Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976 Steingrímur Hermannsson: Mistúlkun í útvarpsfrétt UMMÆLI Steingrfms Hermanns- sonar, ritara Framsóknarflokks- ins á stjórnmálafundum á Vest- fjörðum hafa vakið athygli, þar eð af þeim að dæma settu þing- menn Framsóknarflokksins til- tekin skilyrði fyrir þvf að gengið yrði til samninga við Breta. 1 sam- tali við Morgunblaðið f gær sagði Steingrímur, að þessi ummæli hans hefðu að nokkru leyti verið mistúlkuð f útvarpsfrétt, þar eð persónuleg skoðun hans hefði verið lýst sem afstöðu alls þing- flokksins. Steingrimur sagði, að á fundum þeim sem hann hefði komið fram á, hefði eðlilega mest verið spurt um hugsanlega samninga við Breta í landhelgisdeilunni. Stein- grímur kvaðst hafa svarað því til, að þessar samningahugmyndir hefðu verið mjög ítarlega ræddar á þingsflokksfundi hjá Framsókn- arflokknum, þar sem þingmenn hefðu sett fram sín sjónarmið og ýmsir komið með fyrirvara. Stein- grímur kvaðst síðan hafa sagt, að sjálfur teldi hann þýðingarmest í þessu sambandi, að það fengist fram skýlaus yfirlýsing frá Bret- um að þeir gerðu ekki frekari kröfur til veiða innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu eftir að þessi samningur, ef gerður yrði, rennur út. í þessu hefði misskilningurinn verið fólginn, þar eð þessari skoð- un hans hefði verið lýst sem af- stöðu þingflokksins. Steingrímur kvaðst hafa bætt því við, að meðan samningurinn væri í gildi teldi hann sjálfsagt að Bretar virtu allar friðunarregiur okkar og mikilvægt væri að afla- magnið með samningum yrði minna en Bretum tækist að afla i ófriði. 580 norrænir kvenlækn læknar þinga hérlendis NlTJÁNDA þing Sambands norr- ænna kvensjúkdómala'kna verð- ur haldið í Reykjavík dagana 1.—4. júnl nk. Kr það I fyrsta sinn sem þing þessara samtaka er haldið hér á landi, en til þingsins eru skráðir 580 þátttakendur, þar af um 30 Islendingar. Þingstaður er Ménntaskólinn í Hamrahlfð. F’yrsta viðfangsefní þingsins er Endurmat á gildi leitarstöðva- rannsókna á Norðurlöndum og flytja fimm þekktir sérfræðingar 25% hækkun á bíómiðum RIKISSTJÓRNIN staðfesti á fundi i gær þá samþykkt verðlags- nefndar frá því á miðvikudaginn, að hækka aðgöngumiðaverð k'vik- myndahúsanna. Hækkar miði á almennar sýningar úr 240 krónur í 300 krónur, eðá um 25% og barnamiðar ’.iækka úr 90 krónurr í 110 krónur eða um 22%. MWWWK = = = — frá Danmörku, Finnlandi, Is- landi, Noregi og Sviþjóð — fram- söguerindi um efnið og gerir hver um sig grein fyrir niðurstöðum rannsókna fram til þessa i heima- landi sínu. Önnur helztu . viðfangsefni þingsins eru Virussjúkdómar á meðgöngutima og Legvatnsrann- sóknir frá sjónarhóli erfðafræð- innar og til að meta ástand fóst- urs. Um sfðara efnið flytur fram- söguerindi próf. A Turnbull frá Oxford, sérstakur boðsgestur þingsins. Auk aðalerinda verða flutt milli 60 og 70 erindi um ýmis efni innan sérgreinarinnar. Undirbúningur þinghaldsins hér á landi er á vegum Félags kvérisjúkdöma Iæk na, en undir- búningsnefndina skipa dr. med. