Morgunblaðið - 29.05.1976, Side 18

Morgunblaðið - 29.05.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976 — Krabbameins- félagið Framhald af bls. 3 skráningunni unnt að gefa spár um þörf krabbameinssjúklinga fyrir sjúkrarúm, göngudeildir og svo framvegis. Unnt er að segja til um fjölda algengustu æxla í framtiðinni, en einnig veitir skráin möguleika á að bera saman langlífi sjúklinganna frá einum tíma til annars Hið vísindalega mikilvægi skrán ingarinnar er að leitast við að varpa Ijósi á orsök og eðli sjúkdómsins. Hefur félagið haft náið samstarf við erfðafræðinefnd Háskóla íslands um árabil. Erlendis hafa rannsóknir bent til þess að auknar likur séu á ákveðnum krabbameinum hjá ætt- ingjum, þ.e.a.s. að ættingjar fái sama krabbamein, en Hrafn lagði áherzlu á að krabbamein gæti verið margs konar og þyrfti ekki að vera einn og sami sjúkdómurinn. Likurnar eru ekki mikið auknar á sliku krabbameini meðal ættingja krabba meinssjúklings og er ekki vitað hvort um erfðaeiginleika er að ræða eða vegna þess að fjölskyldumeðlimir njóta að nokkru leyti sama umhverf- is. — Von okkar er, sagði Hrafn Tulinius, að þar sem ísland býður upp á svo fullkomnar upplýsingar um ættfræði allrar þjóðarinnar, verði hægt að varpa Ijósi á þessa spurn ingu. • ÁRANGUR OG FRAMTÍÐARÁÆTLANIR Fræðslustarfsemi Krabbameinsfé lags íslands hefur átt mikinn þátt Í því að breyta afstöðu lækna og al mennings til sjúkdómsins. Hefur sú fræðslustarfsemi ekki sizt þýðingu i sambandi við greiningu krabbameins á byrjunarstigi, sem eykur mjög líkur fyrir lækningu. Leitarstöðvar krabbameinsfélags- ins hafa unnið ómetanlegt gagn um allt land svo sem yfirlæknir stöðv- arinnar i Reykjavík hefur með rann- sóknum sínum greinilega sýnt fram á Krabbameinsfélag íslands hefur lagt drjúgan skerf fram til kaupa á þýðingarmiklum lækningatækjum og er þar bezt dæmi kaup á kobolttæki fyrir Landspítalann. Einnig hefur verulegu fé verið varið i rannsókna tæki til greininga á krabbameini. Félagið hefur hvað eftir annað veitt umtalsverða styrki læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum til að kynna sér nýjustu aðferðir við greiningu, meðferð og lækningu ill- kynjaðra æxla. Krabbameinsskráningin hefur aflað áreiðanlegra upplýsinga um út- breiðslu og tegundir sjúkdómsins hér á landi. Hafa þær upplýsingar verið undirstaða undir ýmsum rannsókn- um á eðli krabbameins. Með styrk góðra manna mun fé- lagið í framtíðinni leitast við að halda uppi þeirri starfsemi sem það rekur nú, en í auknum mæli að beita sér fyrir rannsóknum á tíðni, út- breiðslu, tegundum og eðli hinna ýmsu illkynjuðu meina. Framkvæmdastjóri Krabbameins- félags íslands er Halldóra Thorodd sen. — Óttast Framhald af bls. 1 stjórnin ákveður að ganga til samninga. Lausn deilunnar er tal- ið persónulegt áhugamál Cros- lands að sögn AP. í Ósló gat Knut Frydenlund ut- anríkisráðherra lítið sem ekkert sagt um horfur á lausn þorska- stríðsins þegar hann gerði Stór- þinginu grein fyrir málinu í gær að sögn NTB. Frydenlund kvaðst aðeins geta vonað að í ljós kæmi að íslending- ar og Bretar yrðu ásáttir um að hittast. „Við verðum bara að vona að báðum aðilum takist að komast að samkomulagi," sagði hann. t lonon hefur