flotinn Framhald af bls. 40 inn að halda áleiðis á Austfjarða- mið með morgninum og að veiði- svæðið fyrir austan yrði stækkað lítið eitt frá því sem var. Sam- kvæmt því sem Tom Nielsen, for- svarsmaður samtaka togaraskip- stjóra, sagði í Hull í gær, eru þessir tilflutningar á veiðisvæð- um aðeins til að undirstrika skoð- anir togaraskipstjóra, sem þeir hafa haldið fram síðustu tvo mán- uði, að veiðisvæðin við ísland eigi að vera tvö — eitt stöðugt fyrir Austfjörðum en hitt fylgi fiskin um hvar sem hann er að finna í hvert skipti. Flotamálaráðuneytið hefur hins vegar ekki viljað fall- ast á þetta og segist ekki geta gætt tveggja veiðisvæða í einu, en skip- stjórarnir hafa þá bent á það á móti, að tvö veiðisvæði mundu einnig dreifa kröftum varðskip- anna á sama hátt og verndarskipa veiðiflotans. en halda allar áfram til Narssarssuaq á Grænlandi. I tilefni af auknum umsvifum SAS hér á landi hafa nokkrir af for- ystumönnum SAS komið hingað í heimsókn að undanförnu og þann 19. maí lýkur þessum heimsókn- um með því að þeir koma hingað Morgen K. Rasmussen, forstjóri markaðsmála SAS, og Jörgen Eilersen, framkvæmdastjóri skipulagsdeildar markaðsmála SAS. Báðir hafa þeir starfað víða um heim á vegum SAS þar sem þeir hafa starfað að markaðsmál- um, skipulagningu og starfs- mannahaldi. — Meiri afli Framhald af bls. 40 ins, Sigurjón Öskarsson, verður aflakóngur i þeirri verstöð. Þorlákshöfn: Aflinn þar frá áramótum til miðs mai var 12.974 lestir í 1555 róðrum eða 8.3 tonn að meðaltali í róðri. Þetta er nokkuð lakara en í fyrra, en þá bárust 13.864 tonn á Iand á sama tima í 1625 róðrum og meðalafl- inn í róðri þá var 8.5 tonn. Afla- hæsti báturinn i Þorlákshöfn nú er Friðrik Sigurðsson með 829 tonn. Grindavik: Þar varð heildarafl- inn frá áramótum til 15. þ.m. heldur skárri en í fyrra eða 19.171 tonn á móti 18.236 tonnum í fyrra. Aflahæstur Grindavíkurbáta er Hafberg með 636 tonn. Sandgerði: Þar er aflinn á vetr- arvertíðinn 912 lestum meiri en í fyrra, ef miðað er við 15. maí, að sögn Jóns segir þetta þó ekki alla sögn Jóns Júlíussonar vigtar- manns og fréttaritara Mbl. á staðnum 8389 lestir á móti 7477 lestum. Að sögn Jóns segir þetta þó ekki alla söguna, þvi sjóferð- irnar eru 1579 á móti 1265 eða 314 fleiri en i fyrra. Meðalaflinn í róðri er nú 5,3 tonn en var í fyrra 5,9 tonn. Aflahæsti báturinn var Bergþór með 790 lestir og næstur var Jón Oddur með 556 lestir. Á trollbátunum var Jón Gunnlaugs hæstur með 514 lestir en Reynir var með 500 lestir. — Vilja verja Framhald af bls. 40 verjendur og fá að sitja allar vitnaleiðslur, en þvi hafnaði setudómarinn. Hafa Kristján og Haukur nú áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar og er ákvörðunar hans að vænta á næstu dögum. í bréfi til setu- dómarans mótmæla þeir Krist- ján og Haukur „harðlega þeim fyrirtektum, sem fram hafa farið i málinu" án þeirra vitn- eskju. — Tvísýnt Framhald af bls. 40 höfðu þrír þingmenn tekið til máls, Stefán Jónsson, Jón Ár- mann Héðinsson og Ragnar Arnalds sem þá varenn að tala. Að lokinni umræðu átti að senda það til menntamálanefndar og í umræðunum hafði þá þegar fengizt fram, að nefndin skyldi kalla til sérfróða menn til ráðu- neytis, og verður að teljast ljóst að slík álitsgerð fæst ekki fyrr en i dag í fyrsta lagi. Á sama tíma er stefnt að því að ljúka þingstörfum i dag, en óvíst er hvort það tekst. —30% minni Framhald af bls. 40 aflinn hjá honum var t.d. ein- göngu góður