Morgunblaðið - 29.05.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 29.05.1976, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1976 Alvöru- borgin eftir Hugrúnu toguðu. Eftir stundarkorn kom hann aftur og var þá bæði með lokið og járn- tein sem hann átti úti i skemmu. „Nú ætla ég að verða hljómsveitarstjórinn ef þú ert söngstjórinn," sagði hann við Jonna. „Það er ekki hægt að kalla þetta hljómsveit," sagði Jonni, „þú ert bara einn með hljóðfærið. En nú byrjum við, eruð þið tilbúin“? Bjössi lamdi blikklokið eins og hann gat með teininum, en Jonni sló taktinn með öllum líkamanum Krakkarnir sungu hvert með sínu nefi, því ekkert þeirra kunni lag við textann Hvert um sig bjó sitt lag til svo úr þessu varð hinn mesti hávaði, og allir þöndu sig eins og þeir gátu. „Alvöruborg, Alvöru- borg. Allir út á torg. Hve gott og fagurt og indælt er að búa hér, og hér fæst bæði brauð og smér. Það best þykir mér. Kútur litli var langt á eftir með sitt lag en honum fyrirgafst það. „Mikið er þetta gaman,“ sagði hann og steypti sér kollhnís í snjónum. „Svona lætur enginn söngmaður,“ sagði Anna. „Þú átt að standa í röðinni." „Alvöruborg, allir út á torg,“ sagði Kútur og fékk sér aðra veltu. „Brauð og smér best þykir mér.“ Krakkarnir hlógu, þá espaðist hann og velti um koll heilu húsi. „Nú verður þú flengdur," sagði Jonni, „sjáðu hvað þú hefur gert. Það var lán að þú ruddir ekki kirkjunni um koll.“ „Ég ætlaði ekki að gera þetta,“ sagði Kútur, „mér þykir bara svo óskaplega gaman.“ „Þú mátt þá ekki eyðileggja gamanið okkar,“ sagöi bróðir hans. „Það er best að þú farir úr kórnum, þú ert alltaf á eftir með orðin og eyðileggur sönginn fyrir okkur hinum.“ „Ég skal vera góður og þægur,“ sagði Kútur, „en það eruð þið sem syngið illa.“ „Nú skulum við taka þetta einu sinni enn og vanda okkur eins og við getum, “ sagði Jonni. „Bjössi, þú skalt ekki slá svona fast á lokið, þá heyrist ekki orð, og þú mátt ekki alltaf berja jafnfast, þú verður að spila veikt og sterkt eftir efninu. Þú skalt hafa tónana veika þegar þú segir „Alvöruborg, Alvöruborg", en herða á þegar þú segir „Allir út á torg.“ Það verður að vera einhver list i þessu. Hafið þið nú textann yfir einu sinni enn án þess að syngja.“ Börnin þuldu setningarnar með miklum fjálgleik svo söngstjórinn var hæstánægður. „Þið megið syngja hátt, alveg eins og þið getið, en þó með tilfinningu, þetta er virðuleg og hátíðleg athöfn, við erum eiginlega að vigja borgina um leið og við gefum henni nafn.“ Bjössi reyndi að vanda sig við hljóðfærasláttinn, svo það söng fagur- lega í blikkinu. Þeim fannst öllum að kórinn hlyti að vera hrífandi fagur, þótt lagið væri ekki sem samstilltast. Þetta var þeirra borg og þeirra ljóð og lag. Það var fyrir mestu. „Alvöruborg. Alvöruborg“, bergmálaði í fjallinu. Uppi á hæðinni fyrir ofan þau stóðu þrír stórir strákar og létu mikið. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN A V-w BWjq i i / V vi A \ ^ K'—y 1 vtw MORfí-dN/ KAFFINli hann?- Myndi mér ekki nægja helmingi minni sundlaug hér f garðinum? — og una þð glaður — Ég get ekki fylgt þér eftir. Innfæddur trúboðsprestur meðal svertingja var að reyna. að gera löndum sfnum skiljan- legt, hve löng eilífðin væri. Hann sagði: — Kæru bræður, hugsið vkk- ur að smáfugl tæki í nef sitt einn dropa úr Kyrrahafinu og flygi með hann yfir f Atlants- hafið. Þannig héldi hann áfram að fljúga með einn dropa, þang- að til Kyrrahafið væri þurraus- ið. — Þá væri samt ekki kom- inn miður dagur, hann væri á morgni eilífðarinnar. X Maðurinn: — Því varstu að vekja mig? Mig dre.vmdi svo vndislega. Konan: — Hvað drevmd. þig? Maðurinn: Mig drevmdi, að ég væri f stórum sal, og í hon- um voru stðrir hópar af Ijóm- andi fallegum, ungum stúlkum, sem voru til sölu. Verðið á þeim var 5 þús. kr., 10 þús. kr. og 25 þús. kr. Konan: — Sástu nokkra, sem Ifktist konunni þinni? Maðurinn: — Já, margar. Þær héngu þar f kippum á veggnum og kostuðu 10 krónur hver. Verjandi ákærða sagði fvrir dóminum: — Ég vil vekja athygli hinna háu dómara á þvf, að skjolstæð- ingur minn er fæddur á fæðing- arstofnun og um faðernið var aldrei vitað með vissu. t það minnsta er ekki hægt að full- yrða, að hann sé ekki sonur einhvers hinna háu dómara. Þess vegna væri varlegra að sýkna manninn, eða hafa dóm- inn mjög vægan. X Jón: — Árni er vfst djúp- hygginn maður. Andrés: — Já, hann hugsar svo djúpt, að hann hefur aldrei komizt upp á það yfirborð, sem aðrir hugsa. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaya efttr Anne Stevenso Jóhanna Knstjónsdóttir þyddt 76 — Gerið þér svo vel, M. Hurst. Þér vilduð kannski hringja úr skrifstofunni hans? Það eru aðrar dyr til vinstri f ganginum. Vinnustofa Gautiers minnti David f aðra röndina á vinnuherbergi Bonifaee. Skjalamöppur I hillunum, myndir, snyrtimennska f fyrirrúmi. Skrifborðið var hreinasti kjörgripur og gólfteppið hefði ekki sfður sómt sér á veggnum, svo þykkt og fagurt var það. Sfmtólið var þó fjarska venjulegt. Davið settist við skrifborðið og beið eftir að fá samband við hótelið. Hann horfði á myndirnar á veggjunum og á hverri þeirra var Gautier aðalpersónan og flestar myndirnar virtust hafa verið teknar á freisisdaginn. Gautíer í fararbroddi f göngu eftir aðalgötunni ... Gautier f hópi syngjandi vina ... Gautier f bún- ingi skærulfða og með riffil við hönd sér. Skiptiborðið svaraði. David bað um ungfrú Lazenby og beið sfðan f örvæntingu og óttaðist að Carrier hefði verið á undan. Anya svaraði og var nú f sfnu fyrra gervi. David talaði hratt á ensku. — Þér verðið að koma Helen ú». Carrier getur hringt til hótelsins á hverri stundu og látið taka hana sem gfsl. — Hvernig komuzt þér á brott? — Það skiptir ekki máli. En ég komst þaðan. Lazenby var ekki kominn. — Hann kemur. — Komið með Helen til heimilis Gautier. Ég bfð eftir henni hér. Getið þér gert það? — Hún verður komin eftir tfu mfnútur. Hún skellti tólinu á. Hann gekk aftur inn f setustofuna til Mme Gautier og bað hana leyfis að fá að bfða. Hann sagði að hann hefði tekið sér það bessaleyfi að biðja ungfrú Stewart að hitta hann hér og sfðan myndu þau aka saman og hítta Gautier. Mme Gautier leit efablandin á hann. Væri það ekki tfmasóun? Kannski hann yrði lagður af stað þegar þau kæmu á staðinn. Væri ekki betra að Jarques hringdi til hans á hótelið strax og hann kæmi. Það horgaði sig ekki að segja henni neitt. En hann vissi hann gat ekki falið sig hér. Bíllinn var sem stóð öruggasti felustaðurinn og þvf skyldu þau þá ekki aka til heimilis Boniface? Carrier og menn hans myndu ekki láta sér detta f hug að leita hans þar. myndi fá holl ráð hjá Gautier og hann gæti afhent honum minnisbókina sem hann hafði tckið hjá Boniface. Ef þau færu á mis við hann var kannski ekki hundrað f hættunni. — Ég býst við að sonur yðar hafi mikið að gera, sagði hann. — Það gæti verið að hann hafi ákveðið að vera um kyrrt á heimili Boniface þar til hann hefur lokið störfum. Mme Gautier kinkaði kolli. — Þegar hann er að ievsa eitthvert verkefni man hann ekkert eftir klukkunni. Eins og þér getið fmyndað yður segir hann mér aldrei neitt. Og vel gæti verið hann yrði þar alla nóttina ef nauðsyn krefði. Hann kemur og fer eins og honum þóknast. — Leyfist mér að spyrja hvort þér hafið verið ekkja f mörg ár? spurði David. — Sfðan Jacques var fjögurra ára. Sfminn hringdi. Þau heyrðu að vinnustúlkan svaraði. — Þvf miður, monsieur. Ekki svo ég viti, monsieur. Sjálfsagt monsieur. Hún kom ínn á þröskuldinn til að skýra frá upphringingunni. — Það var M. Derain aftur, madame. Hann segir að það sé óskaplega árfðandi að hann nái tali af Monsieur eins fljótt og mögulegt cr. — Látið skilaboðin á skrifborðið hans. Þér sjáið -sagði Mme Gautier og sneri sér til Davids - að skjólstæðingar hans hringja á undarlegustu timum. — Var þetta frændi Marcels Carriers? — Svo að þér kannizt við hann? — Já, fundum okkar hefur borið saman, sagði David. Það var sannarlega míkið um að vera. Fyrst Paul var svo smeykur að honum þótti ástæða til að snúa sér til lögfræðfngs myndi hann varla verða erfiður viðfangs. Hann myndi leggja sönnunargögnin sjálfur á borðið og kannski bjó hann yfir frekari uppplýsingum til að byggja upp mál gegn frænda sfnum. Hann fylltist óþolinmæði eftir að hitta Gautier. Barið var að dyrum og Helen kom inn, róleg og glæsileg að vanda. Innan íimm mfnútna hafði hann þeytzt af stað með hana aftur. Með aðstoð Anyu, sagði hún, hafði hún komizt út heil á húfi. — En þú getur ekki fmyndað þér hvað ég var hrædd um þig sagði hún og vottaði fyrir titringi f rödd hennar. Ertu nú áreiðanlega f heilu lagi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.