AP eftir brezkum heimildum að nokkur hreyfing hafi verið á samningaumleitunum síðan Crosland og Einar Ágústs- son hittust í Ósló. Samkvæmt þessum heimildum hafa farið fram skipti á orðsendingum siðan fundurinn var haldinn til að út- skýra nokkur atriði. Samkvæmt heimildunum í London munu viðræður ríkis- stjórnanna aðallega snúast um tölur, það er aflamagn og fjölda togara, þar sem það muni hafa i för með sér hrossakaup. — Enskukennarar Framhald af bls. 2 61% betur af hendi leyst en sú fyrri þá er einkunnaraukningin ekki nema 10% af einkunna- stiganum. Við teljum það allt annað en sanngjarnt að fyrirfram sé ákveðið hvað margir nemendur fái 0,0, hvað margir 6.0 o.s.frv. (Eftir þessu kerfi fengi 1% nemenda 0.0 jafnvel þótt engin úrlausn hefði færri en 20 stig rétt af 100 mögulegum). Þetta kerfi sem hefur verið í notkun hjá þeim þjóðum er fremst standa i skólamálum í heiminum i dag, er nú á hröðu undanhaldi. Leggjum við því eindregið til að frá þessu „normal dreifingarkerfi" verði horfið þegar i stað og að nemendur fái næsta vor og þaðan í frá, þá eink- unn er þeim ber samkvæmt þeirra próflausnum að mati kcnnara og stjórnskipaðra prófdómara. Enskukennarar við: Ármúla- skóla, Garðaskóla, Hagaskóla, Hólabrekkuskóla, Laugalækjar- skóla, Réttarholtsskóla, Vighóla- skóla, Vogaskóla, Vörðuskóla og Þinghólsskóla — Fiski- fræðingur Framhald af bls. 32 áhyggjum sínum ýfir niðurstöð- um íslenzka rannsóknar- leiðangursins og kvað ummæli Jakobs aðeins staðfesta fyrir Grænlendingum þá ósk þeirra um einhliða útfærslu grænlenzku fiskveiðilögsögunnar í 200 mflur, næðist ekki samkomulag um hana á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Af hálfu grænlenzku landsstjórnarinnar hafi verið fylgst náið með framvindu hafréttarráðstefnunnar en öllum mætti þó vera ljóst að þolinmæði Grænlendinga í því efni hefði sin takmörk. Formaðurinn sagði, að á hinn bóginn gleddist hann yfir því að íslenzku sérfræðingarnir skyldu gera Grænlendingum grein fyrir þessum veiðum við Grænlandsstrendur og lýsti áhuga á nánari samstarfi á þessu sviði. - Góð þorskveiði Framhald af bls. 32 ★ GÓÐVEIÐI A SKAGAGRUNNI Þá hafði Morgunblaðið af því fréttir að togskip frá verstöðv- unum norðvestanlands hefðu ver- ið að fá góðan afla síðustu daga á Skagagrunni. Til að mynda land- aði Dagný í gær á Siglufirði um 130 tonnum eftir liðlega 3ja sólar- hringa útivist og einnig mun Sigurbjörg hafa komið með á annað hundrað tonn af fiski til Ólafsfjarðar eftir skamma útivist. ★ 20 TONN I FLOTTROLL Morgunblaðið hafði tal af Ólafi Pálssyni fiskifræðingi um borð í Hafþóri, sem var þá út af Vestur- landi á leið til Reykjavíkur eftir hringferð umhverfis landið, þar sem hann kannaði ástand þorsk- itofnsins. Hann kvaðst hafa haft spurnir af veiðinni við Víkurál- inn en ekki getað kannað það nánar, þar eð fiskurinn væri tek- inn þar á of miklu dýpi fyrir Hafþór eða á 230—280 fetum. Hins vegar hafi þar fengist góður afli af sæmilegum þorski og kvaðst Ólafur hafa heyrt að einn togaranna hefði fengið í kringum 20 tonn í flottroll á 12 tímum. Ólafur kvað það hins vegar ekkert óvenjulegt að góðan þorsk væri að fá á þessum slóðum. * LÍTIÐSAST AFÞORSKI Það kom fram í samtalinu við Ólaf, að