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir, Jón Þ. Hallgrfmsson læknir, Andrés Asmundsson la-knir, Guð- jón Guðnason yfirlæknir og Jón H. Alfreðsson læknir. Núverandi forseti Sambands norrænna kvensjúkdömalækna er dr. med Gunnlaugur Snædal, rit- ari er Matti Grönroos dösent í Abo og gjaldkeri Jan Asplund dósent í Nacka. Guðsþjónusta og kaffisala í Vindáshlíð GUÐSÞJONUSTA og kaffisala verður ' Vindáshlíð I Kjós á ntorgun, sunnudag, en þar hefur KFUK rekið sumarbúðir fyrir stúlkur sl. 25 ár. t fréttatilk.vnn- ingu um samkomu þessa segir svo: Ótaldar eru þær stúlkur, sem dvalið hafa I sumarbúðunum á liðnum árum og notið sumarsins í hollum ög góðum félagsskap. í Vindáshlíð er myndarlegur skáli, sem stúlkurnar reistu með hjálp yelunnara sinna. ' , ■ Árið 1957 var gamla kirkjan að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd flutt í heilu lagi til staðarins. Tveim árum síðar var hún endurvfgð og er hún nú notuð hvern helgan dag meðan dvalist er á staðnum, í sumar er ráðgert að hefja bygg- ingu leikskála fyrir stúlkurnar. Sú bygging mun bæta mjög úr brýnni þörf. Hlfðarstúlkur treysta á aðstoð velunnara sinna og gamalla Hlíðarstúlkna. Guðsþjón- ustan á sunnudaginn hefst ki. 2.30 síðdegis og mun sr. Einar Sigurbjörnsson, sóknarprestur að Reynivöllum, prédika. Kaffisala verður að lokinni guðsþjónustu. Helena Halldórsdóttir og höfundar nokkurra verkanna ganga frá sýningunni á verkum aldraðra 5 Norðurbrún 1. Sýning á munum aldraðra í Norðurbrún um helgina ALDRAÐIR borgarar Reykja- vfkur sækja mikið að vetrinum tómstundastarf fyrir aldraða f Norðurbrún 1. Þar eru leið- beinendur eftir hádegi alla daga vikunnar og eru þar jafn- an gerðir margir fallegir mun- ir, leirmunir, leðurmunir, saumaðar flíkur og munir o.s.frv. Og nú er að hefjast sýn- ing á verkunum í Norðurbrún 1, sem verður opin frá laugar- degi fram á mánudag frá kl. 1 til 6 e.h. Verið var að ganga frá sýningunni, er Ijósmvndari Mbl. kom þar í gær. Enskukennarar mót- mæla nvju eBikunnakerfi ENSKUKENNARAR á lands- prófs- og gagnfræðastigi eru óánægðir með kerfi það sem tekið hefur verið upp við einkunnar- gjöf á samræmdu lands- og gagn- fræðaprófi. Hédlu kennarar í þessari námsgrein með sér fund í vikunni, þar sem mættir voru fulltrúar frá flestum framhalds- skólum á Stór-Reykja- Borgarafundur um Borgarfjarðarbrúna JUNIOR Chamber í Borgarnesi gengst fyrir almennum borgara- fundi um byggingu brúar yfir Borgarfjörð nk. sunnudag i Sam- komuhúsinu í Borgarnesi og hefst fundurinn kl. 14. Framsögumenn verða Halldör E. Sigurðsson sam- gönguráðherra, Helgi Hallgríms- son, deildarverkfræðingur Vega- gerðarinnar, og Hunbogi Þor- steinsson sveitarstjóri, Borgar- nesi. Fundarstjóri verður Friðjón SveinbjÖrnsson sparisjóðsstjóri. víkursvæðinu og var tilefn- ið framangreind óánægja. Kom þar fram að menn höfðu ekki gert sér grein fyrir hvernig kerfið virkaði fyrr en við úrvinnslu prófúrlausna f vor. Segir f til- kynningu frá kennurunum, að þá hafi verið gengið á fund prófa- nefndar og þess freistað að breyta kerfinu, en þá tfomið í Ijós að gagnrýnin þótti of seint fram komin, þar sem búið var að slfta ýmsum skólum og afhenda próf- skfrteini. Létu þá kennararnir frá sér fara bréf til menntamálaráð- herra til að lýsa yfir andstöðu sinni, þótt