þorskur. „Þetta er búið að vera ein- dæma stormasöm vertið, ein sú versta sem ég man eftir í þeim efnum," sagði Sigurður. Hann kvaðst sjálfur ekki finna svo mikið fyrir því á nýju Skarðs víkinni, enda 348 tonn að stærð og toppbátur í alla staði. Aftur á móti yrðu minni bátarnir illi- lega fyrir barðinu á ógæftun- um. Þá sagði Sigurður að það væri gífurlega mikilvægt að vera með góða og samhenta skipshöfn og sagðist hann al- deilis ekki þurfa að kvarta í þeim efnum. Þegar -hann var að lokum spurður að því hvað tæki við sagði hann að næst lægi leiðin í Norðursjó, að kroppa upp það litilræði af sild, sem þar má veiða. „í haust verða það svo sildveiðarnar hér heima og þar er kvótinn enn minni og maður getur jafnvel náð honum í tveimur köstum." — Námsmenn Framhald af bls. 40 breytingartillögum, sem hún flytur við frumvarpið ásamt tveimur öðrum þingmönnum. Varaforseti deildarinnar, Ingvar Gíslason, tilkynnti fundarhlé og í þann mund hóf umræddur pallgestur reiði- lestur sinn. Þingverðir reyndu að komast að ræðumanni en var meinað vegarins af háskóla- stúdentum eins og fyrr segir. „Já, það er óhætt að segja, að stúdentarnir lögðu á okkur hendur," sagði Jakob Jónsson, þingvörður, í samtali við Morgunblaðið. „Við hugðumst fara inn á pallinn ásamt tveimur borgaralega klæddum lögregluþjónum til að fjar- lægja piltinn. Stúdentarnir hópuðust þá í kringum piltinn og tveir menn héngu t.d. i öðr- um lögreglumanninum, þann- ig að hann komst ekki áfram. Ég hélt hins vegar áfram í átt að honum en var þá hindraður. Við vorum það fáir að við sáum að við myndum ekki hafa við þessu ofurefli, en hefðum við hins vegar viljað beita okkur af hörku er ekki að vita nema komið hefði til handalögmála. Pirturinn fékk hins vegar að Ijúka máli sínu og þessu lauk þannig að hópurinn yfirgaf pallana án þess að til frekari óspekta kæmi.“ — Kappreiðar Framhald af bls. 2 64,7 sek., knapi Sigurbjörn Bárðarson. Annar varð Þjálfi Sveins K. Sveinssonar á 65,5 sek., knapi Guðrún Fjelsted, og þriðji Rosi Baldurs Oddssonar á 66,6 sek., en hann var ennfremur knapi. Loks var keppt í 1500 metra brokki, og varð þar fyrstur Faxi Eyjólfs ísólfssonar á 3,19,6 mín. Athygli vekur að sama fjöl- skyldan á flesta verðlauna- hestana. Þau Hörður og Þórdis eru hjón og Hörður og Helgi eru synir Harðar G. Albertssonar. — Friðrik Framhald af bls. 2 teflir við Browne og hefur svart. Eftir þrjár fyrstu umferðirn- ar eru þeir Friðrik og Karpov efstir og jafnir með 2 vinninga, Timman hefur l'A vinning og Browne l/í vinning. Friðrik tefldi við Karpov heimsmeist- ara á laugardaginn og var jafn- tefli samið eftir tæpa 20 leiki. I Reutersfrétt segir að Friðrik hafi sýnt „einarða mótspyrnu" gegn heimsmeistaranum og náð jöfnu. 1 3. umferð tefldi Friðrik við Browne, og var stór- meistarajafntefli samið eftir aðeins 13 leiki. „Þetta voru meinleysislegar skákir og þær buðu ekki upp á nein umtals- verð sóknarfæri," sagði Friðrik i samtali við Mbl. í gær. 1 2. umferðinni vann Timman Browne snaggaralega og f 3. umferðinni gerði Timman jafn- tefli við Karpov i 32 leikjum. Timman hafði betur framan af en Karpov tókst að jafna taflið með nokkrum góðum leikjum. Biðskák Karpovs og Browne úr 1. umferð lauk með sigri Kar- povs i 74. leik. Browne lenti í óskaplegu tímahraki, varð að leika 13 leiki á rúmri mínútu og þegar darraðardansinum lauk stóð hann uppi með gjörtapað tafl og gaf skákina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.