honum þótti útlitið með helztu uppeldisárganga þorsksins fremur dökkt eftir framan- greinda hringferð umhverfis landið. þvi að í henni hafi lítið sést af þorski. Kvað Ólafur niður- stöður leiðangursins i grófum dráttum vera þær, að nú hafi fundizt mun minna af smáfiski en í samsvarandi leiðangri í febrúar, enda þótt öll skilyrði til rann- sókna hafi þá verið lakari en nú var. Ólafur kvað Hafþór hafa kannað friðuðu svæðin, m.a. svæðið út af Norðausturlandi, þar sem brezku togararnir héldu sig sem lengst, og sagði Ólafur að þar hefði ekki fundist kvikindi. Við Kolbeinsey, þar sem nú er friðað svæði, hefði hins vegar verið mik- ið af smáfiski en minna í Reykja- fjarðarál. — Olíuverð Framhald af bls. 1 Saudi-Arablu sem hefur barizt gegn hækkuðu olfuverði. Oliuverðið var síðast hækkað í september um 10% og þá var ákveðið að það skyldi haldast óbreytt í níu mánuði. Á fundinum í Bali var engin ákvörðun tekin um hvenær olíuverðið skyldi hækkað aftur. Akveðið var að þetta níu mán- aða verðstöðvunartimabil yrði framlengt en ástandið endurskoð- að siðar á árinu. Indónesíski olíu- málaráðherrann, prófessor Sadli, sagði að „hugsanlegt væri og jafn- vel sennilegt" að ráðstefna yrði boðuð áður en næsti fyrirhugaði fundur OPEC verður haldinn i desember. Sadli sagði að verðinu yrði hald- ið óbreyttu þangað til aðildar- löndum OPEC tækist að ná ein- róma samkomulagi um hve mikil verðhækkunin skyldi vera og í hvað langan tima hún ætti að gilda. Ráðherrann var greinilega beiskur vegna þess að samkomu- lag náðist ekki um olíuverðið. Hann taldi, að út af fyrir sig væri það afrek að ráðherrar frá öllum 13 aðildarlöndum OPEC hefðu mætt, en sagði að mikilvægar ákvarðanir yrði að samþykkja ein- róma og ráðherrarnir hefðu ekki verið á einu máli. Aður en ráðstefnan hófst sagði olíuráðherra Saudi Arabíu, Ahmed Zaki Yamani, að hann mundi beita sér af alefli gegn verðhækkun. Niðurstaða ráð- stefnunnar er talin áfall fyrir OPEC því samtökin hafa hreykt sér af því að geta tryggt samstöðu og samkomulag um málamiðlun- arlaustn, á fundum sínum. Engin ákvörðun var tekin um hvort flytja skuli aðalstöðvar OPEC frá Vín vegna árásarinnar á þær í desember þegar nokkrum ráðherrum var rænt á siðasta fundi samtakanna. Akveðnar voru nokkrar breyt- ingar á flóknu kerfi olíuverðs þannig að meira tillit verði tekið til verðmætis á framleiðslu sem hráolía er notuð í. Þar með var reynt að binda enda á deilur um verðlækkanir. Vestrænir sérfræðingar hafa spáð því að OPEC muni leysast upp vegna minnkandi eftirspurn- ar eftir olíu. Engu að síður hefur samtökunum tekizt þrátt fyrir mikinn þrýsting að komast hjá verðlækkunum sem mundu veikja samstöðu þeirra. — Rhodesía Framhald af bls. 1 komið til innflutningur hvítra manna frá hinum fyrrverandi nýlendum Mozambique og Angóla. Ríkisstjórnin lýsti f dag áhyggjum sínum vegna þessara staðreynda og þeirrar þróunar sem þær sýna og áætlaði jafn- framt að ef miðað er við töl- urnar fyrir fyrsta fjórðung þessa árs yrði útkoman í árslok sú að hvítum mönnum í landinu fækkaði um 2.500 manns. Hins vegar telja fréttaskýr- endur að þetta sé of varlega áætlað og líklegt væri að mun fleiri færu úr landi ef pólitisk óvissa og skæruhernaður