þeir væru í þetta sinn tilneyddir að hlfta fyrirskipunum menntamálaráðuneytisins, eins og segir f fréttatilkynningunni. Bréfið er svohljóðandi: Hr. menntamálaráðherra, Vil- hjálmur Hjálmarsson. Það er almennt álit ensku- kennara I eftirtöldum skólum að vorpróf í ensku á samræmdu gagnfræða- og landsprófi hafi verið vel samið og réttlátt. Hins vegar álítum við að hið nýja fyrir- komulag hvað _ einkunnagjöf varðar, svokallað „normal dreif- ingarkerfi“, gefi ekki rétta mynd af stöðu nemenda, þar sem þeir eru ýmist hækkaðir upp eða lækkaðir niður i samræmi við fyrirfram gerða „kúrfu“. Sem dæmi um þetta má nefna að nemandi sem hefur 44 stig fær einkunnina 5.0, annar sem hefur 71 stig fær einkunnina 6.0. Sem sagt þótt síðarnefnda úrlausnin sé Framhald á bls. 18 Steytti fyrst á steini og þá á lögreglunni STEINN á veginum við Vffils- staðavatn varð þess valdandi, að þrfr menn misstu ökuleyfi sfn vegna ölvunar við akstur á fimmtudaginn. Málsatvik voru þau, að menn- irnir voru á ferð í bíPfeins þeirra og voru fleiri með í förinni, þar á meðal ódrukkinn ökumaður. Var þetta að morgni uppstigningar- dags. Þegar ferðalangarnir voru við Vífilsstaðavatn sauð á bílnum, og fór ökumaðurinn að sækja vatn á kassann. Á meðan sá eig- andi bilsins ástæðu til að sýna hæfni sina sem ökumanns og sett ist undir stýri. Þar eð maðurinn var vel við skál tókst ekki betur til en svo, að bílinn ók upp á stór an stein og varð honum ekki þok að þaðan. Settist nú annar ölvað- ur maður undir stýri, en honum tókst ekki frekar en hinum að losa bílinn. Var sá þriðji þá feng- inn til að reyna, einnig öivaður, og tókst honum að losa bílinn. Einhvern pata hafði Hafnar- fjarðarlögreglan af ferðalaginu og tók hún félagana í sína vörzlu. Viðurkenndu þeir brot sitt og munu þvf missa ökuskírteinin í einhvern tfma vegna þessa erfiða steins. LANDSHAPPDRÆTTISJÁLFST/EÐISFLOKKSINS 1976 ViNNfNGAR <5 tftU i icr. 280,000,- 6! Ktmrietlmriír ttugMtix 7 lyrka .yá&gwxfr ýt.w.xtixwrit, ntytma t/rt! i kr íoe.OW.- H Tfl H*w (•»>*. mfrðftuahdöam ly>(»2 C§ : kt. 1*7.800- vekrrð,1CIC1 fyrtr í tó, 145 Ö0Ö.~ MaíWtKatwSr'írw.t* írrirJÍ kr. Msiötwfcaktrðri Útvai* fyrtf i kt, WXfXls- iittm tftU 'i *ít. ííS.ðftO,- IWrMsrðir Úrvaí* tffHt *« US HílLOARVEROMÆTI ViNNtNGA KH. J.170 «80 00 DHEGIÐ4. JÚNf 1976 m 11 12 O 11 iUttOnttHt Úrv«t4 A tfiuy kt.m.tms- ljntit *y»í» 3 ttr. 14SÆ08,- lbi<«t*rðb úrvyt* tftt'2 kr. 145.000.- m*4 PfúðMiOunr tpú 2 i T1I Ltmdon > kt 104408 - : m m Landshappdrættið: Opið um helgina Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins er nú í fullum gangi, enda verður dregið eftir aðeiris 6 daga. Þeir, sem enn eiga ógerð skil á heimsendum miðum, eru hvattir til að gera það hið fyrsta. Athygli skal vakin á þvf, að skrifstofa happdrættisins er nú f hinum nýju húsakynnum flokksins, Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7, og verður hún opin í dag kl. 10 til 18 og á morgun kl. 14 til 17. Skrifstofan sér um að senda miða og sækja greiðslu, ef fólk óskar, en símanúmerið er 82900. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Miði er möguleiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.