halda áfram að aukast. Ef miðað væri við þessa nýjustu tölu fyrir april mánuð myndi hvítum fækka um 10.000 manns allt árið. Tala hvitra í Rhódesíu er áætluð um 270.000 manns. Meir en 350 manns hafa beðið •bana það sem af er árinu vegna baráttu blökkumanna gegn minnihlutastjórn Smiths, þar af 190 f þessum mánuði. Af þessum 180 voru yfir 80 skæru- liðar, yfir 70 blakkir borgarar, um 25 liðsmenn öryggissveit- anna og tveir hvítir borgarar, að því er fram kemur í opin- berum tölum i Salisbury. — Kosningar í Bretlandi? Framhald af bls. 1 viðhafðar við atkvæðagreiðslur í þinginu. Af þessu leiðir að andstæðingar stjórnarinnar taka ekki tillit til fjarveru þingmanna stjórnar- innar og að ekki verður á það fallizt þegar þingmenn frá stjórnarandstöðunni eru fjar- staddir að jafnmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar mæti ekki. íhaldsflokkurinn sakar Verka- mannaflokkinn um að hafa ekki fylgt þessum leikreglum í gær þegar stjórnin fékk eins atkvæðis meirihluta í atkvæðagreiðslu um umdeilt frumvarp hennar um þjóðnýtingu flugvéla- og skipa- smíðaiðnaðar. Stjórnin hefur 313 þingfulltrúa en stjórnarand- staðan 316. Frú Margaret Thatcher, leiðtogi íhaldsflokksins, fór fram á fund með Callaghan forsætisráðherra í dag til að ræða þann ágreining sem er risinn. Talsmenn stjórnarinnar og Verkamannaflokksins neita því að leikreglum hafi ekki verið hlítt. Callaghan forsætisráðherra sagði að stjórnin mundi halda áfram „umbótastarfi“ sínu eins og ekkert hefði í skorizt. — Rússar fúsir Framhald af bls. 1 hlíta henni fyrr en nýr hafréttar- samningur hefði verið gerður. Þó hefðu Rússar tjáð sig reiðubúna til viðræðna um fiskveiðisamn- inga við önnur ríki á grundvelli 200 mílna reglunnar. Evensen sagði að viðunandi árangur hefði náðst i viðræð- unum sem hefðu grundvallazt á samningsdrögum sem Norðmenn hefðu lagt fram og að samin hefðu verið sameiginleg drög sem nánar yrðu rædd i haust. Norðmenn hafa lagt til í viðræð- unum að gert verði ráð fyrir gagn- kvæmum veiðiréttindum á svæð- inu milli 12 og 200 mílna þannig að strandríkið hafi fullan rétt til að ákveða og hafa eftirlit með aflakvóta, stærð fiskimiða, veiðarfærum og fleira. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar hafi visst samráð sin í milli og að gagn- kvæmnisreglur gildi til tiltölu- lega langs tíma. Um frumvarp sem liklega verður lagt fyrir þingið i haust um útfærslu norsku landhelg- innar í 200 mílur sagði Evensen að tímasetning útfærslunnar færi eftir þróuninni á næstu mánuðum þó að hún mundi ekki leiða til breytingar á tímaáætlun stjórnar- innar. Hann sagði að nauðsynlegt væri að tryggja samninga um útfærsl- una fyrir árslok, einkum vegna ofveiði við Norður-Noreg þar sem þörfin fyrir útfærslu væri mest. Öðru máli gegndi með ástandið á Norðursjó og erfitt yrði að finna heildarlausn á fiskveiðunum þar fyrr en stefna Efnahagsbanda- lagsins í fiskveiðimálum væri betur mótuð. Evensen sagði að nokkur ákvæði frumvarpsins hefðu ekki veríö endanlega ákveðin. Til dæmis væri eftir að ákveða hve mörg skip fengju að veiða á til- teknum svæðum innan nýju lög- sögunnar á ári. Hann taldi að nauðsynlegt mundi reynast eftir haustfundinn á hafréttarráðstefnunni að boða til nýs fundar áður en nýr haf- réttarsamningur yrði undirritað- ur. Hann taldi ekki rétt að reyna að knýja fram atkvæðagreiðslu á haustfundinum því svigrúm þyrfti að vera fyrir málamiðlun. Evensen taldi að hafréttarráð- stefnan gæti staðið og fallið með því sem gerðist í hafsbotns- málinu. Um veiðarnar á Norðursjó sagði hann að samningar við Breta yrðu að vera á gagnkvæmnisgrund- velli, líkt og samningarnir við Rússa. — íþróttir Framhald af bls. 31 ákveðnir ( að koma ekki heim 3. júní eins og þeir gera ef þeir komast ekki áfram (keppninni. Báðu (slenzku leikmennirnir fyrir kveðjur heim og létu mjög vel af dvölinni. Búa þeir á heilsu- hæli þar sem sundlaug er við sundlaug og öll aðstaða er eins og bezt verður á kosið. Spánverjar unnu Tyrki 2:0 f gærkvöldi og að sögn þeirra Lárusar Loftssonar og Teðdórs Guðmundssonar eru Tyrkirnir með mjög sterkt lið en þeir fylgd- ust með leiknum. Islendingarnir leika gegn Tyrkjum á sunnudag- inn, en Spánverjum á þriðjudag- inn. _______ _ — Minning Osvald Framhald af bls. 23 latína. Nutum við bekkjarfélagar hans þess oft að hann kuiini sína lexíu og var óspar á að miðla öðrum. Ósvald var látlaus og hóg-. vær og manna prúðastur í fram- komu, laus við alla yfirborðs- mennsku. Hann var ljós yfirlitum vel meðalmaður á hæð og sam- svaraði sér vel. Svo sem oft vill verða í skóla veljast bekkjarsystkini í hópa og halda saman. Þannig atvikaðist það að ég kom oft að Laugavegi 17 en þar bjó Ósvald ásamt foreldrum sín- um. Þar var mikið rausnarheimili og móttökurnar alltaf jafn ágæt- ar, hvort sem við vorum fleiri eða færri. Er okkur félögum Ósvalds hugstæður sá gamalgróni siðmenningarbragur sem fylgdi þeim hjónum og umhverfi þeirra, þó að þá væru allt aðrir tímar en nú og mun minna um hin verald- legu gæði. Þegar Ósvald lauk stúdents- prófi var heimsstyrjöldin skollin á og Island hernumið. Því fóru margar áætlanir öðruvísi en ætlað var. Ósvald hélt til Bretlands þar sem hann lagði stund á ensku og enskar bókmenntir. Dvölin þar varð þó ekki nema ár en þá skipti hann um skóla og fór til Banda- ríkjanna í háskólann í North- Dakota í borginni Grand Forks. Lauk Ósvald kandidatsprófi í stjórnfræði og ensku 1946 og kom þá heim. Eftir heimkomuna gerðist hann starfsmaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur og síðar Trygginga- stofnunar ríkisins. í þessum stofnunum starfaði hann um rösk- lega 30 ára skeið eða þar til hann varð að hætta sökum heilsubrests. i starfinu komu fram sömu eigin- leikarnir og á skólaárunum, skyldurækni og heiðarleiki ásamt mikilli hógværð. Ávann Ósvald sér því traust og virðingu sam- starfsmanna sinna svo og þeirra viðskiptavina sem til hans þurftu að leita. Hann sóttist þó aldrei eftir vegtyllum eða frama af neinu tagi. Árið 1944 gekk Ósvald að eiga Jóhönnu Brynjólfsdóttur. Bar aldrei skugga á sambúð þeirra. Þau eignuðust eina dóttur, Berglind, sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum ásamt manni sín- um, Erni Viggóssyni pípu- lagningameistara. Þau eiga tvær dætur og einn son. Að eigin ósk var Ósvald jarðsunginn í kyrrþey frá Fossvogskapellu 5. apríl s.l. að viðstöddum nánustu ástvinum. Hannes Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.